Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 12. febrúar 1986 12. febrúar 1986 - DAGUR - 7 Komdu i Kanada Dum, Dum. beðnir um að stinga títuprjóni, (sem var við hendi) í land sitt, til þess að sýna hvaðan þeir kæmu. Ég var fljót að stinga títuprjónin- um mínum í Mýrasýsluna en hvað var nú þetta? Pað var títup- rjónn rétt hjá Akureyri? Á hverj- um degi leit ég á kortið og fyrstu tvo dagana var títuprjónninn minn tekinn í burtu! Ég stakk honum alltaf aftur í Mýrasýsluna og hét því að ná mér niðri á þeim sem tók hann í burtu. Ég fann hann, Norðlending frá Húsavík. Hauk Kristinsson, (sem er efnafræðingur í Sviss). Hann trúði því ekki að það væri annar íslendingur á ráðstefnunni og hélt að einhver væri að gera grín að sér. Erfitt er að bæla niður þjóðarstolt Norðlendinga, því að þegar ég fór að hæla Niagara fossunum, þá var hann fljótur að segja: „Pá finnst mér nú Detti- foss fallegri!" Ég nasa uppi landa mína, lífs og liðna Eftir ráðstefnuna áttum við nokkra daga eftir af fríinu og fór- um aftur upp í sveit. I þetta sinn til Muskoka-vatnanna og til Al- gonquin Park, sem er 2.900 sq. mílna þjóðgarður síðan 1893. Garðurinn er afar fallegur með rniklu af vötnum með bátum. Tjaldstæði eru leyfð. Engarnýjar byggingar eru leyfðar og aðeins fáein hótel starfandi. Timburúlf- ar og bjarndýr, einnig elgsdýr lifa þar, en við sáum engin. Rigning var mikil og við fórum ekki í göngutúra. Muskoka fær nafn sitt frá Indian Chief; Musqua Ukee (Yellow-head), sem átti heima á þessum slóðum og þetta var hans aðal veiðiland. Á þessum slóðum ber mikið á klettum sem korna upp úr jarðlaginu, sem annars er þakið skógi. Þetta er „the Canadian Shield" sem kallað er, pre-cambrian klettar, sem mynd- Kirkjan minnti mig á sveitakirkjuna mína. Kanada! Ég var ekkert sérlega spennt að fara þangað þegar < maðurinn minn bauð mér með sér til Ontario. hann þurfti að fara á ráðstefnu í háskólanum í Waterloo. Eg er Evrópu- barn og í þau fáu skipti sem ég hef komið til Bandaríkjanna hef ég alltaf verið fegin að komast heim til Englands. Við flugum frá Norwich í Englandi, (þar sem við eigum heima), til Amsterdam, svo frá Amsterdam til Toronto. í hvert skipti sem ég flýg með litlu sveitaflugvélinni okkar til Amsterdam, finnst mér eins og að ég sé í innanlandsflugi á ís- landi. Kunnuglegheitin eru þau sömu. Sæt, ljóshærð flug- freyja brosti til mín og sagði: „Halló frú Boulton, manstu ekki eftir mér, ég var hárgreiðsludaman þín í fyrra.“ - Mér fannst ég vera að fljúga til Egilsstaða! Hvað vissi ég um Kanada? Kanada er strjálbýlt og fámennt þriðja landið í röðinni á stærð, á eftir Kína og Rússlandi og stærra en Bandaríkin. Par eru fleiri vötn en nokkurs staðar annars staðar í heimi. Sum vötnin eru ennl þann dag í dag, nafnlaus. Fyrstu íbúar Kanada voru indí- ánar og eskimóar. Þeir eru þar enn. Indíánar hafa blandast meira þjóðinni, en eskimóarnir halda meira saman, - giftast ekki út á við. Þeir eru meira hrein- kynjaðir með mongólayfirlit og búa nær Alaska, Síbertu og Grænlandi. Margir Kanadaíbúar eru ljóshærðir og bláeygir. Kannski að mark Leifs Eiríks- sonar sjáist þar ennþá! Þeir eru glaðlyndir