Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 5. febrúar 1986 5. febrúar 1986 - DAGUR - 7 * Atta milljónir króna fóru til atvinnuleysisbóta á Hiisavík á síðustu þrem mánuðum: Mikið betra hlióð í okkur núna U Það var ánægjulegt að koma í heimsókn í Fisk- iðjusamlag Húsavíkur eft- ir hádegi síðastliðinn mánudag, en þá var nýlega hafin vinna eftir að vinna hafði svo til alveg legið niðri síðan í nóvember. Líklega er fiskvinnslufólk hvergi á landinu sælla en á Húsavík þessa dagana, eftir hið langa atvinnu- leysi og óvissu um fram- tíðina, sem stóð þar til Kolbeinsey var komin í Húsavíkurhöfn á ný. „Það geislaði af fólkinu að fá að koma loksins í vinnu, þó það væri bara fiskvinna. Ég var ánægður að taka á móti konun- um, þó það ’/æri heiln.ikið streð fyrir mig að afgreiða þær allar á tíu mínútum,“ sagði Marteinn Steingrímsson. En hann sér m.a. um að af- henda starfsfólki vinnusloppa, svuntur, hanska og yfirleitt alll sem það vanhagar um. atvinnuleysisdagar 4628 og bætur greiddar fyrir þá námu 3,2 millj- ónum kr. Þar af voru í síðari hluta mánaðarins skráðir 2342 dagar og bæturnar námu 1694 þús. kr. Og það er ekki að furða að fólkið sé ánægt að fá vinnu aftur því atvinnuleysi hefur verið hrikalegt, í nóvember, desember og janúar hafa samtals verið greiddar um átta milljónir króna í atvinnuleysisbætur. „Það var mál að þessu linnti," sagði Snær. „ÖIl hjól í bænum voru hætt að snúast og menn hafa ekki haft framfærslutekjur þenn- an tíma. Atvinnuleysisbætur eru ekki framfærslutekjur aðeins nauðþurftartekjur. Ég reikna með að ástand á heimilum og í fyrirtækjum sé orðið mjög erfitt. Það hefur legið ljóst fyrir að at- vinnuástandinu yrði ekki snúið vio á eins fljótvirkan hátt og þurfti ið gera, nema að fá Kol- beinsey aftur eða annað sambæri- legt skip. „Ég vona allt hið besta og tel það óhæti, við höfum ekki annað ö.'bigra atvinnutækí en Kolbeins- ey og ef okkur tekst ekki að snúa Bergþóra Guöjónsdóttir og Helga Gunnarsdóttir. Marteinn var sjálfur brosandi út að eyrum eins og raunar allt starfsfólkið. Byrjað var að vinna bátafisk sem komið hafði að landi fyrir helgina en Kolbeinsey var væntanleg á þriðjudagsmorg- un með um 100 tonn af fiski sem var veiddur fyrir Norðurlandi. Skipið hélt í sína fyrstu veiðiferð á árinu laugardagskvöldið 25. janúar. Tryggvi Finnsson fram- kvæmdastjóri FH sagði að ef til vill mundi eitthvað vanta upp á að full vinna héldist á næstunni. Sumir bátanna stunduðu rækju- veiðar og ekki hefðu allir bátarn- ir hafið veiðar enn. En það væri gott að sjá vinnsluna fara í gang á ný. „Það er mikið betra hljóð í okkur núna, enda fara 200 manns út af atvinnuleysisskrá í dag,“ sagði Snær Karlsson á Verkalýðs- skrifstofunni. Koma Kolbeins- eyjar til Húsavíkur aftur veldur því að nú eru sárafáir eftir á at- vinnuleysisskrá á að giska um 20 manns. En í janúar voru skráðir málum okkur í hag nú, eigum við ekki mikla möguleika.