Dagur - 22.11.1985, Side 5
22. nóvember 1985 - DAGUR - 5
hjátrú eða hvaðZ
Haraldur Ingi
Haraldsson
skrifar
Um huliðshjálm
Pað er mikið hagræði að geta gengið
um ósýnilegur og hér á eftir fara
nokkur ráð til þess, þó svo að þau
séu varla hentug hundavinum. Taktu
lítinn, gráan hund, aflífaðu hann, og
taktu úr honum hjartað. Taktu síðan
tré úr rauðgreni og kljúfðu það í
annan endann, á þann enda festir þú
hjartað. Einum mánuði fyrir Jóns-
messu skaltu láta grenispýtuna með hjartanu í mold þar sem
ræktað tún og úthagi mætast. Settu með hjartanu sjö sáðkorn og
á þessum stað mun vaxa huliðshjálmur.
Önnur aðferð mælir með svörtum hundi. Gera á sem fyrr nema
hvað reka á þrjár grenispýtur í hjartað. Milli þeirra mun vaxa
huliðshjálmur í formi steins. Eftir að hann hefur vaxið í níu næt-
ur er hann fullvaxta. Steininn skal hafa í lófa sér þegar hverfa á
öðrum sjónum.
Þriðja tilbrigðið er að grafa hjarta úr svörtum rakka í rauð-
greniöskju og geyma það til Jónsmessunætur. Þá er það tekið
upp og þurrkað undir hægri hendinni og þá er kominn huliðs-
hjálmur. Hafi rakkinn hins vegar verið mórauður, þá á að binda
hjartað í hnakkagrófina og þá sýnist eigandi þess vera mórauður
hundur.
Enn um huliðshjálm
Séu menn dýravinir eru hér tvær aðr-
ar aðferðir sem ekki eru eins fjand-
samlegar málleysingjum, alla vega
fer allt vel að lokum. Taktu hrafns-
unga, aflífaðu hann, settu spýtu um
þverar kverkar honum þannig að
hann sé vel fastur í hreiðrinu. Þegar
fullorðnu hrafnarnir verða þess varir
munu þeir leita um landið allt að
þremur steinum og bera til ungans. Einn þeirra er lífsteinn, svo
unginn lifni við aftur, ánnar er lausnarsteinn, svo unginn losni og
svo huliðshjálmssteinn, svo hreiðrið finnist ekki aftur. Sé þess
gætt að ræna aðeins huliðshjálmssteininum, þá verður unginn frír
og frjáls.
Önnur aðferð svipuð þessari er að vaka yfir hreiðri í þrjú dæg-
ur og hrista yfir því bláan klæðisbút. Fullorðni hrafninn kemur þá
með tvo steina í gogginum, annan leggur hann á brjóst ungans en
hinn á magann. Hafirðu næga þrautsegju til að bíða þar til ung-
inn lifnar við, þá nærðu steininum.
Göt
Náttúruleg göt í trjám, fjöllum eða
steinum hafa um langan aldur, víðs
vegar í heiminum, verið álitin búa
yfir lækningamætti og sá sem gengi í
gegnum þau ætti von á að fá ein-
hverja bót meina sinna. Margir
skottulæknar leggja áherslu á slík
göt í kenningum sínum og ýmis fræg
göt eru til sem íbúar nágrennisins
geta vitnað til um lækningamátt þeirra.
Einkum þykja göt af þessu tagi vera áhrifarík gegn ensku veik-
inni, kíghósta, tæringu og mæði. Sums staðar er því haldið fram
að með því að ganga í gegnum gat geti barnlaus kona öðlast frjó-
semi á ný.
Sá sem læknast á slíkum stað er tengdur honum órjúfandi
böndum um eilífð.
Flaut
Það eru til þeir staðir þar sem vissara
er að láta það vera að flauta. Engum
námaverkamanni dettur t.d. í hug að
flauta niðri í námu af ótta við að það
komi af stað sprengingu. Sumir sjó-
menn halda því líka fram að það að
flauta úti á sjó geti vakið upp storm.
Sú hjátrú er algeng hjá leikurum
að það boði ógæfu ef flautað er í
leikhúsinu, að ekki sé talað um sé það gert í búningsherbergjun-
um, þá er eins víst að sýningin á eftir mistakist.
