Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 13. febrúar 1986 _j/iðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Skilyrði að fjár- magnið fari ekki Það fer nú senn að skýrast hvað felst í tillög- um og hugmyndum um stórkostlega breyt- ingu á húsnæðislánakerfinu, sem nefnd á vegum aðila vinnumarkaðarins hefur unnið að, og gera m.a. ráð fyrir því að mestur hluti ráðstöfunarfjár lífeyrissjóðanna fari til hús- næðismálastofnunar, sem síðan láni hús- byggjendum. Eiginleg lífeyrissjóðslán yrðu þar með úr sögunni. Eins og dæmið er sett upp mun þetta fyrir- komulag koma sjóðunum betur. Reiknað er með að þeir fái betri ávöxtun síns fjár, því rík- ið muni tryggja þá ávöxtun sem greidd er af skuldabréfum á hverjum tíma, sem nú er 9,5%. Nú eru þau bréf sem lífeyrissjóðirnir kaupa af t.d. atvinnuvegasjóðunum með 7% vöxtum og lán til sjóðfélaga almennt með 5% vöxtum. Vegna þessa er reiknað með að hægt verði að lækka vexti á lánum til sjóðfélaga og þeir verði aldrei hærri en 3% í stað 5% nú, auk þess sem ætlað er að hægt verði að veita hærri lán en sem samsvarar samanlögðum lánum lífeyrissjóðanna og húsnæðisstjórnar í dag. Þá er reiknað með að félagar í lífeyris- sjóðunum fái aðgang að lánum eftir tvö ár. Þetta hljómar allt saman mjög vel og virðist geta orðið húsbyggjendum að liði, en reikna verður með að þeir sem greitt hafa í lífeyris- sjóði geti þurft að taka lán til annarra nota en húsbygginga. Verði það skilyrði fyrir láni úr þessu nýja kerfi, ef að veruleika verður, að viðkomandi sjóðfélagi standi í húsakaupum og hafi þar af leiðandi húsveð fyrir lántök- unni, er nánast verið að lögfesta einkaeign á íbúðarhúsnæði. Það er ekki sangjarnt né æskilegt að útiloka aðra en húseigendur og húsbyggjendur frá lífeyrissjóðum sínum. Þetta eru sjóðir sem fólkið hefur sjálft lagt sinn skerf til og það á ekki að þurfa að lúta algerri forsögn miðstýringar um lífsstíl til þess að fá aðgang að því. Þá veldur það ekki minni áhyggjum ef þetta kerfi felur í sér fjármagnsflutninga af lands- byggðinni inn í miðstýrt kerfi, sem hugsan- lega myndi beina fjármagnsstraumum fyrst og fremst í áframhaldandi stóruppbyggingu á Reykjavíkursvæðinu, sem þegar hefur búið við of mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þátt- taka lífeyrissjóða á landsbyggðinni ætti því að vera skilyrt á þann hátt að tryggilega verði komið í veg fyrir slíkt, t.d. með deildum út um landið með sjálfstæðan fjárhag, svo fjármagn hverfi ekki úr landshlutunum. „Allt heimatilbúið efni á þorrablóti í Kinn“ - segir Baldvin Baldursson oddviti og bóndi í viðtali dagsins Baldvin Baldursson, bóndi og oddviti á Rangá í Köldukinn er í viðtali dagsins að þessu sinni. Baldvin er upprunninn úr Kinninni, faðir hans og afi bjuggu að Ófeigsstöðum. Hann byrjaði að búa 1945 og hefur búið á Rangá síðan. Ég byrjaði á að spyrja Baldvin almæltra tíðinda, hvernig mannlífið væri í Kinninni um þessar mundir. „Mannlífið er út af fyrir sig ágætt í Kinninni. Pað er verið að undirbúa þorrablót sem er ein aðalskemmtun okkar. Mikil upp- lyfting fyrir fólkið í sveitinni og góðar samkomur.“ - Hvað hafa menn sér til skemmtunar á þorrablótum í Kinn? „Pað er yfirleitt frumsamið heimatilbúið efni. Það er fluttur annáll og ýmislegt tínt til sem mönnum finnst spaugilegt og gert góðlátlegt grín að náunganum en það er allt í hófi og ég vona að það særi engan.