Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 05.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. febrúar 1986 _á Ijósvakanum Af umtumun Bobbý Júvíngs. - Er líf efitír DaDas??? Líklega fáum við aldrei að sjá þau hörmulegu tíðindi er Bobbý okkar Júving yfirgefur Dall- asþættina með stæl. Hann var orðinn yfir sig leiður, blessaður maðurinn, fylgir ekki sög- unni á hverju helst. Enda skiptir það okkur engu sérstöku máli. En sumsé í stuttu máli, Bobbý er skrifaður út úr Dallas. Áhorfendur steinhissa heima í stofu, gleyma jafnvel popp- korninu, þegar gamli „góði gæinn“ birtist í þætti þeim sem við fáum að sjá í kvöld, Hótel. Leikarinn Patrick Duffy gerði örvæntingar- fullar tilraunir til að losa sig við ímynd góða mannsins göfuglynda, eftir sjö ára samveru. Og hvaða hlutverk valdi hann sér, strákurinn? Jú, hann leikur snarbrjálaðan morðingja. Pað er ekki gaman að segja þetta, en svona er það. En það er áhrifameira að láta Patrick sjálfan lýsa ástandinu. „Ég var búinn að fá alveg nóg af Dallas og gat varla beðið eftir að vera skrifaður út úr þáttunum.“ í nýja hlutverkinu er hinn fyrrverandi góði og göfuglyndi svo svæsinn og snargalinn að blessaður anginn hann JR líkist helst litlum sætum kjölturakka! Voff voff. Meira um Hótelið og hlutverkið hans Patreks þar. í nefndum þáttum leikur hann Richard nokkurn Martin, mann sem í raun- inni er þrjár persónur. Hann vinnur ástir Christine, en hún hefur enga hugmynd um hversu hættulegur maðurinn er. Og í kjölfarið fylgir einhver „heitasta senan í öllum þættin- um“. Seinna breytist hann svo í Rick Martin- elli, sniðugan gæja sem gerir ekkert annað en næla sér í konur. Loks er það svo Robert Martin, dyntóttur náungi sem lætur stjórnast af móður sinni. Við látum þetta nægja í bili. En af því hann Patrick Duffy kemur svo vel fyrir sig orði skulum við heyra meira frá honum. „Ég byrja aldrei aftur í Dallas. Jú, jú, ég „sjokkeraði“ Dallasaðdáendur, ég veit það. Hins vegar hef ég víkkað út mitt svið sem leik- ari og er ánægður með það. Næst ætla ég að snúa mér að gamanleikjum.“ - Sætta aðdáendur þínir sig við Patrick Duffy sem ekki er eins góður strákur og hann Bobby? „Ég vona það. Burtséð frá þessum Dallas- karakter mínum, þá var ég einu sinni voða mikill kvennabósi og elskaði svo margar kon- ur að ég var nærri kominn að líkamlegu hruni!“ Skrýtið, þessi hæglætis maður sem við héld- um þig vera. En honum finnst þetta alls ekk- ert skrýtið. „Pað hefðu allir strákar gert það sama í mínum sporum,“ segir hinn geðþekki fyrrum Bobby. Pað er hins vegar af stúlkunum að segja að þær urðu fljótt leiðar á að vera meðhöndlaðar á þennan miður skemmtilega hátt og gáfust því upp á honum. „Ég hugsa stundum um hvað þessar stelpur halda þegar þær sjá mig í Dallas! Úff!“ En svo breyttist allt. Patrick kynntist konu sinni Carlyn. Pað var fyrir 11 árum og Patrick staðhæfir að það að kynnast þessari konu hafi verið það besta sem fyrir sig hafi komið. „Nú er ég raunverulega eins góður og Bobby. - Vonandi bara ekki eins leiðinlegur!" # Vörn gegn kvenkulda Sagt er að máttur auglýs- inga sé mikill. Þaö ku satt vera. En ósköp er leiöin- legt aö heyra illa orðaöar auglýsingar, hvort sem þær birtast í sjónvarpi eða heyrast i útvarpi. Nú síðustu daga hafa sést auglýsingar i sjónvarpinu frá Miklagarðí í Reykjavík, þar sem auglýstar eru ýmsar vörur á útsölu. Þar er sagt: „Kvenkuldaskór í miklu úrvali.“ Hvers konar kuldi er kvenkuldi? Ekki mun það vera alveg á hreinu. Barnaleðurstígvél eru Ifka til sölu. En hvar fá þeír leðrið í þessi stigvél? Vonandi fara þeir ekki að selja barnamauk næst, með ýmsum bragöteg- undum... • Litblindur Vestfirskur bóndf sigldi til Kaupmannahafnar. Þar kynntist hann manni sem Brun hét. Nokkrum árum síðar sá hfnn vestfirski manninn aftur í Reykja- vik. Þekkti hann, en mundi ógjörla nafn hans, en minnti það væri eitt- hvert litarheiti. Bóndi gekk til mannsins, tók ofan og sagði kurteislega: „Góðan daginn herra Grön.“ „Nafn mitt er Brun,“ svar- aði hinn. „Ó, fyrírgefið," sagði bóndi, „ég er nefnilega lit- bl)ndur.“ # Áfram Akureyri Samkvæmt skýrslum sem gefnar hafa verið út um mannfjölda f heiminum jókst ibúatala á jörðinni um 85 milljónir á siðasta ári. Það jafgildir öllum íbú- um Mexicó. Reiknað er með því að mannfjöldi verði kominn yfir 5 millj- arða um mitt ár 1987. Þá eru íslendingar taldir með eftir því sem best er vitað. Má því áætla að við Akur- eyringar, tæplega 14 þús- und séum í þeirri mynd. En til að ná einhverjum ár- angri í þessum efnum verða menn að herða sig verulega. Fækkun hefur orðið á Akureyri undan- farin ár, en brá til betri tíð- ar á síðasta ári, því þá fjölgaði í bænum. Ætli menn hafi vitað aö gefa átti út þessa skýrslu? sjónvarpl MIÐVIKUDAGUR 5. febrúar 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 2. febrúar. