Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 5
10. desember 1985 - DAGUR - 5
Jesendahorniá
Það er ekki nema brot af hestamönnum með „blettasótt“, segir Hólmgeir
Valdemarsson, en hann tekur jafnframt fram að það sé Ijóður á þeirra
háttum.
Omaklega vegið
að hestamönnum
í Degi dagsettum 25. nóvem-
ber sl. er grein er ber fyrir-
sögnina „Hestamenn með
blettasótt“. Undirrituðum
fannst fyrirsögnin forvitnileg
þar sem hann hafði aldrei orð-
ið var við slíka sótt hjá hesta-
mönnum, þó að fram komi
síðar í greininni við hvað sé átt
með orðinu blettasótt.
Greinarhöfundi er vill af ein-
hverjum ástæðum ekki rita grein
sína undir öðru nafni en dýravin-
ur skal frá því skýrt að stjórn
hestamannafélagsins Léttis hér í
bæ skrifaði Jarðeignanefnd
Akureyrarbæjar sl. vor bréf þess
efnis að þróun beitarmála í
bæjarlandinu sé í miklum ólestri
eins og greinarhöfundur bendir
réttilega á, en í grein hans má
skilja að hestamenn yfir höfuð
séu sekir um slíka „blettasótt",
sem er að sjálfsögðu alrangt þar
sem þetta er ekki nema brot af
þeim hestamönnum er stunda
hestamennsku. En rétt er að
þetta er ljóður á þeirra háttum er
þetta gera, en þarna er vettvang-
ur Jarðeignanefndar Akureyrar-
bæjar en ekki félagsskapar hesta-
manna að koma betra skipulagi
og eftirliti á. Því næst víkur
greinarhöfundur orðum sínum að
hesthúsahverfunum og sýnir
skýringarmynd þar um og telur
langflesta hestamenn á Akureyri
lifa eftir þeirri mynd er síðri er.
Þetta tel ég alrangt. Undanfarin
tvö ár hafa orðið miklar breyting-
ar til batnaðar í hverfunum og vil
ég frekar telja til undantekninga
heldur en hitt að sjá ruslahauga
og ýmislegt drasl kringum hest-
húsin. En hestaskítur hættir ekki
að koma frá hesthúsum fyrr en
hestar hætta að vera í þeim. Því
miður vill það þó oft vera í öllum
félagsskap að þar finnast svartir
sauðir og á það eins við um hesta-
menn. En hestamenn á Akureyri
geta varla gert að því þótt bæjar-
yfirvöld láti það afskiptalaust að
hús og lóðarskiki sem voru í upp-
hafi ætluð sem hesthús og gerði,
séu nú orðin bifreiðaverkstæði
og/eða bílakirkjugarður.
í lok greinar bendir greinar-
höfundur hestamönnum á að fara
nú að planta trjám. Það vill
nefnilega svo skemmtilega til að
hestamenn eru farnir að planta
trjám. Sl. sumar plöntuðu hesta-
menn út nær 4000 plöntum á
mótssvæði þeirra á Melgerðis-
melum og er það aðeins byrjunin
á enn meiri gróðursetningu þar.
Mér finnst annars ágæti bréfritari
að þó svo að nokkur sannindi
leynist í sumu af þínum skrifum
þá séu þau að mestu óréttlát, ansi
hvöss og séu skrifuð af vanþekk-
ingu um hagi akureyrskra hesta-
manna.
Hólmgeir Valdemarsson.
Ábending til
foreldra
- Ég trúi því ekki að foreldrar taki ekki eftir
því þegar börnin koma með eitthvað nýtt
inn á heimilið, segir „móðir“
„Móðir“ skrifar:
Dóttir mín varð fyrir því óláni að
rándýrum og vönduðum skóm
hennar var stolið í síðustu viku í
íþróttahöllinni, þar sem hún
dvaldi hluta úr degi. í framhaldi
af því vil ég koma með smá
ábendingu til foreldra.
