Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 3
12. febrúar 1986 - DAGUR - 3 Góð veiði í Mývatni Mjög góð veiði hefur verið í Mývatni síðan byrjað var að veiða þar gegnum ísinn. Bæði dorga menn og veiða í net. Hefur veiðin bæði verið meiri en undanfarin ár og fiskurinn vænni. Dorgveiðin hófst 1. febrúar. Hafa vatnabændur, en svo eru kallaðir bændur sem eiga jarðir að vatninu, veiðileyfi 2 daga í viku. Síðan eru almenn Ieyfi seld um helgar. Kosta þau 400 krónur. Hámarkskvóti er 15 fiskar. Mývetningar hafa lengi haft sérstakar aðferðir við netaveið- ina gegnum ísinn. Nota þeir lang- an tréplanka sem kallast kafari. Stinga þeir kafaranum gegnum vök og renna honum undir ísinn og taka hann upp í annarri vök, eða þeirri fjarlægð sem lengd netsins ségir til um. Nú hefur trésmiðjan Sniðill tekið að sér að smíða nýja tegund kafara. Er hann styttri og meðfærilegri en eldri gerðin. Hefur veiðitækni Mývetninga þótt það árangursrík að þeir hafa farið í aðrar sýslur til að kenna hana. Héðinn bóndi Sverrisson á Geiteyjarströnd hefur farið um Húnavatnssýslur og víðar til að kynna mönnum aðferðir Mývetn- inga. gej- Bæjarsjóður Akureyrar: Styrkir til félaga Á fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að veita um 11,3 milljónum króna til styrktar félögum og félagasamtökum í bænum. Hæstu framlögin fara til Leik- félags Akureyrar (3,8 milljónir króna) og íþróttabandalags Akureyrar (3 milljónir króna). í töflunni hér að neðan má sjá hvernig styrkirnir skiptast milli einstakra félaga. Sundurliðun á fjárveitingum til styrktar félögum á árinu 1986. Félagsmál og almannatryggingar: Styrkir til félaga: Styrktarfélag vangefinna 100.000 Barnaheimilið Ástjörn 70.000 ÆSKH v/sumarbúða 70.000 KFUM v/sumarbúða 70.000 Foreldrafélag barna með sérþarfir - rekstrarstyrkur 40.000 -v/sumardvalarbarna 160.000 AA-samtökin Akureyri 70.000 Mæðrastyrksnefnd 25.000 Kvennasamband Akureyrar 15.000 Félagið Vernd, Reykjavík 10.000 Neytendasamtökin 50.000 Náttúrulækninga- félag Akureyrar: -byggingastyrkur 350.000 SÁÁ Akureyri v/námskeiða 100.000 Geðverndarfélagið v/húsakaupa 130.000 Félag aldraðra -ferðastyrkur Heilbrigðismál: Styrkir til félaga: Rauðakrossdeild 130.000 Alls: 1.390.000 Akureyrar Menningarmál: Styrkir til félaga: 54.000 Alls: 54.000 Karlakórinn Geysir 50.000 Karlakór Akureyrar 50.000 Passíukórinn 50.000 Lúðrasveit Akureyrar Tónlistarfélag 110.000 Akureyrar 65.000 Skákfélag Akureyrar 85.000 Leikfélag Akureyrar 3.800.000 Leikklúbburinn Saga Zontaklúbbur 60.000 Akureyrar 50.000 Alls: 4.320.000 Fegrun og skrúðgarðar: Styrkir til félaga: Garðyrkjufélag Akureyrar 15.000 Skógræktarfélag Eyfirðinga 65.000 Alls: 80.000 íþrótta- og æskulýðsmál: Styrkir til félaga: (þróttabandalag Akureyrar 3.000.000 íþróttasvæði KA 340.000 íþróttasvæði Pórs 340.000 Golfvöllur að Jaðri 340.000 Skautafélag Ak. v/íþróttasvæðis 340.000 Svifflugfélag Akureyrar 30.000 Fallhlífaklúbbur Akureyrar 30.000 Hestamannafélagið Léttir 45.000 Bílaklúbbur Akureyrar 30.000 Skátafélögin á Akureyri 130.000 Sunnudagaskóli þjóðkirkjunnar 15.000 Nökkvi, félag siglingamanna 45.000 Styrkir til ýmissa félaga v/vélal. 340.000 íþróttafélagið Eik 50.000 Alls: 5.075.000 Eldvarnir og öryggismál: Styrkir til félaga: Flugbjörgunarsveitin 95.000 Hjálparsveitskáta ____________95.000 Alls: 190.000 Ýmis útgjöld: Styrkir til féiaga: Veiðifélag Eyjafjarðarár 15.000 Ferðamálafélag Akureyrar: - v/upplýsinga- miðstöðvar 160.000 Alls: 175.000 Aðalfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar Aöalfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar veröur haldinn laugardaginn 15. febrúar kl. 14.30. Fundarstaður: Mánasalur Sjallans. Venjuleg aöalfundarstörf. Ath.: Á eftir aðalfundinum veröur haldinn kynningar- fundur um hjarta- og æðasjúkdóma og starfsemi Hjartaverndar. Sjá aöra auglýsingu. Stjórnin. tr Yomm að taka upp gluggatjöld í niiklu úrvalí Meistari heldur hljómleika í Sjallanuni Sólarsal fímmtud. 13. febrúar kl. 22.00. Húsið opnað kl. 21.00. Missið ekki af einstakri uppákomu Sjáumst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.