Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 11
12. febrúar 1986 - DAGUR - 11 Kennarar á Húsavík: Reiðubúnir í hörkuaðgerðir - halda fund á morgun ef ekki hefur verið komið til móts við þá Kennsla var felld niður í Barnaskóla Húsavíkur á mánudag og einnig í Gagn- fræðaskólanum, að því undan- skildu að kennt var tvo fyrstu tímana um morguninn. Þar þurftu nemendur að mæta til að taka við tilkynningu um fyrirhugaðan foreldradag, og kennarar sýndu nemendum þá tillitsemi að láta þá ekki ein- göngu mæta til að taka við blað- inu. En frá kl. 9.30 tóku kennar- ar einnig þátt í samræmdum að- gerðum kennara á Norðurlandi eystra og Vesturlandi. Sameigin- legur fundur var haldinn til að berjast fyrir 5% hækkun á laun- um og jöfnuði á launamismun H.K.Í og K.í. Trúnaðarmenn kennara á Húsavík eru Pálmi Pálmason og Sólveig Skúladóttir. Sögðu þau að fyrrverandi fjármálaráðhera hefði lofað þess- ari 5% hækkun á síðasta ári og stjórnmálamenn hefðu haft uppi slagorð um að launamál kennara væru í óviðunandi ástandi. Það mætti benda á að í algjört ófremdarástand stefndi í skóla- málum á Húsavík ef áfram héldi sem horfði. Við Gagnfræðaskólann væru þrír kennarar ákveðnir í að hverfa frá kennslu í haust og það- an færu hugsanlega tveir til við- bótar. Petta gæti þýtt að í haust yrði ekki hægt að kenna á við- skiptabraut framhaldsnáms við skólann. Þetta mundi einnig skapa fleiri vandamál s.s. við málanám, stærðfræði og tölvu- nám. Einn kennari við Barna- skólann hefur ákveðið að hætta kennslu í haust og mikill órói er í fleiri kennurum þar. Fram kemur í ályktun sem samþykkt var á fundi kennaranna að þeir eru reiðubúnir í hörkuað- gerðir ef því verður að skipta. Þeir ætla að halda fund á fimmtu- dag ef ekki verður komið til móts við þá áður. Á þeim fundi verður tekin ákvörðun um frekari að- gerðir og verða þær harðari en dagsstopp. Pálmi sagði til dæmis um það hvernig gengi að fá kennara til starfa að þegar farið var að leita að kennurum á Húsavík til að kenna við réttindanám skipstjóra og vélstjóra, hefði enginn kenn- ari fengist nema gegn tvöföldum venjulegum launum. Þetta væri aðferð sem viðgengist hefði á Reykjavíkursvæðinu undanfarið, heyrst hefði að þar fengju t.d. tölvukennarar þúsund kr. fyrir tímann. Petta sýndi hvaða kröfur menn gætu leyft sér að setja fram við einkageirann og hvernig hann væri á móti ríkisgeiranum. Kennarar á Húsavík hafa hug- leitt að halda fundi með skóla-. nefnd og foreldrafélaginu, til að koma á beinu sambandi við stjórn bæjarins og gera foreldrum grein fyrir ástandi því sem nú væri. „Mælirinn er alveg fullur og rúmlega það,“ sagði Pálmi „Það virðist að hið opinbera, ríki og sveitarfélög og einnig foreldrar hafi ekki gert sér grein fyrir um hverslags starf er að ræða. Það er full þörf á að kynna þessum aðil- um málin svo þeir átti sig á því.“ IM Ályktun kennarafundar grunnskólakennara á Húsavík Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu á þeirri stöðu sem komin er upp í launamálum kennara. ítrekuð svik á loforðum um jöfnun 5% launamismunar H.Í.K. og K.í. hafa neytt kennara til þeirra aðgerða sem boðaðar hafa verið 10.- 14. febrúar 1986. Einnig áskiljum við okkur allan rétt til áframhaldandi að- gerða af fullri hörku og hvetjum til algjörrar samstöðu ef leið- rétting fæst ekki í þessari viku. Skákþing Akureyrar: Tómas heldur áfram sigurgöngu sinni Að loknum fjórum umferðum í ureyrar eru þeir jafnir og efstir opna flokknum á Skákþingi Ak- Tómas Hermannsson og Gylfi Hafnarstjóri var andvígur Ágreiningur er uppi á milli Slippstöövarinnar á Akureyri og Hafnarsjóðs Akureyrar varðandi greiðslu kostnaðar við viðgerð á dráttarbrautum Slippstöðvarinnar og byggingu nýrrar. Á fundi í hafnarstjórn 6. febr- úar skýrði Helgi Bergs bæjar- stjóri frá samningsdrögum sem byggð voru á viðræðum við fram- kvæmdastjóra Slippstöðvarinnar. A fundinum lýsti Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri sig andvígan þessum samningsdrög- um og var