Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 5
24. janúar 1986 - DAGUR - 5 ,-hjátrú eða hvað?- Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Snæfellsásinn Bárður Snæfellsás var í hávegum hafður á Snæfellsnesi. Bárðar saga segir hann vera mennskan en þó hafi tröllablóð runnið um æðar hans. Sagan segir fyrst frá Bárði í Noregi, en síðar kom hann til íslands og nam land á Snæfellsnesi og bjó þar um hríð, þangað til hann hvarf skyndi- lega, „og þykir mönnum sem hann muni í jöklana horfið hafa og byggt þar stóran helli, því að það var meir ætt hans að vera í stórum hellum en húsum, því að hann fæddist upp með Dofra í Dofrafjöllum. Var hann tröllum og lík- ari að afli og vexti en mennskum mönnum, og var því lengt nafn hans og kallaður Bárður Snæfellsás, því að þeir trúðu á hann ná- liga þar um nesið og höfðu hann fyrir heitguð sinn, varð hann og mörgum in mesta bjargvættur." Síðan bjó Bárður á jöklinum og birtist mönnum aðeins við og við. „Var hann svo oftast búinn, að hann var í grám kufli og svarðreip um sig, klafakerlingu í hendi og í fjaðurbrodd langan og digran. Neytti hann og hans jafnan, er Dísir. Dísir gengdu margs konar hlutverki meðal germanskra þjóða. Orðið landdísir bendir til þess að landvættir hafi þær líka verið. í Flateyjarbók er fræg saga þar sem dísir leika aðal- hlutverkið. „Þiðrandi tók sverð í hönd sér og gekk út. Hann sá engan mann. Kom honum þá það í hug, að nokkrir boðsmenn mundi hafa riðið fyrr heim til bæjarins og riðið síðan aftur á móti þeim, er seinna riðu. Hann gekk þá undir viðarköstinn og heyrði, að riðið var norðan á völlinn. Hann sá, að það voru konur níu og voru allar í svörtum klæðum og höfðu brugðin sverð í höndum. Hann heyrði og, að riðið var sunnan á völlinn. Þar voru og níu konur, allar í ljósum klæðum og á hvítum hestum. Þá vildi Þiðrandi snúa inn aftur og segja mönnum sýnina. Þá bar að fyrr konurnar þær hinar svartklæddu og sóttu að honum, en hann varðist vel og drengilega. Langri stundu síðar vaknaði Þórhallur og spurði, hvort Þiðrandi vekti, og var honum eigi svarað. Þórhallur kvað þá mundu ofsofið, og var þá út gengið. Var á tunglskin og frostviðri. Þeir fundu Þiðranda liggja særðan, og var hann borinn inn, og er menn höfðu orð við hann, segir hann þetta allt, sem fyrir hafði borið. Hann andaðist þann sama morgun í lýsing og var lagður í haug að fornum sið heiðinna manna. Síðan var haldið fréttum um manna ferðir, og vissu menn eigi vonir óvina Þiðranda. Hallur spurði Þórhall, hverju gegna mundi þessi inn undarlegi hlutur. Þórhallur svarar: „Það veit eg eigi, en geta má eg til, að þetta hafi engar konur verið aðrar en fylgjur yðrar frænda. Get eg, að hér komi siðaskipti, og mun þessu næst koma siður betri hingað til lands. Ætla eg þær dísir yðar, er fylgt hafa þessum átrúnaði, nú hafa vitað fyrir siðaskipti og það, að þær munu verða afhendar þeim frændum. Nú rnunu þær eigi una því að hafa engan skatt af yður, áður þær skiljast við, og munu þær hafa þetta í sinn hlut. En inar betri dísir mundu vilja hjálpa honum og komust eigi við að svo búnu.““ Kristni saga. Ármenn búa í fjöilum og steinum og virðast hafa haft tröllseðli að ein- hverju leyti þó svo miklu blíðari væru þeir. í Vatnsdal voru tveir slíkir og voru kallaðir bjargvættir dalsins. Frá ármanni er sagt í Kristni sögu og bjó sá í stórum steini. Friðrekur biskup er á ferð í óða önn við að kristna íslendinga. Þorvaldur Koð- ránsson fylgir honum heim til föður síns þar sem kallinn er beðinn um að taka skírn. „Þorvaldur bað föður sinn skírast, en hann tók því seinlega. Að Giljá stóð steinn, sá er þeir frændur höfðu blótað, og kölluðu þar búa í ármann sinn. Koðrán lést ei mundu fyrri skírast láta en hann vissi, hvor meir mætti, biskup eða ár- maður í steininum. Eftir það fór biskup til steinsins og söng yfir, þar til er steinninn brast í sundur. Þá þóttist Koðrán skilja, að ár- maður var sigraður. Lét Koðrán þá skíra sig." Ódýru hnífapörin á statífi komin aftur. Litir: Rautt, hvítt og svart. Búsáhöld • Tómstundavörur Sunnuhlíð • Sími 26920 Sunnudagskaffi FHUE Félag Harmonikuunnenda við Eyjafjörð heldur sunnu- dagskaffi í Lóni Hrísalundi 1, 26. janúar kl. 3 e.h. Dansað í lokin. Ath: Félagsmenn og allir aðrir eru boðnir velkomnir. Kaffinefndin. Bæj arstj órnarkosningar Kjörnefnd framsóknarfélaganna á Akureyri auglýsir eftir uppástungum um frambjóðendur á lista Framsóknar- flokksins til bæjarstjórnarkosninga 1986. Kjörnefnd tekur á móti uppástungum um frambjóðendur til 10. febrúar nk. í kjörnefnd eru: Gísli Kr. Lórenzson formaður ... sími 23642 Þorgerður Guðmundsdóttir sími 22279 Ólafur Ásgeirsson .......sími 21606 Bragi V. Bergmann .sími 26668 Sigurlaug Gunnarsdóttir .sími 26156 IMISSAN Bílasýning Laugardag 25. jan. og sunnudaginn 26. jan. frá kl. 2-5 e.h. báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar. Komið og kynnið ykkur kjörin. Bifreiðaverkstæði Ingvar Helgason hf. Sigurðar Valdimarssonar Rauðagerði. Óseyri 5a, sími (96) 22520.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.