“ Og það var greinilega sama hljóð í starfsfólki Fiskiðjusam- lagsins, endurkoma Kolbeinseyj- ar hafði verið málið sem allt valt á undanfarnar vikur. Pó var að heyra á flestum að þeir hefðu alltaf treyst því að ráðamönnum tækist að endurheimta skipið, en margir virtust þó hafa hugleitt hvað yrði ef skipið fengist ekki. Fó nokkuð margir virðast hafa hugleitt að flytja frá staðnum eða að reyna að útvega sér tíma- bundna vinnu annars staðar. Starfsfólkið hafði fengið vinnu dag og dag við rækjuvinnslu en þar hefur verið mikil atvinna undanfarið. Aðspurt um hvað fólkið hefði haft fyrir stafni allar atvinnuleys- isvikurnar sögðust margir ekkert hafa gert, en þó virtust margar konur hafa prjónað og saumað og fundið sér næg verkefni við að sinna búi og börnum. En við skulum heyra hljóðið í nokkrum einstaklingum. IM „Við erum alveg voðalega glaðar“ Þóra og Guðný. Kolbrún Gunnarsdóttir. Ólafur Bjarnason, fiskmatsmaður. Þormóður Kristjánsson brýnir hníf- ana. Séð yfir salinn. Myndir: IM Kolbrún Gunnarsdóttir „Ég hef verið heima, prjónað og dúllað mér, var farið að hund- leiðast atvinnuleysið." - Varst þú hrædd um að skipið kæmi ekki aftur og að það yrði lítið að gera? „Ég veit ekki hvort ég var beinlínis hrædd, mér hefur sýnst að allir, bæði stjórnmálamenn og aðrir gerðu sitt til að skipið kæmi. Auðvitað vonaði maður að það kæmi aftur, í byrjun var maður svolítið hræddur og hugs- aði um hvað væri til ráða og hvort maður ætti að vera hér áfram eða leita sér að vinnu annars staðar frekar en að lenda í einhverju basli. En ég dró að taka ákvörð- un um flutning fram í síðustu lög.“ - Þú ert einstæð móðir, hvað hefur þú fengið í atvinnuleysis- bætur? „Ég hef fengið sjö til sjö þús- und og þrjú hundruð á tveggja vikna fresti.“ - Hvernig hefur gengið að lifa af því? „Ekki vel, ekki í desember og janúar. Þetta eru erfiðustu mán- uðirnir, ég held að mjög fáir geti lifað af þessu. Auðvitað hefur þetta verið gífurlega erfitt, sér- staklega þegar maður er eina fyrirvinnan, en það hefur bjargað mér að hafa ódýrt húsnæði." - Hvernig finnst þér að vera farin að vinna aftur? „Mér finnst gott að hafa eitt- hvað að gera og að fá meiri pen- inga inn á heimilið. IM Bergþóra Guðjónsdóttir „Það er eins og það séu komin jól að byrja aftur að vinna." - Hvað hefur þú verið að gera allan þennan tíma? „Á ég að segja þér það, ég fór ekkert mjög snemma á fætur, en þegar ég var komin á fætur fór ég að prjóna, sauma á vél, sauma út og lesa, þegar ég var ekki kölluð út í rækjuvinnslu sem mér fannst mjög gott. Ég vann þó nokkuð í rækjunni, sjálfsagt meira en margar aðrar.“ - Hvernig fannst þér þessi tími? „Ég veit ekki hvað segja skal, að mörgu leyti ágætur en þetta var orðið allt of langt atvinnu- leysi. Sálin þarf að fóðrast af skemmtilegu fólki og maður þarf að verða lúinn og þreyttur, þá er einhver árangur." - Varst þú kvíðin um að við fengjum ekki skipið aftur? „Já, víst var ég það en átti þó alltaf von á að eins færi og fór. Auðvitað var allt gert til að ná Kolbeinsey aftur." - Hvernig hefði farið ef skipið hefði ekki komið? „Það hefði orðið algjört at- vinnuleysi þar til í mars-apríl, þá hefðum við fengið einhvern ormafisk í fimm, sex mánuði og síðan búið. IM Ólafur Bjarnason fískmatsmaður Ólafur Bjarnason fiskmatsmaður beið spenntur komu Kolbeinseyj- ar, enda var búið að útbúa nýja aðstöðu til móttöku á togarafiski. „Þetta er alveg ný aðstaða sem verið var að útbúa hér til mót- töku á togarafiski eða kassafiski. Þetta var gert í biðtímanum með- an enginn fiskur var, en ég er einnig með aðstöðu í aðgerðar- húsinu til að taka á móti báta- fiski.