honum falið að semja greinargerð um málið. Hafnarsjóður á dráttarbraut- irnar en leigir Slippstöðinni. Ágreiningurinn sem um ræðir snýst að sögn heimildarmanns Dags aðallega um túlkun á samn- ingum milli þessara aðila um hvernig skipta skuli viðgerðar- og viðhaldskostnaði. gk-. Þórhallsson með 3‘Á v. og í þriðja sæti er Friðgeir Kristjánsson með 3 v., síðan koma fjórir keppend- ur með 2Vi v. Tómas gerði jafntefli við Arn- ar Þorsteinsson í þriðju umf. eftir 42 leiki, og í fjórðu umf. sem var tefld sl. sunnudag urðu úrslit m.a. þessi, Tómas vann Sigurjón Sigurbjörnsson, Gylfi vann Arn- ar Þorsteinsson, og Friðgeir vann Jakob Þór Kristjánsson. í fimmtu umf. sem verður tefld á fimmtu- daginn í Verkmenntaskólanum tefla m.a. Gylfi ogTóntas, Arnar og Friðgeir. í unglingaflokki eru Tómas Hermannsson og Rúnar Sigur- pálsson jafnir og efstir með 3 v. að loknum þrem umferðum, síð- an koma Daníel Pétursson, Skafti Ingimarsson og Bogi Páls- son með 2 v. í drengjaflokki er Hreinn Hringsson efstur með 2lA v. að þrem umferðum loknum, og í 2.-3. sæti eru Hilmar Ólafsson og Ei- ríkur Hauksson með 2 v. Alls verða tefldar níu umf. eftir monrad kerfi í öllum flokkum, en þátttakendur eru alls fjörutíu. Skákstjóri á Skákþinginu er Al- bert Sigurðsson. Áhrifamikill auglýsingamiðill AKUREYRARBÆR ||| Kona óskast í eldhús í 6 mánuði. Fullt starf. Vaktavinna. Upplýsingar gefur ráðskona Dvalarheimilinu Hlíð. Ekki í síma. Laus störf Nokkrir menn óskast til lögreglustarfa í sumar- afleysingum næsta sumar. Reikna má með 4 mánaða ráðningu (1. júní til 30. sept.) Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni, sem veitir upplýsingar um stöðurnar. Umsóknir sendist yfirlögregluþjóni fyrir 1. mars nk. Bæjarfógetinn á Akureyri, 11. febrúar 1985. Elías I. Elíasson. Kynningarfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar Kynningarfundur verður haldinn á vegum Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar laugardaginn 15. febrú- ar nk. kl. 15. Fundarstaður: Mánasalur Sjallans. Stuttir kynningarfyrirlestrar verða haldnir, sem hér segir: 1. Magnús Karl Pétursson, hjartasérfræðingur: Áhættuþættir og samverkan þeirra. 2. Dr. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir: Háþrýstingur. 3. Dr. Þorkell Guðbrandsson, yfirlæknir: Meðferð háþrýstings. 4. Dr. Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir: Blóðfita. 5. Dr. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir: Borgar sig að hætta að reykja? 6. Dr. Sigurður Samúelsson, prófessor: Árangur af starfi Hjartaverndar. 7. Stefán Júlíusson, framkvæmdastjóri Hjarta- verndar: Félagsleg starfsemi Hjartaverndar. Stjórn Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar. A söluskrá: Kringlumýri: 160 fm einbýlishús, skipti möguleg, 3ja-4ra herb. sérhæð. Helgamagrastræti: Einbýlishús á tveimur hæðum, sam- tals 134 fm í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við Skarðshlíð. Þingvallastræti: 130 fm sérhæð, ásamt góðum bílskúr, ástand mjög gott. Helgamagrastræti: 4ra herb. íbúð í tvíbýli. Skipti á minna og ódýrara. Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Hrafnagilsstræti: 5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Stórholt: 4ra-5 herb. íbúð á neðri hæö. Henni geta fylgt tvö herbergi, eldhús og snyrting í kjallara. Til sölu sem ein heild eða sitt í hvoru lagi. Jörvabyggð: 5 herb. einbýlishús með bílskúr. Brekkugata: 4ra herb. íbúð. Hvammshlíð: Einbýlishús í byggingu, skipti. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð. Keilusíða: 3ja herb. íbúð á 2. hæð, mjög góð kjör. Af- hending samkomulag. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Vantar raðhús eða einbýlishús á Syðri-Brekku, í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð í Reykjavík. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 Opið frá kl. 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræöingur Hermann R. Jonsson, sölumaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.