Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. janúar 1986 ^orð í belg. Bókhald - Hálft starf Við auglýsum eftir manni til að annast bókhald og tölvuskráningu fyrir iðnfyrirtæki. Góð reynsla í bók- haldi nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist undir- rituðum fyrir 31. þ.m. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Endurskoðunar- j 4- mióstoóin hf. N.Manscher sími: 96-25609 MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI INNRITUN Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. febrúar til 14. maí Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. Myndlistardeild I. Tvisvar í viku. Myndlistardeild II. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Módelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Byggingarlist Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri. L-.................1. TTT I I T I I ‘T ITTITIX 1 . I . I . I . 1 , 1 Háskóli Akureyrar Þingsályktunartillaga Ingvars Gísla- sonar um Háskóla Akureyrar bendir mér á það, að Ingvar er einn af fram- sýnustu stjórnmálamönnum íslend- inga. Hvað þýðir háskóli, (universitat- es)? Háskóli þýðir sama og alhliða þekking, eða þekking á öllum sviðum. Bæði með þjóðum Afríku og hin- um svokölluðu sósíalísku löndum, er þegar komin reynsla og sannanir fyr- ir því, að sú áherzla sem Karl Marx lagði á það sem hann kallaði „efna- hagslegan grundvöll“, hefur reynst vera hálfur sannleikur, en hálfur sannleikur getur undir vissum kring- umstæðum orðið næstum það sama og lygi. Ég er ekki með þessu að gera of lítið úr hinum efnahagslega grund- velli, eða efnahagsmálunum almennt, heldur minna á það, að ým- islegt annað en efnahagsmál þarf að taka tillit til samtímis, ef allt á að vera með felldu. Hin sögulega reynsla allt frá byrj- un 19. aldar og fram til okkar daga sýnir okkur greinilega, að af öllum hinum mörgu og ólíku stefnum eins og kommúnisma og kapitalisma og allt þar á milli, hefur aðeins sam- vinnuhreyfingin reynzt vera með óbrjálaðar hugmyndir. Jafnvel hin vísindalega þjóðhagfræði hefur ekki enn náð þeirri fullkomnun sem til dæmis John Stuart Mill var að vonast til að hún næði smám saman, eins og greinilega kemur fram í hinni frægu ævisögu hans. (Autobiography). Stuart Mill varaði við hinni sjúk- legu kapitalísku eigingirni eða egó- isma. Hann benti á, að einstakling- ar, fyrirtæki, stofnanir og öll hags- munafélög, þyrftu nauðsynlega að taka einnig tillit til þjóðarheildarinn- ar, annars myndi allt ganga úrskeið- is. En hvers vegna hefur kapitalistun- um í vestri tekizt betur á hinu efna- hagslega sviði en kommúnistunum í austri? Það er aðeins einn hlutur sem gert hefur Vesturveldin sterkari en Austur- veldin og það er sú staðreynd, að á Vesturlöndum er til dálítið lýðræði þrátt fyrir allt. Það er ekki sam- keppnin sem gefið hefur Vesturveld- III T~l r m I"T I rrr TTT r~r TTT T~T LTT T . 1 L Nviasta brauðið frá okkur er tíSS'- sykurlaust og án allrar feiti- Einnig rninnum við a iabrauðfö t:j. i i- i i.TL I I I I I T,~T okkar sem allrr kannast við. Brauðgerð TTT Einar Freyr skrifar i i i i i i i r |-T~7~T~r unum styrkleika, heldur það frelsi sem einstaklingurinn nýtur innan ramma lýðræðisins. Þegar kapitalistarnir hafa afmunið þetta lýðræði sem þrátt fyrir allt ríkir enn á Vesturlöndum, þá verður ástandið á Vesturlöndum mjög svip- að og það er nú í Sovétríkjunum.. Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkj- anna í Suður-Ameríku gerir lýð- ræðissinnað fólk um allan heim svartsýnt, þótt til sé félagsskapur eins og t.d. Beyond War. Það er mesti misskilningur, að sov- ézkir hagfræðingar í háum embætt- um tali ekki við kollega sína á Vest- urlöndum. Smávægilegar ráðstefnur háttsettra hagfræðinga frá austri og vestri hafa átt sér stað bæði í Sovét- ríkjunum, Bandaríkjunum og m.a. í Svíþjóð. Þessar ráðstefnur eru m.a. fólgnar í því, að eitthvert ákveðið efnahagslegt fyrirbæri báðum megin járntjaldsins er rannsakað, - en til þess þarf réttar efnahagslegar skýrsl- ur eða upplýsingar frá báðum aðil- um. Ein slík ráðstefna átti sér stað í Umeá í Svíþjóð fyrir nokkru. Hag- fræðingarnir komu sér saman um að rannsaka launamismun í Svíþjóð og í Sovétríkjunum. Lögð var til grund- vallar almenn laun verksmiðjufólks í Svíþjóð og Sovétríkjunum, og borið saman við laun hinna háttsettu hag- fræðinga í Svíþjóð og Sovétríkjunum er þessa ráðstefnu sóttu. Það kom í ljós, að hinn háttsetti sænski hag- fræðingur hafði 50 prósent hærri laun en venjulegt sænskt verksmiðjufólk, en hinn háttsetti sovézki hagfræðing- ur hafði hins vegar 600 prósent hærri laun en