“ - Og ertu ógurlega kátur með þessa nýju aðstöðu? „Já, ég hef verið á hálfgerðum hrakhólum hérna, flækingi hing- að og þangað.“ - Þú vinnur sem fiskmatsmað- ur hérna fyrir húsið? „Já, fyrir allan staðinn. Á vorin fer ég út í Flatey að meta grá- sleppuhrognin og út á Tjörnes, allur Skjálfandaflóinn er mitt svæði.“ - Hvernig er fiskurinn? „Það er býsna góður fiskur, Helgi Jónasson, „Ég hef ekkert ver- ið að gera nema hjálpa konunni. Mjög kátur með að við skildum fá skipið aftur, það var ekkert annað hægt að gera.“ það er yfirleitt vel gengið um fisk hérna.“ - Hver kemur með besta fiskinn? „Ég vil nú ekki segja svoleiðis, ég met fisk af 60 trillum og svona 15 stærri bátum og það eru sára- fáir sem þarf að passa upp á, varla umtalsvert." - Hvernig lýst þér á að fá Kol- beinsey í fyrramálið, hlakkarðu til? „Já, það er gaman, og verður gaman að sjá hvernig þetta kem- ur út með þessa nýju aðstöðu." - Varstu einhvern tíma hræddur um að við fengjum ekki skipið aftur? „Það var nú alltaf kvíði í manni og ég veit ekkert hvernig staðan hefði orðið hér þá. Sjálf- sagt eins og í gamla daga þegar við þurftum að fara á vertíð á veturna og koma heim á vorin.“ 1M ^jieytandinn Þorramatur Neytendafélag Akureyrar hefur látið gera verðkönnun á þorra- mat í ýmsum verslunum og veit- ingastöðum á Akureyri, Húsavík og í Reykjavík. Könnunina fram- kvæmir Neytendafélagið, í sam- vinnu við Dag og Ríkisútvarpið. Könnunin leiðir í Ijós umtals- verðan verðmun á einstökum tegundum þorramatar í verslun- um, eins og sést á töflu 1. Könnunin leiðir einnig í Ijós, að tilbúnir þorrabakkar eru ódýrari frá Bautabúrinu heldur en Kjöt- iðnaðarstöð KEA, sé miðað við þyngd þeirra. 14 tegundir eru á KEA-bökkunum, en bakkana frá Bautabúrinu er hægt að fá hvort heldur sem er, með 16 tegundum eða 8 tegundum. En þegar kemur að þorramatnum hjá veitingahús- unum á Akureyri kemur í Ijós, að þau bjóða öll sama verð á mann. Hótel Húsavík býður hins vegar rúmlega 100 kr. lægra verð fyrir manninn. En töflurnar tala sínu máli. Könnunin var gerð á Akureyri og Húsavík og nær til þriggja þátta: A: Kílóverð á ýmiss konar þorramat í verslunum (blað 1). Ýmist er um að ræða pakkaðar vörur eða seldar úr kjötborði. Til samanburðar var einnig hringt í tvær verslanir í Reykjavík (vald- ar af handahófi) og fylgja upplýs- ingar þaðan með. B: Þorrabakkar sem fást í verslunum (blað 2). Tilgreint er verð, þyngd og tegundir á bakka. Framleiðendur eru Bautabúrið og Kjötiðnaðarstöð KEA og verðmerkja þeir bakkana sjálfir. Það þótti því ekki ástæða til að tilgreina í hvaða búðum hver bakki fæst. Einnig var tekinn með í þessa samantekt súrmatur frá SS sem fæst í Hagkaup (og hugs- anlega víðar) og er seldur í fötu með mysu. Á Húsavík útbjó verslunin Búrfell þorrabakka í byrjun þorra, en er nú hætt því. C: Verð á þorrabökkum á matsölustöðum og verð á þorra- mat fyrir hópa (blað 3). NAN tekur fram að ekki er um að ræða neitt mat á gæðum í þessari könnun. Aðeins er getið um heildar- þyngd á þorrabökkunum, en ekki þyngd hverrar tegundar. Tegund- irnar geta því verið í mismiklu magni á bökkunum. Hótel KEA / Sjallinn Bautinn Súlnaberg Hótel Húsavik Hrútspungar, súrir X X X X Lundabaggar, súrir X X X X Bringukollar, súrir X X Sviðasulta, súr X X X X Lifrarpylsa ný X X Blóömör, nýr X