Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 9
5. febrúar 1986 - DAGUR - 9
_Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Firmakeppni Þórs í innanhússknattspyrnu:
Lið Raforku-Olís
sigraði örugglega
Úrslitin í firmakeppni Þórs í
innanhússknattspyrnu fóru
fram í Skemmunni á laugar-
daginn. Átta lið af þeim tutt-
ugu sem upphaflega tóku þátt í
keppninni komust áfram. Var
þeim skipt í tvo riðla og þau lið
sem efst urðu í riðlunum
kepptu til úrslita.
I A riðli voru, KEA a, Sjón-
varpsbúðin, Raforka-OLÍS og
Slippur a. í B riðli voru Póstur og
sími, SÍS b, Slippur b og blaða-
menn. Var leikið til skiptis í A og
B riðli og urðu úrslit leikja í
riðlakeppninni þessi:
KEA a-Slippur a 2-6
Póstur-blaðamenn 5-3
Sjónvarpsb.-Rafo.-OLÍS 5-13
SÍS b-Slippur b 4-1
Slippur a-Rafo.-OLÍS 1-4
Blaðamenn-Slippur a 5-4
KEA a-Sjónvarpsb. 4-6
Póstur-SIS b 4-4
Sjónvarpsb.-Slippur a 4-7
SÍS b-blaðamenn 3-3
Rafo. -OLÍS-KEA a 3-4
Slippur b-Póstur 6-3
Þegar riðlakeppninni var lokið
kom í ljós að það var lið Raf-
orku-OLÍS úr a. riðli og SÍS b úr
B riðli sem myndu leika til úr-
slita.
Úrslitaleikurinn var jafn og
spennandi, enda fór svo að eftir
venjulegan leiktíma var staðan
jöfn 4-4. Því var framlengt og þá
tókst liði Raforku-OLÍS að skora
tvö mörk gegn engu og sigra í
leiknum með 6 mörkum gegn 4.
Keppni þessi fór vel fram og sá-
ust margir vel leiknir leikir. Pá
var hlutur Hreins Óskarssonar
húsvarðar einnig mjög góður á
meðan úrslitakeppnin fór fram.
jþróttasamningur
íslands úg USSR
Þann 30. jan. sl. var undirrit-
aður íþróttasamskiptasamn-
ingur milli íslands og Sovét-
ríkjanna. Samningur þessi
gengur í þá átt að efla frekar
samstarf á sviði iíkamsræktar
og íþrótta, og auka gagnkvæm-
an skilning á milli æskufólks í
báðum löndum.
Meginfyrirkomulag íþrótta-
samningsins felur í sér þátttöku
íþróttafélaga og einstakra
íþróttamanna í tvíhliða og fjöl-
hliðamótum, skipti á þjálfurum,
vísindamönnum og sérfræðingum
og jafnframt þátttöku í nám-
skeiðum og ráðstefnum.
Samningur þessi var undirrit-
aður í húsakynnum íþróttasam-
bands íslands í Laugardal og
ferði Sveinn Björnsson forseti
.S.í það fyrir hönd íþróttasam-
bands íslands og sendiherra
Sovétríkjanna á íslandi Evgeniy
A. Kosaren fyrir hönd nefndar
líkamsræktar og íþrótta við heil-
brigðisráðuneyti Sovétríkjanna
að viðstöddum stjórnarmönnum
Í.S.Í. og starfsmönnum sovéska
sendiráðsins á íslandi.
Meðfylgjandi mynd var tekin
við það tækifæri.
Raforku-Olís liðið sigraði með glæsibrag.
Knattspyrna:
Völsungar gætu orðið
sterkir í sumar
Handboltagetrauna-
seðill með leikjum á HM
H.S.Í. og íslenskar getraunir
hafa sameinast um fram-
kvæmd handknattleiksget-
raunar varðandi heimsmeist-
arakeppnina í handknattleik.
Fiugleiðamótið:
Stebbi og
Óli dæmdu
Á Flugleiðamótinu í handbolta
um síðustu helgi dæmdu þeir fé-
lagar Stefán Arnaldsson og Ólaf-
ur Haraldsson leik Póllands og
Bandaríkjanna en sá leikur var
leikinn á föstudag.
Strákarnir þóttu hafa staðið sig
vel enda eitt besta dómarapar á
landinu í dag. Vonandi verður
þetta til þess að þeir félagar fái
fleiri vcrkefni á þessu sviði.
Getraunin verður með sama
formi og venjulegur getraunaseð-
ill þ.e. spáð er til um úrslit 12
leikja í forriðli keppninnar, og er
það 1, X og 2 sem gilda. Það
verður boðið upp á seðla í öllum
litum þ.e. bæði einfalda- og kerf-
isseðla rétt eins og um venjulega
getraunaviku væri að ræða.
