Dagur - 12.12.1985, Side 4

Dagur - 12.12.1985, Side 4
4 - DAGUR - 12. desember 1985 Varúð!!! Þeir sem leggja heilann í bleyti geta átt það á hættu að vatnið renni út um eyrun! Tyggjóraunir!!! Flestir kannast við þann hvimleiða ávana hjá börnum (ja, og fullorðnum) að skilja tyggjóið sitt eftir á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum. Hver kannast ekki við tyggjóklessur á stólum, borðum, diskum og bollum? Óhætt mun samt vera að fullyrða að enginn hefur orðið eins illa úti og pabbi hans Eiríks, og skal eftirfarandi saga sögð því til staðfestingar. Eitt kvöldið kom hann inn í stofu með buxurnar á hæl- unum. Eiríkur leit á hann í forundran og spurði: Af hverju hneppirðu ekki upp um þig, pabbi? Og þú spyrð eftir því, var svarað með hvassri röddu. Ert það ekki þú sem hefur skilið tyggjóið þitt eftir á klósettsetunni? Pað klesstist í nærbuxurnar mínar. Eiríkur rauk fram hálfhlæjandi og kom að vörmu spori með terpentínubrúsa. Komdu með afturendann, sagði hann, og þá skal ég bjarga málunum. Og eftir smástund gat pabbi hans haldið áfram að glápa á imbann ert hefði í skorist. Hvort Eiríkur fór að velja betri geymslustaði fyrir tyggjóið sitt sögunni!!! V eins og ekk- , fylgdi ekki Vanmetín hjálpsemi!!! Foreldrar Maríu litlu búa við hliðina á búðinni í hverfinu. Pó María sé aðeins fjögurra ára, er mamma hennar farin að senda hana í búð annað slagið. Og núna um daginn þegar hún var að baka til jólanna vantaði hana flórsykur og fleira í baksturinn. Hún skrifaði það upp á miða og bað Maríu að hlaupa og kaupa þetta fyrir sig. María fór en þegar hún kom út sá hún minnis- miða sem lá á gangstéttinni. Hún fór að skoða hann og sá að á honum voru miklu fleiri hlutir en á hennar lista. Eftir smá íhugun henti hún sínum og fór með hinn í búðina. Kaupmaðurinn varð að vonum dálítið undrandi að sjá hvað barnið átti að kaupa mikið en tók samt til vörurnar og fór sjálfur með þær heim til Maríu. Þegar mamma hennar sá allt það sem kaupmaðurinn kom með varð hún undrandi og sagðist alls ekki hafa pantað þetta. Enda stóð ekki til að nota kálhöfuð og niðursoðið grænmeti í smák- ökurnar. María játaði á sig það sem hún hafði gert og kaupmaðurinn fór með vörurnar til baka. En María var lengi að velta fyrir sér vanþakklætinu í mömmu sinni, hún sem hafði bara verið að gera henni greiða!!! ☆ Svar sem híttí í mark!!! Kennarinn hafði gaman af að stríða krökkunum annað slagiö. Dag nokkurn þegar Siggi svaraði erfiðri spurningu rétt, sagði kennarinn: Pú ert nú ekki eins vitlaus og þú Iítur út fyrir, Siggi minn! Nei, en það er meira en hægt er að segja um þig, svaraði Siggi um hæl. Allir brjáluðust úr hlátri og kennarinn hló manna hæst. /=•■ i tf c*‘DJ Ég ætla sko að vera örug; um að það verði eitthvai eftir handa gestunum... ☆ # Gildran Hér kemur sagan af manninum sem var svo viss um að eiginkonan væri honum ótrú að hann ákvað að setja upp gildru til að fá staðfestingu á þessu. Hann hringdi heim dag einn eftir hádegið og sagðist ekki geta komið heim fyrr en um míðnætti. Snemma kvölds laumað- ist hann heim og sá þá að lagttiafði verið á borð fyr- ir tvo í borðstofunni. „Jæja,“ hrópaði hann, „nú hef ég loksins gripið þig glóðvolga!" Svo þaut hann herbergi úr her- bergi, opnaði alla skápa og velti um húsgögnum, en fann engan mann. Loks hljóp hann út á sval- irnar og leit niður. í sama bili sá hann mann koma út úr húsinu og laga á sér bindið. Eiginmaðurinn var svo ofsareiður að hann þreif klæðaskápinn og hent! honum fram af svölunum. Skápurinn lenti beint ofan á manninum niðri á göt- unni og drap hann. # Sögulok Nú víkur sögunni til Gullna hliðsins, þar sem Lykla-Pétur var að taka skýrslu af tveimur nýjum umsækjendum um himna- vist. Hann vék sér að þeim fyrri og spurði hvernig stæði á ferðum hans. Maðurinn svaraði þvi til að hann hefði verið að koma út úr verslun á neðstu hæð I fjölbýlishúsi, alveg grandalaus, bara að laga bindið sitt. Allt í einu hefði klæðaskápur fallið ofan á hann og drepið hann! Lykla-Pétur vorkenndi manngarminum og hleypti honum þvi inn. Svo sneri hann sér að seinni manninum, sem honum þótti raunar harla niðurlútur og spurði hvernig á ferðum hans stæði. Maðurinn svaraði vand- ræðalega: „Ég veit að þú trúir mér ekki, en ég var í þessum skápfjanda....