Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 7
Hvern hefur ekki einhvern tímann fangað til þess að prófa að vera í heimavistarskóla, - laus frá öllu suðinu í foreldrunum og að geta gert hvað sem er - eða svona næstum því. Ég held að þeir séu ófáir. Þarna er hægt að gera svo ótal margt af sér t.d. fara í vatnsslagi, stelast á milli vistanna, rugla öllum skónum og svo framvegis. Að ekki sé nú minnst á öll ástarsamböndin sem blómgast innan veggja heimavistarinnar. Svo er það náttúrlega lærdómurinn. Ja-á hvað er nú það? Þetta held ég að sé sú hugmynd sem flestir gera sér af heimavistarskóla og kannski er eitthvað til í henni, eða hvað? Til þess að fræðast aðeins um málið ákváðum við að skreppa barasta og kíkja á líf- ið í svo sem einum heimavistarskóla. Fyrir valinu varð Hrafnagilsskóli, hann er stað- settur inni í Eyjafirði, í um það bil 12 km fjarlægð frá Akureyri. Þessi skóli þjónar öll- um hreppunum í innanverðum firðinum og að auki Svalbarðsstrandarhreppi. Við brenndum í skólann eitt fimmtudagskvöld fyrir skömmu og þar tókst okkur að króa af nokkra heimavistarbúa, þrátt fyrir mikla dansfíkn þeirra. Við spurðum þá ann spjörunum úr um heimavistarlífið og fl. Einnig tókst okkur að ná viðtali við skólastjór- ann og einn kennara. - Finnst þér ekki erfitt að kenna krökkum á þessum aldri? „Það læt ég nú alveg vera, mér finnst það ekkert mjög slæmt. Auðvitað eru alltaf nemendur innan um sem hafa ekki áhuga á að læra, en það er ekkert verra hér en annars staðar.“ - Finnur þú kannski mun á milli árganga? „Já, það er þó nokkur munur á árgöngum. Það er kannski góður árgangur eitt árið í 7. bekk og hann verður góöur upp úr eða öfugt. Svo eru alltaf einstaklingar sem eru á móti öllu og geta eitrað út frá sér.“ - Finnst þér skólakerfið hafa breyst mikið síðan þú varst í skóla? „Já, krakkarnir eru yngri núna í sama námsefninu, og þá var líka landspróf og gagnfræðapróf. Þeir sem ætluðu ekki í mennta- skóla fóru í 4 bekki og tóku gagnfræðapróf en þeir sem hugðu á framhaldsnám fóru bara í 3. bekk og tóku landspróf." - Telur þú að nægar kröfur séu gerðar til krakkanna núna upp á framhaldsnám? „Ég veit það ekki, kannski ekki alveg. Grunnskólinn á nú ekki að miða eingöngu við framhalds- skólana. Þarna er dálítil tog- streita á milli. Framhaldsskólinn telur að grunnskólinn eigi að sjá fyrir góðum nemendum upp til þeirra, en grunnskólinn telur að framhaldsskólinn eigi að aðlaga sig að honum. Þó verður ekki komist hjá að stíla upp á fram- haldsskólana. Ég persónulega er dálítið hrif- inn af þeirri hugmynd að hafa lokaáfanga á milli grunnskóla og framhaldsskóla, - svona eins og gagnfræðaprófið var. Það yrði þá gert fyrir þá sem ætluðu ekki í framhaldsnám." - Er mikið um það að vand- ræðaunglingar frá Akureyri séu sendir hingað í skóla? „Já, það er alltaf þó nokkuð sótt um fyrir unglinga frá Akureyri eða annars staðar frá, sem ein- hver vandræði eru með. Við höfum tekið inn unglinga á vegum fræðsluskrifstofunnar, sem eiga erfitt, og þetta er þá lið- ur í að reyna að bæta um fyrir þeim. En við getum ekki leyst öll þeirra vandamál, - að vísu höf- um við betri aðstöðu til þess því að hér er heimavist. Samt koma upp hegðunarvandamál og eins í sambandi við námið, þannig að yfirleitt verða þessir unglingar til að spilla fyrir.“ - Hvers vegna eruð þiö þá að taka að ykkur þessa unglinga? „Ja, ef allir segja nei við þess- um krökkum, hvað þá? Einhver verður að taka að sér verkið." Sigurður Aðalgeirsson skólastjóri Hrafnagilsskóla - Hvenær var þessi skóli stofn- aður? „Hann tók til starfa haustið 1971, en þá var aðeins búið að byggja hluta af honum. Fyrsta veturinn voru nemendur 64 en kennarar 4.“ - Hvernig er þetta í dag? „í dag erum við sex sem erum fastráðin, en nemendur eru nú í vetur ekki nema 75 talsins, nem- endum hefur fækkað en þeim fer fjölgandi aftur, strax á næsta vetri.“ - Nú er lestími hér við skólann, hvernig er honum háttað? „Lestímanum er þannig háttað að hann hefst kl. 17.00 og er til kl. 19.00 fjóra daga vikunnar. Þá eru kennarar á vakt á vistinni og nemendur lesa á sínum heima- vistarherbergjum." - Hve margir nemendur eru á heimavist? „Það eru nær allir nemendur skólans á heimavist í vetur, vegna þess að þeir eru svo fáir að vistin rúmar þá. Nokkrir nem- endur eiga heima hér í skólanum eða stutt frá honum og ganga í skólann, þannig að það eru ekki nema 68 á vistinni sem rúmar 80 manns.