Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 5. febrúar 1986 24. tölublað Bæjarráð Akureyrar: 8 milljónir að auki til VMA - Breytt fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar afgreidd til síðari umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag Síðari umræða um fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1986 mun fara fram næsta þriðjudag, viku seinna en upphaflega var áætlað. Bæjarráðsmenn fjölluðu um fjárhagsáætlunina á 9 klukku- stunda löngum fundi á mánudag- inn og héldu svo framhaldsfund í gær. Á morgun verður svo einn fundur enn og þar verður vænt- anlega gengið frá formlegum bókunum að tillögum bæjarráðs. Líkur benda til að einhugur verði um afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar í bæjarráði. Eftir því sem Dagur kemst næst eru stærstu breytingar milli umræðna þær að 8 milljón króna viðbótarfjármagni verður veitt til Luuna. Metvertíð á Raufarhöfn „Við erum hættir að bræða núna og Iítum þannig á að loðnuvertíðinni sé lokið hjá okkur,“ sagði Árni Sörensson verksmiðjustjóri hjá Sfldarverk- smiðjum rfldsins á Raufarhöfn. „Þetta er metvertíð hjá okkur, þrátt fyrir að við séum búnir fyrr en venjulega. Síðasta loðnan barst til Raufarhafnar 17. janúar.“ Oftast hefur verið vinna við bræðslu á Raufarhöfn fram í mars. En þar sem loðnan er gengin langt suður með Aust- fjörðum er hún hætt að ber- ast til Norðurlandshafna. Einnig hafa loðnubátar siglt með aflann þar sem betur er borgað fyrir loðnuna erlendis. Alls voru brædd 81 þúsund tonn á Raufarhöfn á þessari vertíð. Er það mun meira en ver- ið hefur áður. Byrjað var að bræða í ágúst á s.l. ári og lauk bræðslunni síðastliðinn föstudag. Næstbesta vertíðin var í fyrra og bræddi verksmiðjan þá 55 þús- und tonn af loðnu. „Þrátt fyrir mikla vinnu á vöktum hefðu menn þegið að fá einn mánuð til viðbótar,“ sagði Árni Sörensson. gej- Verkmenntaskólans á Akureyri. Áætlað er að það fjármagn nægi til þess að ganga frá innangerð þriðja áfanga VMA þannig að hægt verði að taka hann í notkun á hausti komanda. Einnig er gert ráð fyrir að veruleg hækkun verði á gjöldum til Sjúkrasamlags Akureyrar. Svo virðist sem Akureyringar þurfi að borga hærri gjöld til sjúkrasam- lagsins en gerist og gengur í öðr- um stærri bæjarfélögum. Sem fyrr segir mun bæjarráð væntanlega afgreiða fjárhags- áætlunina til seinni umræðu í bæjarstjórn á fundi sínum á morgun. BB. „Þessi þröskuldur er nú í hærra lagi!“ Mynd: KGA. Háskólaráð um háskólakennslu á Akureyri: Ýmislegt enn óljóst - sem þarf að liggja fyrir, áður en bindandi ákvörðun um kennslu á háskólastigi á Akureyri verður tekin Það er álit háskólaráðs að ekki megi taka um það bind- andi ákvörðun að hefja há- skólakennslu á Akureyri fyrr en nákvæm svör liggi fyrir varðandi ýmis atriði sem enn eru óljós. Þá telur ráðið að taka beri tillit til þess að Há- Það voru margir orðnir langeygir eftir þíðviðri - þó ekki væri til annars en að geta þvegið bílinn sinn. Mynd: KGA. skólinn sé illa búinn í dag til þess að halda uppi kennslu á einum stað, hvað þá að taka upp kennslu víðar á landinu. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir umsögn Háskóla íslands varðandi það hvernig megi vinna að því að efla Akureyri sem mið- stöð mennta og vísinda utan höfuðborgarinnar, en álitsgerð nefndar sem skipuð var til að gera tillögur um þetta efni var send öllum deildum Háskólans og var fjallað um hana á fundum háskólaráðs. í ályktun háskóla- ráðs segir m.a.: „Áætlanagerð um háskólahald á Akureyri er enn skammt á veg komin og ekki hafa enn verið til- greindar neinar námsgreinar sem hagkvæmt væri að taka upp nyrðra. Skoða þarf nákvæmlega hvaða gögn og gæði eru nauðsyn- leg til háskólakennslu, og hvort þau eru þar þegar til staðar eða hvernig mætti afla þeirra - og hvað þau myndu kosta . . .“ Þá segir í ályktuninni að óráð- legt sé að stefna að kennslu í greinum sem nú eru kenndar við Háskóla íslands og þetta þurfi m.a. að liggja fvrir áður en ákvörðun verður tekin um að hefja háskólahald á Akureyri. Kolbeinsey land- aði 120 tonnum Kolbeinsey ÞH 10 kom til Húsavíkur í gærmorgun úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að íshaf hf. eignaðist skipið. Skipið var með um 120 tonn af þorski eftir 9 daga veiðiferð. Togarinn var að veiðum fyrir Norðurlandi og er fiskurinn talinn ágætur að gæðum. Vinna í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur hófst sl. mánudag. I blað- inu í dag er sagt frá fyrsta vinnu- degi þar eftir hið langa hlé. IM Sjá bls. 6-7. Kolbeinsey bundin við bryggju á Húsavík. Mynd: IM.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.