Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 20. janúar 1986 12. tölublað Framsóknarfélögin á Akureyri: Útboðið er úr sögunni - Kolbeinsey er nú föl fyrir 178 millj. króna, sem er tryggingaverðmæti skipsins kjósa aftur á milli tveggja efstu manna eöa þeirra sem hafa feng- ið meira en 25% atkvæða. Fram- bjóðendur skulu allir vera við- staddir kjörfund eða hafa full- gildan fulltrúa úr hópi kjörfund- armanna. Heimild er til að af- þakka sæti sem frambjóðandi hefur verið kosinn í og skal þá endurtaka kosninguna. Almenn ánægja var á fulltrúa- ráðsfundinum með þetta fyrir- komulag, sem m.a. veldur því að menn geta hagað kosningu í aft- ari sæti á listanum með tilliti til þess hverjir þegar hafa verið kosnir. í kjörnefnd hafa verið kosnir Bragi V. Bergmann, Gísli Kr. Lórenzson, Ólafur Ásgeirs- son, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Þorgerður Guðmundsdóttir. Til vara Áskell Þórisson, Áslaug Magnúsdóttir, Dórothea Bergs, Jóhann Sigurðsson og Stefán Jónsson. HS Snæfell: Þarf að skipta um vél? „Skipið er bilað það er stað- reynd. Hvað framundan er gagnvart Fiskveiðasjóði, bankakerfinu og ráðuneytinu er allt saman í lausu Iofti,“ sagði Kristján Ólafsson sjávar- útvegsfulltrúi KEA. Snæfellið, skip Kaupfélags Eyfirðinga sem gert er út frá Hrísey varð fyrir vélarskemmdum og sagði Kristján að vélin væri mjög léleg. Búist er við því að skipta þurfi um vél í skipinu. Eins hefur heyrst að lengja eigi skipið og jafnvel gera það að frystitogara. Varðandi þær hugmyndir sagði Kristján að engar ákvarðanir hafi verið teknar. Stefnt er að fundi í dag um hvað gert verði í þessu máli. Hálfgerður hringlandaháttur virðist nú einkenna Kolbeins- eyjarmálið svonefnda, því nú er skipið ekki lengur til sölu samkvæmt þeim tilboðum sem gerð voru í það, heldur standa tilboðsgjafar frammi fyrir því að fá skipið á tryggingaverðmæti, sem er 178 milljónir króna, eilegar ekki. Þctta kont fram í þeim við- ræðum sem fulltrúar íshafs á Húsavík áttu við Fiskveiðasjóð íslands fyrir helgina. Húsvík- ingar munu hafa verið tilbúnir til að ganga inn í tilboð út- gerðarfélags Akureyringa sem hljóðaði upp á um 163 milljónir króna, það er að ganga inn í hæsta tilboðið að frágengnum Norður-Þingeyingum. Þessu mun Fiskveiðasjóður hafa hafn- að og má raunar segja að öllum tilboðum í skipið hafi verið hafnað - útboðið úr sögunni. Reynir nú væntanlega á það hvort lysthafendur vilja kaupa skipið fyrir þessa upphæð. Þetta er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Húsvíkinga og ekki vitað hvern- ig brugðist verður við. Einn stjórnarmanna ÚA sagði í sam- tali við Dag að til athugunar kæmi að kaupa skipið fyrir þessa upphæð. Ólafsfirðingar eru einnig inni í myndinni, með tilboð sem var svipað tilboði Húsvíkinganna en með lakari greiðslukjörum. Þá er stór spurning hvort Norður-Þingey- ingar eru alveg út úr myndinni. Allt er mál þetta orðið hið furðulegasta og má segja að Fiskveiðasjóður sé búinn að fara heilan hring í ntálinu. HS Nýstáriegar reglur um val á framboðslista Á fundi fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna á Akureyri á fimmtudagskvöld voru sam- þykktar reglur fyrir val á fram- boðslista til bæjarstjórnar á Akureyri. Skipa skal kjörnefnd sem í eiga sæti 5 aðalmenn og 5 til vara. Fulltrúaráðið skipar nefndina. Hún gerir lista yfir minnst 24 flokksbundna menn, sem vilja gefa kost á sér. Kjörfundur, sem á skulu boðaðir allir félagsbundn- ir framsóknarmenn í félögunum á Akureyri, velur síðan í 1.