Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 20. janúar 1986 Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 222 Siglufjörður: Lóð fengin fyrir nýja lögreglustöð - Óvíst hvort framkvæmdir hefjast á árinu Svo sem fram hefur komið í Degi er lögreglustöðin á Siglu- firði í afar slæmu ástandi og ekkert útlit fyrir að úr rætist á næstunni. Heilbrigðisnefnd Siglufjarðai skoðaði fangaklefana í lok nóv ember og komst að þeirri niður- stöðu að ástand þeirra væri óvið- unandi. Nefndin samþykkti þó fyrir sitt leyti að nota mætti þrjá fangaklefa í neyðartilvikum fram til 1. maí, ef þeir yrðu málaðir strax og loftræsting bætt o.s.frv. Heilbrigðisnefnd lagði áherslu á að byggingu nýrrar lögreglu- stöðvar yrði hraðað eftir föngum. Að sögn Erlings Óskarssonar bæjarfógeta á Siglufirði er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til byggingar nýrrar lögreglureglu- stöðvar í fjárlögum þessa árs. „Ég held að allir hljóti að sjá, að þetta er ófremdarástand og ég trúi ekki, og get reyndar ekki ímyndað mér annað en að við Blönduós: Hreinsunargjöld hækka um 100% Alagningarseðlar fasteigna- gjalda hafa verið sendir gjald- endum á Blönduósi fyrir árið 1986, þar kemur meðal annars í Ijós að svokallað hreinsunar- gjald hefur hækkað um 100% frá fyrra ári. í bréfi sem fylgir álagningar- seðlunum kemur meðal annars fram að gjaldendur verða nú sjálfir að standa skil á fasteigna- gjöldum en á síðasta ári voru þau innheimt hjá vinnuveitendum um leið og útsvör. f>á kemur fram að Jökull Raufarhöfn: Rekstur gengur vel „Framleiðslan gekk nokkuð vel á síðast ári miðað við árin á undan,“ sagði Hólmsteinn Björnsson hjá frystihúsinu Jökli á Raufarhöfn. Eins og kunnugt er stórskemmdist frystihús fyrirtækisins í bruna og voru miklar blikur á loft í atvinnumálum staðarins eftir það. Undanfarin ár hefur rekstur frystihússins gengið illa, en brá til betri tíðar árið 1985. Þakkar Hólmsteinn það meiri og betri afla og meiri mannskap í vinnsl- unni. Nokkuð af aðkomufólki var við vinnu hjá Jökli á síðasta ári auk fleiri heimamanna en áður. Bygging nýs frystihúss sem ráðist var í eftir brunann hefur gengið vel. Lítið vantar upp á að húsið sé fokhelt. Ólokið er uppsteypu á litlum hluta þess Aætlanir eru uppi um að hefja vinnslu í nýja húsinu um næstu áramót. Sagði Hólmsteinn að ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu að svo gæti orðið. gej- elli- og örorkulífeyrisþegar fá af- slátt af fasteignagjöldum allt að kr. 6000.00. Vatnsskattur hækkar úr 0,15% í 0,18% vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda vatnsveitunnar, og mun ekki af veita. Talsverð hækkun verður á lóðarleigu og hagagjöld- um eða um 35%. Að sögn Snorra Björns Sig- urðssonar sveitarstjóra gekk inn- heimta gjalda til sveitarsjóðs vel á síðasta ári og var innheimtu- prósenta fasteignagjalda 98,6% en útsvars og aðstöðugjalda 91,7%, Snorri Björn sagði að innheimtan jengi alltaf vel á Blönduósi og hefði oft verið betri en nú. Einnig vildi hann að fram kæmi að þrátt fyrir mikla hækkun hreinsunargjalds stæði það tæp- lega undir kaupum á ruslapokum