Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 10. desember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari._____________________________ Rannsaka Hafskip ofan í kjölinn Gjaldþrot Hafskips hefur nú verið staðfest og er ef að líkum lætur stærsta gjaldþrotamál í sögu þjóðarinnar. Illt er að samgöngumöguleikum til landsins skuli fækka og sú samkeppni sem nauðsynleg er í þessari grein minnka. Yfirtaka Eimskipa- félagsins á eigum Hafskips veldur því að það félag er nánast einrátt á flutningamarkaðin- um til landsins. Skipadeild Sambandsins á ekki mikla möguleika í að keppa við Eimskip- Hafskip vegna smæðar. Annað hefði komið út úr dæminu ef skipadeildin og Hafskip hefðu náð saman. Þá hefði orðið til raunverulegur samkeppnisaðili við Eimskipafélagið. Aldeilis alveg ótrúlegar sögur hafa komist á kreik um bruðlið og óráðsíuna hjá forystu- mönnum Hafskips. Þar sem ríkisbanki á í hlut, sem kemur til með að tapa hátt í 400 milljónum króna vegna gjaldþrotsins, verður ekki hjá því komist að kanna þetta mál niður í kjölinn. Almannaheill krefst þess, því þjóðfé- lagið verður að borga brúsann. Það nær ekki nokkurri átt að íslenskur almenningur borgi fyrir auðsöfnun örfárra einstaklinga, sem sagðir eru hafa blóðmjólkað Hafskip með alls kyns sporslum til sjálfra sín eða einhverra pappírsfyrirtækja í þeirra eigu. Það verður að kanna þátt Útvegsbankans í þessu máli, því líkur eru taldar á að innan dyra þeirrar stofn- unar hafi menn látið blekkjast. Bankinn tekur ekki mark á viðvörunum bankaeftirlitsins, sem er út af fyrir sig mjög alvarlegur hiutur. Mikill óþefur er af þessu máli öllu. Vegna tengsla Alberts Guðmundssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við Útvegsbankann og Hafskip, hefur þess verið krafist að hann segi af sér ráðherradómi meðan rannsókn fer fram á hugsanlegum hlut hans í þessu máli. Það verður tekið eftir afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þess að málið verði rannsakað ofan í kjölinn, einfaldlega vegna þeirrar staðreynd- ar að allir toppmenn hjá Hafskip tengjast inn í þann flokk með einum eða öðrum hætti. Haf- skip var fyrst og fremst einkafyrirtæki nýríkra sjálfstæðismanna. Raunar ættu sjálfstæðis- menn að krefjast þess hæst af öllum að þetta verði rannsakað, t.d. hvort einhver tengsl hafi verið milli flokkssjóðsins og fyrirtækisins, eins og heyrst hefur ýjað að. Það verður að rannsaka og upplýsa um staðreyndir þessa fjármálaævintýris, sem Hafskip var. -Yiðtal dagsins_ Einhverjar vinsælustu bækur á bókasöfnum eru bækur Snjó- laugar Bragadóttur. Snjólaug hefur nú sent frá sér sína ell- eftu bók, Undir merki stein- geitar. Fyrsta bók Snjólaugar kom út árið 1972 og síðan hafa þær komið út nærri hver jól. „Ég missti úr bók í hvert skipti sem ég átti barn, gat ekki framleitt nema annað í einu!“ sagði Snjólaug. - Fyrsta spurning: Hvernig er að vera rithöfundur búsettur á Dalvík? „Það er alveg ágætt. Að vísu erfitt að afla sér heimilda og upp- flettibóka, en það hefur samt allt- af gengið. Ég veit hvar ég get fengið þessar bækur og hringi bara hingað og þangað.“ - Þínar fyrri bækur gerðust hér heima á Islandi, en þær síðari gerast erlendis. Af hverju? „Mér fannst orðið dálítið þröngt um mig hér heima. Auk þess sem fólk var alltaf að tala um að það þekkti sjálft sig eða aðra, staðina og svo framvegis. ■ Þetta er tóm vitleysa, en fólk var svo sannfært að ég lenti oft í rifr- ildi út af þessu. Eg bjó til bæði persónurnar og staðina. Þannig að ég vatt mér út fyrir landstein- ana, þar er meira pláss og mikið frjálslegra.