Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 13. febrúar 1986 ,_á Ijósvakanum Bæn meyjarinnar í kvöld kl. 20.00 verður flutt leikritið Bæn meyjarinnar eftir breska leikritahöfundinn Stephen Mulrine í þýðingu Jóns Viðars Jónssonar. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Efni leiksins er í stuttu máli þetta: í gömlu hverfi í Glasgow hefur gömlu og virðulegu húsi verið breytt í stúdentaheimili. Ungu stúdentarnir veröa brátt varir við að ekki er allt með felldu í húsinu og þar gerast hlutir sem erfitt er að finna skýringu á. Þeir ákveða að rannsaka sögu hússins og komast að því að hin dularfullu fyrirbrigði eiga rót sína að rekja til óhugnanlegra atburöa sem þar gerð- ust endur fyrir löngu. Leikendur eru: Ása Svavarsdóttir, Arnór Benónýsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Mar- ía Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðarson, Mar- grét Ákadóttir, Sigurður Skúlason og Alda Arnardóttir. Tóneffekta gerði Hákon Leifsson. Tækni- menn eru Friðrik Stefánsson og Ftunólfur Þorláksson. \útvarpW FIMMTUDAGUR 13. febrúar 11.10 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vedurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Um kirkju og trú. Umsjón: Gylfi. Jónsson. 14.00 Middegissagan: „Svaðilför á Grænlands- jökul 1888" eftir Friðþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi. Áslaug Ragnars les (4). 14.30 Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri) 15.15 Úr byggðum Vest- fjarða. Finnbogi Hermannsson ræðir við Kristínu Jóns- dóttur á Bíldudal. 15.40 Tilkynningar • Tón leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fugl inn sá" Sigurður Eina os n sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Bæn meyjar- innar" eftir Stephen Mul- rine. Þýðandi: Jón Viðar Jónsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikendur: Ása Svavarsdóttir, Arnór Benónýsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, María Sigurð- ardóttir, Jóhann Sigurðar- son, Margrét Ákadóttir, Sigurður Skúlason og Alda Arnardóttir. (Leikritið verður endurtek- ið n.k. laugardagskvöld. kl. 20.30). 21.10 Gestur í útvarpssal. Már Magnússon syngur lög eftir Paoli Tosti, Ern- esto de Curtis og Rodolfo Falvo. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur með á pí- anó. 21.35 „í djúpinu glitrar gullið" - Árni Pálsson prófessor og ljóð hans. Gunnar Stefánsson tók saman þáttinn. Lesari ásamt honum: Þorsteinn Ö. Stephensen. 22.00 Fréttir • Frá Reykja- víkurskákmótinu • Dag- skrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (16). 22.30 Fimmtudagsumræð- Stjórnandi: Hallgrímur Thorsteinsson. 23.00 Túlkun í tónlist. Rögnvaldur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 14. febrúar 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um" eftir Bjarne Reuter. Ólafur Haukur Símonarson les þýðingu sína (4). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurð- ur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ljáðu mér eyra". Umsjón: Mámfríður Sig- urðardóttir. (Frá Akureyri) 11.10 „Sjón undir sjóngleri" eftir C.S. Lewis. Séra Gunnar Björnsson les þýðingu sína (2). Iras 21 FIMMTUDAGUR 13. febrúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson og Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00-16.00 Spjall og spil. Stjórnandi: Ásta R. Jó- hannesdóttir. 15.00-16.00 Ótroðnar slóðir. Halldór Lárusson og Andri Már Ingólfsson stjórna þætti um kristilega popp- tónlist. 16.00-17.00 í gegnum tíð- ina. Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00-18.00 Gullöldin. Guðmundur Ingi Kristjáns- son kynnir lög frá sjöunda áratugnum. Hlé. 