Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 10. desember 1985 .bækuL Ólafur I. Magnússon: Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson Útgefið á kostnað höfundar „Sæmd er betri en fé“, lætur skáldið Matthías Ásdísi á Bjargi segja við Gretti son sinn. Þetta hefur verið skoðun skáldsins og mótað feril þess. Eins hygg ég að sama vissa hafi búið í hug höf- undar þessarar bókar. Það virð- ist ekki vera neitt spaug fyrir stærri forlög að gefa út bók, hvað þá einstakling. Sæmdarhugtakið hefur verið ríkara hjá Ólafi en fjárvon er hann réðist í að rita og gefa út þessa bók. Sæmd beggja. En þetta tókst vel, báðir hafa stækkað í huga mér við lesturinn. Ég tel bókina bæði vel unna og tímabært framlag á 150 ára af- mæli þjóðskáldsins, þessa elsku- lega tröllkarls frá Skógum vestur, hetjunnar hjartaprúðu. Eg sagði um daginn í smágrein um afmælisbarnið, Matthías, að guð hefði gefið honum það besta sem manni yrði gefið: Mikla sorg, mikla gleði, og fleira taldi ég til. Einhver hafði orð á að mikil sorg væri vart góð gjöf nokkrum manni. Ég hefði kannski átt að segja „skáldi". Því skáld, sem þær systur Sorg og Gleði hafa ekki lostið sprota sínum, verður aldrei nema hand- verksmaður. Ég sagði eitt sinn í eftirmæli um annað skáld: „Að eiga sýn til sólar gegnum ský/ og sorg í hjarta, það er skáldi nóg.“ En á það ekki við um fleiri? Ólafur rekur hér æviferil Matt- híasar frá fæðingu til dauða. Traustar heimildir, velvild og næmur skilningur einkenna verkið. Sagt er frá fremur erfiðri æsku drengsins vegna fátæktar foreldra er urðu að senda hann í misjafnar vistir, frá bættum að- stæðum hans er hann flyst til Flateyjar, frá námi heima og er- lendis, prestsstarfi, missi tveggja eiginkvenna og giftingu i þriðja sinn, þeirri konu er lifði síðan við hlið hans og ól honum mannvæn- leg börn. Það er skilmerkilega sagt frá sálarstríði Matthíasar á árum hins mikla missis, sorgarár- um, síðan ferðalögum og kynn- um við mestu andansmenn í ná- grannalöndum og heima, blaða- mennsku og flutningum milli staða, uns hann finnur framtíðar- heimili hér í bæ. En vitanlega er skáldskapur og ritstörf rauði þráðurinn í verki þessu. Þar bregst höfundi ekki smekkurinn og skilningsgáfan; hann dáir skáldið eins og al- menningur gerði yfirleitt og gerir enn. Öðruvísi brugðust sumir gagnrýnendur þeirra tíma við, einkum í sambandi við mannúð- ar- og þjóðfélagskveðskap Matt- híasar. Minnir það nokkuð á sleggjudóma róttæklinga um Davíð frá Fagraskógi síðar. Koljegi þeirra, Gestur Pálsson, skrifaði m.a. um Matthías vegna mannúðarkvæða hans. „Matthías er enginn læknir, hann hvorki sker í eða græðir með ljóðum sínum, þó hann segist vilja „lækna sár er svíða“. En mannkærleikans skáld er hann allt um það. Ef lýsa ætti mannást Matthíasar, þá væri það, að taka allt mannkynið í fangið, þrýsta því með blíðu að brjósti sínu, kyssa það og leggja það svo ofurhægt í rúmið, breiða ofan á það og syngja svo yfir því yndisfagran sálm með ljómandi vögguvísu." Þessir töldu meiri mannást að bylta öllu þjóðfélaginu í von um betra, þó það svo kostaði hálfa þjóðina lífið. Reynsla þess er komin í ljós. Ólafur mun fyrst hafa ætlað að skrifa um leikritagerð Matthíasar og þýðingar leikverka; en sem betur fer óx honum áræðni að vinna þetta ágæta verk og færa samtíð sinni vel dregna mynd af einum best gerða syni þjóðar okkar. Væri nú vonandi að æskan fái að kynnast þessum mannvini og skáldi, m.a. gegnum skólana. Þá hefur hún aukið skilning sinn á göfgi listarinnar, manndómsins og trúnni eins og