Flautandi konu og galandi hana er ekki gott að mæta á förnum
vegi, hvort tveggja boðar ógæfu. Hvers vegna svo er hefur ekki
verið skýrt svo fullnægjandi sé. Sumir halda því fram að orsökin
sé sú að þegar Kristur var negldur á krossinn stóð kona þar hjá og
flautaði og Pétur sveik frelsarann í kapp við hanagal.
Bridgefélag Akureyrar
Akureyrarmót
Bikarkeppni
Alþýðubankamót
Síðastliðið þriðjudagskvöld 19.
nóvember voru spilaðar 9. og 10.
umferð í sveitakeppni Bridgefé-
lags Akureyrar, Akureyrarmóti.
Röð efstu sveita þegar 5 um-
ferðir eru til mótsloka, er þessi:
1. Gunnar Berg 192
2. Páll Pálsson 186
3. Kristján Guðjónsson 181
4. Gunnlaugur Guðmundss. 179
5. Örn Einarsson 170
6. Stefán Sveinbjörnsson 169
7. Jón Stefánsson 157
8. Júlíus Thorarensen 155
Næstu tvær umferðir verða
spilaðar nk. þriðjudagskvöld kl.
19.30 í Félagsborg.
Skráning í Bikarkeppni
Bridgesambanda Norðurlands
vestra og eystra stendur nú yfir
og þarf að vera lokið fyrir 1. des-
ember. Hörður Blöndal 23124 og
Örn Einarsson 21058 taka við
skráningu auk stjórna bridgefé-
laganna. Öllum er heimil þátt-
taka.
Laugardaginn 30. nóvember
efna Alþýðubankinn og Bridge-
félag Akureyrar til bridgekeppni
í nýja Alþýðuhúsinu á Akureyri.
Er keppni þessi öllum opin og
spilaður verður tvímenningur.
Keppni hefst kl. 10 og er áætlað
að henni ljúki um kl. 18. Þátt-
tökugjald er kr. 1.000 pr. par og
er innifalinn í því hádegisverður.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist til stjórnarmanna BA
fyrir föstudag 29. nóv.
Að lokinni keppni verður efnt
til dansleiks í Alþýðuhúsinu.
ítrekað skal, að keppnin er öllum
spilurum opin.
Þá skal og vakin athygli á, að
spilað verður um silfurstig.
MICHA
Nýir prjónakjólar
ocr peysur.
Frá
Lindbergs
Bómullarstretch,
flauelsbuxur í öllum
stærðum.
Nýkomið:
Þýskar blússur og
samkvæmisdress.
Vel klædd
erkonan ánægð.
Greiðslukort \7isa Eurocard
"Tíáku.t/eidiui jStehmnnar
Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214 -
löpið á laugardögum kl. 10-12.
Tílboð óskast
Tilboð óskast í MMC Cordia árg. 1983, í því ástandi sem
hann er eftir umferðaróhapp.
Bifreiðin verður til sýnis á B.S.A.-verkstæðinu mánu-
daginn 25. nóvember frá kl. 13-17.
Tilboðum skal skila þriðjudaginn 26. nóvember ’85 fyrir
hádegi.
GMBOÐIÐ HF
Sunnuhlíð, sími 21844.
Dansarar frá
Dansstúdíói Sóleyjar
frumsýna nýjan dans, sem er
sérstaklega saminn fyrir Sjallann.
Ásthildur Cesil
syngur nokkur lög af nýútkominni
plötu sinni „Sokkabandsárin“.
Föstudagur
22. nóvember:
Plötukynningar
Skriðjöklarnir
koma fram í fyrsta skipti í Sjallanum
og kynna plötu sína
„Var mikið sungið á þínu heimili“.
Laugardagur
23. nóvember:
Tískusýning frá tískuverslnninni
Ping Pong kl. 23.30.
Hljómsveitin
AMWV*
ásamt diskóteki.
Matseðill helgarinnar:
Djúpsteiktar raekjur „orty“ m/sósu tartar.
Kampavínssorbet.
Heilsteiktur nautahryggvöðvi
m/gufusoðnu grænmeti,
koníakssteiktum sveppum og fersku salati.
Kafti og konfektbiti.
Kr. 840,-
Kristján Guðmundsson
og Grímur Sigurðsson
leika fyrir kvöldverðargesti.
Rjómalöguð aspargussúpa.
Sinnepsgljáð svínasteik m/Róbertssósu,
gufusoðnu grænmeti og fersku salati.
Hljómsveitin
Aliint*
leikur fyrir dansi
ásamt Skriðjöklum
og diskóteki.
SjóMúut