Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. desember 1985
- Akureyringar greiddu andvirði íbúðar í sektir
fyrstu níu mánuði ársins fyrir of hraðan akstur og
fyrir að leggja bílum sínum ólöglega
Það er ekki óalgengt, að sjá bfla á gangstéttinni fyrir framan Teríuna. Þessi fékk sekt.
Dýr kaffibolli það.
„Þá breytast
peir í mestu
villimenn“
Fyrstu níu mánuði ársins voru 359 ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur á Akureyri. Þar af voru 216 kærðir í innanbæj-
arakstri, en 143 ökumenn voru staðnir að of hröðum akstri
utan bæjarmarkanna. Samtals greiddu þessir ökumenn ná-
iægt einni milljón króna í sektir, auk þess sem margir þeirra
misstu ökuskírteini sín. Þar við bætist, að Akureyringar
greiddu um 200 þúsund kr. í sektir vegna þess að þeir höfðu
lagt bílum sínum ólöglega. Akureyringar virðast því ekki vera
á horriminni íjárhagslega, því fyrstu níu mánuði ársins hafa
þeir greitt jafnvirði sex Skoda í sektir vegna áðurnefndra laga-
brota og fleiri sektargreiðslur koma til.
Hraði þeirra sem kærðir voru
var mjög mismunandi. Sá sem
hraðast ók fór 76 km yfir leyfðan
hámarkshraða á klukkustund.
Hann var sviptur ökuskírteini á
staðnum, auk þess sem hann
þurfti að greiða háa sekt. Fleiri
ökumenn þurftu að sjá á eftir
ökuskírteini sínu vegna fiðrings í
bensínfætinum, t.d. vegna endur-
tekinna lagabrota. Lögreglan
hefur nefnilega spjaldskrá yfir
þá sem hún hefur afskipti af.
Komi í ljós, að sami ökumaður-
inn er tekinn oft fyrir of hraðan
akstur, við skulum segja í
þrígang, þá getur hann átt á
hættu að missa ökuskírteinið sitt.
Það er því skynsamlegt að
trampa ekki allt of fast á „fjöl-
inni“.
• Ekki gosar
- Eru Akureyringar óttalegir
gosar í umferðinni?
„Nei, það vil ég nú ekki segja,“
svaraði Ólafur Ásgeirsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn, í sam-
tali við Dag. „Þeir haga sér þó
stundum eins og gosar, t.d. á
vorin, því þá hleypur stundum
galsi í mannskapinn. En heilt yfir
eru Akureyringar þokkalegir
ökumenn. Hins vegar verða hér
mörg umferðaróhöpp og mörg
þeirra má rekja til hraðaksturs.“
- Er árekstrahlutfall á Akur-
eyri hærra heldur en gengur og
gerist á öðrum stöðum?
„Já, það fer ekki hjá því, enda
þurfa Akureyringar að greiða
hærri tryggingaiðgjöld af bifreið-
um sínum en flestir aðrir
norðanlands. Það hefur jafnvel
komið til tals, að setja bíla með
A-númerum á sama áhættusvæði
og Reykjavík. Og of hraður akst-
ur er talinn aðalorsök umferðar-
slysa. Sem dæmi um það má
nefna Svíþjóð, en þar var há-
markshraði lækkaður úr 110 km
á klukkustund í 90 km. Þar með
fækkaði dauðaslysum í umferð-
inni þar til muna. í Bandaríkjun-
um er hámarkshraði víðast 55
mílur, eða um 88 km á klukku-
stund, og þar eru mjög ströng
viðurlög við of hröðum akstri.
Og þar eru löggæslumenn mun
nákvæmari en hér tíðkast, því
ökumenn eru umsvifalaust sekt-
aðir þó að þeir fari ekki nema fáa
kílómetra fram úr mörkunum.
