Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 3
5. febrúar 1986 - DAGUR - 3 Samvinnuferðir - Landsýn: Farþegar fá endurgreitt - alls um 6 milljónir Samvinnuferða-Land- Landsýnar erlendis, og þannig Stjórn sýnar hefur ákveðið að þátt- takendum í hópferðum ferða- skrifstofunnar á árinu 1985 verði endurgreiddur hluti ferða- kostnaðar. Heildarupphæð endurgreiðslunnar er um 6 milljónir króna, og koma 1200 krónur í hlut hvers fullorðins, en börn fá 600 krónur. Markmið Samvinnuferða- Landsýnar er að tryggja lands- mönnum öllum sem ódýrastar orlofsferðir til útlanda. Pað er því í fullu samræmi við félagsleg- ar forsendur ferðaskrifstofunnar að þegar vel gengur í rekstrinum, og hagnaður verður af ákveðnum þáttum hans, þá verði þeir sem mynduðu umframtekjurnar - farþegarnir sjálfir - látnir njóta góðs af. Það er Samvinnuferðum- Landsýn þannig sönn ánægja að geta skilað góðum árangri beint til farþeganna. Þetta er annað árið í röð, sem Samvinnuferðir-Landsýn endur- greiðir viðskiptavinum sínum. Þessar endurgreiðslur, sem ör- ugglega eru einsdæmi í íslensku viðskiptalífi, eru þó engan veginn sjálfsagður eða árviss viðburður. Þær byggjast á algjörri metþátt- töku, - farþegar ferða- skrifstofunnar urðu langtum fleiri en bjartsýnustu spár manna gerðu ráð fyrir. Endurgreiðslurn- ' ar í fyrra voru ekki ódýr auglýs- ingabrella eins og sumir vildu halda. í desember s.l. varði skrif- stofan tilfinnanlegum fjármunum til að auglýsa eftir þeim aðilum er ekki höfðu vitjað inneignar sinnar. Nefndir umframfjármunir í ár hafa nú þegar verið nýttir í þágu þeirra sem munu ferðast á árinu 1986 með því að innt hefur verið af hendi fyrirframgreiðsla fyrir ýmsa þjónustu og gistirými á áfangastöðum Samvinnuferða- Vöruskiptajöfnuður: Óhagstæður um 17 milljónir I desembermánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 3.955 millj. kr. en inn fyrir 3.317 millj. kr. fob. Vöruskipta- jöfnuðurinn var því hagstæður um 638 millj. kr, en var óhag- stæður um 71 millj. kr. í des- ember 1984. Þessi hagstæði vöruskiptajöfnuður í desember 1985, stafar fyrst og fremst af miklum útflutningi sjávar- afurða. Allt árið 1985 voru fluttar út vörur fyrir 33.750 millj. kr. en inn fyrir 33.767 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn árið 1985 var því óhagstæður um 17 millj. kr. en árið 1984 var 480 millj. kr lialli á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á sambærilegu gengi. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið árið 1985 12% meira en á árinu 1984. Þar af var verð- mæti sjávarafurða 24% meira, verðmæti kísiljárns 6% minna, og verðmæti útflutts áls 24% minna en á árinu 1984. Loks var annar vöruútflutningur en hér hefur verið talinn 10% meiri að verðmæti árið 1985 en á árinu 1984. náðst fram veruleg verðlækkun miðað við það sem annars hefði orðið. Samvinnuferðir-Landsýn nýtir þetta fé því á tvöfaldan hátt í þágu viðskiptavina sinna - með verðlækkun ’86 og til endur- greiðslu farþega ’85. Það eru þátttakendur í hóp- ferðum til Rimini, Grikklands, Rhodos, sumarhúsa í Danmörku, Sæluhúsa í Hollandi og Du- brovnik í Júgóslavíu sem fá auka- afslátt á ferðum sínum í ár sem nemur endurgreiðsluupphæð- inni. Ef þeim gefst ekki tækifæri til utanlandsferða í ár fá þeir sömu upphæð greidda á tímabil- inu frá 1. september til 31. des- ember 1986. Allir þátttakendur í ofan- greindum hópferðum fá sent bréf frá Samvinnuferðum-Landsýn með nánari upplýsingum um endurgreiðsluna. . Andartak á Leirunum. Mynd: KGA. „Sérfræðingar“ án sérþekkingar „Fagmenn“ án fagmenntunar „Kennarar" án kennsluréttinda Erþettaþað sem koma skal? Á íslandi er það látið viðgangast að í grunnskólum landsins starfi réttindalaust fólk við kennslu. Þeim fer fjölgandi ár frá ári og eru nú yfir sjö hundruð talsins er ekki hafa þá sérmenntun sem krafist er samkvæmt lögum. Þetta er óf remdarástand sem þarf að breytast. Hvers eiga nemendur að gjalda? Kennarar með réttindi MENNTerMÁTTUR KENNARASAMBAND ÍSLANDS Kynningamefnd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.