og þrautseigir, enda þurfa þeir að vera það, þar sem veturinn er afar kaldur, stundum mínus 40° frost og um 254 cm af snjó. Flestir nota skíði á veturna. Ice-hockey er vinsælt sport ef hægt er að ryðja snjónum af ísnum. Fiskimenn eru þeir ntiklir, allt árið í kring, jafnt á veturna sem á surnrin. Á sumum vötnum, sent hafa frosið, setja þeir upp smákofa, (það myndast eins og þorp), svo brjóta þeir gat á ísinn og bíða eftir að það taki á! Þetta verður „ísfiskaþorp" og engin hætta að það slái í fiskinn! Fótbolti og „base-ball" er mik- ið spilaður en cricket er vinsælast í Ontario og British Columbia þar sem Englendingar settust að í byrjuninni. Bændur framleiða mikið af hveiti, barley, maís og höfrum. Kjöt- og smjörframleiðsla er mjög góð. Ávaxtaræktun er þar mikil, þrátt fyrir kaldan vetur þá bæta sumrin það upp, þó að þau séu stutt. Hitinn er mikill, 30-40°C. Epli, plómur, vínber og apríkósur o.fl. ávextir vaxa í al- gleymingi. Þá má ekki gleyma „maple sírópinu", sem er hun- angssætt og mikið notað, sérstak- lega á brauð og pönnukökur. Þessu sírópi er náð úr maple trénu, sem er vinsælasta tréð þeirra, afar fallegt, verður rautt á haustin. Þótt að Kanada til- heyri Breska samveldinu, þá nota þeir þetta tré sem tákn sitt á sín- um þjóðarfána, rautt maple-lauf á hvítum grunni. Toronto Það var heitt í Toronto þegar við komum þangað en þetta var þurr hiti og ekki ónotalegur. Borgin stendur við Ontario-vatnið og er eftirtektarvert hvað svona stór borg er hreinleg. Gangstéttin á neðanjarðarbrautarstöðinni var svo hrein að ég hefði getað borð- að þar. Stórborgir Evrópu hafa dóm- kirkjur, Toronto hefur banka. Sumir bankarnir hafa farið í sam- keppni að byggja skýjakljúfa. Fyrsti skýjakljúfurinn sem var byggður var svartur, 54 hæða turn, teiknaður af þýsk-amerísk- um arkitekt, Ludwig Mies van der Rohe. Þetta var hæsta bygg- ingin í Breska samveldinu þar til annar banki byggði ennþá hærri turn. Montreal-borgin fór þá á stúfana og einn bankinn þar byggði þriðja turninn sem sló hina út. Best þekktur er CN- turninn í Toronto, sem mikið er talað um og er auglýstur sem stærsta sjálfstandandi (free standing) bygging í heimi. Turn- inn hefur víra að innan í steyp- unni til þess að halda honum uppi. Hann er 553 metrar á hæð með matsölu nálægt efstu hæð, sem snýst hægt á meðan borðað er, svo að þú sérð nýtt og nýtt út- sýni við matarborðið. Best er að fara ekki í hádegismat eða kvöld- verð þar, ef þér þykir vænt um peningabudduna, en ágætt að fá sér koktail því að lyftan upp á hæstu hæð er frí fyrir þá sem gera það. Gestirnir eru alveg í skýjun- um þegar upp er komið. Á leið- inni niður í lyftunni segir lyftu- strákurinn! „Þakka ykkur fyrir að fljúga með CN!" CN er best þekkta járnbrautarlest þjóðar- innar og byggði þennan turn. (Það eru fjórar lyftur sem fara með fólk upp á hæsta tindinn, 1.465 fet. Það er talið vera hæsta útsýnigalleríið í heimi). Það er tiltölulega auðvelt að rata í Toronto. Göturnar eru vel skipulagðar og „kriss-krossa“ hver aðra. Margir garðar eru í borginni og sumir þeirra gróa af náttúrunnar hendi. Stundum sjást dádýr og þvottabirnir (raccons), sem koma