Ég hef heyrt að það séu einnig
mikil brögð að þessu í skólunum
og það sé ekki eingöngu skótau,
heldur einnig hjól sem hverfa.
Manni getur gramist að senda
barn sitt af stað svo vel búið og
sjá það svo koma heim á sokka-
leistunum (eða gangandi).
Ekki ætla ég að sakast við
starfsfólk íþróttahallarinnar þó
að mér finnist að reyna eigi að
hafa eitthvert eftirlit með þessu.
Væri ekki hægt að koma upp
læstum geymsluhólfum sem hægt
væri að fá aðgang að gegn
greiðslu. Ég er sannfærð um að
það mæltist vel fyrir alla vega af
þeim aðilum sem orðið hafa fyrir
svona óhappi og betra er að
borga nokkrar krónur en að
missa skóna.
Foreldrar! ÉG vona ykkar og
barna ykkar vegna að þið hafið
eftirlit með því hvað börnin ykk-
ar koma með heim og sjáið um
að þau skili því til réttra aðila
aftur. Því ekki trúi ég að þið tak-
ið ekki eftir því ef eitthvað nýtt
berst inn á heimilið hvort sem
það er keypt, tekið í misgripum
eða á einhvern óheiðarlegan
hátt.
Óánægöur
Þórsari
Mig Iangar að þakka íþrótta-
félaginu Þór fyrir nýútkomna bók
í tilefni 70 ára afmælis. Hún er í
flesta staði mjög skemmtileg. í
flesta staði, því ýmislegt má að
henni finna. Að mínu áliti mætti
t.d. hafa meira heildaryfirlit yfir
sögu félagsins samankomið í ein-
um kafla. Það er t.d. mjög slæmt
að í bók sem þessari sé ekki skrá
eða listi yfir stjórnir félagsins.
Mér finnst að í sögulegu riti sem
þetta rit ætti að vera, þá ætti að
geta betur þeirra, sem mikla orku
og tíma hafa lagt í þetta. Og enn
eitt; eftir mikla leit þá sannfærð-
ist ég um að þið hefðuð gleymt að
geta þess hverjir hefðu verið for-
menn félagsins, starfstíma þeirra
og fleira í þeim dúr. Gleymt því,
ég trúi því ekki upp á ykkur að
þið hafið ætlað ykkur að skilja
svo við þetta afmælisrit, sem
hugsanlega á eftir að vera sögu-
leg heimild kraftmikils félags.
Það má ekki ætlast til þess að hin-
ar ungu kynslóðir sem nú eru að
taka við starfi okkar í félaginu
þekki alla þá miklu menn sem
byggt hafa upp Þór.
I von um að ritið verði betra á
80 ára afmælinu. . . . Þórsari.
Pennavinur
Degi hefur borist bréf frá tvítugri
franskri stúlku sem óskar eftir
pennavinum á Akureyri.
Hún hefur áhuga á að komast í
bréfasamband við karlmann
sem er tvítugur eða eldri, jafnvel
með það í huga að um heimsókn-
ir gæti orðið að ræða síðar meir.
Stúlkan sem heitir Laurence
hefur lært ensku í fimm ár og
skrifar á því tungumáli. Hennar
aðaláhugamál eru lestur, íþróttir
og tónlist. Þeir sem hafa áhuga á
að skrifa henni skrifi til:
Laurence Soddu
Cháleau ST Loup BT A2
13010 Marseille
France.
■ r m m ■■ mm r r
Jolagjofm i ar
frá afa og ömmu
er jogginggallar
St. 86-116. 2 litir.
Verð aðeins 460.-
yu
Eyfjörð
Hjalteyrargötu 4 sími 22275
Það kemst
til skila í Degi
Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^
Ekki ef þú notar ostalengjuna
frá Mjólkursamlagi KEA
Reyndu nýju ostalengjurnar næst
þegar þú ætlar að útbúa eitthvað gott
Mjólkursamlag KEA
Akureyri Simi 96-21400