Dagur - 10.01.1986, Side 8
8 - DAGUR - 10. janúar 1986
10. janúar 1986 - DAGUR - 9
- Jóhann Sigurjónsson, konrektor Menntaskólans á
Akureyri, í helgarviðtali um vist hans á Bægisárjökli í tvö
sumur og ráðningu hans í stöðu skólameistara MA
Nýlega urðu nokkur blaðaskrif
vegna breytinga í stjórn
Menntaskólans á Akureyri. Sem
kunnugt er hefur Tryggvi Gíslason
verið ráðinn deildarstjóri í
Norrœnu menningarmálaskrif-
stofunni í Kaupmannahöfn ífjögur
ár frá 1. júlí n.k. Strax og þetta
spurðist út hófust vangaveltur um
það hver tœki við stjórn skólans á
meðan, þar sem Tryggvi lýsti því
strax yfir að hann hygðist koma
aftur til starfa við Menntaskólann
á Akureyri. Fljótlega beindust
sjónir manna að Jóhanni
Sigurjónssyni sem er
aðstoðarskólameistari
Menntaskólans á Akureyri. Það
varð líka ofan á að hann var ráðinn
til að leysa Tryggva af en
þó höfðu ýmsir atburðir orðið í
millitíðinni sem settu svolítil strik í
reikninginn. Meirihluti kennara
skólans samþykkti á fundi sínum
að mœlast til þess að starfið yrði
auglýst laust til umsóknar og
Helgarpósturinn birti grein í
slúðurdálki sínum þar sem reynt
var að láta líta svo út sem bœði
Jóhann og Tryggvi hefðu óhreint
mjöl í pokahorninu. En hver er
hann þessi maður sem málin hafa
að mestu snúist um, Jóhann
Sigurjónsson. Til þess að kynna
hann svolítið fyrir lesendum Dags
var hann fengin í helgarviðtal og
fyrst var hann spurður um uppruna
og námsferil.
„Ég er fæddur árið 1942 í Nes-
kaupstað þar átti ég mína skóla-
göngu fram til landsprófs. Haust-
ið 1958 kom ég svo hingað í
Menntaskólann í þriðja bekk. Síð-
an fór ég beint til Noregs haustið
eftir stúdentspróf eftir að hafa verið
hér í fjögur ár og var í Noregi til
1969, tók þar tvær gráður, cand.
mag. og cand. real. Haustið 1969
kom ég svo hingað til kennslu og
hef verið hér síðan.
Þær greinar sem ég lærði í há-
skóla voru nú margar. Ég hef cand.
mag. gráðu í efnafræði og jarðfræði
en cand. real. gráðan er í jarðeðlis-
fræði. Ég tók mitt lokaverkefni hér
uppi á Bægisárdal. Við tókum tveir
saman verkefni, ég og Helgi
Björnsson jöklafræðingur. Hann
tók Bægisárjökul og veðurfar en ég
tók aftur landmótun, árrennsli og
veðurfar. Við tengdum okkur
þannig saman að við tókum við
úrkomunni þegar hún féll, Helgi
fylgdi henni svo í gegn um jökulinn
og annaðist jöklarannsóknir en ég
tók aftur við úrkomunni þegar hún
kom út úr jöklinum og fylgdi henni
út úr dalnum með rennslismæling-
um. Síðan athugaði ég jarðfræði og
landmótun svæðisins. Þetta var mitt
lokaverkefni og ég fékk háskóla-
kennararéttindi í þessu fagi.“
Tvö sumur
á Bœgisárjökli
Hvað dvölduð þið lengi við
rannsóknir á Bægisárjökli?