heim að húsum til þess að leita sér matar. Toronto hefur sérstæða „unduerground shopping con- courses“ sem er mjög heppilegt allan ársins hring. Á veturna er snjóasamt ofanjarðar og á sumrin er of heitt og sólríkt, en þá er hægt að sjoppa í svala og lúxus neðanjarðar. Einna best þekktur af þessum „centres“ er Eaton Centre, sem hefur margar hæðir, búðir, gosbrunni og matsölur. Ódýrustu búðirnar eru á neðstu hæð. Á annarri hæð í norður- endanum er bronsstytta af Timothy Eaton. Styttan er kölluð „Timothy’s Toes“ (Tærnar á Timothy). Margir mæla sér mót við þessa styttu. Vinstri skórinn á styttunni er spegilgljáandi, hann hefur verið nuddaður svo mikið, það er sagt að það væri vegfarendum lukku! Leiði Sólveigar. Ella Godfrey. Niagara fossarnir. Fólkið lítur út eins og svartar pöddur, sem skríða um bátinn! Ég þefaði af steininum Var hann kannski íslenskur? Við stoppuðum aðeins tvo daga í Toronto. Mig langaði upp í sveit. Ég er lítið fyrir stórborgir og sér- staklega um sumartímann þegar mikið er af túristum. Ég hafði það í huga að fara til Niagara-on- the-lake, sem er lítil borg, nálægt frægu fossunum. Ég hafði lesið að borgin væri ein af fallegustu borgunum í Ontario, kölluð Newark fyrr á tímum. Var um stuttan tíma höfuðborg Upper Canada, en eftir stríðið 1812, Toronto, sem þá var kölluð York, varð höfuðborgin. Ég sannfærði manninn minn um að þetta væri hin besta hugmynd svo við leigðum okkur bíl og lögðum af stað. Vegalengdin er um 130 km frá Toronto. Þegar við vorum komin hálfa leið, trúði ég honum fyrir aðal- ástæðunni að plata hann þangað. Ég vissi að írlending, Brian Doherty að nafni, hafði alltaf dreymt um að byggja leikhús á þessum stað og helga það írska skáldinu, Bernard Shaw. Leikhúsið var opnað 1963 en smíðum var ekki fulllokið fyrr en 1973. Á hverju ári er leiklistar- hátíð haldin og sýnt megnið af G.B. Shaw leikritum, einnig leikrit eftir Noél Coward, Girau- doux, Agatha Christie o.fl. Leikhúsið er byggt í útjaðri borgarinnar og er mjög fallegt. Það var löng biðröð þegar ég kom í miðasöluna hjá leikhúsinu. Ég var að vona að á dagskránni myndi vera: „Heart-break House“, sem er uppáhaldsleikrit hjá mér. Ég var hepin. Þeir voru að sýna einmitt þetta leikrit og ég fékk miða fyrir kvöldið. Sýningin var alveg dásamleg. Leikstjórn og leikur alveg framúrskarandi góð. Leikritið er kómedía með skörpum alvörutón. Shaw sagði að þetta væri besta leikritið sitt. Hann sagði við Virginia Woolf: „There is a play of mine called Heartbreak House, which I always connect with you because I conceived it in that house some- where in Sussex where I first met you and of course fell in love with you. I suppose every man did.“ Við fengum inni hjá prívat- fólki um nóttina. Hjónin hétu Mr. and Mrs. Stead. Mr. Stead opnaði fyrir okkur. Hann var meðalmaður á hæð, frísklegur í hreyfingum og klæddur í stutt- buxur. Gíðarstór bröndóttur köttur sat á miðju eldhúsgólfi og leit merkilega í kringum sig eins og hann myndi segja: „Þetta er mitt hús, hvað eruð þið að gera hérna?