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00-22.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdótt- ur. 22.00-23.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gi>sts. 23.00-00.00 Poppgátan. Spurningaþáttur um tón- list í umsjá Jónatans Garð- arssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. Keppendur í þessum þætti eru Ólafur Jónsson og Guðmundur Benedikts- son. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. RIKISLRVARPIÐ ÁAKUREYRI 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. hér og þac Oskudagur Hver djö...? Mynd: KGA. Tunnukóngurinn, Brynjar Amórsson, stoitur með verðlaunin, kylfuna og neðstu gjörðina úr tunnunni. Mynd: KGA í gær var öskudagur og þá var að venju mikið um dýrðir á Akur- eyri. Flest börn bæjarins hópuð- ust í Miðbæinn og víðar í skraut- legum búningum og sungu fyrir afgreiðslufólk og annað starfsfólk alls kyns fyrirtækja. Að vanda var kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi og sáu starfsmenn Rafveitunnar um skipulagningu þess. Reyndar var enginn köttur í tunnunni enda flokkaðist það líklega undir brot á dýraverndunarlögum. Höggin sem dundu á tunnunni voru mörg og misþung og leið nokkuð langur tími áður en ár- angur þeirra fór að verða sýnileg- ur. Þó kom að því að nokkrir stafir fóru að bresta og botninn datt úr. Eftir það var eftirleikur- inn greiðari og áður en langt um leið hékk ber kaðallinn eftir og undir honum einhver óhrjáleg ruslahrúga sem einu sinni hafði verið glæsileg síldartunna. Tunnukóngur varð Brynjar Arnórsson og hlaut hann að laun- um viðurkenningarspjaia og stór- an og glæsilegan bangsa. # Karla- framboð Svo sem fram hefur kom- ið í Degi hafa 13 manns tilkynnt þátttöku í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrlr næstu bæjarstjórnar- kosningar, þar af þrjár konur. Ýmislegt bendir til þess að hlutur kvenna hvað varðar efstu sætin verði heldur rýr. Eins og er á Sjálfstæðisflokkur 4 bæjarfulltrúa af 11 og þar af er ein kona, Margrét Kristínsdóttir. Hún gefur ekki kost á sér í næstu kosningum. Sama gildir um Jón G. Sólnes, hann dregur sig einnig í hlé eft- ir þetta kjörtímabil. Þeír tveir sem eftir eru, Gunnar Ragnars og Sigurður J. Sigurðsson munu Örugg- lega skipa tvö efstu sætin á framboðslistanum i næstu kosningum. En hvað svo? Jú, fullyrt er að Jón Kr. Sólnes og Bárður Halldórsson ætli að snúa bökum saman og tryggja sér 3. og 4. sætið en þar eiga þeir við Björn Jósef Arnviðarson að etja og upp baráttulaust. Með hliðsjón af þessu sýnist einboðið að fyrsta konan á Ifstanum skipi ekki hærra sæti en það sjötta. Það er ekki víst að sjálf- stæðiskonur uní glaðar víð sitt, ef svo heldur sem horfir. Kannski er þarna komið mótvægi við Kvennaframboðið... • Forsjál nefnd Nefndum bæjarins hefur stundum verið núið því um nasir að þær vinni hægt og taki seint á málum. Þetta gíldir örugg- lega ekki um Skipulags- nefnd Akureyrar og skal eftirfarandí bókun frá fundl nefndarinnar þann 28. janúar s.l. birt því til staðfestingar: „Á fundinn kom Gunnar Jóhannesson deildar- verkfræðingur og kynnti drög að umferðarforsögn fyrir Akureyri sem hann hefur gert, með aðstoð reiknilíkans sem er í eigu skipulagsdeildar höfuð- borgarsvæðisins. Um- ferðarforsögnin gerir grein fyrir umferð á stofn- götum bæjarins, hraða tíðni og venjum þegar íbúafjöldi bæjarins verður orðínn liðlega 21 þúsund.“ Þar hafið þið það. Umferð- arforsögn fyrir 21 þúsund manna bæ unnin með að- stoð reiknilíkans. Það er eflaust langt þangað til íbúar Akureyrar verða svona margir en ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.