og væri hreinsunin sjálf greidd úr sveitarsjóði. G.Kr. fáum aukafjárveitingu til þess að geta hafið framkvæmdir í vor,“ sagði Erlingur. Erlingur benti á að um síðustu helgi hefðu verið nokkur ólæti í bænum og raunverulega hefði þurft að setja 7-8 manns í „svart- holið“ en ekki hefði reynst unnt að hýsa nema þrjá vegna þessa Ófremdarástands. Lögreglan hefur þegar fengið lóð undir nýja lögreglustöð, nokkru neðar í Gránugötunni. Gert er ráð fyrir tveggja hæða byggingu þar sem lögreglustöðin verður á neðri hæðinni en skrif- stofur á efri hæð. Talið er að slík bygging kosti a.m.k. 15 milljónir króna. „Við hefðum helst viljað að hægt yrði að gera bygginguna fokhelda í sumar þannig að hægt yrði innrétta hana um veturinn. Þessi mál horfa mjög ógæfulega í dag, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Erlingur að lokum. BB. Ljósastaurar urðu tvisvar fyrir barðinu á bflum á föstudag og laugardag. Þessi sendibfll fór heldur illa út úr viðkynningunni. Mynd: - KGA. Sæplast á Dalvík: „Horfumar em bjaitar „Þaö er óhætt að segja að reksturinn hafí gengið vonum framar á síðasta ári. Við seld- um meira af framleiðslunni en reiknað var með, svo horfurn- ar eru bjartar,“ sagði Pétur Reimarsson framkvæmdar- stjóri Sæplasts á Dalvík. Það fyrirtæki framleiðir fískiker fyrir markað innanlands og utan. Á síðasta ári framleiddi Sæ- plast 3800 fiskiker. Af þeim voru flutt út 25%. Aðalkaupendur er- lendis eru Færeyingar, írar, Hjaltlandseyingar, auk þess sem Bandaríkjamenn hafa keypt nokkuð af framleiðslunni. Pétur sagði að Sæplast væri með í hópi ýmissa fyrirtækja á Akureyri og víðar sem vinna sameiginlega að könnunum á útflutningi þessara fyrirtækja. Bjóst hann við því að þessar kannanir gætu farið að skila árangri á þessu ári. Aðal- lega er stefnt á markaði í Banda- ríkjunum og Kanada. Þrátt fyrir að Sæplast hafi aðal- lega einbeitt sér að framleiðslu fiskikerjanna, hefur það framleitt nokkuð af brettum undir fiski- kassa, frystipönnur og flaka- bakka sem notuð eru í frystihús- um. Reiknaði Pétur með því að framleiðsla í þessum vörum ykist á næstu árum. Sæplast er í tiltölu- lega litlu og ótryggu leiguhúsnæði á Dalvík og eru því hugmyndir á lofti um að byggja yfir fyrirtækið á næstu 2 árum eða svo. Pantanir eru fleiri nú en á sama tíma í fyrra og sagði Pétur Reim- arsson að gott hljóð væri í mönn- um og bjartar horfur varðandi framtíðina. gej- Frá afmælistónleikunum á laugardaginn. Mynd: - KGA. Tonlistarskóli Akureyrar: Á afmæli í dag Tónlistarskólinn á Akureyri er 40 ára í dag. Hann var stofnað- ur 20. janúar árið 1946. Nem- endur voru þá 27 og stunduðu allir nám í píanóleik. Fyrsti skólastjóri og kennari var Mar- grét Eiríksdóttir. Forgöngu um stofnun skólans höfðu Karla- kórinn Geysir, Tónlistarfélag Akureyrar, Lúðrasveit Akur- eyrar og Kantötukórinn. Við Tónlistarskólann á Akur- eyri stunda nú nám um 500 nem- endur og er kennt á 25 mismun- andi hljóðfæri. Kennarar eru 25. Skólastjóri er Jón Hlöðver Áskelsson. Við segjum nánar frá Tónlistarskólanum í blaðinu á morgun. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.