Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 3
20. janúar 1986 - DAGUR - 3
Iðnaðarráðuneytið:
Hugmynda-
stefna í haust
Iðnaðarráðuneytið hefur
ákveðið að gangast fyrir hug-
myndastefnu á hausti kom-
anda, ef næg þátttaka fæst. Er
ætlunin að Ieiða þar saman
hugmyndasmiði og fram-
kvæmdamenn í þeim tilgangi
að miðla framleiðsluhugmynd-
um til þeirra, sem hafa hug á
að fjármagna nýjungar í iðn-
aði. Auglýst hefur verið eftir
þátttakendum í hugmynda-
stefnunni og er miðað við að
ná til annars vegar iðnhönnuða
og uppfinningamanna með
framleiðsluhæfar hugmyndir
og hins vegar framleiðenda og
fjármagnseigenda, sem eru að
leita að nýjum framleiðsluvör-
um.
Fyrirhugað er að sýna á hug-
myndastefnunni uppfinningar og
hugmyndir, sem tilbúnar eru til
markaðsfærslu af hálfu höfunda,
og jafnframt veita upplýsingar
um þjónustu og fyrirgreiðslu op-
inberra aðila við nýsköpun í at-
vinnulífinu. Verður væntanlega
haldin í tengslum við sýninguna
námsstefna um vöruþróun,
einkaleyfi, uppfinningar, frum-
gerðasmíði, mat á hugmyndum
og fleira, sem tengist nýsköpun.
Iðnaðarráðherra mun skipa
verkefnisstjórn til að undirbúa
hugmyndastefnuna, úrskurða
hvaða hugmyndir séu sýningar-
hæfar og meta hverjir þurfa að-
stoð við gerð frumgerðar. Eftir
val verkefnisstjórnar er reiknað
með að uppfinningamenn þurfi
nokkra mánuði til að fullgera
hugmyndir sínar. Undirbúningur
tekur því langan tíma og þess
vegna er mikilvægt, að þátttaka í
hugmyndastefnunni sé tilkynnt
sem fyrst og eigi síðar en 10.
febrúar nk. Iðnaðarráðuneytið
tekur við þátttökutilkynningum
á þar til gerðum eyðublöðum,
sem fást í ráðuneytinu.
Miklar breytingar
hjá „Kórónakjúklingum“
Töluverðar breytingar hafa
verið gerðar á skyndibitastaðn-
um Bita við Skipagötu. Kallast
staðurinn oftast Crown
chicken, eða Kórónukjúkling-
ar.
Húsnæðið hefur verið stækkað
til muna og rúmar nú 41 í sæti í
stað 28 áður. Speglum og blóm-
um hefur verið komið fyrir á
staðnum til að gera hann meira
aðlaðandi.
Eigendur staðarins segja að
fjölga eigi réttum á matseðlinum.
Ahersla hefur verið lögð á djúp-
steikta kjúklinga og fisk, auk
þess sem píta hefur náð miklum
vinsældum. Margir hafa beðið
um pítu með buffsneið, sem hef-
ur ekki verið á boðstólum. En
það mun það næsta sem tekið
verður á matseðilinn hjá Kórónu-
kjúklingum. Einnig er ætlunin að
taka upp það sem kallast Ca-
varna, en það er lambakjöt steikt
á teini og skorið í litla bita og
borðað í brauði. Þeir sem hafa
verið erlendis kannast við þenn-
an rétt, sem er mjög vinsæll víða.
gej-
Verulegar breytingar hafa nú verið gerðar á aðstöðu Kórónukjúklinga í Skipagötu á Akureyri. Húsnæðið hefur ver-
ið stækkað verulega og er orðið hið vistlegasta, borðunt hefur verið fjölgað, gólf flísalögð og fleira gert til að gera
staðinn aðlaðandi. Má raunar segja að ekki hafl af veitt því þessi kjúklingastaður hefur notið mikilla vinsælda frá
því hann var settur á laggirnar og opnaður í júní sl. sumar. Mynd: - KGA.
Alþýðusamband Norðurlands:
Fundur um launa-
mál í fiskvinnslu
Alþýðusamband Norðurlands
gengst annað kvöld fyrir fundi
um launamál og launakostnað
og verður fundurinn haldinn
að Skipagötu 14 og hefst kl.
21.
Ari Skúlason mætir á þennan
fund, en hann er einn fjögurra ís-
lendinga sem fóru seint á síðasta
ári til Englands, Danmerkur og
Noregs og kynnti sér hvernig
staða þessara mála er í þeim
löndum.
Ekki er að efa að á þessum
fundi mun ýmislegt fróðlegt
koma fram sem snertir málefni
fiskvinnslunnar í landinu og
launamálin. Fundurinn er öllum
opinn sem áhuga hafa að kynna
sér málið en sérstaklega er lögð
áhersla á að fiskvinnslufólk og
stjórnendur fyrirtækja í fisk-
vinnslu sæki fundinn.
Áætlunarferðir til Grímseyjar
eru þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 12.30 alla daga.
Vörumóttaka alla virka daga frá kl. 8-17
í vöruafgreiðslu Flugleiða Akureyrarvelli,
sími 22004 og 21824.
fluqffélaq
nordurlands hf.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Námskeið í Ijósastillingu
fyrir bifvélavirkja og nema
í bifvélavirkjun verður haldið í Verkmenntaskólanum
á Akureyri laugardaginn 25. janúar 1986 kl. 08.15 ef
næg þátttaka fæst.
Væntanlegir þátttakendur skrái sig á skrifstofu skól-
ans í síma 26810 fyrir 23. janúar nk.
Skólameistari.
Vorum að taka upp
4 FRONTl
l.livl:
gaiiabuxur og jogging peysur frá
YOU-WHO og frá Front Line 49R. "IVK
Herrabuxur, herraskyrtur, herrapeysur,
herrajogging peysur.
SIMI
(96) 21400
BASINN