X Hvalur X X X X Hangikjöt X X X X Nýtt kjöt X X X Saltkjöt X X X Hákarl X X X X Harófiskur X X X X Reyktir bringukollar X X Magáll X X Grisasulta, súr X X Marineruð sild X Kryddsild X Pressaö kjöt súrt X Hrossabjúgu X Flatbrauð X X X X Rúgbrauð X X Laufabrauó X Smjör X X X X Rófustappa X X X X Kartöflur, soönar X X X Hvitur jafningur X X X Svinaskankar X ítalskt salat X 23 teg 19 teg 15 teg 16 teg Þyngd bakka: Engir bakkar um 1 kg um 1 kg rúmlega 1 kg Veró á bakka: seldir 595 kr 595 kr 470 kr Verö á mann (þorra- blót fyrir hópa) 595 kr 595 kr 595 kr 470 kr Af sláttur: 100 fyrir kr 570- fyrir kr 450- fyrir f 1. en 50 fl. en 50 fl. en 30 Aths.: Ef þorramatur er borðaður á Súlnabergi, er skammturinn helmingi nunni en a bakkanum og kostar kr 375 -, ábót er innifalin. Tegundir Kjötiónaðarstöð Bautabúrió Bautabúrið SS súrmatur KEA (14 teg) (16 teg) (8 teg) (i fötu) Hrútspungar, súrir X X X Lundabaggar, súrir X X X Bringukollar, súrir í X Svióasulta , súr/ný X X X X Svinasulta X Prcssaó kjöt, súrt X Hvalur X X X X Hvalrengi X Hangikjöt X X X Nýtt kjöt X X X Saltkjöt Reyktir bringukollar X X Magáll X X Hákarl X X X Harófiskur X X X Flatbrauó X X X Rúgbrauó X X Smjör Lifrarpylsa, súr X X X X Blóömör. súr Hrossabjúgu X X Þyngd bakka: a) 1100 g, b) 550 g. 800 - 900 g 800 - 900 g 1350 g Veró: a) 580 kr b) 300 kr. 45C kr/kg 550 kr/kg 547,20 Bakkarnir eru á föstu veröi Bakkarnir eru seldir eftir þyngd, á Blandaður súrmatur en fást i tveimur stæróum, föstu kilóverói Meðalbakki er u.þ.b. i fötu, 200 g af (fyrir einn eóa tvo). Kiló- 850 g og kostar þá 387,60 meó 16 teg. hverri teg., nema reiknast þá vera u.þ.b: en 467,50 með 8 teg. 150 g af blóömör. a) 532 kr, b) 545 kr Reiknast 405 kr/kg KEA- Matvöru- KÞ Ðúrfell Kjöt- SS Austur- Tegundir búöir markaóurinn Hagkaup Húsavik Húsavik höllin Rvk. veri Rvk Hrútspungar, súrir 387,80 403,00 387,80 690,00 387,00 315,00 328,00 Lundabaggar, súrir 347,30 359,50 330,00 327,65 278,00 278,00 Bringukollar, súrir 243,70 270,00 325,00 300,00 a) Svióasulta, súr/ný 284,80 298,00 276,00 270,00 284,40 270,00 b) 311,00 Pressaó kjöt, súrt 344,50 347,30 Lifrarpylsa, súr/ný 179,40 179,00 179,40 202,00 202,00 Blóómör, súr/nýr 131,30 129,00 131,30 160,00 160,00 Ilvalur 166,00 245,00 llvalrcngi 307,70 289,90 274,30 310,00 174,00 270,00 Magáll 364,25 359,00 c) 345,00 302,40 Grisasulta 245,50 223,00 llákarl 455,00 d) 546,00 540,00 480,00 480,00 445,00 598,00 600,00 c) 593,40 f) Skýringar: a) Viómælandi tjáói okkur aó lcyft veró væri y£ir 400 kr ocj væri þaó hugsanlcga notaó i hinum SS búóunum. b) liinniy til frá Goóa (prossuó svió) á kr 567,00. Skráó vcró cr frá SS. c) Skráó vcró cr frá KSP, cn oinniy ti) frá ll.mtabúrinu á kr. 360,'00. dj KIIA-Sunnuhlió. c) KEA-Hafnarstr 20 f) KI-JA-IIr isalundi. Athuyascmdir: Vorú var skráó i þcim KKA-húóum uoni hafa opió kjötboró. Vcró á hákarli (úr kjötboröi) cr cr misjafnt, cn aó öóru Lcyli or sama vcrö á þcssum vörum i KKA-búóunum oy þvi cru þær ckki aöyrcindar. Undantekniny liá þansu cr aö hrútspunyar kontuöu ýmist 387,8C cöa 387,75 cn ckki þótti ást.cóa t Ll aö tiuiula sci st akloya svo litinn mun. II já KKA cr ckki gcrður yrc i narnninur á Junclnböyqum «>«| |>r»:;:;uöu lambakjöti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.