„Við vorum þar sumrin 1967 og
1968, tvo mánuði hvort sumar. Þeg-
ar kom að því að við ætluðum að
velja okkur lokaverkefni þá höfð-
um við samband hingað heim við
Sigurð Þórarinsson og Sigurjón
Rist. Þeir stungu upp á nokkrum
verkefnum við okkur sem öll
reyndust svo viðamikil og dýr að
við hefðum aldrei getað framkvæmt
þau sjálfir á eigin kostnaö. Við
fengum að vísu styrk úr vísinda-
sjóði sem kom sér ákaflega vel því
við höfðum talsverðan kostnað í
sambandi við flutninga á tækjum
frá Noregi til íslands. Síðan þurft-
um við að borga tryggingar af tækj-
um sem við fengum lánuð hjá
Veðurstofunni og Orkustofnun.
Svo þurftum við að kaupa ýmislegt
efni til að byggja upp þá aðstöðu
sem við þurftum til að geta stundað
þessar rannsóknir á dalnum og jökl-
inum.
Við nutum alveg einstakrar
hjálpar Steins Snorrasonar bónda
á Syðri-Bægisá. Það er svona ættar-
fylgja hjá þeim orðið að aðstoða
menn við rannsóknir þarna uppi á
dalnum og er Snorra gamla getið í
heimildum frá fyrri tímum þar sem
hann var að fylgja mönnum upp á
Bægisárdal og -jökul. Steinn tók við
af föður sínum og var okkur ákaf-
lega hjálplegur. Hann skaut undir
okkur hestum og keyrði draslið
okkar á traktor eins langt og hann
komst.
Þetta voru ævintýraleg sumur
því við lágum þarna í tjöldum og
fengum á okkur eiginlega öll þau
veður sem hægt er að hugsa sér.
Einu sinni snjóaði 40 sentimetra á
okkur. Við fórum með tjöldin upp í
750 metra hæð þannig að þarna var
allra veðra von. Þetta var feikilegt
erfiði. Við gengum fleiri kílómetra
um fjöllin á hverjum degi. Ég eyddi
mjög löngum tíma í mælingar og
rannsóknir á jarðlögum og rennsli,
og Helgi í veðurathuganir og rann-
sóknir á jöklinum. Þetta var hálf-
gert villimannalíf á okkur, við kom-
um ekki til byggða svo dögum og
jafnvel vikum skipti.
„Krossaði tjaldið
í bak og fyrir“
Þarna á Bægisárdalnum hef ég
kannski orðið hvað hræddastur á
ævinni. Að vísu held ég að ég hafi
éinu sinni orðið enn hræddari en
það stóð svo stutt yfir, ekki nema
augnablik. Það var þegar ég var á
námsárum mínum í Noregi. Þá var
ég öskukall fyrstu tvö sumrin. Einu
sinni var ég að koma inn í timbur-
port, blístrandi og glaður eins og
öskukallar eiga að vera, þá veit ég
ekki fyrr til en „grand danois"
hundur kemur á móti mér, leggur
lappirnar á axlirnar á mér og byrjar
að sleikja mig í framan. Mér varð
verulega bylt við þar sem þetta
gerðist svo snögglega en svo sá ég
að hundurinn var blíður og góður
svo ég ýtti honum til hliðar og hélt
áfram með mín verk.
En þegar ég var þarna uppi á
Bægisárdal var það einhvern tíma
að Helgi hafði farið suður að erinda
fyrir okkur og ég var því einn á
jöklinum í rúma viku. Eina nóttina
vakna ég við það að tjaldið hristist
allt og skókst. Ég skreið úr pokan-
um og ætlaði að reka í burtu roll-
urnar sem ég var viss um að væru
þarna á ferðinni því að þetta hafði
komið fyrir áður að við höfðum
þurft að reka í burtu sauðfé sem
hafði verið að hnjóta um tjaldstög-
in. En þegar ég kem út sé ég ekki
nokkurn skapaðan hlut. Það var
dalalæða sem hafði lagst alveg upp
að tjöldunum og í kringum þau en
var bjart fyrir ofan. Ég hugsa með
mér að rollurnar hafi bara horfið í
þokuna og rek upp nokkur hljóð til
að koma þeim lengra í burtu og
skríð svo aftur inn í tjald og fer að
sofa. Ég hafði ekki legið ýkja lengi
þegar sami djöfulgangur byrjar
aftur. Nú læddist ég mjög varlega
upp úr pokanum og út úr tjaldinu
en þar var enga hreyfingu að sjá.