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - Álftaveiðin eftir Jón Trausta. Sögu- maður: Þorsteinn Guð- jónsson, teikningar: Ama Gunnarsdóttir. Sögur snáksins með fjaðrahaminn, spænskur teiknimyndaflokkur, og Ferðir Gúllívers, þýskur brúðumyndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Samhljómur þjóðanna Sænsk heimildamynd um tónleika í Stokkhólmi 8. desember 1985 til eflingar friði og aðstoðar við svelt- andi börn. Alþjóðleg fíl- harmóníuhljómsveit, skip- uð hljóðfæraleikumm frá 55 löndum, flutti sinfóníu nr. 8 í c-moll eftir Anton Bmckner. Fylgst er með undirbún- ingi tónleikanna og rætt er við forgöngumenn þeirra og nokkra hljómlistar- menn, m.a. Helgu Þórar- insdóttur, fiðluleikara, sem lék í hljómsveitinni fyrir íslands hönd. Þýðandi: Rannveig Tryggvadóttir. Sjálfir tónleikarnir em á dagskrá sjónvarpsins sunnudaginn 9. febrúar kl. 22.55. (Nordvision - sænska sjón- varpið. 21.15 Á líðandi stundu. Þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaðan sem atburðir líðandi stundar em að gerast ásamt ýms- um innskotsatriðum. Umsjónarmenn: Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Emir Rúnarsson. Stjóm útsendingar og upptöku: Tage Ammend- mp og Óh Öm Andreas- sen. 22.15 Hótel. Bandarísk sjónvarpsmynd, gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Arthur Hailey. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sell- ecca og Bettie Davis. Myndin gerist meðal starfsfólks og gesta á glæsihóteli í San Fran- cisco. Starfsfólkið stendur í ströngu að gera öllum til hæfis og halda í horfinu. Meðal gestanna er misjafn sauður í mörgu fé og ýms- ar forvitnilegar sögur ger- ast innan veggja hótels- ins. í kjölfar þessarar myndar fylgja 22 þættir um lífíð á hótelinu. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 23.50 Fréttir í dagskrárlok. útvarpM MIÐVIKUDAGUR 5. febrúar 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá * Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Unga fólkið og fíkniefnin. Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Bogi Amar Finn- bogason. 14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramaður,“ - af Jóni Ólafssyni ritstjora. Gils Guðmundsson tók saman og les (25) 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Ak- ureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýð- ingu Sigurðar Gunnars- sonar. Helga Einarsdóttir les (10) Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísli Jón Kristjánsson. 18.00 Á markaði. Fréttaskýringaþáttur í umsjá Bjama Sigtryggs- sonar um viðskipti, efna- hag og atvinnurekstur. 18.45 Veðurfregnir Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórs flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þáttinn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 íþróttir. Umsjón: Samúel Örn Erl- ingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Skólasaga - Fyrstu barnaskólarnir á 18. öid. Guðlaugur R. Guðmunds- son tók saman, lokaþáttur. Lesari með honum: Krist- ján Sigfússon. 22.00 Fróttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Lestur Passíusálma (9) 22.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.10 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir ópemtónlist. 24.00 Fréttir - Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 6. febrúar 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Emil í Kattholti'* eftir Astrid Lindgren. Vilborg Dagbjartsdóttir les þýðingu sína (4). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr fomstugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum ámm. rás 2M MIÐVIKUDAGUR 5. febrúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjóraandi: Kristján Sigur- jónsson. Stjómandi: Andrea Jóns- dóttir. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. Hlé. 14.00-15.00 Eftir tvö. Stjómandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjómandi: Gunnar Salv- arsson. 16.00-17.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00-18.00 Þræðir. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á. Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.