Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 16

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 16
Helgarmatseðill Smiðjunnar Humarsúpa með safran ★ Frönsk lauksúpa, gratineruð ★ Rækjumús með avocado ★ Sítrónusteikt Pekingönd ★ Ostfyllt lamb með Grand Mariniére-rjóma ★ Black and white (nauta- og grísalundir) með humri og spergli á jarðsveppasósu ★ Kramarhús fyllt með jarðarberjum ★ Sælkeravagn Smiðjunnar. „Islensk skinn eru þau bestu“ Að öllum líkindum verður engin kennsla í grunnskólum á Norðurlandi eystra á mánu- daginn. Kennarar munu leggja niður kennslu til að mótmæla því að félagar I Hinu íslenska kennarafélagi, HÍK hafa 5% hærri laun á mánuði en félagar í Kennarasambandi íslands. Pessar aðgerðir á Norðurlandi eystra eru hluti af samræmdum að- gerðum kennara um allt land. Þannig verður heldur engin kennsla á Vesturlandi á mánu- daginn og kennarar á Vestfjörð- um og í Reykjavík fella niður kennslu á þriðjudag. „Þetta er ólögleg aðgerð, því við leggjum niður vinnu en erum ekki að nýta okkur heimild til fundarhalda. En við verðum að knýja fram leiðréttingu og ætlum jafnframt að koma saman og ræða okkar mál, m.a. hvað við gerum ef þessar aðgerðir duga ekki til,“ sagði Ragnhildur Skjaldardóttir í Þelamerkurskóla en hún er formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Félagar í HÍK fengu 2% hækk- un umfram KÍ í júní og síðan aft- ur með kjaradómsúrskurði í nóv- ember en þá fengust 3%. Kenn- arar í þessum félögum eru með sömu menntun og sömu starfs- reynslu og kenna hlið við hlið og því er í hæsta máta óeðlilegt að launin séu mismunandi lág. Ragnhildur sagði að fjármála- ráðherra og menntamálaráðherra hefðu marglýst því yfir að þessi munur væri óeðlilegur. Þessar aðgerðir yrðu því dregnar til baka ef yfirlýsing kæmi frá stjórnvöldum í dag um að launa- mismunurinn verði leiðréttur. BB. -segirÞorbjörnÁrnason hjá Loðskinni hf. „Þegar litið er til framtíðarinn- ar er Ijóst að okkur kemur til með að skorta hráefni. Hins vegar hefur hráefnisskortur ekki háð okkur enn sem komið er,“ sagði Þorbjörn Árnason framkvæmdastjóri sútunar- verksmiðjunnar Loðskinns h.f. á Sauðárkróki í samtali við Dag. Fyrirsjáanlegur samdráttur í dilkakjötsframleiðslu hefur vald- ið skinnaframleiðendum nokkr- um áhyggjum. Svo gæti farið að þá færi að skorta hráefni til fram- leiðslunnar strax á næsta ári. „Við höfum haft mjög gott samstarf við skinnadeild Sam- bandsins á Akureyri varðandi hráefnisöflun en við skiljum það vel að þeir geti ekki misst mjög mikið af hráefni til okkar. Þeir hafa nóg með sína framleiðslu," sagði Þorbjörn ennfremur. Gott verð hefur fengist fyrir skinnavörur að undanförnu enda er eftirspurn meiri en framboð. Loðskinn h.f. selur mest til Finn- lands en einnig nokkuð til hinna Norðurlandanna. Þorbjörn sagði að frá Norður- landi færu engin skinn hálfunnin úr landi en hins vegar væri nokk- uð um slíkt á Suðurlandi. „Það er hefð fyrir því að telja að Spánverjar framleiði bestu mokkaskinnin til fataframleiðslu. Við höfum ekki fengið eins gott verð og þeir fyrir okkar skinn en við vinnum að því. Staðreyndin er nefnilega sú að íslensku skinn- in eru best. Ég get því ekki sagt annað en að við séum bjartsýnir hvað framtíðina varðar,“ sagði Þorbjörn að lokum. BB. Norðurland: Útlit fyrir mikla laxveiöi í sumar „Já það er full ástæða fyrir stangveiðimenn á Norðurlandi að vera bjartsýnir á komandi veiðitímabil og því valda hag- stæð ytri skilyrði,“ sagði Einar Hannesson hjá Veiðimála- stofnun er Dagur ræddi