“ _á Ijósvakanum. Sögusteinn sem er á dagskrá á Rás I á morgun kl. 10.40 mun fjalla um Þor- geirsbola. Heilmargar sögur veröa lesnar um bola, sem eins og margir vita gekk Ijósum logum hér á Eyja- fjarðarsvæðinu. Þorgeirsboli var hálf ófrýnilegur því hann dró á eftir sér húðina og svo gat hann breytt sér í allra kvikinda líki. Þeir munu hafa verið margir sem áttu samskipti við bola. Um uppruna Þorgeirsbola eru til margar sögur. Ein þeirra segir að Þorgeir hafi vakið hann upp og sent hann einhverjum en bola hafi verið snúið aftur til Þorgeirs og hafi síðan fylgt honum og niðjum hans í marga ættliði. Bölvunin virðist þó vera aflétt núna því bola hefur ekki orðið vart hin síðari ár. Önnur saga segir að maður hafi komið til Þorgeirs til að fá lánaðan hníf og þegar Þorgeir neitaði að lána honum hníf hafi maðurinn reiðst og vakið upp bola sem Þorgeir var nýbú- inn að slátra og flá að hálfu. Sannleikurinn verður þó ekki leiddur í Ijós í þessum þætti að sögn Haraldar Inga því sannleikurinn er einhvers staðar hulinn undir steini. — útvarpM FIMMTUDAGUR 12. desember 11.10 Ór atvinnulífinu - Vinnustaðir og verkafólk. Umsjón: Tryggvi Þór Aðal- steinsson. 11.30 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá - Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Feðgar á ferð" eftir Heð- in Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Bjöm Dúason les (7). t 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri). 15.15 Spjallað við Snæfell- inga. Eðvarð Ingólfsson ræðir við séra Guðmund Karl Ágústsson í Ólafsvík. 15.40 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. ' 16.20 „Fagurt galaði fugl- inn sá.“ Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Dagíegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttiim. 20.00 Bókaþing. Gunnar Stefánsson kynnir nýjar bækur. 20.30 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í 5. þ.m. - Háskólabíói Fyrri hluti. Stjómandi: Karolos Trikol- idis. 21.35 „Gegnum lífið á sjö- tíuogáttasnúninga- hraða.“ Þáttur um ljóð Einars Más Guðmundssonar. Símon Jón Jóhannsson tekur saman. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 FimmtudaBumræðan. Umsjón: Bjami Sigtryggs- son. 23.25 Kammertónlist. 24.00 Fréttir ■ Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 13. desember 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe. Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (13). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fróttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn" Umsjón: Haraldur I Haraldsson (frá Akureyri). I rás 21 FIMMTUDAGUR 12. desember 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjómendur: Kristján Sig- urjónsson og Ásgeir Tóm- asson. Hlé. 14.00-15.00 í fullu fjöri. Stjórnandi: Vignir Sveins- son. 15.00-16.00 í gegnum tíð- ina. Stjómandi: Jón Ólafsson. 16.00-17.00 Bylgjur. Stjómandi: Ásmundur Jónsson. 17.00-18.00 Einu sinni áður var. Vinsæl lög frá rokktímabil- inu, 1955-1962. Stjómandi: Bertram Möller. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. Hlé. 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. Tíu vinsælustu lögin leik- in. Stjómandi: Páll Þorsteins- son. 21.00-22.00 Gestagangur. Stjómandi: Ragnheiður Davíðsdóttir. 22.00-23.00 Rökkurtónar. Stjómandi: Svavar Gests. 23.00-00.00 Poppgátan. Spumingaþáttur um tón- list. Stjómendur: Jónatan Garðarsson og Gunnlaug- ur Sigfússon. RIKISLJIVARPÍÐ A AKUREYRI 17.00-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.