“ Sögusvið þriggja bóka Snjó- laugar er erlendis, ein gerist í Skotlandi, ein víðs vegar um heiminn og sú nýjasta gerist í Los Angeles. Hefur Snjólaug komið á þessa staði sem hún skrifar um? „Ég hef komið á suma þessara staða. Reyndar get ég ekki sagt ég hafi komið til Los Angeles, rétt tyllt þar niður fótunum á flug- velli. En það er enginn vandi að skrifa bækur sem eiga að gerast þar. Það er til svo mikið af bók- um um staðinn og ég lét kaupa fyrir mig mjög nákvæmt kort af Los Angeles úti í Kaupmanna- höfn. Það er alveg svakalega stórt, við sonur minn fórum í bílaleik á því! Ég er alveg farin að rata um allt!“ - Tekur þessi undirbúnings- vinna ekki langan tíma? „Það er dálítið misjafnt, fer eftir því hvað ég þekki mikið til. Og það fer líka eftir stærð staðarins sem maður er á hversu nákvæm- ur maður þarf að vera. Á litlum stöðum þarf maður að hafa hlut- ina rétta, en ég reyni alltaf að hafa staðreyndir í lagi. En það tekur yfirleitt nokkra mánuði að undirbúa sig. Oft er ég búin að skrifa beinagrindina og hún ligg- ur niðri í skúffu í marga mánuði. Svo bíð ég eftir að andinn komi yfir mig.“ - Skrifarðu á einhverjum viss- um tímum sólarhringsins? „Nei, en áður en börnin fædd- ust skrifaði ég á næturnar. Var að Snjólaug Bragadóttir rithöfundur: Fannst orðið dálítið þröngt um mig hér heima. Það er ekki allt sem sýnist - í elleftu bók Snjólaugar Bragadóttur, Undir merki steingeitar, sem nýkomin er út vinna á daginn. En núna er ég búin að venja mig á að skrifa á daginn. Innan um krakkaskara oft á tíðum og útvarpið glymj- andi. Það gengur ágætlega, ég er búin að venja mig á þetta. Það gengur ekki að vaka allan sólar- hringinn.“ - Lestu mikið? „Já, ég les óskaplega mikið og allt mögulegt.“ - Einhver uppáhaldsbók? „Nei, en ef ég er alveg ómögu- leg og veit ekkert hvað ég á að gera, þá les ég Ofvitann. Þá verð ég alltaf svo ánægð með allt mitt á eftir.“ - Hvar nærðu þér í lesefni? „Ég á óskaplega mikið af bókum, á tímabili fékk ég sendar 12 bækur á mánuði frá Bretlandi. Ég á fleiri þúsund bækur hér uppi í hillu. Mest er þetta léttmeti þar sem allt getur gerst.“ - Þú þýðir líka? „Alltaf að þýða. Ég hef þýtt þrjár bækur sem koma út á þessu ári, auk þess sem ég þýddi Stríðs- vinda, í fjórum bindum. Var tvö ár að því, - heilmikið verk.“ - Hvar finnurðu tíma til að gera þetta allt? „Það veit ég ekki. Ég tek hann einhvers staðar.“ - Að lokum, segðu mér aðeins af nýju bókinni. „Upphafið er að ung stúlka í Reykjavík á pennavinkonu í Los Angeles, þær höfðu hist sem krakkar á hóteli í New York, þar sem feður þeirra voru á einhverju þingi. Sú bandaríska býður þeirri íslensku í heimsókn. Þá kemur í Ijós að þær eiga sameiginlegt áhugamál, sem er músík; önnur vill syngja en hin semja. Sú ís- lenska fær ekki tækifæri til að stunda áhugamál sitt, vegna þess að karlmennirnir í fjölskyldunni ráða þar öllu. Hún ber sig upp við þá bandarísku og fær boð um að koma strax út, sem hún og gerir. Þar sem hún er komin þarna út fer hún að kynna sér ýmsa hluti. Hún kynnist mörgu og sér margt. Fjölskylduflækjum, eiturlyfjum og ... það má ekki segja of mikið. Segjum bara að það er ekki allt sem sýnist. En ég get upplýst að hún verður ást- fangin eins og gefur að skilja og allt endar vel.“ - mþþ V M O ■ M A N U o A G U n HEiRÐU /)RN/ ' M/t FKKI BJÓÐ/t PÍR/M/tT 'JKVÖ/D ? É6 VERÐ MEÐ ÞENN/tN F/N/l NZ/ER/t- GR/tUT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.