-8. sæti á listanum. Kjörnefnd gengur endanlega frá framboðslista og leggur fyrir fulltrúaráðið til endanlegrar samþykktar. Kjörnefnd tekur á móti uppá- istungum um frambjóðendur þar til þremur vikum fyrir kjörfund, sem halda skal eigi síðar en laug- ardaginn 15. mars kl. 14. Kosið er um hvert sæti og byrjað á 1. sæti. Frambjóðandi þarf að fá a.m.k 50% atkvæða til að hljóta kosningu. Að öðrum kosti skal Samtök um jafnrétti milli iandshiuta héldu vel sóttan fund í Sjallanum a laugardaginn. Her ma sja framsogumenn, en meðal þeirra voru þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra. í ræðustól er Hólmfríður Bjarnadóttir frá Hvamms- tanga. Mynd: - KGA. Siglufjörður: A-flokkarnir sögðu nei Á fundi framsóknarfélaganna á Siglufirði, sem haldinn var þann 15. janúar sl. var tekið fyrir bréf frá Sjálfstæðisflokkn- um á Siglufirði þar sem fram kemur að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið vilja ekki taka þátt í sameiginlegu prófkjöri allra flokka fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Ákveðið var á fundinum að láta fara fram skoðanakönnun á meðal félagsmanna þar sem stungið verði upp á hugsanlegum frambjóðendum flokksins. Síðan verður röðun á endanlegan fram- boðslista ákveðin af uppstill- ingarnefnd eða með prófkjöri. Ætlunin er að Ijúka uppstill- ingunni fyrir 10. mars n.k. Fram- undan er mikið starf hjá Fram- sóknarflokknum um sveitar- stjórnarmál og þurfa því nýir frambjóðendur tíma til að kynna sig og þau málefni sem áhersla verður lögð á á næsta kjörtíma- bili. ^ BB. Fjölmennasti bændafundur á Akureyri í mörg ár - var haldinn á Hótel KEA á fímmtudagskvöldiö Kristján sagði að ekki hafi ver- ið hráefnisskortur í Hrísey síðan skipið bilaði, en búast mætti við, að það gerðist fljótlega. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um öflun hráefnis fyrir Hríseyinga ennþá, en þau mál eru í athugun. Enda ekki ákveðið hvort skip fé- lagsins veiði samkvæmt aflamarki eða sóknarmarki. Ákvörðun um það verður væntanlega tekin á fundinum í dag. Samkvæmt upp- lýsingum tekur 3-4 mánuði að skipta um vél í skipi af svipaðri stærð og Snæfellið er, gej- Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra hélt fund með bænd- um í Eyjafirði á Hótel KEA á fimmtudagskvöldið. Um 200 manns mættu á fundinn og er þetta fjölmennasti bændafund- ur sem haldinn hefur verið á Akureyri í mörg ár. Landbúnaðarráðuneytið boð- aði til þessa fundar sem var einn af mörgum í röð funda sem Jón Helgason hefur haldið með bændum um allt land. Megintilgangur fundarins var að kynna bændum hin nýju lög um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins svo og ný viðhorf og hug- myndir í landbúnaðarmálum. Landbúnaðarráðherra flutti langa og yfirgripsmikla ræðu þar sem hann rakti gang mála á síð- ustu árum og sagði frá því mark- verðasta sem áunnist hefði í mál- efnum landbúnaðarins. Síðan voru almennar umræður og gátu rnenn komið ineð fyrirspurnir til ráðherra sem hann síðan svaraði í lok fundarins. Á annan tug manna stigu í pontu og komu með fyrirspurnir, athugasemdir og ábendingar. Fundinum lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin í 2 á föstudagsnóttina. Aðspurður sagðist Jón Helga- son vera mjög ánægður með þennan fund. „Hann var mjög málefnalegur og ég fékk þarna margar og góð- ar ábendingar. Þetta er líklega 12. fundurinn sem ég held í þess- ari „hringferð" og sá langfjöl- mennasti til þessa,“ sagði land- búnaðarráðherra. Nánar verður skýrt frá fundin- um í blaðinu á miðvikudag. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.