“ Hann lofaði mér að strjúka sér. Ég spurði hvað hann héti, því að ég er ósköp mikil kattargæla. „Dum, Dum“ (heimskur, heimskur), svaraði Mr. Stead. Herbergið okkar var vinalegt, tárhreint með svörtum ofni í einu horninu. Viðarbútum var hlaðið við arininn. Bókahilla náði frá gólfi upp að lofti. Hún var full af bókum. Á þriðju hillu lá vikur- steinn. Ég tók hann gætilega upp og lyktaði af steininum. „Svei mér ef hann er ekki íslenskur." „Þú ert alveg rugluð,“ sagði mað- Einn af „milljónamæringa“ sumarbústöðunum við Muskoka-vatnið. urinn minn, „þú heldur að hvergi séu til eldfjöll nema á íslandi." Hann fór að glugga í bækurnar í hillunni og fann fljótlega tvær bækur sem hann setti fyrir fram- an mig. Það voru Njálssaga og Laxdælasaga! Hingað var ég komin, Niagara-on-the-lake, foss- arnir nokkra kílómetra í burtu, hinum megin við vatnið sást til Bandaríkjanna og hér í svefnher- berginu okkar var litla ísland! Það kom upp úr dúrnum að þau hjónin höfðu farið til íslands fyrir ellefu árum og fengið alveg dá- samlegt veður, fóru upp á Heklu og báru til baka þennan vikur- stein. Mr. Stead hafði árætt að borða blóðmör og hval. Daginn eftir gaf Mr. Stead okkur aðalbláber í morgunmat, gott kaffi og heitt brauð. Það var góður morgunmatur. Hann kom líka með: „The Globe and the Mail“ aðaldagblaðið í Kanada. „Þeir hljóta að hafa vitað að þú varst að koma,“ sagði hann bros- andi. í blaðinu var grein um ferðalag á íslandi, aðallega um Vestmannaeyjar. Hinn frægi „pet puffin“ (lundi) Páls Helgasonar var nefndur sem sérkennilegt gæludýr. Við kvöddum „Dum, Dum“ og þessa ágætu fjölskyldu og fórum að skoða Niagarafossana. Skeifu- lagaðir, grænhvítir fossarnir falla niður 51 metra hæð og eru mjög fallegir. Borgin, sem skapast hef- ur þarna í kring, hefur 70 þúsund íbúa sem monta sig af að hafa „frægasta heimilisfang í heimi!“ Þrátt fyrir fjölda túrista og ungt fólk, sem eyðir hveitibrauðs- dögunum sínum þarna, verður fólk aldrei þreytt á að horfa á þetta náttúruundur sem rennur áfram og áfram öllum til yndis. Það er meira að segja hægt að horfa á það „frítt" þó að á mörg- um stöðum séu turnar sem selja útsýni. Einnig er hægt að sigla á skipi inn í úðann. Fólkið verður að klæðast svörtum sjóstökkum til þess að verða ekki blautt. Af hæðinni fyrir ofan lítur það út eins og svartar pöddur, sem skríða um bátinn sem siglir í gegnum regnbogann inn í úðann. Títuprjónninn Við yfirgáfum Niagara svæðin og héldum til Kitchener-Waterloo, sem eru tvíbura borgir. (Efna- fræðinga ráðstefnan, sem var aðalerindi mannsins míns, var haldin í Waterloo háskólanum). { Kitchener er frægt klukknaspil, „Clockenspiel“ með 23 bjöllum og Mjallhvít í staðinn fyrir gauk, sem lætur sjá sig klukkan tólf á hádegi. Þar er líka frægur mark- aður þar sem „Mennonite“ bændurnir selja muni sína, góm- sætindi o.fl. Mennonites er flokk- ur af brautryðjendum, sem ennþá lifir í Kanada. Þeir koma mest megnis frá Hollandi, Þýskalandi og Rússlandi. Þeir eru kallaðir „Mennonites“ vegna trúar sinnar, sem á uppruna sinn frá hollenskum presti, Mennon Simons. Þeir lifa á einfaldan hátt, trúin leyfir þeim ekki neinn lúxus. Þeir eru á móti stríði og berjast ekki, láta ekki skíra börn sín, trúa að brauð og vín við alt- arisgöngu verði að holdi