Hér var hins vegar meðalhraði
þeirra sem kærðir voru, fram yfir
leyfileg mörk, 31,45 km á
klukkustund. Það er því ekki
hægt að segja með sanni, að við
séum með smámunasemi í lög-
reglunni. Því er svo við að bæta,
að aðstæður hér á Akureyri,
brekkurnar allar, geta reynst
ökumönnum skeinuhættar. Það
er því fyllsta ástæða til að fara
með gát.“
• Vantar á menninguna
- Er umferðin menningarlegri á
öðrum stöðum?
„Já, ég er ekki frá því, það
vantar talsvert á að umferðar-
menningin hjá okkur sé nægjan-
Iega góð. Sérstaklega ef við ber-
. . . Og var þar engum öðrum fært e
fljúgandi . . . Bflar hefta oft umferð
um gangstéttir og gangbrautir á Akui
Gissur Jónasson og Ragnhildur Gunnarsdóttir eru hér í þungum þönkum.
Andstæðingarnir eru Grettir Frímannsson og Hörður Blöndal.
„Fór eitthvað úrskeiðis?“ Ormarr og Sturla Snæbjörnssynir.
Þær eru margar baktcríurnar
sem herja á mannfólkið. Sum-
ar eru hættulegar, aðrar ekki.
A þessum síðustu tímum ótrú-
legrar tækni eru til iyf sem
vinna á flestum tegundum
baktería. Ein er þó til sem ekk-
ert lyf vinnur á en væri kannski
frekar verðugt viðfangsefni
sálfræðinga. Það er spilabakt-
erían. Sumir verða svo hel-
teknir af henni að annað kemst
varla að nema í stutta stund í
einu. Að spila verður að ár-
áttu, að þörf sem verður að
fullnægja reglulega. Þeir sem
haldnir eru spilafíkn segja að
um mjög ánægjulegan sjúk-
dóm sé að ræða. Algengt er að
spilasjúklingar stofni með sér
félög og jafnvel landssamtök
og komi á fót, í skjóli þeirra,
alls konar sainkomum og mót-
um til þess að veita fíkninni
útrás. Dæmi um slíkt félag er
Bridgefélag Akureyrar.
Meðlimir Bridgefélags Akur-
eyrar eru fjölmargir. Þeir hittast
reglulega á þriðjudagskvöldum
klukkan hálf átta í Félagsborg,
sem er samkomusalur á þriðju
hæð í húsi Sambandsverksmiðj-
anna á Akureyri. Þar sitja karlar
og konur fram eftir kvöldi og
spila á spil.
Í margra augum er bridds al-
gerlega óskiljanlegt fyrirbrigði.
„Briddsarar" eru að sjálfsögðu
ekki á sama máli. Þó má fullyrða
að bridds er hugaríþrótt sem
krefst mikillar einbeitni og
ástundunar ef árangur á að nást.
„Hvað ætlar maðurínn að gera?“ hugsar Rögr
sem Páll Jónsson hefur náð taki á. Gísli Páls
brigði.
Áður en hvert spil er spilað
„melda" menn spil sín eftir
kúnstarinnar reglum og hafa
þessar „meldingar“ oft í för með
sér ótrúlega mikil heilabrot.
Bridds er spil fyrir fjóra eða öllu
heldur fyrir tvö pör af spilurum.
Markmiðið með öllum sögnunum
er að upplýsa spilafélagann um
það á hvernig spilum maður held-
ur hverju sinni og ná bestá hugs-
anlega „samningi“ eða lokasögn,
hvort sem um er að ræða: „Stubb,
„geim“ eða „slemmu".
Þegar komið er út í „alvöru-
keppni“ eins og hjá bridgefélög-
um yfirleitt mega spilararnir ekki
mæla sagnirnar af munni fram
heldur nota þeir svo kallaða
„sagnbakka" sem hengdir eru
utan á borðin og hafa að geyma
spjöld með öllum hugsanlegum
Alfreð
meistai