Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 12
Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24 222 Akureyri, miðvikudagur 5. febrúar 1986 Sæver Ólafsfirði: Kavíarvinnsla hefst í maí „Við erum ákveðnir í að fara í þennan rekstur. Það eina sem stendur á þessa stundina er hvernig Sölustofnun lagmetis tekur okkur og hvort hún getur tekið okkar afurðir inn í sitt sölukerfi,“ sagði Garðar Guð- mundsson stjórnarformaður Sævers í Ólafsfirði. Það fyrir- tæki var stofnaö fyrir skömmu og ætlaði í rækjuvinnslu. Hef- ur nú verið tekin ákvörðun um að vinna kavíar í stað rækjunn- ar. Einhver tregða er hjá Sölu- stofnun lagmetis með inngöngu Sævers í sölukerfi stofnunarinn- ar. Garðar sagðist vona að þau mál leystust fljótlega. Virðist þessi tregða stafa af því að of mörg fyrirtæki vinni kavíar. Þau munu vera K. Jónsson á Akur- eyri og Artic á Akranesi. Sagði Garðar að þeir hefðu snúið sér að kavíarnum þar sem mjög mörg fyrirtæki væru í rækjuvinnslu. Aætlað er að vinna 1000-1500 tunnur af grásleppuhrognum í Sæveri. Verið er að athuga kaup á vélum til vinnslunnar. „Það mun verða í lágmarki sem við kaupum af tækjum til vinnslunn- ar til að byrja með, eða meðan við erum að fá hreinar línur varð- andi markaðsmálin. Þau eru aðalþröskuldurinn í dag,“ sagði Garðar. Aætlaður kostnaður við stofn- un Sævers er 12 milljónir króna. Einnig þarf um 17,5 milljónir króna til hráefniskaupa. Ef allt fer sem horfir hefst framleiðsla hjá Sæveri í maí á þessu ári. gej- Nýr bátur til Ólafsfjarðar ||;||| | i i! í V ", I Hin vinsæla klakatíð er nú aiisráðandi, og viða um bæinn má sjá menn í óða önn að hjálpa hlákunni við að koma snjónum burtu. Mynd: KGA. Nýr bátur hefur verið keyptur til Ólafsfjarðar og mun að sögn Valtýs Sigurbjarnarsonar bæjarstjóra þar hafa mikii Hótel Mælifell: Aðeins opið um helgar „Þrátt fyrir þennan samdrátt og hagræðingu í rekstri á þess- um árstíma er enginn upp- gjafartónn í okkur,“ sagði Guð- mundur Tómasson hótelstjóri á Hótel Mælifelli á Sauðár- króki. Guðmundur hefur tekið þá ákvörðun að draga saman seglin í rekstrinum fram að 1. júní. „Það sem við ætlum að gera er að draga úr kostnaði við rekstur- inn. Við þurfum að fækka starfs- fólki og ætlum síðan að draga úr matarþjónustu. Því næst að hafa lokað 4 daga í viku en verðum með opið yfir helgar. Þetta ástand mun standa fram að 1. júní,“ sagði Guðmundur. Tvö hótel eru nú starfandi á Sauðár- króki. Eru það Hótel Mælifell og Hótel Torg. Umferð ferðamanna og annarra er ekki nægjanleg á þessum árstíma að mati Guð- mundar til að starfrækja tvö hótel. „Það jafngildir því að 12 hótel væru á Akureyri og 100 í Reykjavík,“ sagði hann. Þrátt fyrir samdráttinn er ekki mein- ingin að úthýsa neinum eða svelta, því Guðmundir segir að hann sé reiðubúinn hvenær sem er að aðstoða þá sem þess þurfa með á þeim tíma sem lokunin stendur yfir. Guðmundur og fjöl- skylda hans ætla að vinna við hótelið þennan tíma fram að 1. júní. gej- áhrif til hins betra á atvinnulíf- ið í bænum. Báturinn er 78 tonna trébátur sem keyptur er frá Drangsnesi og er það Jón Sæmundsson sem kaupir bátinn til Ólafsfjarðar. Valtýr Sigurbjarnarson sagði að næg atvinna væri á Ólafsfirði um þessar mundir við fiskverkun. Þó svo sé megi búast við atvinnu- leysi síðar á árinu eins og verið hefur nema fleiri bátar verði keyptir. „Ef frystihúsin gætu bæði keypt bát til viðbótar myndi ástandið batna mjög og þetta verða allt miklu viðráðanlegra," sagði Valtýr. gk-. Útifundur í Geislagötu. Mynd: KGA. Raðsmíðaskipin: Frestur til 21. febrúar - að skila tilboðum Frestur til að skila tilboðum í raðsmíðaskipin fjögur sem eru í smíðum hjá þremur skipa- smíðastöðvum hér á landi hef- ur verið ákveðinn til 21. febrú- ar. Sem kunnugt er smíðar Slipp- stöðin á Akureyri tvö þessara skipa, og hefur orðið vart við áhuga manna á að kaupa skipin. Væntanlegir kaupendur verða að leggja fram 15% kaupverðsins en fá hitt lánað. 53 gemlingar og ær dmkknuðu Það óhapp varð á bænum Þingeyrum í Sveinsstaðahreppi Austur-Húnavatnssýslu að- faranótt föstudags að vatn flæddi inn í fjárhús í miklum rigningum og varð 53 gemling- um og ám að fjörtjóni. Að sögn Flosa Gunnarssonar annars ábúandans á Þingeyrum höfðu þeir farið í húsin um mið- nætti og þá var allt með felldu en er þeir komu þangað aftur um kl. 04 var komið mikið vatn í húsið. Náði það upp á garðann og hafði flætt undir grindurnar og lyft þeim upp með þeim afleiðingum að sumt af fénu féll niður undir grindurnar og annað festist. Fjárhúsin á Þingeyrum standa mjög lágt og safnast mikill snjór að þeim þannig að þegar gerði asahláku varð engum vörnum við komið. Aðspurður um hvort tryggingar bættu þeim tjónið sagði Flosi að það væri í athugun og því ekkert hægt um það að segja að svo stöddu. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.