Þá fóru að rifjast upp fyrir mér sög-
ur sem vinur minn Steinn Snorra-
son, bóndi á Bægisá, hafði sagt
mér. Ég man nú ekki fyrir víst hve-
nær það var en þó minnir mig að
það hafi átt að vera einhvern tíma á
síðustu öld sem haft var í seli þarna
uppi á dalnum. Þar var strákur sem
var látinn vaka yfir fénu. Til þess að
nýta drenginn var bundinn strokkur
á bakið á honum þannig að þegar
hann hljóp á eftir fénu hristi hann
strokkinn og strokkaði þannig í
leiðinni. Þetta var náttúrlega ekki
fullharðnaður unglingur og senni-
lega hefur þetta verið honum um
megn því hann hengdi sig í kletti
þarna 'á miðjuih dalnum. Klettur-
inn heitir síðan Skúlaklettur eftir
smalanum. Steinn var búinn að
segja okkur það að Skúla þessum
væri misvel ,við gesti á dalnum og
ætti til hvekkja þá og gera þeim líf-
ið leitt. Þar sem ég sá engar rollur
þarna utan við tjaldið fór mig að
gruna að þarna væri eitthvað ekki
alveg hréint á ferðinni. Ég varð
talsvert skelkaður því ég hafði fram
til þessa tíma gert grín að öllu slíku
og geri: gjarnan enn, en það runnu
á mig tvær grímur, hvort það gæti
verið eitthvað óhreint á ferð. Ég
leggst fyrir einu sinni enn og þá
heyri ég heilmiklar drunur og læti
úti og allt í einu kemur stærðar
bjarg ifljúgandi rétt niður með
tjöldunum, langt ofan úr klettum.
Þetta var svona frekar óeðlilegt að
það væjri þarna grjóthrun á þessum
tíma, ekki þar fyrir að það gæti
hafa verið þarna næturfrost sem
spreng^i þennan stein lausan. Það
var hugsanlegt. Nú, ég fór út í
þriðja sinn og hálfskammaðist mín
fyrir athafnir mínar en ég krossaði
tjaldið í bak og fyrir og las ein-
hverjar bænaþulur sem ég mundi
bestar og fór svo inn að sofa í þriðja
sinn og svaf óáreittur til morguns.
Ég skoðaði þetta allt daginn eftir
og var að reyna að fjnna náttúruleg-
ar skýringar á þessum ósköpum.
Maður sá ekki langt í þokunni um
nóttina og það gætu hafa verið
þarna einhverjar rollur að rekast í
tjaldið þó ég sæi þær ekki þegar ég
fór út og eins er það hugsanlegt að
frost hafi sprengt steininn lausan,
en þetta var ákaflega skrýtið og
skrýtnast var að það skyldi verða
friður eftir að ég krossaði tjaldið.
Ég verð að viðurkenna það að síð-
an þetta gerðist hef ég ekki með
heilum hug getað afneitað tilvist
einhverra yfirskilvitlegra fyrir-
bæra.“
„Merkilegt að bera
saman allt sem skrifað
hefur verið um svœðið“
Komust þið að einhverjum
merkilegum niðurstöðum við þess-
ar rannsóknir á jöklinum?
„Nei, ég býst nú ekki við að það
geti talist neitt sérlega merkilegt.
