Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL________________________________ Leið til að soga fjármagn suður „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að hér sé á ferð- inni ein leiðin enn til að soga fjármagn frá landsbyggðinni suður til höfuðborgarinnar og miðstýra því þaðan“ var umsögn eins for- svarsmanns lífeyrissjóðs á Akureyri sem Dag- ur ræddi við varðandi hugmyndir um stór- aukna bindiskyldu lífeyrissjóðanna, en hug- mynd um að slíkt væri til umræðu kom fram í sjónvarpsviðtali við Guðmund J. Guðmunds- son hjá Dagsbrún á sunnudag. „Mér finnst furðulegt að slá málinu upp með þessum hætti. . .Ég tel að svona stórt mál eigi fyrst og fremst að fara til verkalýðs- félaganna 09 ræðast þar, áður en menn taka afstöðu. . . Eg hef ekki séð þessar tillögur ennþá og get ekki lagt dóm á þær, en þó held ég að þetta gæti haft mjög neikvæð áhrif, t.d. fyrir lífeyrissjóðina á landsbyggðinni. Það eiga að vera réttkjörnar stjórnir lífeyrissjóð- anna sem ákveða það hvort fjármunum þeirra er ráðstafað heima í byggðarlögunum eða annars staðar,“ sagði Jón Helgason, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Sameiningar og fyrrum formaður Einingar í viðtali við Dag um málið. Jón benti á að fé það sem lífeyrissjóðirnir hafa til ráðstöfunar nýtist oft til hagsbóta fyr- ir atvinnulífið og launþega á viðkomandi svæðum. Geymslufé sjóðanna í lánastofnun- um heima í héraði skapar grundvöll fyrir lán- um til einstaklinga og fyrirtækja á viðkom- andi svæðum. Ef lífeyrissjóðirnir eru sviptir ráðstöfunarrétti yfir sínu fjármagni, þá hefur það ekki aðeins áhrif á fjárstreymi frá sjóðun- um sjálfum til heimamanna, heldur rýrnar einnig það fé sem lánastofnanir heima í hér- aði hafa til útlána. Hér er á ferðinni enn eitt dæmið um stór- aukna miðstýringu fjármagns og það er ekki með nokkru móti hægt að þola það að ákvarð- anir um slíkt verði teknar án þess að þeir sem mestra hagsmuna hafa að gæta segi sitt álit. Raunar ætti að hafna þessum hugmyndum með öllu af einföldum grundvallarástæðum. Það er meira en nóg að lífeyrissjóðir á lands- byggðinni láti 40% af ráðstöfunarfé sínu renna í byggingasjóðina og þurfi þar með að renna stoðum, beint og óbeint, undir þenslu á höfuðborgarsvæðinu, sem aftur kemur með miklum þunga niður á öllum framkvæmdum á landsbyggðinni. _j/iðtal dagsins. „Við erum ekki að gefa út predikunarrit“ - segir Jón Guðni Kristjánsson, ritstjóri Þjóðlífs í viðtali dagsins þangað til í haust að ég hóf störf hjá Þjóðlífi. Samkeppni í tímaritaútgáfu er hörð núna. Það eru víst orðin ein sex stór tímarit sem koma út um þessar mundir og ólíklegt að allir lifi af en við erum bjartsýn á að við lifum. Undirtektir hafa verið mjög góðar, hefur okkur fundist. Fyrsta tölublaðið var svona held- ur í þyngra lagi miðað við það sem fyrir var á markaðinum.“ - Heldurðu að það hafi vantað slíkt tímarit? „Já, okkur finnst það miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið. Fólki hefur fundist vanta tímarit sem leggur áherslu á upp- lýsandi efni um hin ýmsu þjóðfé- lagsmál en minni áhersla á tísku og glansefni. Við viljum þó taka skýrt fram að við erum alls ekki að gefa út einhvers konar predik- unarrit. Þó að það sé félags- hyggjufólk sem stendur að útgáf- unni eru það ekki áróðursgreinar sem við skrifum og birtum. Ég held að pólitíkin birtist frekar í viðfangsefnunum og áhugamál- unum en við reynum að gera