“ - Hvað er skóladagurinn hjá krökkunum yfirleitt langur? „Við byrjum venjulega að kenna klukkan 8.15 og kennum til kl. 16.00 nema á mánudögum þá byrjum við kl. 10.00 sem ors- akast af því að við nýtum sömu skólabíla og barnaskólarnir á svæðinu og nemendur eru ekki sóttir fyrr en búið er að keyra í barnaskólana. Síðan áföstudög- um er skólahaldi lokið kl. 14.30.“ - Hvað kostar að vera á heimavist? „Krakkarnir borga náttúrlega ekki nema hráefniskostnaðinn fyrir matinn, sem er fjórar máltíðir á dag og smá hressing fyrir svefn. Áætlunin núna er 25.000 kr. yfir veturinn pr. nemanda." - Er ekki erfitt að fá kennara til starfa í dreifbýlisskóla þegar launin eru svona léleg? „Það er kannski ekki af því að þetta er dreifbýlisskóli. Einmitt þeir skólar eru settir upp eins og þessi skóli, þar sem kennurum eru skaffaðar íbúðir á svona þokkalegum kjörum, þar hefur gengið betur að fá kennara til starfa.“ - Er það ekki voðalega van- þakklátt starf að vera í skóla- stjóra- og kennarastöðu í dag? „Jú, ég held það. En maður væri ekki í þessu nema maður hefði gaman af því, maður hlust- ar ekkert á annað." - Að lokum, liggja fyrir ein-. hverjar breytingar á skólanum? „Það er nú ekki fyrirsjáanlegt. Maður veit náttúrlega ekki hve lengi þetta heimavistarform ríkir en það virðist frekar vera stefnan að auka daglegan akstur sem er álitinn ódýrari. í sambandi við byggingar von- umst við til að geta haldið áfram með byggingu íþróttahúss við skólann núna á sumri komanda." Einn ein Helga Helga Ingibjörg Kristjáns- dóttir hefur tekið til starfa við þáttinn, hún mun skrifa text- ann ásamt nöfnu sinni. 13. febrúar 1986 - DAGUR - 7 rspurning vikunnac________________ Hefur þú biótað þorra? Dagný Guðlaugsdóttir: Nei, ekki núna og geri ekki ráð fyrir að af því verði. En þetta er góður siður og sjálfsagt að við- halda honum. Áður hef ég bæði sótt þorrablót og haft þorramat heima og þá boðið kunningjun- um. Skemmtilegustu þorrablót sem ég get hugsað mér eru í Mývatnssveit. Hvergi hef ég smakkað annað eins lostæti í súrmat og þar, einnig hafa þeir kæst egg og fleira sem maður fær ekki annars staðar. Skemmtiatriði eru heimatilbúin mikil og góð. Mývetningareru í sérflokki með að skemmta sér og sínum. Vera Kjartansdóttir: Já, já, í Bárðardal, voðalega, ógurlega mikið fjör. Þar voru góð skemmtiatriði, góður matur, skemmtilegt fólk og gott ball. Það er mjög góður siður að halda þorrablót. Yfirleitt förum við á hverju ári, en ekki oftar en einu sinni á ári nú orðið. Fyrir nokkuð mörgum árum vorum við einnig alltaf boðin í Kinnina til skyldfólks sem þá bjó þar. Jóhannes G. Einarsson: Já, ætli ég hafi ekki gert það ca. tvisvar sinnum núna. Bæði á Tjörnesi og Húsavík, það var gaman á báðum blótunum en alltaf er sérstaklega gaman á Tjörnesi. Þar var góð stemmning, fólk greinilega samankomið til að skemmta sér og gerði það svikalaust. Skemmtiatriðin voru heimatilbúin og tókust mjög vel. Þorrablót eru einn af þessum þjóðlegu siðum sem mér finnst sjálfsagt að viðhalda. Þorgerður Kjartansdóttir: Já, já í Bárðardal, það var mjög gaman, skemmtileg stemmning, góð skemmtiatriði, góður matur, fjörugt ball, allt hjálpaðist að til að gera kvöldið ánægjulegt. Það er mjög góður siður að halda þorrablót, viss þáttur í skemmtanalífinu. Við hjónin höfum alltaf verið boðin á þorra- blót í Bárðardal síðan við flutt- um þaðan fyrir um tuttugu árum. Þorgrímur Sigurðsson, (býr á Skógum í Reykjahverfi). Já, ég er búinn að því, bæði með börnunum í Hafralækjar- skóla og einnig á sameiginlegu þorrablóti Aðaldælinga og Reykhverfunga að Ýdölum. Þetta voru góð blót. Hjá krökkunum er gaman að sjá hvað þau geta gert til skemmt- unar. Þau sjá alveg um undir- búningin sjálf. Það var líka skemmtilegt á hinu þorrablót- inu. Þar var mikið borðað og drukkið, maður verður að stunda drykkjuskap þar fyrir bæði þessi blót. Mér finnst mjög góður siður að halda þorrablót.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.