Við skrifuðum hvor sína ritgerðina,
mín var um 150 síður með
myndum, línuritum og öllu saman
og Helga ritgerð var álíka stór. Við
gerðum lítið annað en að staðfesta
tölulega það sem menn höfðu haft
grun um áður. Við beittum ansi
fullkomnum mæliaðferðum, þeim
bestu sem þá var völ á og unnum
svo úr þessum niðurstöðum eftir
fyrra sumarið. Við héldum þessum
mælingum svo áfram seinna sumar-
ið með þeim ábendingum sem við
höfðum fengið frá okkar prófessor-
um, hvor um sig, breyttum svolítið
um mæliaðferðir og endurtókum
sumar mælingar sem við höfðum
gert sumarið áður. Við notuðum
þarna margs konar mæliaðferðir til
að fá samanburð. Það var búið að
gera hliðstæðar mælingar erlendis,
m.a. í Skandinavíu og við sýndum
fram á það að það gilti í stórum
dráttum það sama hér um hegðun
jökla og vatnsfalla. Auk þess var
þetta náttúrlega talsverð heim-
ildakönnun, sérstaklega í minni
ritgerð. Ég reyndi að grafa upp allt
það sem skrifað hafði verið um
svæðið frá upphafi og fyrir vikið
varð heimildalistinn gífurlega
langur. Þær skiptu hundruðum,
heimildirnar sem við könnuðum.
Það út af fyrir sig er býsna merkileg-
ur þáttur að bera saman allt það
sem skrifað hefur verið um
svæðið.“
- Þú hlýtur að hafa kynnst jarð-
fræði og landslagi þessa svæðis
býsna vel á þessum tíma sem þú
varst við þessar rannsóknir?
„Já þetta er náttúrlega tak-
markað. Við erum á blágrýtissvæði
og fjölbreytnin er ekki mikil. En
maður kynntist ákaflega mörgum
þáttum í náttúrufari og dýralífi
vegna þess að við bjuggum í tjald-
búðum í mismunandi hæð. Við vor-
um allt frá 300 metrum yfir sjó og
upp í 720-30 metra hæð og loks
höfðumst við við uppi á jökli í 1000
metra hæð svo dögum skipti þegar
við vorum við samfelldar mælingar
uppi á jöklinum. Svo gengum við
þarna upp á hæstu fjöll, 14-1500
metra há. Við vorum þarna við alls
konar veðurskilyrði í þessar tuttugu
vikur sem við dvöldum samanlagt
þarna uppi, þannig að auðvitað
kynntist maður náttúru landsins
mjög vel og því dýralífi sem þarna
var. Það hefur aftur haft mikil áhrif
á þá afstöðu sem maður hefur tekið
í náttúruverndarmálum."
„ Var tregur til að
sœkja um starf
konrektors“
Nú hefur þú verið ráðinn
skólameistari Menntaskólans á Ak-
ureyri á meðan Tryggvi Gíslason
verður í Kaupmannahöfn þar sem
hann hefur verið ráðinn deildar-
stjóri Norrænu menningarmála-
skrifstofunnar. Hafðir þú áhuga á
að taka að þér stjórn skólans þegar
þú sóttir um starf konrektors fyrir
þremur árum?
„Ef við skoðum feril minn hérna
í skólanum þá varð ég snemma
deildarstjóri í efnafræði og jarð-
fræði og fer þá strax að taka þátt í
ákveðnum stjórnarstörfum. Síðan
var ég alltaf viðloða ákveðin störf
sem tengdust útskrift stúdenta á
vorin og unnin voru af hópi
kennara hér sem kallaðir voru Vel-
vakandi og bræður hans, án þess að
nokkur vissi hver Velvakandi var
heldur vorum við allir bræður hans.
Hlutverk þessa hóps er að fara yfir
feril allra þeirra sem útskrifast og
ganga úr skugga um að allt sé nú
rétt með farið og skrifa burtfarar-
skírteini þeirra. Fyrst var þetta allt
saman handreiknað og skrifað en
nú er þetta tvískipt. Annars vegar
er tölvuútskrift sem þarf að yfirfara
mjög vandlega og hins vegar er
handskrifað skírteini. Þátttaka mín í
stjórnunarstörfum jókst þegar farið
var að gera stundaskrá skólans í
tölvu. Þannig er að stundaskrá
skólans er gerð í tölvu Tæknihá-
skólans í Þrándheimi. Við útfyllum
sérstök gögn hér sem við sendum út
og vegna tengsla minna við Noreg
og norskukunnáttu var ég tekinn
inn í þetta starf haustið 1980.
