Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 5. febrúar 1986
dachjr
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari._________________________
Kjamorioiógnin
er raunveruleg
Hér norður á hjara veraldar, þar sem vanda-
mál fólks snúast um að eiga fyrir næstu af-
borgun af íbúðinni, jafnvel að eiga til hnífs og
skeiðar, velta ekki margir fyrir sér þeirri vá
sem kjarnorkuógnunin er. Flestir iíta á hana
sem fjarlæga og óraunverulega og freistast til
að horfa framhjá málinu. Ef að líkum lætur
hefur nú orðið hugarfarsbreyting með ís-
lensku þjóðinni, eftir að hún fékk að líta mjög
vandaða mynd í sjónvarpi um afleiðingar
kj arnorkustyrj aldar.
Við gerð þessarar myndar er stuðst við
niðurstöður vísindamanna. Það eitt að vís-
indamenn um heim allan eru búnir að búa til
nýja vísindagrein, þar sem fjallað er um tor-
tíminguna í ýmsum myndum í kjölfar kjarn-
orkustríðs, ætti að leiða mönnum fyrir sjónir
að hættan er raunveruleg og gæti verið á
næstu grösum.
í heiminum eru til brjálæðingar sem gætu
freistast til að láta fyrstu bombuna falla, ef
þeim finnst að sér þrengt með einhverjum
hætti. Það virðist ekki þurfa svo mikið til, svo
mannskepnan breytist í villidýr. Vopnuð átök
í fjarlægum heimshluta gætu fyrr en varir leitt
til gjöreyðingar.
Menn ættu ekki að vera með vangaveltur
um það hvort ísland, þessi eyja í norðurhöf-
um, slyppi að einhverju leyti frá slíkum hild-
arleik. Jafnvel þó að sprengja félli ekki á land-
ið sjálft, þá eru eftirköst kjarnorkuátaka svo
geigvænleg, að eyjan í norðri myndi ekki
sleppa, frekar en heimsbyggðin almennt. ís-
lendingar eru svo háðir viðskiptum við útlönd
að veruleg röskun á þeim myndi nægja til að
leggja samfélagið í rúst. íslendingar eru svo
háðir veðurfari og jafnvel lítilsháttar breyt-
ingum á því, að það þyrfti ekki nema tak-
mörkuð kjarnorkuátök til að hafa þar veruleg
áhrif á.
Eftir að vísindamenn hvarvetna í heiminum
fóru að gefa verulegan gaum að afleiðingum
kjarnorkuátaka hafa fleiri og fleiri gert sér
grein fyrir því að þetta er ekki einvörðungu
vandamál þeirra þjóða sem eiga kjarnorku-
vopn. Þessi vopn ógna allri heimsbyggðinni
og íslendingar eru þar engin undantekning.
Þessi breska sjónvarpsmynd ætti að hafa gert
mönnum þessa staðreynd ljósa.
-i/iðtal dagsins.
Mynd: KGA
Var í lagi þó sæist
í eyrnasnepilinn
- segir ívar Sigurharðarson rakari
og meðferð þess. Látum hann
segja okkur nánar af því.
„Já, það var farið út þann 11.
janúar og ferðin stóð til 20. Við
vorum í Gunther Amann Euro-
School, en það er einhver viður-
kenndasti einkaskóli á þessu sviði
í heiminum.
Á morgnana frá kl. 9-12 var
sýnikennsla þar sem við horfðum
á meistarana gefa nýjustu línuna.
Eftir hádegið unnum við sjálf að
ýmsum verkefnum undir leiðsögn
kennara úr skólanum.
Já, ég tel að ég hafi haft gagn
af þessari ferð. Þeir standa okkur
ekki framar hvað tísku varðar, en
kennararnir eru mjög góðir. Og
það er alltaf hægt að læra eitt-
hvað nýtt.“
- Ef við flytjum okkur aftur
heim og að stólnum við Skipa-
una. Kemur fólk til þín með
fyrirfram ákveðnar hugmyndir
um hvernig það vill láta klippa sig
eða.?
„Pað er óskaplega misjafnt.