þetta þannig úr garði að það geti vakið áhuga allra, hvar sem þeir eru staddir í pólitíkinni." - Viltu nefna nokkur dæmi um efnisval í því blaði sem komið er út og e.t.v. í því næsta? „Ja, í fyrsta tölublaðinu er t.d. mjög ítarleg grein eftir íslenskan vísindamann um stjörnustríðs- áætlunina svokölluðu. Sennilega er það sú ítarlegasta sem skrifuð hefur verið á íslensku og hún er skrifuð út frá sjónarhóli vísinda- manns en ekki pólitísku sjónar- miði. Við vorum með grein um verðtryggingarmál, þar á meðal viðtal við mann sem heldur því fram að rangar aðferðir við út- reikninga á verðbótum hafi kost- að íslenska ríkið milljarða og ís- lenska húsbyggjendur sömuleið- is. Við erum með yfirheyrslu yfir Svavari Gestssyni eftir lands- fundinn, reynum að finna hver staða Alþýðubandalagsins er og> hver staða hans er innan flokksins. Við erum með grein um Kjarval og viðtal við ungan sjómann sem lent hefur í slysi um öryggismál sjómanna þar sem ýmislegt skuggalegt kemur í ljós. Ég vil ekki fara út í það núna í smáatriðum hvað verður í næsta blaði en við getum sagt að það verði með svolítið léttara yfir- bragði og breiðara efnisvali. Síð- ast í janúar bættist okkur liðs- auki. Auður Styrkársdóttir sem áður var blaðamaður á Mannlífi kom til liðs við okkur og við verðum bæði ábyrg fyrir efni og auk þess dreifingu og fjármálum að verulegu leyti. Áður hafði það verið þannig að ég var einn ábyrgur fyrir efni og síðan var maður í hálfu starfi sem sá um fjármál og dreifingu. Við erum því tvö ritstjórar og fram- kvæmdastjórar í senn en svo höf- um við starfsmann sem safnar auglýsingum, þannig að þú sérð að það er ekki mikil yfirbygging á þessu fyrirtæki.“ Það er greinilegt að Jón Guðni hefur næg verkefni og því var ég ekki að tefja hann lengur. -yk. Laust fyrir jól hóf göngu sína nýtt tímarit sem hlaut nafnið Þjóðlíf. Ritstjóri þess er Jón Guðni Kristjánsson, Eyfirð- ingur að uppruna, ættaður frá Sigtúnum í Eyjafirði. Hann var fenginn til að segja frá blaðinu sínu í viðtali dagsins. „Blaðið á að koma út með tveggja mánaða fresti. Þetta á að vera alhliða tímarit með tals- verðri áherslu á þjóðmál, þ.e. stjórnmál, efnahagsmál og slíkt. En jafnframt á að vera í því al- hliða umfjöllun um menningar- mál, afþreyingu, vísindi og tækni, skák og hvaðeina.“ - Hverjir standa að þessari út- gáfu? „í upphafi kom saman hópur áhugamanna sem höfðu áhyggjur af því að tímaritaútgáfa í landinu hefur að mestu safnast saman á öðrum vængnum í þjóðmálum og væri í raun í mjög fárra höndum. Þessir menn vildu reyna að spyrna við fótum og gefa út svo- lítið öðruvísi tímarit. Við getum sagt að þeir séu víða að af hinu pólitíska litrófi, menn úr öllum flokkum nema kannski Sjálf- stæðisflokknum. Það var haldinn fundur tólfta október þar sem stofnað var hlutafélag um þessa útgáfu og hlaut það nafnið Félagsútgáfan hf. Þar eiga sem flestir að eiga kost á því að gerast hluthafar með litla hluti, 3000 krónur, sem greiðast á þremur til sex mánuðum eftir vild.“ - Hvað starfaðir þú áður en þú gerðist ritstjóri Þjóðlífs? „Ég hafði verið við blaða- mennsku í allmörg ár. Ég byrjaði á Tímanum fyrir einum þrettán árum og var þar í einn vetur. Síð- an var ég ritstjóri Norðurlands á Akureyri í eitt ár og fór þaðan á Þjóðviljann. Næst fór ég aftur á Tímann og síðar NT og var þar „Það er ekki mikil yfirbygging á þessu fyrirtæki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.