Dagur - 12.12.1985, Síða 13

Dagur - 12.12.1985, Síða 13
12. desember 1985 - DAGUR - 13 —íþróttitL Umsjón: Kristján Kristjánsson Nóg að gera hjá róttafólki Það verður mikið að gerast á ýmsum sviðum íþrótta um helgina og má þar nefna blak, körfubolta, handbolta og sund. Ættu flestir því að fá eitthvað við sitt hæfi, að horfa á. Við skulum byrja á körfu- boltanum, en á föstudag og laug- ardag leika Þórsarar í 1. deildinni í Höllinni við Fram. Leikurinn á föstudag hefst kl. 20, en á laugar- dag kl. 14. Framarar tróna nú á toppi deildarinnar og virðist fátt geta stöðvað þá úr þessu. Þórsar- ar töpuðu stórt fyrir þeim í Reykjavík um daginn, en þeir hafa sýnt miklu betri leiki hér fyr- ir norðan og því getur allt gerst um helgina. Ef Þórsurum tekst ekki að vinna báða leikina er nokkuð öruggt að þeir fara ekki upp þetta árið. Kvennalið KA í blaki fær heimsókn um helgina og eru það stúdínur sem koma og spila tvo leiki. Á föstudagskvöld kl. 21 og á laugardag kl 15.15 í Glerár- skóla. Kvennaliðinu hefur ekki gengið allt of vel til þessa, en vonandi ná þær að velgja ÍS- stelpunum undir uggum. Karlalið KA fær líka heimsókn frá ÍS og leika þeir á undan kvenfólkinu á laugardag, eða kl. 14. Karlaliðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa og var það gegn Þrótti Nes. í fyrsta leiknum í deildinni, en Að loknu Laugamóti: Slæm mistök blaðamanns allir þessir leikir eru að sjálf- sögðu í deildinni. Tveir leikir verða í 3. deildinni í handbolta og er það lið UMFN sem kemur norður og leikur gegn Völsungi og Þór. A föstudags- kvöld við Völsung á Laugum kl. 20 og á laugardag við Þór í Höll- inni kl. 12.15 á undan körfubolta- leiknum. Völsungum hefur ekki tekist að vinna leik á heimavelli ennþá, en með áframhaldandi stuðningi frá áhorfendum ættu þeir að fara ná sigri heima. Þórs- arar hafa leikið misjafnlega það sem af er móti, stundum leikið ágætlega, en þess á milli hafa leikir liðsins verið hörmulegir. Liðið er ungt og á áreiðanlega eftir að sýna góða leiki í framtíð- inni. Að lokum má geta þess að Des- embermót Óðins í sundi heldur áfram á laugardag kl. 16 og því lýkur á sunnudag, en keppni þá hefst kl. 13. Ætla sér margir sundmenn stóra hluti og gera jafnvel atlögu að íslandsmetum á mótinu. Matráðskona óskast í Skíðahótelið eftir áramót. Upplýsingar í síma 22280. Fatalagerinn opnar stórmarkaö í dag, fimmtudag að Laxagötu 5. Höfum mikið úrval af fatnaði, barnafötum, jogginggöllum, peysum, buxum á dömur og herra og margt margt fleira. Einnig höfum við HI-MEN barnajogginggalla. Minnum á okkar landsfræga lága verð. Opið eins og í verslunum. FATALAGERINN HF. Laxagötu 5 • Akureyri Umsjónarmanni íþróttasíð- unnar urðu á þau hrikalegu mistök í blaðinu, að segja það í fyrirsögn á þriðjudag að KA hafi unnið Þór í úrslitaleik á Laugamótinu í innanhúss- knattspymu sem haldið var um síðustu helgi. En staðreynd málsins er sú að leiknum lauk með jafntefli 6:6. Engu að síður vann KA b mót- ið vegna hagstæðara markahlut- falls. Þetta leiðréttist hér með og eru hinir hörundsáru Þórsarar beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Eins og einn þeirra sagði, það er nógu slæmt að gera jafntefli og tapa mótinu fyrir það, þó ekki sé verið að aug- lýsa það að við höfum tapað leik, því við töpuðum engum leik á þessu móti. Leikurinn sem um getur var mjög jafn og spennandi og mikill hraði. Þórsarar tóku forystuna, en KA-menn komust síðan í 3:1. Þórsarar jöfnuðu 4:4 og komust yfir 5:4. KA-menn jöfnuðu 5:5, Þórsarar komust í 6:5 og á loka- sekúndum náðu KA-menn að jafna leikinn með marki eftir aukaspyrnu sem mörgum fannst frekar óréttmæt. En hvað um það, dómarinn ræður og ekki þýðir að gera aðsúg að honum þó ekki gangi allt upp. Þá má geta þess að hinn prúði leikmað- ur Þórs, Jónas Róbertsson skor- aði 3 sjálfsmörk í úrslitaleiknum. Sá hlær best sem síðast hlær Getraunaleikur fjölmiðla stendur nú sem hæst og eftir 4 umferðir eru Morgunblaðið, DV og Alþýðublaðið efst með 21 leik réttan, Þjóðviljinn og Ríkisútvarpið eru með 20 leiki rétta, NT19 og Dag- ur er í neðsta sæti með 18. Sum blöð hafa verið að gera grín að ár- angri Dags í þessari keppni, en eins og máltækið segir, sá hlær best sem síðast hlær og verða þau orð látin duga að sinni. Vinningar í síðustu viku fóru til margra aðila, en alls voru 106 raðir með 12 rétta og gaf það 13.975 kr. fyrir hverja röð. Með 11 rétta voru 1702 og gaf það 373 kr. á hverja röð. AIIs seldust 1.129.000 raðir og var vinningspotturinn 2.116.890 kr. Flestar rað- ir seldi knattspyrnudeild Fram, alls 79.000. Getraunakeppni fjölmiðla JO í5 jg S s «o -Q. < > Q £ Morgunblaðið c e •3 »o 'O sr Ríkisútvarpið Dagur Arsenal-Liverpool X 1 2 1 X 2 2 Aston Villa-Man.United 2 2 2 1 1 1 X Chelsea-Sheffield Wed. 1 1 1 X 1 1 1 Ipswich-Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 X Manchester City-Coventry 1 1 1 2 X 2 1 Newcastle-Southampton 1 2 X 2 X X 1 Nottingham Forest-Luton 1 1 1 X 1 1 1 Oxford-W.B.A. 1 1 X X 1 1 1 Watford-Tottenham X 2 2 1 1 X 2 Barnsley-Charlton 1 X 1 1 X 2 2 Blackburn-Sunderland 1 X 1 X X 1 1 Oldham-Norwich 2 2 X 2 2 X 2 Kynning föstudaginn 13. desember frá kl. 3-7 eh. S Egils appelsín smákökudeig tilbúið í ofninn. Kynnum á laugardag frá kl. 2-6 eh. Albani pilsner. Hrísalundi. Frá Kjöimarkaði KEA Hrísalundi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.