Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 9
10. desember 1985 - DAGUR - 9 JþróttÍLi Umsjón: Kristján Kristjánsson íslandsmótið í handknattleik: Þórsarar sigruðu í öllum floKkum - í Norðurlandsriðli yngri flokka Á sunnudag fór 1. umferð ís- landsmóts yngri flokka í hand- bolta fram í íþróttahöllinni á Akureyri og var það Norður- landsriðiil. Lið frá KA, Þór og Völsungi mættu til leiks. Að vísu mættu Völsungar aðeins með lið í 3. fl. kvenna og 4. flokki karla. í fyrsta leik áttust við Þór og KA í 5. fl. og sigruðu Þórsarar örugg- lega 11:8, þó leikurinn hafi verið jafnari en um daginn í Haustmóti HKRA. Mörk Þórs skoruðu Guðmundur Benediktsson 4, Steindór Gíslason 3, Árni Páll Jóhannsson 2 og þeir Hákon Örvarsson og Ómar Kristjánsson 1 mark hvor. Mörk KA skoruðu Sveinn Tryggvason 4, Höskuldur Þór- hallsson 3 og Gunnar Sigfússon 1. Næsta leik spiluðu KA og Völsungur í 4. fl. og hafði KA mikla yfirburði og sigraði 19:6. Mörk KA skoruðu: Halldór Kristinsson 6, Arnar Davíðsson 4, Karl Karlsson 4, Jón Egill Gíslason 3 og þeir Rúnar Magn- ússon og Kristinn Magnússon 1 mark hvor. t>á léku KA og Þór í 3. fl. og var sá leikur mjög skemmtilegur á að horfa. Honum lauk með nokkuð öruggum sigri Þórs, sem skoraði 16 mörk gegn 12 mörkum KA. Mörk Þórs skoruðu, Árni Árnason 5, Páll Gíslason 4, Guð- mundur Jónsson 4, Kjartan Guð- mundsson 2 og Ásgrímur Reisen- hus 1. Mörk KA skoruðu, Svanur Valgeirsson 4, Björn Pálmason 3, Torfi Halldórsson 2, Arnar Krist- insson 2 og Jón Einar Jóhannsson 1 mark. Næst léku lið KA og Þórs í 4. fl. og sigruðu Þórsarar með 17 mörkum gegn 14 nokkuð örugg- lega. Skoruðu Þórsarar mörg mörk úr hraðaupphlaupum í þessum leik. Mörk Þórs skoruðu, Axel Vatnsdal 8, Þórir Áskelsson 3, Sverrir Rúnarsson 2 og þeir Gauti Hauksson, Ármann Héð- insson, Aðalsteinn Pálsson og Rúnar Sigtryggsson 1 mark hver. Mörk KA skoruðu, Halldór Kristinsson 6, Karl Karlsson 3, Jón Egill Gíslason 2 og þeir Arn- ar Dagsson, Rúnar Magnússon og Ingvar Ingvarsson 1 mark hver. Þá var komið að kvenfólkinu, er áttust við lið Þórs og Völsungs í 3. fl. Leiknum lauk með nokk- uð öruggum sigri Þórs, 16:1 og má segja að Völsungs- stelpurnar hafi greinilega mætt ofjörlum sín- um í þessum leik. Mörk Þórs skoruðu, Steinunn Geirsdóttir 7, Hulda Sigurðardóttir 4, Ellen Óskarsdóttir 2 og þær Sveindís Benediktsdóttir, Harpa Örvars- dóttir og Inga Júlíusdóttir 1 mark hver. Mark Völsungs gerði Steina Adolfsdóttir. Síðasti leikurinn var á milli Þórs og Völsungs í 4. fl. og lauk honum með öruggum sigri Þórs 24:6 og var mikill munur á þess- um liðum hvað getu varðar. Mörk Þórs skoruðu, Þórir Áskelsson 7, Axel Vatnsdal 7, Atli Rúnarsson 4, Rúnar Sig- tryggsson 4 og þeir Hjalti Hjalta- son og Sverrir Ragnarsson 1 mark hvor. Mörk Völsungs skoruðu, Tryggvi Guðmundssön 2 og þeir Ásmundur Arnarson, Arnar Bragason, Jónas Emilsson og Karl Sigurðsson 1 mark hver. í þessum leikjum sáust margir snjallir handboltamenn, sem ör- ugglega eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Hér hefur einn KA-maður sloppið í gegnum vörn Þórs og skorar örugglega. Þessi viðureign var í 5. fl. Mynd: KK Haustmót Júdósambands Islands: Glæsilegur árangur Auðjóns og Gauta - Unnu alla andstæöinga sína á mótinu Um helgina fór fram í Reykja- yík haustmót Judosambands íslands í unglingaflokki. Tveir keppendur frá Akureyri fóru á mótið, þeir Auðjón Guð- mundsson og Gauti Sigmunds- son. Þeir félagar gerðu sér lítið