Dagur - 05.11.1985, Side 3

Dagur - 05.11.1985, Side 3
5. nóvember 1985 - DAGUR - 3 Rannsókn á hollustugildi landbúnaðarafurða: Akureyrarmjólkin er vítamínríkust Um þessar mundir er að Ijúka langítarlegustu rannsókn sem gerð hefur verið á næringar- og hollustugildi hinna ýmsu land- búnaðarafurða. Rannsókn þessi var unnin af fæðudeild Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins með styrk frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins. Við rannsókn á efnainnihaldi mjólkur voru tekin sýni frá sex svæðum á landinu, Akureyri, Borgarnesi, Egilsstöðum, Húsa- vík, Sauðárkróki og Selfossi. f ljós kom að mjólkin er mismun- andi næringarrík eftir svæðum og þótt munurinn sé ekki mikill er hann marktækur í sumum tilfell- um. í grófum dráttum má segja að mjólk unnin á Akureyri annars vegar og Selfossi hins vegar komi best út. Þannig er Akureyrar- mjólkin vítamínríkust en Selfoss- mjólkin steinefnaríkust og í báð- um tilfellum er marktækur munur. Einnig kom fram að tals- verðar árstíðarsveiflur eru í mjólkinni, t.d. hvað varðar magn A-vítamíns, en það reyndist vera Sendibíll valt Það var fremur gott hljóð í lög- reglumönnum víðast hvar á Norðurlandi eftir helgina. Þrátt fyrir leiðindaveður var ekki mikið um óhöpp. Fyrir hádegið í gær valt sendi- ferðabíll á Svalbarðsströndinni. Ökumaður var ejnn í bílnum og kvartaði hann um eymsli í baki og var fluttur á sjúkrahús. Við veltuna kviknaði í bílnum og er hann töluvert brunninn. Á Dalvík v,arð einn árekstur í gær, fólksbíll og jeppi skullu saman. Engin slys • urðu á mönnum, en fólksbíllinn er mik- ið skemmdur. Lítilsháttar um- ferðaróhapp varð á Ólafsfirði í gær, en eignartjón varð lítið. Hjá lögreglunni á Blönduósi varð eitt útkall er ekið var á hross á Hrútafjarðarhálsi. -mþþ SVAfær aðstöðu við Strandgötuna „Það má segja að þessi mál séu enn í deiglunni,“ sgði Finnur Birgisson er Dagur ræddi við hann í gær. „Þegar við vorum að skýra þessar hugmyndir voru menn að velta fyrir sér fleiri en einum stað, en mér þykir senni- legt að endirinn verði sá að þessi aðstaða verði á milli Nýja bíós og BSO við Strandgötu." Finnur sagði að nú væru menn að velta fyrir sér smærri atriðum varðandi fyrirkomulag á hinni nýju aðstöðu SVA á þessum stað. Ætlunin er að þarna verði veglegt biðskýli fyrir farþega og ýmis aðstaða sem tengist rekstri SVA. „Stjórn Strætisvagnanna bað um að ákveðin atriði varð- andi þessa aðstöðu yrðu könnuð nánar og við erum að vinna að þeim athugunum núna,“ sagði Finnur Birgisson. Á fundi stjórnar Strætisvagna Jóhannesson verkfræðingur Akureyrar sem haldinn var 14. hugmyndir að nýrri aðstöðu október skýrðu Finnur Birgis- fyrir strætisvagnana í miðbæn- son skipulagsstjóri og Gunnar um. 70% hærra á haustin en á vorin. Jón Óttar Ragnarsson hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins sagði að tilgangur þessara rannsókna væri að fá sem ná- kvæmastar upplýsingar um efna- innihald landbúnaðarafurða til þess að stuðla að aukinni vöruþró un og nákvæmari og betri vöru- merkingum. „í framhaldi af þessum rann- sóknum verða vörumerkingar stokkaðar upp að verulegu leyti og bað er mjög lofsvert framtak hjá mjólkuriðnaðinum að ætla að byggja sínar merkingar á íslensk- um rannsóknum í stað þess að notast við erlendar mælingar," sagði Jón Óttar. Hann sagði að niðurstöður rannsóknarinnar kæmu til með að fara mjög víða t.d. inn í kennslubækur og neyt- endabæklinga auk þess sem á þeim yrði byggt við frekari vinnslu mjólkurafurða. Nánar verður greint frá niður- stöðum rannsóknarinnar síðar. BB. Mjólkin úr kúnum á Eyjafjarðarsvæðinu er næringarríkust. Hér er hin fræga Fía frá Húsum í Eyjafirði. Atvinnumál ungs fatlaðs fólks Það má segja að svipað ástand sé gagnvart dvalarmálum aldr- aðra og dagvistunarmálum barna. Það er biðlisti. Sá bið- listi sem hefur myndast við dvalarheimilin Skjaldarvík og Hlíð á Akureyri telur nú ná- kvæmlega þrjú hundruð manns. Eftir því sem komist verður næst eru ekki allir aðilar sem á listanum eru í bráðri þörf fyrir dvalarpláss. Reikna má með því að 10% af þessum fjölda sé sá hópur sem þurfi að komast til dvalar. Hinir vita hvernig ástand- ið er í þessum málum hér í bæ og eru að tryggja sig í framtíðinni, með því að skrifa sig á listann. Hreyfing er ekki mikil á pláss- um dvalarheimilanna. Það eru um 13 breytingar á ári að meðal- tali. Þannig að þrjátíu manns af þrjú hundruð manna biðlista er stór hópur þegar 13 dvalarpláss bjóða. gej SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. NÝLAGNIR VIDGERDIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miövikudaginn 6. nóvember 1985 kl. 20-22 verða bæjarfuiltrúarnir Jón G. Sólnes og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Námskeið í raddstyrkingu Þreytist þú við upplestur? Þarft þú oft að ræskja þig? Ert þú oft þurr í hálsinum? Hvernig er öndunin? Hvað með að taka námskeið í raddstyrkingu? Hafðu þá samband við Þóreyju Eyþórs. talmeina- fræðing í síma 25774. Hönnuð augfýsing selur meira Hendið ekki háum fjárupphæðum í birtingarkostnað án þess að hugsa málið. Látið gera fast verðtilboð í hönnun hjá Delfi delíi DELFI AUGLÝSINGASTOFA • GEISLAGATA 5 SÍMI 25845 OG HEIMA í SÍMA 24849

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.