barnshjartað meðtekur hana. Skiiið, „að sæmd er betri en fé“. Biskupinn okkar, séra Pétur Sigurgeirsson, skrifar formála að bókinni, er það góður bókarauki, svo og nokkrar myndir viðkom- andi efni. Og dagur leið. 12 sönglög eftir Birgi Helga- son. Teikningar: Aöalstcinn Vest- mann. Útg. Skjaldborg. Þetta er þriðja sönglagahefti Birgis. Áður komu: Vorið kom, 10 sönglög 1973 og Það ert þú, 12 -bækuc Hermann Sveinbjörnsson skrifar Hvar eru bömin? Skjaldborg hefur gefið út bókina Hvar eru börnin? eftir Mary Higgins Clark. Sagan greinir frá ungri fjölskyldu sem býr á af- skekktum stað á Nýfundnalandi. Þorpið er lítið, allir þekkja alla, eða svo gott scm. Þorpsbúar þekkja þessa litlu fjölskyldu, heillandi börnin og foreldrana sem eru hvers manns hugljúfi. Þá dynja ósköpin yfir. Börnin hverfa og sama dag birtist ónafngreind grein í staðarblaðinu, þar sem fortíð móðurinnar er rifjuð upp. Hún hafði verið ákærð fyrir að fyrirkoma börnum sínum tveim- ur nokkrum árum áður. Ekkert vitnaðist um það hvað af börnun- um varð, nema hvað líkin fund- ust síðar. Móðirin var talin hafa drepið þau. Allt benti til þess að svo hefði verið. Vegna ónógra sannana var ekki hægt að dæma hana, en það sættu sig ekki allir við þá niðurstöðu. Hún flutti til þessa afskekkta staðar - kynntist ungum og efni- legum lögfræðingi - og þau gift- ust og eignuðust börn saman. Þá skyndilega er eins og allt sé að endurtaka sig. Aftur hverfa börn- in hennar. Vegna fortíðar móð- urinnar eru fjölmiðlar, löggæslu- menn og aðrir fljótir að dæma hana. Martröðin endurtekur sig. Þetta er geysispennandi saga - ein af þeim sem erfitt er að leggja frá sér. Uppbygging sögunnar er með þeim hætti að lesandinn tek- ur fullan þátt í því hugarangri sem sögupersónurnar líða. Spennan eykst með hverri blað- síðu. Smátt og smátt kemst les- andinn að því hvað er að gerast - en hver veldur og hvernig enda þessi ósköp? Það upplýsist ekki fyrr en í sögulok. Auðvelt er að mæla með þess- ari bók. Þetta er góð afþreying, spennandi lesning sem grípur hugann. HS sönglög 1982. Þessi voru fyrir einsöng, nú er útsett fyrir blandaðar raddir. Textar eru eftir ýmsa höfunda og allir frambæri- legir. Birgir er fjölhæfur lista- maður. hann semur geðþekk lög, gerir sjálfur ágæta texta, skrifar nótur fallega og ekki má gleyma hans mikla starfi sem söng- kennara og söngstjóra hjá Barna- skóla Akureyrar til margra ára. Öll þessi sönglagahefti eru sér- stakt augnayndi vegna frábærra skreytinga Áðalsteins listmálara Vestmanns. Gaman þegar svo happasæl samvinna tekst milli listamanna. Prentsmiðja Björns Jónssonar á einnig heiður af góðri prentun. Þessi lög eru sama merki prýdd og hin fyrri, geð- þekk, auðlærð og tónræn. Fyrri heftin hafa flogið út. Þetta er verk sem gleður bæði auga og eyra. Höfundur: Arthur Hailey. Sterk lyf Þýðandi: Hersteinn Pálsson Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar Þetta er mikil saga, spennandi eins og flest það sem þessi höf- undur gerir. En þetta er einnig ádeiluverk. Höfundur hefur kynnst sjúkrahúsum, lyfjum og læknum; og nú flettir hann ofan af þeim svívirðilega skollaleik sem framleiðendur og sölumenn lyfja leika. Hér er salan í fyrsta sæti. Lítt prófuð lyf eru sett á markað og öllum ráðum sölu- tækni beitt að koma þeim í verð. Reynist lyf skaðlegt eða einskis nýtt er bara skipt um nafn. Sam- viskan er sljó, gróðabankinn vak- andi. En það kann að kosta nokkuð ef upp kemst. Frægasta dæmi um slíkt er Thalidomidelyf- ið sem leiddi af sér þúsundir van- skapaðra barna. Aðalpersónur