Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 6
6 - DAG'JR - 13. febrúar 1986 Texti: ALLT spyr? Bifreiðastöð Oddeyrar hf. var stofn- uð árið 1963, en stöðvarhúsið sem enn er í notkun var byggt árið 1950. Fyrir nokkrum árum var komið fyrir póstum upp hjá Kaupangi og úti í Glerárhverfi. - Það var gert þegar allir bilarnir fengu talstöðvar, árið 1973. Nú eru starfandi 24 bílstjórar hjá BSO og jafn margir bílar. Við ákváðum að skyggnast að- eins inn í starf leigubílstjórans, ALLT spyr því Gústaf Oddsson leigubílstjóra nánar út í þessi mál. I - Hvað hefur þú starfaö lengi sem leigubílstjóri? „Ég er búinn að keyra í 30 ár.“ - I hverju er starf þitt fólgið? „Það er fólgið í því að keyra fólk vítt og breitt, bæði innan bæjar og utan.“ - Ert þú stundum beðinn um að fara í langar ferðir með við- skiptavini? „Já, það kemurfyrir. Stundum 1-2 daga en stundum bara skottúr. En þó finnst mér lengri ferðunum fara fækkandi." - Eruð þið oft gabbaðir út? „Nei, það er sem betur fer ekki mjög oft, en það er kannski stöku sinnum að fólkið er ekki tilbúið að fara og við getum ekki beðið nema í ákveðinn tíma svo að við verðum að fara.“ - Hvað bíðið þið lengi eftirfólki? „Ja, við getum beðið í svona 5-10 mín. og ef fólk gefur merki, þá hinkrum við lengur." - Hvenær er mest að gera? „Það er mest að gera um helgar á föstudags- og laugardagskvöld- um, þá er fólkið mest á ferðinni." - Er það líka árstíðabundið? „Nei, það er nú ekki ýkja mikill munur á því.“ - Lendir þú stundum í vandræð- um með drukkna viðskiptavini? „Nei, mjög sjaldan. Fólk er yfirleitt kurteist og ábyggilegt. í öllum tilfell- um eru þetta ágætir viðskiptavinir.“ - Hefur komið fyrir að fólk hafi neitað að borga fargjaldið? „Nei, ég man ekki til þess.“ - Hvernig er laununum háttað? „Þau byggjast á því hvað maður er duglegur að keyra. Það geta kom- ið lélegir dagar. Launin geta farið upp í svona 1000-2000 kr. á dag.“ - Hvað eru vaktirnar hjá ykkur langar? „Þær geta verið býsna langar um helgar. Þá er ópið til kl. 5.00 á morgnana, annars er bara opið til kl. 2.00. Þeir sem mæta snemma hætta snemma og þeir sem byrja ekki fyrr en eftir hádegi keyra fram á nótt. Við ráðum vöktunum sjálfir." - Hvað kostar núna að fara með leigubíl? „Ja, startgjaldið er 115 kr. og svo rúmar 14 krónur á kílómetrann. Al- gengir túrar innanbæjar eru á svona 150-160 kr. Svo er svolítið dýrara á km eftir kl. 5 á daginn. En mælirinn sýnir alltaf rétta útkomu svo að við- skiptavinurinn getur alltaf séð hvað billinn kostar.“ Helga Kristjánsdóttir og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir Myndir: Gísli Tryggvason Jón Arnar Guð- L brandsson og Rann- veig Birna Hansen - í hvaða bekk eruð þið? R.B.: „Ég er í 7. bekk.“ J.A.: „Ég er í 9. bekk.“ - Hvernig finnst ykkur að vera í heimavistarskóla? J.A.: „Mér finnst það gaman." R.B.: „Það er svona ágætt." - Var mikil breyting að fara að heiman? „Nei ekkert svo voðalega, maður er svona miklu frjálsari." - Er næði á heimavistinni til að læra? „Já, það eru heilir tveir klukku- tírnar." - Hvað farið þið oft heim? „Bara um helgar, þá förum við með skólabíl." - Eru ekki mikil læti á kvöldin? „Það er svo misjafnt, stundum. - Þá er vatnsslagur eða pullun- um hent úr sófanum, svo er alltaf verið að slá út rafmagnið og svona." - Vígið þið nýju krakkana sem koma inn í skólann? „Já, það er farið með þá í sturtu og svo hendum við þeim út í snjóskafl." - Er ekki einhver klúbbstarfs- semi hérna á kvöldin? „Jú, það eru t.d. tafl-, Ijós- mynda- og saumaklúbbur, ann- ars eru þeir frekar fáir.