Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 7
10. desember 1985 - DAGUR - 7 hraðann, að cg var hrcinlcga fyrir. “ - Nú cruð þið að framfylgja lögum scm aðrir sctja. Há- markshraöi í drcifbýli cr 70 km á klukkustund og 50 km í þcttbýli, víðast hvar. Mætti ef til vill hækka þcssi mörk, þannig aö mciri von sc til þcss að ökumcnn treysti sér til að virða þau? „Jú, ég get fallist á þaö. Það mætti hækka hámarkshraðann á bundnu slitlagi í dreifbýli upp í 80 km á klukkustund, cn 70 cr nóg á gömlu malarvegunum. En þá verða menn að virða þessi hámörk, í staö þess aö þjóta á 140 km hraða á malbikinu og slá kannski af niöur í 120 á malar- vegunum. Með slíku ökulagi er verið að bjóða hættunni heim. En ég vil ekki hækka hámarks- hraðann innanbæjar.“ Bflar loka göngugötunni oft ■ báða enda, þannig að slökkvibílar eða sjúkrabflar kæmust ekki í götuna. Akureyrskir ökumenn vilja helst þeir ætla inn um. um okkur saman við aðrar þjóðir. Ég hef ekið niður eftir Evrópu og um Bandaríkin og al- mennt finnst mér ökumenn þar virða leikreglurnar betur en hér tíðkast, t.d. hvað varðar há- markshraða. Hér eru margir öku- menn að gorta sig af því að hafa ekið á milli Akureyrar og Reykjavíkur á fjórum til fjórum og hálfum tíma. Þetta gerir um og yfir 100 km meðalhraða á klukkustund. Slíkt er ekki til fyrirmyndar. Enda fór það svo, þegar ég ók þessa leið í sumar og hélt mig við bandaríska hámarks- leggja bflum sínum við dyrnar sem • Eins og villimenn - Það er eftirtektarvert, að margir Akureyringar eru teknir fyrir að leggja bílum sínum ólög- lega. Kunna menn ekki að nota bílastæðin? „Nei, það virðist ekki vera. Það er eins og löghlýðnir Akur- eyringar breytist í villidýr þegar þeir leggja bílnum sínum. Bíllinn skal hér og hvergi annars staðar, jafnvel þó að það sé uppi á gangstétt, á gangbraut eða á ak- braut. Ég get nefnt dæmi. Það er algengt að sjá bíla uppi á gang- stétt í námunda við Teríuna á n fuglinum gangandi vegfarenda ’eyri. Hótcl KEA. Það cr algcngt að sjá 3-4 bíla viö sinn hvorn cnda á göngugötunni. Fyrir vikið væri ckki hægt að komast í götuna á sjúkrabíl cöa slökkvibíl, cf á þyrfti að halda. Austan viö Póst- húsið cr gangstéttin oft notuö sem bílastæði, þannig að gang- andi vegfarendur þurfa að nota götuna til aö komast fcrða sinna, ckki síst þcir scm eru með barna-; vagna. Þcir scm þannig lcggja cru sem sé að etja gangandi fólki út í bráöa lífshættu, því það er mikil umferð um Skipagötuna til beggja átta. Margir ökumenn virðast ekki þckkja til bílastæöa, því keppi- kefli allt of margra er að koma bíl sínum helst upp að dyrum á því húsi sem ökumaðurinn ætlar inn í.“ - Hvað með mannskap í lög- reglunni á Akureyri, er hann nægjanlegur til aö halda uppi eftirliti? „Nei, það tel ég ekki. Við ger- um það nauðsynlegasta, en það er allt of margt sem situr á hakan- um. Til dæmis þyrfti mun strang- ari gæslu allan daginn, sérstak- lega í Miðbænum. Þeir sem eru á dagvakt þurfa að sinna árekstrum og skýrslugerðum, þannig að lítill tími verður afgangs til eftirlits. Vaktirnar eru of fámennar, því miður.