við hann í gær. Einar sagði að þær rannsóknir sem fiskifræðingar hafa gert, bentu ótvírætt til þess að bjartari horfur séu framundan á Norður- landi fyrir veiðimenn. í fyrra var um mun betri veiði að ræða í ám landsins en verið hafði, og var fyrst og fremst um að ræða fisk sem hafði verið eitt ár í sjó. í norðlenskum ám er tiltölulega meira af tveggja ára fiski en í öðrum ám landsins þannig að í sumar ætti að vera mikið um tveggja ára fisk í ám norðan- lands, fisk sem er á bilinu 8-12 pund að þyngd. „Það er ekki ástæða til að ætla annað en að það komi mikið af þessum tveggja ára fiski í norð- lensku árnar og svo gengur einnig mikið af ársgömlum fiski þannig að útlitið norðan- og austanlands er bjart,“ sagði Einar. gk-. Svalbarðseyri: Sláturhúsinu „Fyrst um sinn a.m.k. á meðan verið er að athuga hvort ekki er hagkvæmt að nýta slátur- húsið á Akureyri betur, höfum við lokað sláturhúsinu á Sval- barðseyri,“ sagði Hafþór Helgason fulltrúi hjá KEA í gær. Sláturhúsið á Akureyri er mjög gott og fullkomið og það er spurning um að nýta það enn bet- ur en gert hefur verið. Við höfum einnig ákveðið að leggja fyrst og fremst áherslu á kjötvinnslu á Svalbarðseyri og síðar á fram- leiðslu í kartöfluverksmiðjunni ef aðstæður lagast. Þessir þættir yrðu þámegináherslupunktar hér og verslunin." - Nú eruð þið einmitt þessa dagana að endurskipuleggja reksturinn. Er von á fleiri breyt- ingum? „Við erum að skoða ýmsa hluti Raðsmíðaskipin: Akureyringar bjóða í eitt skipanna Dagur hefur fyrir því öruggar heimildir að aðilar á Akureyri ætli að bjóða í eitt af raðsmíða- skipunum fjórum sem nú er verið að bjóða út. Skipin fjögur sem hafa verið í smíðum hjá þremur skipasmíða- lokað hérna á Svalbarðseyri. Það hefur ríkt hér nokkur óvissa sem er eðlilegt á fyrstu dögum svona leigu. Hún fer þó minnkandi frá degi til dags og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðli legt horf þótt enn séu endar laus- ir. Það er eins og við er að búast þegar komið er að fyrirtæki í þeirri rekstrarstöðu sem Kaupfé- lag Svalbarðseyrar var í,“ sagði Hafþór Helgason. fyrirtækjum hér á landi undanfar- in ár, - þar af tvö hjá Slippstöð- inni - eru talin mjög hentug til ýmissa veiða, svokölluð fjölveiði- skip. Er vitað um að mikill áhugi er víða um land meðal manna að komast yfir þessi skip. Það eru einstaklingar á Akur- eyri, hugsanlega í einhverri sam- vinnu við Akureyrarbæ, sem hyggjast gera tilboð í eitt skip- anna, en tilboðin þurfa að hafa borist fyrir 21. febrúar. Kaup- endur verða að leggja fram 15% kaupverðsins en 85% fást lánuð. Skipin fá kvóta og hefur verið tal- að um „vannýttar“ fisktegundir í því sambandi og þá aðallega átt við rækju. Hins vegar er talið að þorskkvóti þeirra verði sáralítill eða rétt um 200 tonn á hvert skip- anna. Skipin tvö sem Slippstöðin smíðar eru komin nokkuð jafn- langt áleiðis. Hægt verður að Ijúka smíði þeirra á nokkrum mánuðum þannig að hægt verður að afhenda þau í sumar, en beðið verður með ýmsa hluta þeirra þar til ákveðið hefur verið hverjir kaupa þau og þessir hlutir unnir í samráði við kaupendurna. gk-. Tvö innbrot Tvö innbrot voru framin á Ak- ureyri í fyrrinótt, en þjófarnir höfðu ekki mikið upp úr krafs- inu. Farið var inn í vöruafgreiðslu KEA. Þar var stolið tölvuborði og segulbandi og einhverjar skemmdir unnar. Það mál er upplýst. Þá var brotist inn í Malbikun- arstöðina og stolið þar einni gam- alli talstöð en öðru ekki. Unnið er að rannsókn þess máls. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.