Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 5
12. febrúar 1986 - DAGUR - 5
Einu skilyrðin sem fyrirtækið
setur viðskiptavinum sínum eru
að óskir þeirra séu ekki ósiðlegar
og ekki ólöglegar.
Hjón ein fengu morgunverð
með kampavíni og fiðluundirleik
í loftbelg hátt uppi í loftinu.
Fyrrverandi tískuljósmyndari
hefur sérhæft sig í að uppfylla
óskir fólks. Eitt af verkefnum
hans var að mynda stúlku sem
var ekki klædd neinu öðru en 16
feta langri kyrkislöngu. Hún gaf
kærastanum myndina og honum
leist svo vel á að hann pantaði
umsvifalaust 50 til viðbótar.
Önnur stúlka átti þá ósk heit-
asta að fara inn á fínan mat-
sölustað, klædd loðfeldi einum
fata, teymaiidi vaxtarræktar-
vöðvabúnt í hundaól.
Kvenkyns lögfræðingur lét
mynda sig í stellingum sem hæfa
þykja í opnu blaða á borð við
Playboy og borgaði fyrir að láta
setja myndina inn í eintak eigin-
manns síns.
„Bankaránið var eitt af erfið-
ustu verkefnunum sem við höfum
fengið,“ sagði ljósmyndarinn.
Okkur tókst að finna banka sem
var tilbúinn að taka þátt í þessu
með okkur, en aðeins eftir
lokun.“ Bankaræningjarnir til-
vonandi, virðuleg miðaldra hjón,
fengu Bonnie og Clyde búninga
og eftirlíkingar af vélbyssum
gerðum úr plasti. „Við útveguð-
um jafnvel Fordbíl frá árinu 1937
til að þau gætu komist undan á
viðeigandi hátt,“ sagði ljósmynd-
arinn. Hjónin komust undan með
milljón falskra dollara, en sneru
svo við til að fara yfir afbrotið,
sjá hvernig til hafði tekist.
Smirnoff vodkaframleiðend-
urnir ákváðu að halda samkeppni
þar sem fólki var boðið að leggja
inn óskir sínar. Yfir 70000 óskir
bárust, sumar harla sérkennileg-
ar.
Ein var frá húsfreyju frá
Halifax sem varð fyrsta enska
konan til að vinna með fílum á
teplantekru í Sri Lanka.
Gluggaþvottamann frá
Cockney dreymdi um að fá að
hreinsa glugga á efstu hæðum
Empire State í New York og
ensk barnfóstra vildi fá að dansa
cancan á sviði Moulin Rouge í
Paris.
Allar þessar óskir voru upp-
fylltar en meðal þeirra óska sem
ekki reyndist unnt að uppfylla
var óskin frá lífstíðarfanganum
sem bað um að verða losaður úr
prísundinni, óskir tveggja manna
sem girntust líkama Bo Derek
eða óskir stúlknanna sem
dreymdi um æsilega nótt með
Sylvester Stallone.
Kötturinn
sleginn úr
tunnunni
Pað hefur eflaust ekki farið
framhjá neinum að í dag er
öskudagur. Eins og venja er til
verður kötturinn sleginn úr tunn-
unni í dag og fer slátturinn fram
við Útvegsbankann. Byrjað verð-
ur klukkan 10.30 stundvíslega og
eru það félagar úr Rafveitu Ak-
ureyrar sem sjá um framkvæmd
kattarslagsins. Klæðskeraverslun
Sigurðar Guðmundssonar veitir
kattarkóngi vegleg verðlaun. Og
þá er bara að hvetja alla krakka
til að koma niður í bæ og taka
þátt í tunnuslættinum.