eru Jordan hjónin. Hann er læknir, hún fyrst sölumaður fyrir stórt lyfjafyrirtæki, síðan fram- kvæmdastjóri. Bæði eru þessi hjón í raun samviskusöm, en metnaður konunnar og fjármálin leiða hana þó út á hálar bráutir. Okkur er sýndur miskunnarlaus heimur viðskiptanna, þar sem öll mannleg verðmæti miðast við fé. Læknirinn skilur betur hvað í húfi er og aðvarar konu sína með nokkrum árangri; en hún er, þó háttsett sé í fyrirtækinu, áhrifalít- il lengi vel. En læknirinn hefur einnig sinn siðferðisvanda við að glíma: Samábyrgð lækna. Hann og aðrir starfandi læknar þegja í fjögur ár yfir að einn úr hópnum er eiturlyfjaneytandi og hefur þó vissulega framið óbætanlegan verknað er leiddi til dauða sjúklings. Þannig er þessi lokaða veröld í augum höfundar, rotin og glæpsamleg. En sagan er óneitanlega spennandi og lær- dómsrík. Þýðing er góð og allur frágangur bókarinnar sem er 328 bls. Gengnar leiðir II bindi. Jón Gísli Högnason ritstýrir Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar Gengnar leiðir eru sagnir sam- ferðamanna. Þeir sem segja frá eru: Sigrún Sigurðardóttir, Krist- inn Sigurðsson, Jón Eiríksson, Árni Sigurðsson, Hannes G. Hannesson, Egill Egilsson og Jón Pálsson. Allt er þetta fólk af Suðurlandi og flest fætt um síð- ustu aldamót. Hæpið er að tala um „höfund“ slíkra verka og þessi aðferð að láta fólk segja frá ævi sinni inn á segulband hefur þann ókost að vaðið er yfir alla ævina á 20-40 bls. og engu gerð full skil. Minnir á sumar „viðtals- bækurnar“. Kosturinn er aftur, að sérstakur frásagnamáti og orðatiltæki koma fram, af slíku er nokkuð hér. Sigrún lætur sér ekki nægja eigin ævisögu heldur tekur hún sögu móður sinnar líka, en sú lifði vissulega brösótta tíð. En frásagnarhátturinn er sér- stæður og bót í máli. Jón Pálsson er hress karl. Hann glímdi nokk- uð við hinn stórbrotna jarl, Egil Thorarinsen á Selfossi, og virti hvor annan. Þá segir hann skemmtilega frá sérstæðri brask- náttúru sinni, síðast með bíla. Egill Egilsson í Króki hemur sig að mestu við aukastarf sitt, sem bóndi, þ.e. ferjumanns, yfir Tungufljót. Þannig hefði mátt vinna með hinum, láta þá tjá sér- stæða lífsreynslukafla, hvern um sig. Nokkrar myndir eru í bók- inni og hafa frummyndir verið slæmar fyrstP.O.B. tekst ekki að fá þær betri en hér sést. Þá er og rækileg nafnaskrá. „Hver einn bær á sína sögu“ og hver maður sína. En þær eru vandsagðar. Ingibjörg Sigurðardóttir. Höll hamingjunnar Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar Ingibjörg er þá búin að skrifa 26 bækur og heldur sig ávallt við sömu stefnu: Ást, afbrýði og rómantík. Hún hefur aldrei dreg- ið rauða sokka á fætur sér. Hún hefði þótt góð þessi saga um 1920-40 og sumt fólk kann enn slíkt að meta. Ungir elskendur, af betra fólki, geta lent í því að þriðja persóna trufli sæluvímuna um sinn. En þetta lagast allt og Höll hamingjunnar opnast sínum börnum á sínum tíma. Gaman er að bera þessa tegund „kerlinga- bóka“ saman við nútíma sósíal- Kristján frá Djúpalæk skrifar realisma „kerlingabóka"; þar er ólíkt tíðarfar. Má ég eigi um dæma hvort er betra. En forlagið hefur gert þessa bók óvenju fallega búna í ferðalagið E.S. Ég get ekki stillt mig um að þakka forlagi þessu síðasta heft- ið af Heima er best. Það var að mestu helgað þjóðskáldinu Matt- híasi Jochumssyni, og grein Stein- dórs einstkök, so og framlag Ólafs H. Torfasonar, sem hefur lyft riti þessu á hærra plan. For- síðan var líka sérstæð. Bragi Björnsson frá Surtsstöðum. Agnir Útgefandi: Menningarsamtök Héraðsbúa. Hér