Krists. Mennon Simons fór frá sinni kirkju árið 1531 og varð fyrsti biskupinn í Mennonite hollenska kirkjusöfnuðinum. Trú þeirra breiddist út og margir urðu að flýja lönd sín. Best þekktir eru þeir þýsku og rússnesku Menn- onites og margir þeirra leituðu á náðir Kanada og búa þar enn. í Waterloo fórum við undir eins að skrásetja okkur sem þátt- takendur. (Það voru yfir þúsund manns scm tóku þátt í þessari ráðsstefnu.) Fólk kom alls staðar að. Á einum veggnum var stórt landakort og voru þátttakendur Kristín Finnbogadóttir skrifar uðust 4000.000.000 árum fyrir Cambrian tímabilið. Klettarnir ná frá ströndum Labrador til Mackenzie og norður að Hudson Bay og eru eins og granítkastalar sem myndast hafa eftir Plei- stocene jöklana. í kringum þessi óteljandi vötn, standa furutré og mapletré. Okkur var sagt að besti tíminn væri að koma á haustin þegar trén væru í ótal litum, (sér- staklega maple-tréð, sem er rautt). Kanada er sönn paradís fyrir listamenn. Hvar sem við stoppuðum voru sömu vingjarn- legheitin, fólk bauð okkur inn og gaf okkur kaffi eða te. Þannig hittum við kanadískan vatnslita- málara, Lorne Jewitt, sem lofaði mér að taka mynd af „humming- bird“ sem kom til þess að drekka af maple-sírópinu, sem hann hafði hengt út í flösku fyrir hann. Humming-bird tilheyrir Trochili- dae söngfuglafjölskyldunni (warblers), og er prýddur skærlit- um fjöðrum. Litirnir breytast eft- ir því sem sólin eða ljósin skína á þá. Fuglinn er aðeins á stærð við fingur manns, en vængirnir eru sterkbyggðir, enda þurfa þeir að vera það því að fuglinn flýgur til Suður-Ameríku fyrir veturinn. Einn daginn, þegar við vorum að dúlla okkur í kringum vötnin og ég var að líta á kortið, kom ég auga á smástað, sem hét „Hekkla“. Mér datt í hug að þar væru landar mínir og bað mann minn um að keyra þangað. Hann hélt því fram að stafsetningin væri röng og þetta hefði ekkert samband við Island. Við fórum samt. Þetta var lítill staður. mjög afskekktur með lítilli timbur- kirkju sem minnti mig á sveita- kirkjuna mína. Grafreitur var þar rétt hjá. Ég klifraði inn í hann. Þarna voru þeir, íslend- ingarnir mínir, undir grænni torfu, flestir dánir um 1924. Sól- veig G. Einarson f. 26. feb. 1858, d. 30 okt. 1924. Á leiði hennar stóð: Dauðans stríð og þín heilög hönd hjálpi mér vel að þrevja meðtak þá faðir mína önd mun ég svo glaður deyja. Ég gekk á rnilli leiðanna. Einarson fjölskyldan virtist hafa átt heima mest hér. Þar var: Gísli Einarson, Jakob Einarson. Bjarni Einarson (sá yngsti d. 1976). Gísli Thomson, Bjarni Thomson, Guðni Guðnason. Bjarni Guðbjarnarson. Það var einkennileg tilfinning að standa þarna við grafir þeirra. þessara íslensku brautryðjenda sem sennilega höfðu rutt þetta land og ræktað það. Venja var fyrir brautryðjendur á þessum tímum. að ef þeir gætu höggvið niður trén, var þeim leyft að rækta landið. Hér höfðu þeir skapað sér nýtt líf. stritað og starfað og hvílast nú hér. Húsarústir voru þar nálægt og gamalt hús í eyði. Baðstofa hafði verið byggð úr viði og var áföst við húsið. Kannski hafa íslensku konurnar staðið á þessum fjölum, átt sínar sorgir og gleði hér, kallað staðinn Heklu