“ - Hættir okkur óbreyttum til að gagnrýna störf ykkar lögreglu- manna að ósekju? „Heilt yfir finnst mér lögreglan fá mjög ósanngjarna krítik hjá landsmönnum. Sennilega erum við eina stéttin sem er skömmuð fyrir að vera dugleg. Hins vegar finnst mér Akureyrarlögreglan ekki búa við ósanngjarna krítik. Það sama á ekki við í Reykjavík, þar sem fjölmiðlar vega oft að ósekju að störfum lögreglunnar. En sem betur fer held ég að fólk beri almennt traust til lög- reglunnar; ég man ekki betur en nýleg skoðanakönnun hafi leitt í ljós, að fólk beri meira traust til lögreglu heldur en stjórnmála- manna. Það finnst mér góðs viti," sagði Ólafur Ásgeirsson í lok samtalsins. - GS ■valdur Olafsson og bíður í ofvæni eftir spilinu ison og Þórarinn B. Jónsson sýna engin svip- sögnum. Þetta er gert svo menn geti ekki notfært sér þær „auka- meldingar” sem mismunandi blæ- brigði raddarinnar bjóða upp á. Ef engir væru sagnbakkarnir gætu menn „meldað” með sent- ingi, sérstakri áherslu, ákafa eða í valdmannslegri tóntegund og komið þannig skilaboðum á framfæri við félaga sinn eða „makker”, eins og spilafélaginn er ávallt nefndur. Sagnirnar eru margar, allt frá „einu laufi” upp í „7 grönd" og ef menn hætta sér á 7. sagnstig ætla þeir annað hvort að fá alla slag- ina 13, því ávallt er gengið út frá tölunni 6 sem grunntölu, eða þá að sögnin er „fórnarsögn" til þess að eyðileggja fyrir andstæðingun- um og sögð í þeirri von að and- stæðingarnir fái lægra „skor“ fyr- ir spilið en þeir annars hefðu fengið. „Pass“ er að sjálfsögðu algeng sögn í bridds en menn „dobla" líka sagnir og þá er til í dæminu að andstæðingarnir „redobli" og þá er annað hvort að duga eða drepast, að standa við „refsidobl- ið“ eða „flýja" í einhvern annan „samning". „Dobl" þýðir tvö- földun og þess vegna fá varnar- spilararnir helmingi meira fyrir sinn snúð ef sagnhafi „fer niður" á spilinu. Ef sagnhafi nær hins vegar „að standa spilið" tvöfald- ast gróði hans. Þannig getur „stubbur" orðið að „geimi" og „geim" orðið að „slemmu. Eftir að „meldingum" er lokið tekur „úrspilið" við. Á sama hátt og sagnirnar byggjast á sagnkerfi, byggist úrspilið á tækni og æf- Séð yfir hluta af spilasalnum. Albert Sigurðsson keppnisstjóri, sem stjórnað hefur keppnum hjá BA svo lengi sem elstu menn muna, fylgist með Stefáni Sveinbjörnssyni og Jóni Stefáns- syni. ingu. Þeir sem eru vel að sér í „fræðunum" nota ýmis brögð í úrspilinu til þess að ná sem best- um árangri. Dularfull fyrirbrigði eins og „kastþröng". ..t\öföld þvingun". „looser on looser". „dúkkun". „endaspilun". „köll" og „frávísanir". svo eitthvað sé nefnt, eru alþekkt meðal bridds- ara. Og svo er auðvitað enginn maður með mönnum nema hann viti allt um gildi „svíninga”. Þótt ég hafi sagt áðan að bridds sé fjögurra manna spil. taka ekki nema þrír þátt í hverju spili eftir að sögnum er lokið. Það er vegna þess að „makker” þess. sem á lokasögnina hverju sinni. leggur spil sín upp í loft á borðið. Hann er þar með orðinn „blindur"- en engu að síður getur hann horft á félaga sinn spila! Yfir öllu saman trónir svo keppnisstjórinn sem heíur vak- andi auga með að öllum reglum sé framfylgt og reiknar út „skorið" í spilunum. „Sveiflurn- ar" eru reiknaðar í „IMPum" en endanleg útkoma í stigum. Blaðamenn Dags komu við hjá briddsurunum í Félagsborg eitt þriðjudagskvöldið og hér á síð- unni má sjá afraksturinn. BB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.