Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 9
20. janúar 1986 - DAGUR - 9 Var að borða samloku með skinku og osti. Svöng eftir æfingu. Kom svo hingað og svaraði nokkr- um spurningum. Konan með samlokuna er Erla B. Skúladóttir, leikari hjá Leikfélagi Akureyrar. Við byrjum á að rekja fer- ilinn. Hún kemur að sunnan. Fædd og uppalin að mestu í Reykjavík. En flutti með foreldrum sínum til Danmerkur og Færeyja og bjó þar í fjögur ár. Er stúdent úr máladeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Vann í tæpt ár. Las bókmenntir við Háskólann í tvö ár. Síðan er það Leiklistarskól- inn, en þaðan útskrifaðist Erla árið 1982. Og þá flytjum við okk- ur yfir til Parísar. „Ég var ákveðin í að fara eitt- hvað út þegar ég var búin með Leiklistarskólann. Pað að ég valdi Frakkland kom til af tvennu. Frakkland hafði alltaf heillað mig. Ég var veik fyrir frönskunni og fyrir franskri menningu yfirleitt. Langaði því að kynnast henni aðeins nánar. Svo var hitt að ég fyrir tilviljun sá auglýsingu í blaði þar sem aug- lýstir voru styrkir til náms í Frakklandi. í gamni sótti ég um. Þá vildi þannig til að aldrei áður hafði borist umsókn um styrk til að stunda praktískt leikhúsnám. Menningarfulltrúinn var hrifinn af þessu námi og hann fékk það í gegn að veittur var aukastyrkur. Og hann fékk ég til að stunda nám í látbragðsleik. Þetta gerði útslagið. Ein í París Ég var líka komin með mikla útþrá. í Leiklistarskólanum var ég alltaf með sama fólkinu, þetta var þröngur hópur og því kominn tími til að breyta til. Það er hins vegar mikil áhætta að rjúka strax í burtu eftir skólann. Maður þarf að sanna sig. En ég hugsaði með mér: Núna eða ekki. Og fór. Ég hefði þá alltaf þessa reynslu þeg- ar ég kæmi heim.“ - Og mín bara ein í París? „Já, ég er vön því að vera ein og þurfa að bjarga mér sjálf. Þannig að ég var ekkert hrædd við það. En auðvitað gekk á ýmsu. Það eru alltaf viðbrigði að fara til langdvalar í öðrum löndum. Að hoppa inn í allt ann- an menningarheim og allir ókunnugir í kringum mann. Þetta er óskaplega mikið skriffinnsku- bákn, Frakkland. Og ég lenti í smá vandræðum með húsnæði og svoleiðis. En það bjargaðist allt saman. Jú, ég var með menntaskóla- frönsku. Það gekk að mestu leyti fljótt og vel að komast inn í málið. Ég kynntist fljótt Frökk- um í skólanum og ég varð hrein- lega að tala til að gera mig skiljanlega." Heppin Það líða tvö ár í París. Erla kynn- ist nýjum hliðum leiklistarinnar. Lærir margs konar tækni, sem Erla B. Skúladóttir leikari: Hlutirnir koma ekki alltaf til þín á silfurfati nýtist á sviðinu. „Fyrst og fremst komst ég að því að leikarar nota ekki einungis röddina í vinnunni, leikformin eru svo margvísleg,“ sagði Erla. „Ég var mjög heppin eftir að ég kom heim. Þegar ég var úti hafði ég fengið tilboð um að leika með Alþýðuleikhúsinu í Beisk tár Petru von Kant, sem sýnt var á Kjarvalsstöðum. Þetta gekk lýgilega vel.“ Jafnframt því að taka þátt í sýningu Alþýðuleikhússins kenndi Erla leiklist við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Auk þess sem hún var með nám- skeið á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur fyrir börn og ung- linga. „Þetta voru tveir ólíkir heimar, ef svo má segja. Leiklistin var skyldufag hjá nemum í uppeldis- fræði og byggðist mikið á leik- rænni tjáningu. Fólkið var á mis- munandi aldri og áhuginn var líka mismunandi. Hins vegar höfðu unglingarnir brennandi áhuga og vildu helst vera að allan sólarhringinn. Þannig að þetta er ýmist í ökkla eða eyra. Það var skemmtileg reynsla að kenna. Erfitt? Já og nei. Oft fannst mér það erfitt, en því fylg- ir líka mikil ánægja. Þetta er allt öðruvísi en að vinna í leikhúsi. Það er gott að vinna að ólíkum verkefnum. Alltaf að safna í lífs- reynslusarpinn." En svo kemur sumarið. Leik- flokkurinn Svart og sykurlaust lagði upp í ferð til Stokkhólms. Tók þátt í norrænni listahátíð. Erla fór