Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 13. febrúar 1986 Tilboð óskast í verbúð ásamt nokkru af veiðarfærum og áhöldum í Sandgerðisbót. Uppl. í síma 21822 milli kl. 18.30 og 20.00. Útsalan heldur áfram. Mikið af góðu gaini, góður afslátt- ur. Ámálaðar myndir í ramma og án ramma, einnig pakkningar. Fullt af alls konar garni fínt og gróft. Tískulitir. Annie garnið í 12 litum kr. 73,- dokkan. Hjarta Solo, tískulitir, kr. 100,- dokkan og margar fleiri garn sortir. Póstsendum. Verslun Kristbjargar, Norðurbyggð 18, sími 23799. Opið frá 1-6 og 10-12 á laugardögum. 4ra herb. íbúð á Brekkunni til leigu frá 1. mars. Uppl. í síma 25708. Reglusaman mann vantar litla íbúð strax. Uppl. í síma 21400 (158). Sala Svartur Suzuki Fox, árg. ’84 til sölu. 4ra gíra, grind og dráttar- kúla, ek. 23 þús. km. Uppl. í síma 26408. Vil kaupa Cortinu árg. '70 eða eldri. Uppl. í síma 24987 eftir kl. 18.00. Til sölu Honda Accord, árg. '80. Uppl. gefnar i síma 24235 fyrir kl. 4 á daginn. Jörð til sölu. Grund í Svarfaðardal ásamt bú- stofni og vélum. Á jörðinni er íbúð- arhús 140 fm, fjós fyrir 26 kýr ásamt hlöðu, fjárhús fyrir 150 fjár og 8 hross. Ræktað land, 35 hekt- arar. Upplýsingar gefur Haraldur Hjartarson í síma 61548. Skák Skákmenn. Munið febrúarhraðskákmótiö í Ár- skógi, laugardaginn 15. febrúar kl. 13.30. Teflt verður í tveim flokkum. Gleymið taflinu ekki heima. Skakfelag U.M.S.E. Blómabúðin \ Laufás Sunnuhlíð auglýsir Höfum tekið upp mjög mikið sjh:* úrval af íslensku keramiki Mjög falleg vara. Blómabúðin Laufás Sunnuhlíð. FUNDIR MESSUR Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Afmennur fundur kl. 19.30 í kvöld. Félagsmál. Stjórnin. SAMKOMUR Hjálpræðishbrinu, Hvannavölluni 10. Föstudaginn 14. febr- úar kl. 17.00, „opið hús" fyrir börn. Kl. 20.00, æsku- lýðurinn. Laugardaginn 15. febr- úar kl. 20.00, kvöldvaka í umsjá æskulýðsins, happdrætti og veit- ingar. Sunnudaginn 16. febrúar kl. 13.30, sunnudagaskóli. Kl. 20.00, almenn samkoma. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Glerárprestakall. Barnasamkoma í Glerárskóla sunnudaginn 16. febrúarkl. 11 fh. Pálmi Matthíasson. Möðruvallaklaustursprestakall. Munið biblíulesturinn á Möðru- völluin nk. föstud. 14. febrúar kl. 21.00. Allir velkomnir. Skjaldarvík. Guðsþjónusta nk. sunnudag 16. febrúar kl. 14.00. Sóknarprestur. ATHUGIB HVjTASUfímiRKJAn V/5KARD5HLÍÐ Fimmtud. 13. febrúar kl. 20.30, bænasamkoma. Sunnud. 16. febr- úar kl. 11.00, sunnudagaskóli. Kl. 20.30, almenn samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn. Minningarkort Möðruvallakirkju í Hörgárdal fást í Bókaverslun Jón- asar og hjá sóknarprestinum Möðruvöllum. Grýtubakkahreppur - Grenivík. Munið eftir minningarspjöldum Steinunnar Sigursteinsdóttur. Til sölu hjá Eydísi í Litluhlíð 2g, sími 21194. Minningarsjóður Rannveigar og Jóns Sigurðssonar til styrktar æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins. Minningarspjöldin fást hjá Her- mínu Jónsdóttur, Strandgötu 25b og Hjálpræðishernum, Hvanna- völlunt 10. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI LETTIH x HESTAMANNAFÉLAGID LÉTTIR Slotnað 5 nov 1928 P O Bo« 348 ■ 602 Akureyn Mig vantar vinnu eftir kl. 4 á daginn. Allt kemur til greina. Van- ur skrifstofuvinnu og tölvum. Einn- ig vanur verkamannavinnu. Er með stúdentspróf frá Verslunar- braut. Uppl. í síma 24573 eftir kl. 16.00. Handavinna. Heklugarn stórar og litlar dokkur. Margar tegundir, hespugarn 200 gr. Ódýrir prjónar og smávörur, prjónateygjutvinni. Blúndur í mörgum breiddum og litum. Ódýrt kögur, skábönd. teygja, svört og hvít, margar breiddir. Strigi, filt í mörgum litum og margt fleira. Póstsendum. Verslun Kristbjargar, Norðurbyggð 18, sími 23799. Opið frá 1-6 og 10-12 á laugardögum. Get tekið að mér börn i pössun, hálfan eða allan daginn. Helst eldri en 2ja ára. Er í Síðuhverfi og með leyfi. Uppl. frá kl. 18.00- 20.00 í síma 26057. / " - —* GENGISSKRANING 12. febr. 1986 Eining Kaup Sala Dollar 41,720 41,840 Pund 59,132 59,302 Kan.dollar 29,861 29,947 Dönsk kr. 4,7892 4,8030 Norsk kr. 5,6750 5,6914 Sænsk kr. 5,5974 5,6135 Finnskt mark 7,8776 7,9003 Franskurfranki 5,7501 5,7667 Belg. franki 0,8622 0,8646 Sviss. franki 21,1348 21,1955 Holl. gyllini 15,6161 15,6610 V.