Sumir hafa ekki hugmynd um
hvernig þeir vilja láta klippa sig
þegar þeir koma inn, en aðrir eru
með allt á hreinu. Við reynum að
leiðbeina hinum óákveðnu, sýna
þeim nýjustu línurnar og styðj-
umst þá mikið við blöð. Það er
dálítið leiðinlegt hversu fá blöð
eru á markaðinum þar sem ein'-
göngu eru sýndar herraklipping-
ar, en hins vegar er til nóg af
blöðum með kvenklippingum.“
Á Hársnyrtistofunni starfa auk
ívars, Fjóla Björgvinsdóttir en
hún er meistari og þá eru einnig
tveir nemar í starfi á stofunni.
„Jú, það er alveg nóg að gera,
Akureyringar eru iðnir við að
láta klippa sig. Við erum með
stóran hóp fastra viðskiptavina
og það eru sífellt að koma ný og
ný andlit." -mþþ
„Ég veit ekkert af hverju ég
fór í þetta. Mér bara datt það í
hug, fór suður í skólann, en
hafði talað við Hafstein Þor-
bergsson áður og fengið já-
kvætt svar hjá honum um að
ég gæti komist þar að,“ sagði
ívar Sigurharðarson, en ívar er
rakari og rekur Hársnyrtistof-
una við Skipagötu 12 hér á Ak-
ureyri. Síðasta vika hét vika
hársins, en okkur finnst að all-
ar vikur eigi að vera vikur
hársins, þannig að við hittum
ívar að máli og inntum hann
helstu frétta af hári.
Fyrst þó aðeins um það sem
við köllum ferilinn. Pað var
sumsé Iðnskólinn í Reykjavík til
að byrja með og síðan beint flug
norður hvar ívar tók sér stöðu
við stólinn á Rakarastofu Haf-
steins Þorbergssonar í Brekku-
götu 13. Hjá Hafsteini vann ívar
þar til hann varð meistari í fag-
inu, en það gerist tveimur árum
eftir að sveinsprófi lýkur. Þá opn-
aði ívar sína eigin stofu við Ráð-
hústorgið og var þar í þrjú ár. í
ágú?t í fyrra flutti hann sig yfir í
Skipagötu 12. Og þar er stofan í
dag.
Og þá er það spurningin um
tískuna í dag.
„Hún er mjög fjölbreytt.
Dömulínan er dálítið tjásað hár,
stuttir toppar og þá jafnvel undir
síðum. Það er mikið um litanir,
ljóst, svart og lillað. Það er einnig
mikið um strípulitanir í herralín-
unni og hárið er farið að síkka að
aftan, en er stutt í vöngunum.
Já, strákar eru talsvert farnir
að láta lita á sér hárið, tískan er
orðin svo fjölbreytt og frjálsleg.
Jú, ef menn láta lita allt hárið, þá
þurfa þeir að koma talsvert oft,
eða svona einu sinni í mánuði um
það bil.“
- Hverjar breytingar hafa
helstar orðið í tískunni frá því þú
byrjaðir?
„Þegar ég var að byrja, þá
þóttu allir óskaplega púkalegir ef
þeir voru með svo stutt hár að
sást í eyrun. Það var eiginlega al-
veg bannað að láta eyrun sjást,
það var í lagi ef rétt sást í eyrna-
sneplana. En svo breyttist þetta
fljótlega og hárið styttist.“
- Sú tíska sem við tökum
mark á í dag, hvaðan kemur
hún?
„Við sóttum mikið til Frakk-
lands áður, en nú er Bretland
líka inni í myndinni. Þetta er orð-
ið dálítið blandað og við staðfær-
um svo tískuna miðað við ís-
lenskar aðstæður. Við fáum mik-
ið af blöðum erlendis frá og fylgj-
umst með þannig, einnig ferðast
meistarar um og kynna nýjungar
ýmiss konar og við héðan að
norðan höfum sótt þessi nám-
skeið ef tök eru á.
Við sem störfum við þetta hér
á Akureyri stofnuðum videó-
klúbb, það voru keyptar spólur
að utan þar sem nýjustu línurnar
voru kynntar og ýmsar tækninýj-
ungar. Síðan var rætt um það
sem við höfðum séð. Það var
mjög góð mæting á þessi. videó-
kvöld hjá okkur, það komu flest-
allir sem við þetta starfa. Ég held
ég geti fullyrt að það hafi verið
metþátttaka og mikill áhugi á
þessu, enda ætlum við að koma
klúbbnum á fót aftur, en starf-
semi hans hefur legið niðri að
undanförnu.“
ívar brá sér á námskeið til
Lörrach, en það er bær við landa-
mæri Þýskalands og Sviss, þar
sem hann kynnti sér það allra
allra nýjasta í sambandi við hár