“ - Eruð þið í einhverjum klúbbi? R.B.: „Nei.“ J.A.: „Ég var í taflklúbbi. Það var alveg ágætt.“ - Er mikið um að krakkarnir hérna séu „saman"? „Nei, það eru nokkrir saman - ekki margir." - Er góður matur í mötuneyt- inu? R.B.: „Stundum.“ J.A.: „Já, já, mér finnst hann ekkert svo slæmur." - Að lokum, mynduð þið frek- ar vilja vera í skóla í bænum? „Nei, maður ræður mikið msira yfir sjálfum sér hérna.“ Haraldur Hannesson - í hvaða bekk ert þú? „Ég er í 7. bekk.“ - Hvernig er að vera í heima- vistarskóla? „Það er ágætt.“ - Er betra að vera hér en heima? „Já miklu betra. Miklu meira félagslíf, miklu skemmtilegra, - maður þarf ekki alltaf að fara í fjós.“ - Hvað gerir þú í þínum frí- stundum? „Ég er í borðtennis eða tölv- unni úti í skóla, svo er ég stund- um í frjálsum íþróttum." - Er mikið um skólaböll eða kvöldvökur? „Nei, það er ekki mjög oft, en það er oftast videó á fimmtudög- um. - Finnst þér þú ná að læra nóg í lestímum? „Nei, það er ekki alveg nógu mikið næði, - alltaf verið að fara á milli herbergja. Það eru líka dálítið mikil læti á kvöldin og vak- að frameftir." - Hvenær eigið þið að vera farin að sofa á kvöldin? „Það eiga öll Ijós að vera slökkt klukkan hálf tólf.“ - Eru strákar og stelpur höfð saman á gangi? „Já.“ - Betra að hafa það þannig? „Mér er svo sem alveg sama.“ - Nokkuð farið á milli vista á nóttunni? „Já, aðeins." Nína Björk Stefansdottir - I hvaða bekk ertu? „Ég er í 8. bekk.“ - Hvað eruð þið mörg í þínum bekk? „Við erum nítján." - Hvernig er að vera í heima- vistarskóla? „Mér finnst það alveg frábært." - Betra að vera hér en að vera heima? „Það er allt öðruvísi, eiginlega skemmtilegra, - meira félagslíf." - Var mikil breyting að fara aö heiman? „Já, það var það.“ - Er nóg næði á vistinni til þess að læra? „Nei, ég myndi læra miklu meira ef ég væri í heimkeyrslu.“ - Eru ekki mikil læti á kvöldin? „Jú, það er bara skemmtilegra. Stundum koma allir krakkarnir á ganginum saman í eitt herbergi og sofa þar.“ - Hvernig er félagslífið? „Það er dálítið mikið um fé- lagslíf og þannig. Eitthvað um tíu klúbbar, - ég er ekki í neinu sér- stöku.“ - Hvernig finnst þér maturinn hér? „Hann er svona sæmilegur, mér finnst hann ekkert sérstak- Nína Björk Stefánsdóttir. Sigurður Aðalgeirsson, skól Rannveig Birna Hansen og Jón Arnar Guðbrandsson. ur. - Ertu ánægð með kennsluna sem þið fáið hér? „Mér finnst hún góð.“ - Myndir þú frekar vilja vera í skóla í bænum? „Nei, þar er engin heimavist, það er miklu skemmtilegra að vera á þeim.“ - Að lokum, hvað ætlarðu að gera þegar þú ert búin í þessum skóla? „Ég ætla í framhaldsnám, ég held að krakkarnir ætli yfirleitt að gera það.“ Birgir Jónasson kennari við Hrafnagilsskóla - Hvað hefur þú kennt lengi? „Þetta er 13. árið mitt hér við Hrafnagilsskóla og þá hef ég kennt í 3 ár við Gagnfræðaskóla Akureyrar." - Hvernig líkar þér hérna? „Mér líkar bara ágætlega og hef hugsað mér að halda áfram." - Finnst þér krakkarnir hérna vera erfiðari en þeir sem þú kenndir á Akureyri? „Nei, það finnst mér ekki. Þeg- ar ég var að kenna í Gagnfræða- skólanum kenndi ég ansi erfiðum krökkum, - þannig að mér fannst ég koma í himnaríki þegar ég byrjaði hérna.“ Birgir Jónasson, kennari. Ball í Hrafnagilsskóla. Hrafnagilsskóli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.