-þýskt mark 17,6406 17,6913 ítölsk líra 0,02592 I 0,02600 Austurr. sch. 2,5100 2,5173 Port. escudo 0,2718 0,2726 Spánskur peseti 0,2803 0,2811 Japanskt yen 0,22404 I 0,22468 írskt pund 53,422 53,576 SDR (sérstök dráttarréttindi) 46,8731 46,0072 | Símsvari vegna gengisskráningar: 91-22190. Leikféíoy Akureyrar eftir Halldór Laxness. Laugard. 15. febrúar kl. 20.30. Sunnud. 16. febrúar kl. 20.30. Miðaverð kr. 450,- Myndarlegur hópafsláttur. Miðasala opin í Samkomuhúsinu alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Sími í miðasölu: (96) 24073. Haraldur Ásgeirsson prentari Fæddur 6. apríl 1945 - Dáinn 31. janúar 1986 Hinsta kveðja Hvað er skammlífi? Skortur lífsnautnar, svartrar svefnhettu síruglað mók. Oft dó áttræður og aldrei hafði tvítugs manns fyrir tær stigið. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Hvað er skammlífi spyr Jónas Hallgrímsson, og sú spurning vaknar hjá mér er ég kveð þig vinur fyrir fullt og allt, rétt rúm- lega fertugan. Sé notuð á þig mælistika Jónasar er ljóst að þú varst í raun langlífur, og lífs- nautnin og athafnaþráin ráku þig áfram til að reyna sífellt eitthvað nýtt. Ég kynntist þér fyrst fyrir tut- tugu árum og þá varstu ólgandi af lífsgleði, og nú er ég kveð þig finnst mér sem þú hafir ekki elst um einn einasta dag sfðan þá. Alltaf sami strákurinn. Hafir þú átt þér að leiðarljósi einkunnar- orð, hlýtur það orð að hafa verið þátttaka. Alls staðar varst þú reiðubúinn til þátttöku, en vildir aldrei vera hlutlaus áhorfandi. Þér bauðst sæti á lista Alþýðu- bandalagsins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar árið 1966 og sagðir í gamni að þú vildir ekki annað sæti en baráttusætið. Það kom öllum á óvart, en þó mest þér að þú hlaust sætið. Þá var ekki ann- að en að hella sér út í kosninga- baráttuna, og njóta þess sem hún bauð upp á. Um þau málalok má segja að þú féllst en hélst velli, og varst fyrsti varamaður í bæjar- stjórn Akureyrar eitt kjörtíma- bil, og hafðir gaman af. í Svifflugfélagi Akureyrar áttir þú glæstan feril og varst fyrir- ferðarmikill í ársskýrslum félags- ins um árabil, ekki vegna þess að þú sæktist eftir vegtyllum úr þeirri áttinni, heldur vegna þess að frá þér og þínu svifflugi var jafnan eitthvað skemmtilegt að frétta sem átti erindi í þær skýrslur. Svifflugfélag Akureyrar mun örugglega halda nafni þínu lengi á lofti. Leiðir okkar skildu 1975 er þú fluttir suður, en ég var svo lánsamur að kynnast þér á nýjan leik fyrir þremur árum, og þá hitti ég ekki fyrir svefnugan segg heldur þann síkáta æringja sem allir vildu þekkja og alla þekkti án manngreinarálits. Allir flug- áhugamenn á Akureyri þekktu þig og virtu Halli minn og við erum svo stórum fátækari án þín enda voru öll aukaherbergi með- al flugáhugamanna hér í bæ köll- uð Hallaherbergi og öllum þótti heiður að hýsa þig eins og þú hýstir okkur svo oft er við vorum staddir í Reykjavík. Ég kveð þig vinur með sökn- uði, en minningar um þig eiga ör- ugglega eftir að laða fram bros þó síðar verði. Um leið og ég færi þessar fá- tæklegu línur á blað viljum við María nota tækifærið og votta unnustu Haraldar, Maríu Ragn- arsdóttur og aðstandendum hans öllum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Bragi Snædal. Frá Glerárskóla Akureyri Vegna forfalla vantar kennara í íslensku og dönsku í 7. og 9. bekk frá 1. mars nk. Upplýsingar gefa skólastjóri í símum 21395 og 21521 og yfirkennari í símum 25086 og 25795. Vilberg Alexandersson, skólastjóri. Móðir okkar og tengdamóðir, SOFFÍA GUNNLAUGSDÓTTIR, frá Syðri Reistará, er andaðist 4. febrúar verður jarðsungin að Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sel I Akureyri. Fyrir hönd annarra aðstandenda, börn og tengdabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.