með. Ferðin tók rúma viku og sýnt var undir berum himni. „Ævintýraleg ferð og skemmtileg." Góður andi Daginn eftir að Erla kom heim frá Stokkhólmi flutti hún norður. Til Akureyrar. „María Kristjánsdóttir leik- stjóri hringdi í mig og bauð mér að vera með í Jólaævintýrinu. Ég var reyndar búin að ráða mig í kennslu, en skólasystir mín úr Leiklistarskólanum bjargaði því fyrir mig. Upphaflega ætlaði ég bara að vera með í Jólaævintýr- inu, en var boðið að vera áfram. Sló til af því ég sá ekki fram á að fá vinnu í leikhúsunum fyrir sunnan. Það er nauðsynlegt að fá tækifæri til að vinna í leikhús- um, maður hefur svo sannarlega þörf fyrir alla reynslu sem býðst." - Hvernig er svo að vera hér á Akureyri, leikhúsið og mannlífið og allt það? „Það er injög gott að vinna í þessu leikhúsi. Þetta er skemmti- legt leikhús, þar er góður andi. Stundum dálítið kalt. En það gerir ekkert. Þarna vinnur úrvals- fólk. Akureyri? Já. Ég sakna dá- lítið meiri fjölbreytileika í menn- ingarlífinu. Það vantar alla grósku, finnst mér. Fallegur bær og indælt fólk. Mér finnst bærinn bjóða upp á mikið meira menn- ingarlíf en er fyrir hendi. Hér vantar kaffihúsamenningu. Eng- inn staður til þar sem hægt er að sötra kaffi á síðkvöldum og spjalla. Það er synd. Það er eins og fólk vilji bara vera heima hjá sér.“ Grenivík Fólkið vill bara vera heima hjá sér. Allt í lagi með það. En Erla er sem fyrr á ferð og flugi. Leiðin liggur til Grenivíkur. „Ég er að leikstýra á Grenivík. Æfingar hafa staðið yfir síðan í nóvemberlok. Stopular dálítið. Ég er svo upptekin. Allir í fullri vinnu. En við finnum okkur alltaf einhvern tíma. Ég fer út eftir þau kvöld sem ég er ekki að leika. Gisti og kem heim að morgni. Hefur verið smá púsluspil en gengið upp. Allt hægt með góð- um vilja og útsjónarsemi. Viltu vita eitthvað um leikrit- ið? Það heitir Slettirekan og er breskur sakamálagamanleikur. Hefur verið sýndur hér á Akur- eyri og þá undir nafninu Frú Alvís. Nú, það eru um átta leikarar sem taka þátt í sýning- unni, aðstoðarfólk sem ekki er síður mikilvægt er svo inni í nryndinni. Þannig að allt í allt eru það unt fimmtán manns sem leggja hönd á plóg. Við áætlum að frumsýna um miðjan febr- úar.“ Erla segist ekki áður hafa leik- stýrt í áhugaleikhúsi. „En þetta er mjög skemmtilegt. Verst hvað tíminn hleypur frá manni. Grenvíkingar? Það er ægilega mikill hugur í fólkinu þarna. Hresst fólk. Og það er aðdáunar- vert að fólk í fullri vinnu skuli leggja á sig þessa miklu vinnu að auki. Það þarf mikinn áhuga og vinnusemi að koma svona sýn- ingu upp. I rauninni er skrýtið að fólk skuli ekki bara vilja leggjast undir feld og kúra þegar það kemur heim úr vinnunni. En það lætur ekki deigan síga.“ Leyndarmál Nú förum við að hætta þessu. Samlokan löngu búin. Ætli ekki sé best að spyrja um framtíðina, svona í lokin. Við hæfi og allt það. „Ég fékk mjög stórt og gott hlutverk í Fóstbræðrum, en við byrjum að æfa það mjög fljót- lega. Þetta er mikið söng- og leik- hlutverk og ég hlakka til að tak- ast á við það.“ Það er sumsé Silfurtúngl og Fóstbræður framundan. Nám- skeið líka. Stendur til að Erla verði með námskeið í leikrænni tjáningu á vegum Jafnréttisráðs. „Svo stendur til að ég verði með.... það er kannski leynd- arntál ennþá. Nja, látum það flakka. Við eruni nokkur að undirbúa gerð útvarpsþátta, þetta verða léttir skemmtiþættir, skulum við segja. Skemmtilegur miðill, útvarpið." Af því Erla sagði okkur frá leyndarmálinu, þá gefum við henni færi á að segja þessi loka- orð: „Mér leiðist ekki hérna. Langt í frá. Það er eflaust hægt að láta sér leiðast hér. En ef mað- ur er með allar klær úti að gera eitthvað skemmtilegt sjálfur þá er bara virkilega gaman að lifa. Við verðum að átta okkur á því að hlutirnir koma ekki alltaf til manns á silfurfati.“ Við tökum undir lokaorð Erlu B. Skúladóttur og segjum bless. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.