Sala seðlanna hefst nú um
helgina en skilafrestur er til
þriðjudagsins 25. feb. kl. 17.00
eða um klukkustund áður en
fyrstu leikirnir á seðlinum
hefjast. Norðlendingar þurfa að
vera búnir að skila seðlunum fyr-
ir hádegi föstudaginn 21. febrúar.
Sölufyrirkomulagið verður það
sama, en jafnframt mun H.S.Í.
sjá um sölu á þeim landsleikjum
sem framundan eru.
Þessi nýi seðill kemur ekki til
með að raska hinni venjulegu
getraunastarfsemi heldur verður
alveg til hliðar við hana.
Lið Völsungs í knattspyrnu
gæti orðið sterkt í sumar mið-
að við þann mannskap er verð-
ur í herbúðum þeirra. Félagið
hefur ráðið Guðmund Ólafs-
son sem þjálfara liðsins í sumar
og eru leikmenn liðsins mjög
Þetta framtak, sem er alger ný-
lunda, er liður í fjáröflun H.S.Í.
til að standa straum af kostnaði
við þátttöku landsliðsins í hand-
knattleik í HM86.
Sjö með
12 rétta
Sjö raðir komu upp með 12
réttum hjá Islenskum get-
raunum um síðustu helgi. Hver
röð gefur kr. 154.514.
236 raðir komu upp með 11
réttum og fær hver 1.964 í sinn
hlut.
Vinningspotturinn var kr.
1.545.165. Alls seldust 824.088
raðir. KR-ingar voru söluhæstir
þessa vikuna með 57.000 raðir
seldar.
ánægðir með fyrstu kynni sín
af honum. Æfíngar eru þegar
hafnar og er æft tvisvar í viku
undir stjórn Kristjáns Olgeirs-
sonar sem mun stjórna æfíng-
um þar til Guðmundur kemur
norður í vor.
Miklar líkur voru á því að Björn
Olgeirsson sem verið hefur einn
besti maður liðsins undanfarin ár
gengi til liðs við Selfyssinga sem
munu leika í sumar undir stjórn
Sigurðar Halldórssonar fyrrum
þjálfara Völsungs en af því verð-
ur ekki. Björn ætlar að leika með
Völsungi eitt tímabil enn.
Gunnar Straumland mark-
vörður hefur yfirgefið félagið en
Gunnar hefur staðið í marki
Völsungs í nokkur ár með góðum
árangri. Jón Leó Ríkharðsson
leikur ekki með Völsungi í
sumar. Sigmundur Hreiðarsson
varnarmaðurinn sterki er tvístíg-
andi yfir því hvað hann gerir í
sumar en hann ætlaði að hætta að
leika með Völsungi en er á báð-
um áttum í dag. Helgi Helgason
á við meiðsli að stríða og þarf að
gangast undir uppskurð á næst-
unni. Ef hann nær sér fljótt eftir
það verður hann með liðinu í
sumar. Þá eru einnig líkur á að
Elvar Grétarsson sem var vara-
markvörður liðsins í fyrra verði
áfram með Völsungi en hann ætl-
aði að hætta með liðinu.
Nú Völsungur fær nokkra nýja
leikmenn eins og Þorfinn Hjalta-
son markvörð úr Val en hann lék
með liði Leiknis á Fáskrúðsfirði í
sumar. Tveir ungir og efnilegir
leikmenn frá Fram hafa gengið í
raðir Völsunga. Þeir eru Eiríkur
Björgvinsson varnarmaður og
Grétar Jónasson miðvallarspilari.
Haraldur Haraldsson sem leikið
hefur f marki HSÞ-b síðustu tvö
ár mun ætla að snúa heim og leika
með Völsungi í sumar, þannig að
ekki verður markmannshallæri á
þeim bæ.
Skarphéðinn Ómarsson hefur
skipt yfir í Völsung úr Tjörnesi
en hann var áður í Völsungi.
Einnig hefur Magnús Hreiðars-
son hug á að ganga til liðs við
Völsung á ný en liann hefur síð-
ustu tvö ár leikið með Tjörnes-
ingum.
Af þessari upptalningu má sjá
að Völsungar ættu að geta orðið
sterkir í sumar, því fyrir utan
þessa nýju leikmenn, eru fyrir
snjallir spilarar eins og Ómar
Rafnsson sem kom liðs við Völs-
ung í fyrrasumar, Sveinn Freys-
son, Jónas Hallgrímsson, Vil-
helm Fredriksen, Svavar Geir-
finnsson og margir fl.
Óvíst er hvort Sigmundur Hreiðars-
son leikur með Völsungi í sumar.