til þess að minna á heima- landið sitt? Skammt frá var ný- byggt hús. Ég bankaði upp á. Unga konan sem kom til dyra sagði að það hefði verið íslend- ingabyggð hér og í þá daga var nafnið skrifað „Hekla" með einu k-i. Það væri eftirlifandi einn af- komandi í næsta þorpi, Rosseau, sem héti Ella Godfrey, hún gæti frætt mig meira um þetta. í Ross- eau spurðist ég fyrir um Ellu Godfrey. Jú, hún átti heima rétt hjá bakaríinu. Ég bankaði upp á. Smávaxin, hógvær kona kom til dyra. „Talarðu íslensku?“ spurði ég. Hún hrökk dálítið við og sagði svo feimnislega: „Ósköp lítið." Ég fékk góðar skýrslur frá henni sem skyldfólk hennar hafði sent að heiman. Langafi hennar var Einar Kristjánsson frá Foss- seli í Reykjadal. María Magnús- dóttir var kona hans frá Krókum í Fnjóskadal. Gísli Einarsson var bóndi í Holtakoti í Ljósavatns- hreppi í eitt ár, fór til Ameríku 1878 og bjó í Ontario til æviloka. Fyrri kona hans var Elínbjörg Gunnlaugsdóttir. Dóttir þeirra var María Gísladóttir, fædd í Kanada 1883. Hún giftist George Lambert og þeirra dóttir er Elín Agnes Lamber, sem nú heitir Ella Godfrey og ég sat og talaði við. Seinni kona Gísla var Sól- veig Einarsdóttir. Gísli átti bróður, sem hét Jakob, fæddur í Máskoti í Reykjadal. Hann flutt- ist til Kanada 13 ára að aldri og hafði byggt húsið sem var nú í eyði. Gísli hafði hjálpað við að byggja kirkjuna. Það var venja að brautryðjendur fengu prest til að vígja landið svo að þeir gætu hvílt sín lúnu bein þegar kallið kom. Ella sagði mér, að þegar langafi sinn var kominn á áfanga- stað. þá átti hann eftir 25 krónur í vasanum. Hann hjó niður trén og hóf búskap með kindum og kúm. Árlega. fvrsta sunnudaginn í águst, reyna afkomendur „Heklu"-íslendinga að koma saman í litlu kirkjunni og minn- ast ættingja sinna. sem ruddu veginn fyrir þá. Ella giftist kana- dískum manni, Thomas Godfrey, sem dó fyrir ári. 60 ára að aldri. Hún á eina dóttur. sem heitir Sandra. Á Akureyri á hún frænku, Steingerði Hólmgeirs- dóttur. sem hún biður mig um að skila kveðju til og skila ég henni hér með. Jólasveinn á bát Daginn eftir var yndislegt veður og fórum við á báti urn vötnin. Allir sem fóru franrhjá veifuðu og brostu og á einum báti kom sjálfur Santa Kláus. Hann veifaði og kallaði; „Gleðileg jól!" Ég þurfti að rninna mig á að það var ágústmánuður. Báturinn var eins og svanur í laginu og var að koma frá „Santa village" (Jólasveins- þorpinu), sem var dálítið neðar við vatnið og er auðvitað einstakt þorp. ekki einungis af því að Santi Kláus á heima þar, heldur líka vegna þess að það er sá staður. sem er hálfa leið á milli norðurpólsins og miðjarðarlín- unnar. Alls staðar voru fallegar eyjar, sumarbústaðir og bátar. Sólin hellti geislum sínum yfir vötnin, skógana og klettana. Enginn hugsaði til vetursins, sent kemur með snjó og frost. Kanadabúar hafa lært að búa sig undir allt og landiö sitt elska þeir á öllum árs- tíðum. Það var tími til kominn að hugsa til heimferðar. Við kveðj- um Kanada. klifrum upp í tlug- vélina og einhver segir eins og þeir hafa sagt við okkur á hverj- um degi: „Have a nice day."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.