“ - Hvað koma margir? „Það hafa verið vandræði með að koma öllum að og eigum við þó stórt samkomuhús. Það hafa verið 300 á þessum þorrablótum. Hverju heimili er heimilt að bjóða með sér og það er mikið sótt í þetta af burtfluttu fólki. Það eru fyrst og fremst vensla- menn þeirra sem búa í sveitinni sem þar er um að ræða. Hins vegar er nokkuð mikið í umræðu búmark og kvóti og slík mál,“ segir Baldvin og þyngist heldur í honum hljóðið. - Hvernig kemur niðurskurð- ur á framleiðslurétti við bændur í Kinn? „Þetta kemur illa niður í flest- um tilfellum. Það sem ég set helst út á er það að nú er liðið langt á framleiðsluárið og mér finnst þetta seint á ferðinni. Vandinn er auðvitað mikill. Hann er sá að framleiðsla sé ekki of mikil og maður fái fullt verð fyrir sína framleiðslu. Það er auðvitað númer eitt. En það er alltaf mein- ingamunur um það hvernig á að skipuleggja framleiðsluna. Mér finnst þessi kvótamál koma of hart niður á sumum. Ég get nefnt dæmi um það að maður frá Akur- eyri er nýfluttur austur og er að hefja búskap. Hann er að koma sér upp kúm en framleiddi ekkert á síðasta ári þannig að hann fær allt of lágt búmark. Mér finnst að bændastéttin sé skyldug til að hlynna að þessum mönnum sem eru að fara út í búskap, þeir eru ekki svo margir sem leggja í það. Að vísu höfum við til ráð- stöfunar 5% af þessu svæði Bún- aðarsambands S.-Þingeyinga, sem þýðir um 315 þús. lítra af mjólk til skipta til 120 bænda og þú sérð að það er ekki mikið. Mér finnst hafa verið farið of seint af stað og gengið of geyst til verks í niðurskurði á framleiðslu bænda. Það hefði þurft að ganga fyrr til verks og á markvissari hátt en það er hægara um að tala en í að komast að rétta þetta á svip- stundu. Við erum hættir að geta búist við að hægt sé að flytja út mjólk- urvörur og raunar kjöt líka. Það er næstum borin von.“ - Nú hefur verið rætt um að hugsanlega sé hægt að selja Bandaríkjamönnum lambakjöt. „Jú, og maður horfir náttúr- lega vonaraugum á það og ég trúi því ekki að ekki sé hægt að ná einhverri fótfestu með íslenska landbúnaðarframleiðslu á erlend- um mörkuðum. En það virðist hafa verið þungt fyrir fæti til þessa.“ - Hverslags skepnur býrð þú með? „Ég er með fjárbúskap. Það er nú kannski afleiðing af því að ég hef verið mikið í félagsmálum og kýr eru bindandi. Ef maður ætlar að hafa einhvern afrakstur af þeim þarf maður að sinna þeim. Það gildir reyndar um allan búskap, hvort sem maður er með kýr eða kindur eða eitthvað annað. En maður hefur svolítið frjálsari tíma með sauðféð.“ - Þú segist hafa verið mikið í félagsmálum. Hefurðu þá verið í pólitík? „Já, ég hef nú verið dálítið pól- itískur. Ég var um tíma mikið í kjördæmissambandinu, m.a. í stjórn, en hef dregið mig nokkuð í hlé þar sem hlaðist hafa á mig önnur störf.“ - Það vilja ekki neinir bændur viðurkenna að þeir hafi efnast á búskap, er það nokkuð frábrugð- ið í Kinn? „Ætli það,“ segir Baldvin og hlær. Svo verður hann alvarlegur og heldur áfram: „Það skiptir alveg sköpum að þeir bændur sem búnir voru að byggja upp sín bú fyrir þessa aðalverðbólguhol- skeflu, þeir eru nokkuð vel settir, en hinir sem hafa þurft að byggja upp hús, rækta land eða efla bú- stofn á síðustu árum eiga í mikl- um erfiðleikum.“ -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.