venjulegt sovézkt verk- smiðjufólk. Hér er ekki ástæða til að fara nánar út í þéssi mál, maður get- ur bara sagt, að eitthvað sé rotið í Sovétkerfinu. Auðvitað er nauðsynlegt fyrir eina þjóð að hafa efnahagsgrundvöllinn í góðu lagi, en slíkt virðist alls ekki geta tekizt vel nema með því að búa einnig yfir þekkingu á mörgum öðr- um sviðum. Það þarf mikla þekkingu til að geta haft vald yfir öllum efna- hagslegum fyrirbærum þjóðarinnar í smáu og stóru sem stefna ber að. Ein þjóð hefur byggt upp efna- hagslífið og aukið hina „frjálsu" sam- keppni, en uppgötvar það allt í einu að þetta hefur allt mistekist. Önnur þjóð gerir sósíalískar efna- hagsáætlanir, en það mistekst einnig. Það vantar eitthvað í heildarmyndina til að dæmið geti gengið upp. Þetta er enn óleyst vandamál bæði í austri og vestri. Mikil þekking á peningamálum, verzlun og iðnaði eða hagfræði almennt, nægir ekki. Og þegar ein þjóð hefur staðið sig vel, koma aðrar þjóðir til með að eyðileggja árangur- inn. Hagur þjóðarinnar og sjálfstæði er hætta búin. Hringavitleysan er al- þjóðleg. Vissulega er starfsemi þjóðkirkj- unnar mjög jákvæð og þarfleg, störf hennar geta oft komið í veg fyrir vissa sálræna sjúkdóma, og sérstak- lega þegar illa árar. En það þarf meira ef duga skal, og þá er komið að starfsemi háskóla. Of fáir háskól- ar eða illa þróaðir nægja ekki. í t.d. háskólum Sovétríkjanna er alls ekki til neitt sem heitir „vísinda- legur húmanismi". Slíkt þýðir, að Sovétríkin eru miklu hættulegra stór- veldi en maður hefur áður gert sér Ijóst að þau raunverulegu eru. í Bandaríkjunum er húmanisminn illa þróaður, en mjög jákvæð er þó sú staðreynd, að blaðamannaháskól- ar í Bandaríkjunum eru nú þeir beztu í heimi, og ber okkur að virða Bandaríkjamenn mikils fyrir þessa blaðamannaháskóla sína því að slíkir skólar eru mikill og góður stuðningur við lýðræðisöflin um allan heim. Þótt hinn venjulegi kapitalismi sé slæmur, þá er Leninisminn enn verri. Þó má ekki gleyma því, að verstu og eigingjörnustu kapitalistarnir eru aðalskapendur Leninismans, og hafa auk þess ýtt mörgum fátækum þjóð- um í faðminn á Sovétríkjunum. Bandaríkjamenn hafa ekki verið nægilega menntaðir í húmanískum fræðum til að geta gert sér rétta grein fyrir slíkum pólitískum náttúrulög- málum. Það er einnig afleitt, hversu margir stjórnmálamenn á Norðurlöndum eru illa menntaðir í húmanískum fræðum, og skortir því alla þekkingu til að geta gert sér, á vísindalegan hátt, rétta grein fyrir því, hvernig t.d. sovézkur Leninsinni raunveru- lega hugsar, og enn síður fyrir hugs- anahætti t.d. brezkra og bandarískra kapitalista. Hvað snertir sálræna innri þvingun einstaklinga hjá t.d. ofsatrúarmönn- um eins og t.d. í íran, grimmum kapitalistum eins og t.d. í Bandaríkj- unum, og trúuðum Leninsinnum eins og m.a. í Sovét, þá líkist þvinguð og uppáþrengjandi framkoma slíkra einstaklinga mjög mikið forföllnum eiturlyfjaneytendum. Framkoma þeirra allra byggist á ómeðvituðum þvingunarvilja. Það er nefnilega ekki nægilegt, að vita alla skapaða hluti um efna- hagsmál, hagfræði og hernaðarlist til að geta verið herra yfir hinni félags- legu þróun, - ef við vitum ekki nokk- urn skapaðan hlut um hin djúpu sál- fræðilegu sannindhsem býr í mann- eskjunni. í áðurnefndri ævisögu sinni segir John Stuart Mill frá því, að í byrjun ársins 1825 hafi hann, sem stuðnings- maður hinna gömlu ensku þjóðhag- fræðinga, sótt fundi samvinnumanna er héldu opinbera fundi í Chancery Lane. (Samvinnumenn voru þá kall- aðir Owensinnar). Ætlunin var að gagnrýna starfsemi samvinnuhreyf- ingarinnar. Eitt af umræðuefninu var fólksfjölgunin. En þetta fór einhvern veginn svo, að þjóðhagfræðingarnir reyndu að sannfæra samvinnumenn um það, að þeir, þjóðhagfræðingarnir, hefðu í raun og veru sama markmið með sín- um vísindum, eða þjóðhagfræðinni, og samvinnumenn með samvinnu- hreyfingunni. Petta var 1825. Nú á tímum, eða 1985/6, á þjóð- hagfræðin í vök að verjast fyrir hinni svokölluðu fyrirtækjahagfræði, en fyrirtækjahagfræðin tekur vanalega ekki tillit til þjóðarheildarinnar og leggur mjög oft áherzlu á sjúklega eigingirni, þvert á móti því sem hinir upphaflegu þjóðhagfræðingar vildu, eins og greinilega kemur í ljós hjá John Stuart Mill. Hin nútíma þjóðfélagslega þróun sannfærir okkur um það, að það er að verða lífsnauðsynlegt að efla háskólastarfsemina á fslandi. Þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar og hans manna um Há- skóla Akuréyrar er því mjög tíma- bær ráðstöfun. Gautaborg desember/janúar 1985/6. Einar Freyr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.