er um að ræða snotra bók með á að giska 500 lausavísum. Það er sjaldgæft nú á dögum að fá slíka bók í hendur þar sem formgalli verður ekki fundinn á neinum stað og gjaldgengt efni alls staðar, þó það verði stundum að skáhallast ofurlítið vegna hins hnitaða forms. Sigurður Óskar Pálsson skrifar formálsorð fyrir vísunum. Bragi mun nú kominn á efri ár og trúlega ort frá æsku, því ferskeytlan verður ekki full- þroska nema með langri þjálfun. Ég verð að spara tilvitnanir því nú hrúgast að bækur sem geta þarf en rúmleysi til staðar: Á mér hamast tímans tönn, tápið lamað þekki, út í glamurglaða önn geng ég framar ekki. Vísunum er raðað eftir efni í flokka, en ég sinni því ekki: Ýmsir leggja í upphaf ferða ekki deigir, en páskaeggja ungar verða aldrei fleygir. Vandi er að greina verð til fulls viðbragðsseinum taugum, margur í steinum moli gulls mennskum leynist augum. Um eðli og lögmál andstæð því oft er svara krafið: Lontan unir læknum í þó lækurinn þrái hafið. Fleiri sýnishorn verða ekki birt. En ég dáist bæði að hagyrðingn- um og þeim er gerðu bókina hans. Jr\ögnL Hvar i eru bðniin. Eitt ár í einu Eitthvaö þaö allra fyrsta, sem hendir menn á lífsleiöinni, er aö fæöast. Upp frá því er þessa at- buröar minnst, einu sinni á ári, og kallað afmæli. Þetta fyrir- komulag, er svo sem ágætt svo langt sem þaö nær, en þó eng- an veginn fuilkomið frekar en önnur mannanna verk. Mér hefur dottið í hug, að koma með smá breytingartil- lögu í þessu sambandi. Hún er á þá leið, að fjölga afmælum framan af ævinni, - hafa þau svona tvisvar til þrisvar á ári. Þetta hefur ýmsa kosti. Ég nefni afmælisgjafirnar í fyrsta lagi. I öðru lagi, mætti svo nefna þann möguleika, að taka bílpróf á sjötta ári, á sautjánda afmælis- deginum. Sjö ára, eða á tuttug- asta og fyrsta afmælisdeginum, mætti svo ganga í það heilaga. Til að vega upp á móti þess- um afmælisdagafjölda fyrri hluta ævinnar, mætti svo að skaölausu fækka þeim, þegar miöjum aldri er náð. Þá væri nóg að hafa þá svona þriðja, fjórða hvert ár. Gaman væri að heyra, hvort mönnum þætti þetta ekki athugandi. Hér er í raun aðeins um tilfærslu að ræða en útkoman yrði hér um bil sú sama. Kunningi minn, var svo heppinn, eða óheppinn, að álp- ast til að fæðast seint í febrúar eða nánar tiltekiö þann 29. Sá mánaðardagur er ekki á al- mennilegum dagatölum nema fjórða hvert ár. Þess vegna á þessi kunningi minn ekki af- mæli nema á fjögurra ára fresti. Hann er eitilharður á því, að eldast ekki nema um eitt ár á fjögurra ára fresti. Þegar við kunningjar hans og „jafnaldrar" héldum upp á fertugsafmælið, bauð hann til mikillar kók-, Prins- póló- og pylsuveislu í tilefni af tíu ára afmælinu. En á hinn bóginn fær hann ekki bílpróf fyrr en við hin erum búin að vera eitt ár á ellilaunum, eða á sextugasta og áttunda afmæl- isdeginum. Og trúlofun hans hefur staðið lengi, - hann má ekki kvænast fyrr en áttræður. Og nú nálgast óðfluga stóri afmælisdagurinn, jólin. Þau eru alltaf um svipað leyti, einu sinni á ári. Sjálfsagt finnst sumum að þau mættu vera oftar, en öörum finnst þetta óþarfi. En sem bet- ur fer, er mikill meirihluti manna sáttur við þetta eins og það er og telur hér engra breytinga þörf. Engu að síður, verðum við mörg, þegar líður á desember, undra lík kunningjanum, sem fæddist 29. febrúar: Þrátt fyrir mörg ár, erum við samt svo ung þennan afmælisdag. Og ætli til sé nokkuð hollara manni, sem eldist um eitt ár árlega, en það, að verða einu sinni á ári, barn? Högní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.