fyrir sigruðu hvor í sínum flokki og báðir unnu þeir alla sína keppendur á Yppon, eða fullnaðarsigri. Gauti keppti í flokki 56 kg og þyngri og skellti hann öllum andstæðingum í gólfið. Til gam- ans má geta þess að Gauti er að- Laugamótið í innanhússknattspyrnu: KA sigraði Þór í úrslitaleik eins 57 kg, en hann glímdi við stráka sem eru allt að 70 kg og skipti það engu máli fyrir hann, því hann fleygði þeim öllum í gólfið. Gauti var langléttastur í sínum flokki aðeins 57 kg. Eins var það með Auðjón, en hann keppti í 50 kg flokki og létt- ari. Hann var langléttastur í sín- um flokki aðeins 42 kg. Auðjón sigraði alla andstæðinga sína á Yppon, með því að halda þeim niðri við gólf í 30 sek. En bæði er hægt að vinna á Yppon með kasti, eða þá að halda manni niðri eins og Auðjón gerði. Þessi árangur þeirra félaga er glæsilegur þegar tekið er tillit til Gauti Sigmundsson júdókappi. þess að báðir voru langléttastir hvor í sínum flokki. Sannarlega menn framtíðarinnar. Um helgina fór fram á Laugum í Reykjadal, hið árlega Lauga- mót í innanhússknattspyrnu. Um 20 lið mættu til leiks og voru í mörgum tilfellum 2 lið frá sama félagi. Leikið var í 6 riðlum og kom- ust tvö lið áfram úr hverjum riðli. Þá var þeim liðum skipt í 3 riðla og komst 1 lið úr hverjum riðli áfram í úrslitin. Það voru KA a, KA b og Þór a sem það gerðu og fyrst léku saman KA a og Þór a og lauk leiknum með sigri Þórs 8- 5. Því næst léku KA a og KA b og sigraði b liðið 9-4. Var hér komið að úrslitaleik mótsins og nægði KA b jafntefli við Þór, vegna hagstæðara markahlutfalls úr viðureigninni við KA a. Fóru leikar líka þannig að jafntefli varð 6-6 og dugði það KA b til sigurs á mótinu. í liði KA b voru, Tryggvi Gunnarsson, Friðfinnur Her- mannsson, Haukur Bragason, Árni Hermannsson, Guðjón Guðjónsson og Þorvaldur Örlygs- son. Nýir menn til KA Miklar líkur eru á að KA fái til liðs við knattspyrnulið sitt hinn stórefnilega markvörð úr Fram Hauk Bragason. Haukur þykir eitt mesta markmannsefni landsins í dag og yrði það mikill styrkur fyrir' KA að fá hann í sínar raðir. Þá eru líkur á að tveir útileikmenn spili með KA næsta ár, þeir Steinar Ingi- mundarson úr KR og Halldór Halldórsson úr ÍR. Friðfinnur og félagar í KA sigruðu á Laugamótinu en Siglfirðingar mættu ekki til leiks. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Þorleifur skorar á Val Amþórsson Þorleifur talaði um það síðast að hann myndi afgreiða Níels með stæl sem hann og gerði. Að vísu naumt, Þorleifur hafði 5 leiki rétta, en Níels 4 og er hann þar með úr leik. Þorleifur heldur áfram og hann hefur skorað á Val Arnþórsson kaupfélagsstjóra. Valur hefur lítið getað fylgst með ensku knattspyrnunni í vetur, en hann hefur haft sterkar taugar til bæði Tottenham og Q.P.R í gegnunt tíðina. Við skulum sjá hvernig honum gengur gegn „atvinnumanni," sem Þorleifur er þegar enska knattspyrnan er annars vegar. Þorleifur: Valur. Arsenal-Liverpool Aston Villa-Man.U Chelsea-Sheff.Wed. Ipswich-Q.P.R. Man.City-Coventry Newcastle-Southampt. Nottm.Forest-Luton Oxford-W.B.A. Watford-Tottenham Barnsley-Charlton Blackburn-Sunderland Oldham-Norwich 2 Arsenal-Liverpool x Aston Villa-Man.U 1 Chelsea-Sheff.Wed 1 Ipswich-Q.P.R. 1 Man.City-Coventry 1 Newcastle-Southampt. 1 Nottm.Forest-Luton 1 Oxford-W.B.A. 2 Watford-Tottenham x Barnsley-Charlton 1 Blackburn-Sunderland 2 Oldham-Norwich Athugið! Fólk sem spilar í getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.