Jesendahorniá
©
RAFVEITA AKUREYRAR
OEISLAQÖTU •
PÓSTMÓCF 51* - N.NR.: 01*1-7717
RAFORKUREIKNINGUR Nr. Q05816 0009523
Uigáludagur 10.02.86Em<Ugi 20.02.86
VMMMmau NMxwm r^~ fym iw Dm-KM
15.11.85 07.01.86 53
Na*wrwM0u> VWUW
ulú 43931 294343 25C412
Turtt C1 R0FI.4 UAGHTLN. K2917394 aLcSTUR aLESTUR ALESTLR
Sunóurliðun
OKKUCJALO: 222.063 KWH I 47 OAGA A
FaST CJALU 1 47 UAGA
GJALOSKKAKBKEYTING: 01.Qn.86
OKKUGJALU: 28.348 KHH I 6 OAGA A
FAST GJALO 1 6 0AGA
1*12 KR/KWH
1» 3jJ KK/KWH
248.711 KK
363 KR
36.852 KR
S4 KK
TIL GREIOSLG 285.960 KK
285.980 króna
rafmagnsreikningur
Það er vissara að fylgjast með
því að álesarar Rafveitu Akur-
eyrar lesi rétt af mælum til að
fyrirbyggja vitleysu á borð við
þá sem kemur fram á með-
fylgjandi orkureikningi sem
húseigandi einn fékk frá Raf-
veitunni.
Á reikningnum er greiðanda
gert að inna af hendi 285980
krónur fyrir raforkunotkun á
tímbilinu frá 15. nóvember til 7.
janúar. Þegar að var gáð kom í
ljós að skýringin á þessari sér-
kennilegu upphæð var einföld.
Rafmagnsnotkun mannsins er
mæld á tveim mælum, annars veg-
ar það rafmagn sem fer til húshit-
unar en hins vegar það sem fer til
annarra nota. Iógáti hafa starfs-
menn Rafveitunnar sett sömu
mælisstöðu við fyrra álestur á
báða reikningana en seinni
mælisstaða er hins vegar rétt á
báðum. Þannig kom röng út-
koma á hitareikninginn en rétt á
hinn.
„Hver ber ábyrgðina
- þegar 16 ára ungiingur fer inn á
skemmtistað með vínveitingum"
Ég var alveg steini lostin um
helgina þegar sonur minn sagði
mér að hann hefði verið í H-100.
Hann er 16 ára gamall.
Ég hélt að maður gæti verið ör-
uggur með krakkana sína fram til
18 ára aldurs, a.m.k. gagnvart
vínveitingahúsunum. Mér er
kunnugt um að H-100 hefur oft
verið kært vegna þess að ungling-
ar undir lögaldri hafa verið tíndir
þaðan út.
Pví vil ég spyrja: Af hverju er
ekkert gert í þessu máli og hver
ber ábyrgðina þegar 16 ára ungl-
ingur fer inn á skemmtistað þar
sem vínveitingar eru? Hver á að
grípa í taumana?
Við sem eigufn unglinga á
þessum aldri eigum kröfu á að
þeim sé ekki hleypt þarna inn. Ég
vil fá svar og ég vil að eitthvað
verði gert í málinu!
Móðir
Við hvetjum lesendur til að koma úr felum og láta
skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorninu.
Smiinn er 24222
Peir sem skrifa merkja bréfin; Dagur, Strandgötu 37,
Akureyri, „lesendahornið“. Þeir sem vilja geta feng-
ið bréf sín birt undir dulnefni, en fullt nafn verður
samt sem áður að fylgja til ritstjórnar.
Sama gildir um þá sem hringja; við birtum erindi
þeirra undir dulnefni, en það verður ekkert birt ef
viðkomandi segir ekki til nafns í símann.
(I
Akureyringar - nærsveitamenn
-getraun
Vegleg verðlaun
situr öryggið í fyrirrúmi!
Verðum með kynningu á Damixa blöndunar-
tækjum föstudaginn 14. febrúar.
Einnig kynnum við Damixa „baðvörur“ svo sem
handklæðahengi, rúiluhaldara og fleira.
Sérstakur kynningarafsláttur.
Verið velkomin.
Byggingavörudeild
Glerárgötu 36.