Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. janúar 1986 _viðtal dagsins. msm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASIJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRlSTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.____________________________ Nýstárlegt val á framboðslista Nú líður senn að því að stjórnmálaflokkar sem hyggjast bjóða fram til sveitarstjórnarkosn- inga í vor ákveði með hvaða hætti standa skuli að vali frambjóðenda á listana. Raunar hafa margir þegar ákveðið með hvaða hætti þetta verður gert og er ýmist um það að ræða að efnt er til prófkjörs meðal flokksbundinna félaga í stjórnmálaflokkunum eða uppstill- ingarnefndir raða á listana, að fengnum til- lögum og umsögnum. Báðar þessar aðferðir hafa sína kosti og galla. Uppstilling er tæpast nægilega lýð- ræðisleg aðferð og hefur verið gagnrýnd fyrir þá sök. Lokað eða opið prófkjör hefur líka sína vankanta og er niðurstaðan oft á tíðum sú að heildarsvipur framboðslista verður með þeim hætti að enginn sem að kjörinu stóð getur fellt sig við útkomuna. Er skemmst að minn- ast prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem konur hlutu ákaflega slæma kosn- ingu og hlutur þeirra var mjög fyrir borð borinn. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna á Akur- eyri hefur nú ákveðið með hvaða hætti staðið skuli að vali á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þar eru á ferðinni reglur sem segja má að samræmi kosti bæði uppstillingar og prófkjörs. Skipuð skal kjörnefnd sem gerir lista yfir minnst 24 flokksbundna menn sem vilja gefa kost á sér á framboðslistann. Kjörnefndin tek- ur á móti uppástungum um frambjóðendur þar til þremur vikum fyrir kjörfund. Á þennan kjörfund skal boða alla félagsbundna fram- sóknarmenn á Akureyri og þeir kjósa síðan framboðslistann á fundinum. Það fer þannig fram að fyrst er kosið um 1. sætið. Frambjóð- andi þarf að fá a.m.k. 50% greiddra atkvæða til að hljóta kosningu. Að öðrum kosti skal kjósa aftur á milli efstu manna. Þegar endan- legri kosningu í 1. sætið er lokið hefst kosning í 2. sætið og svo koll af kolli upp í 8. sæti á framboðslistanum. Þessar nýstárlegu reglur við val á frambjóð- endum framsóknarmenna á framboðslista til bæjarstjórnar á Akureyri valda því, að hægt er að taka afstöðu til síðari sæta á listanum með hliðsjón af því hverjir hafa þegar náð kosningu. Það má því segja að um sé að ræða uppstillingu á listann með lýðræðislegri kosn- ingu, án þess að tilviljanir einar ráði úrslitun- um. Fordómamir á undanhaldi - segir Már V. Magnússon forstööumaður ráðgjafa- og sálfræðideildar skóla „Ég tel að fordómar og nei- kvæð afstaða fólks út í þjón- ustu af þessu tagi séu mjög á undanhaldi. Okkur er gegn- umgangandi vel tekið og fjöl- margir hafa leitað álits hjá okkur á ýmsum málum. Það er mjög gott þegar fólk leitar til okkar í tíma, því fyrirbyggj- andi starf er hluti af starfsem- inni hér,“ sagði Már V. Magn- ússon forstöðumaður Ráð- gjafa- og sálfræðideildar skóla. Már er fæddur og uppalinn á Akureyri, á ættir að rekja í Svarf- aðardal og Ólafsfjörð. Skóla- ganga var hefðbundin. Barna- skóli Akureyrar, Gagnfræðaskól- inn og Menntaskólinn. Var við nám í Þýskalandi veturinn eftir stúdentspróf. En flutti sig aftur heim er byrjað var að kenna sái- arfræði í Háskólanum. í sálar- fræðinni var Már í fjögur ár og lauk þaðan BA-prófi. Þá lá leiðin til Kaupmannahafnar í áfram- haldandi nám. „Ég var nokkkuð lengi í Kaup- mannahöfn og leið vel. Gott að vera í Kaupmannahöfn. Skólinn var líka mjög góður. Maður