Þegar Tómas Ingi hætti sem
konrektor sótti ég um það starf, en
ekki fyrr en á síðasta degi, eftir að
stór hópur samkennara minna hafði
hvatt mig til þess. Akkúrat þetta
sem nú er að gerast réði því að ég
var ákaflega tregur til að sækja um
starfið."
„Ekki hœgt
að auglýsa starfið
lögum samkvœmt“
Hafðir þú þá einhverja vitn-
eskju um að þessi staða ætti eftir
að koma upp?
„Ekki nákvæmlega þessi staða.
Hins vegar hafði ég nokkurn veginn
fulla vitneskju fyrir því að skóla-
meistari ætlaði í eins árs leyfi, eins
og við getum sótt um og fengið eftir
að hafa verið þetta lengi í starfi.
Hann hafi látið í það skína að hann
hefði hug á að taka sér leyfi þó að
enginn hefði þá getað séð fyrir þá
stöðu sem nú er komin upp.
Þegar ég sótti um starf konrekt-
ors lýsti ég með því yfir að ég
væri tilbúinn að stíga skrefið til
fulls. Þegar maður ræður sig sem
aðstoðarmann og staðgengil æðsta
manns í stofnun verður maður að
vera viðbúinn því að eitthvað geti
komið fyrir hann og maður þurfi að
hlaupa í skarðið um lengri eða
skemmri tíma.“
- Nú samþykkti meirihluti
kennarafundar í Menntaskólanum
á Akureyri ályktun þar sem skorað
var á menntamálaráðherra að hann
auglýsti stöðu skólameistara skól-
ans í fjarveru Tryggva Gíslasonar
lausa til umsóknar. Hvernig er það
fyrir þig að taka við þessari stöðu
nú þegar ráðherra hefur ekki orðið
við ósk kennarafundar?
„Ég held að sú tillaga hafi
kannski komið fram af mjög marg-
þættum ástæðum og ýmsir þeirra
sem studdu þá tillögu hafa lýst yfir
að þeir hafi stutt hana af mismun-
andi ástæðum. Sjálfsagt hafa ein-
hverjir verið á móti mér sem er
mjög eðlilegt. Maður situr tæplega
í stjórnunarstöðu í þetta mörg ár án
þess að fá einhvern á móti sér. Aðr-
ir hafa lýst því yfir að þarna sé
hreinlega um „prinsippmál“ að
ræða; að það eigi að auglýsa svona
stöður. Þar hefur verið vísað til
þeirrar stöðu sem kom upp hjá
Ríkisútvarpinu þegar Hjörtur Páls-
son dagskrárstjóri var ráðinn for-
stöðumaður Norræna hússins í Fær-
eyjum en kom svo heim aftur fyrr
en áætlað var. Þá er verið að tala
um að tryggja þeim sem tekur við
starfinu að hann verði ekki settur
úr því fyrirvaralítið. Kennarar hér
héldu að starf Hjartar hefði verið
auglýst eins og útvarpsráð hafði
lagt til að yrði gert en samkvæmt
lögum var það ekki hægt, ekki frek-
ar en hér. Ef kennarar hér hefðu
gert sér grein fyrir því að sam-
kvæmt lögum var ekki hægt að aug-
lýsa þessa stöðu hefði þessi tillaga
sjálfsagt aldrei komið fram.
Þriðji hópur þeirra kennara sem
samþykktu umrædda tillögu segir
að þeir hafi gert það til þess að hægt
yrði að gefa öðrum kost á að sækja
um og síðan myndi menntamálaráð-
herra óska eftir áliti kennarafundar
eins og vaninn er að gera þegar ráð-
inn er skólameistari og með því
hefði sá skólameistari sem við tæki,
hvort sem það hefði orðið ég eða
einhver annar, miklu sterkari stöðu
og stæði ekki í þeim sporum sem ég
stend í nú. Ég skil vel afstöðu allra
þessara manna en vegna þess
hvernig lögum er fyrir komið er
þetta bara ekki hægt með öðrum
hætti en nú er hafður á.“ -yk.