gat mikið til ráðið sínu námi og skipulagði það að mestu leyti sjálfur. Einnig gat hver og einn ráðið sínum námshraða, þannig að hægt var að vinna með nám- inu. í þessum háskóla tíðkuðust ekki skrifleg próf, heldur leystu menn þau með skriflegum verk- efnum. Mig minnir ég hafi tekið þrjú skrifleg próf í þessum skóla á móti um tuttugu og fimm hér heima." í Kaupmannahöfn vann Már að ýmsum verkefnum, gerði ransóknarverkefni fyrir um 20 þúsund manna bæjarfélag um tómstundastarf barna og ungl- inga, hann vann á barnaheimili og á barnageðdeild. En til að byrja með vann hann það sem hann kallar „hefðbundin ræsti- tæknastörf". Fjölskyldan taldi þrjá og sagði Már að í upphafi hefði nægt að þau hjónin ynnu þrjá tíma á dag. „Svo fór þetta versnandi, verð- bólga jókst og það þrengdist um á vinnumarkaðinum. Var jafn- vel erfitt að fá vinnu við ræsting- ar. Það var farið að spara í menntakerfinu, stundakennarar voru reknir og ekki ráðið í þær stöður sem losnuðu. Það mynd- uðust biðraðir hjá kennurum, því það var skilyrði að við hefðum umsjónarkennara með verkefn- um okkar. Þetta hafði áhrif á vinnugleði fólks. Þannig að mér fannst tími til kominn að fara heim.“ Og árið 1982 flytur fjölskyldan heim. Már fer að vinna á Fræðsluskrifstofu Reykjaness og vinnur þar fram á haust 1985, þegar hann tekur við núverandi starfi hér á Akureyri. „Það var nánast tilviljun að ég kom hingað á heimaslóðir. Stað- an losnaði og ég sótti um. Ég hafði svo sem ekkert stefnt að því að koma hingað, en það er ekki lakara. Það er alltaf spennandi að prófa eitthvað nýtt.“ - Hvað felst í starfi þínu hér? „Þetta er ákaflega margþætt. Við störfum samkvæmt grunn- skólalögum og viðeigandi reglu- gerðum um grunnskóla og þar er okkar starf skilgreint nákvæm- lega. Það er í fyrsta lagi gert ráð fyrir að nýta sálfræðilega og upp- eldisfræðilega þekkingu okkar í skólum, með námskeiðum fyrir kennara og foreldra. Þá er einnig lögð áhersla á fyrirbyggjandi starf hvers konar. Meðferðar- og greiningarstarf er einnig tilgreint í reglugerðinni, sem og námsráð- gjöf og rannsóknir ýmiss konár. sem hafa hagnýtt gildi. Þetta er ákaflega fjölbreytilegt, en það er bara spurning hvað við komumst , yfir. Við erum tveir sálfræðingar í einu og hálfu starfi auk tal- kennara í hálfu starfi. Umdæmið er stort, Norður- landskjördæmi eystra. Á þessu svæði eru 38 skólar með 4800 nemendum. Samkvæmt því ætt- um við að hafa fimm stöður við deildina. En það hefur gengið erfiðlega að fá fólk til starfa. Hvers vegna? Fólk er ragt við að fara út á land, það sviptir sig ýms- um kostum sem það hefur á höf- uðborgarsvæðinu. Hins vegar er aðstaða hér á Akureyri ekki sem verst. Hér eru margir möguleikar í sambandi við endurmenntun og uppbyggingu á þessu sviði.“ Starf Más felst mikið í ferða- lögum á milli skóla í kjördæm- inu. Sagðist hann fram að ára- mótum hafa farið í 89 heimsóknir í 19 skóla og 134 erindi höfðu borist inn á borð til hans. Sagðist Már hafa strax í upphafi ákveðið að takmarka sig við heimsóknir þannig að skólarnir vissu hvar þeir stæðu. „Það er einn þáttur í þessu starfi sem mjög mikilsvert að sinna, en það er fræðslustarf og námskeiðahald fyrir kennara. Þorri allra námskeiða fer fram í Reykjavík þannig að landsbyggð- arfólk hefur ekki sömu mögu- leika á að sækja þau. Hér í kjör- dæminu er hátt hlutfall réttinda- lausra kennara sem kallar á aukna þjónustu við skólana. En það er saman sagan alls staðar, við erum of fáliðuð til að geta sinnt þessu sem skyldi.“ -mþþ Mynd: - KGA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.