Dagur - 13.02.1986, Page 9

Dagur - 13.02.1986, Page 9
13. febrúar 1986 - DAGUR - 9 JþróttiL Bjarni Sveinbjörnsson er kominn á fulla ferð með Þór á ný eftir meiðsli og verður með í Bautamótinu um helgina. Bautamótið í innanhússknattspyrnu: Þórsarar hafa titil að verja Það verða 20 lið sem munu taka þátt í Bautamótinu í innanhússknattspyrnu er fram fer í Höllinni á laugardag og sunnudag. Öll liðin eru héðan að norðan nema eitt sem kem- ur að sunnan en það er Grótta. Keppt verður um nýjan veg- legan bikar að þessu sinni en Þórsarar unnu þann gamla til eignar á mótinu í fyrra. Liðunum hefur verið skipt í 5 riðla og lítur sú skipting þannig út: í a riðli leika, Vaskur b, Vor- boðinn a, Þór a og HSÞ-b. í b riðli Völsungur a, Æskan, KA b og Laugaskóli b. í c riðli leika Vorboðinn b, KA a, Laugaskóli a og Árroðinn b. í d riðli Reynir, Völsungur b, Grótta og Árroðinn a. í e riðli Magni, Þór b, lögregl- an og Vaskur a. Mótið liefst kl. 9 á laugardags- morgun og verður leikið til kl. 19 og síðan verður mótinu fram- haldið kl. 10 á sunnudag. Það komast tvö lið áfram úr hverjum riðli í úrslitakeppnina. Stefnt er að því að sjálfur úrslitaleikurinn fari fram ekki seinna en kl. 18 á sunnudag ef allt fer að óskum. Leiktími er 2x7 mín. og verða leikmenn liðanna að standa klárir á því að vera tilbúnir þegar þeir eiga að leika svo ekki verði óþarfa tafir. Áhorfendur ættu að mæta í Höllina því án efa verða margir skemmtilegir leikir á dagskrá í mótinu. Umsjón: Kristján Kristjánsson Þór og Völsungur leika fyrir sunnan í 3. deildinni: „Okkur dugir ekkert annað en sigur“ - segir Gunnar Gunnarsson þjálfari Þórs Handboltalið Þórs og Völs- ungs fara suður um helgina og leika á Suðurnesjunum gegn Reyni og ÍBK í 3. deildar keppninni. Þórsarar eiga enn góða möguleika á að endur- heimta sæti sitt í 2. deild. Bæði Þór og Völsungur nældu sér í 4 stig um síðustu helgi hér fyrir norðan er þau sigruðu ÍH og Ögra, tvö af lélegustu liðunum í 3. deild. Völsungar sigla lygnan sjó en Þórsarar verða að ná sér í 4 stig um helgina því annars er þeirra draumur um sæti í 2. deild búinn þetta árið. Ég sló á þráðinn til Gunnars Gunnarssonar þjálfara Þórs og spurði hann um leikina. „Mér líst vel á að fara þarna suður með sjó. Við eigum alveg að geta unnið bæði þessi lið ef leikmenn fara með réttu hugar- fari í leikina. Það fara 4 lið beint upp og við erum í 5. sæti í dag en eigum eftir að keppa við öll efstu liðin. Þannig að ég er mjög bjart- sýnn enda þýðir ekkert annað. Én það er alveg ljóst að þetta hefst ekki nema með góðri sam- vinnu allra leikmanna liðsins.“ - En það er alveg ljóst að Þórsliðið vinnur engan leik gegn þessum sterku liðum með svip- aðri spilamennsku og gegn ÍH og Ögra. „Nei það er rétt og eins og ég sagði eftir leikinn við ÍH að þá áttum við að vinna þá með 10-15 marka mun á sæmilegum degi.“ - Nú virðist Hermann mark- vörður vera sá leikmaður sem hefur verið jafnbestur í liðinu í vetur, hvað viltu segja urn það? „Já Hermann hefur staðið sig vel og það hefur Kristinn líka gert í allflestum leikjunum. Þá er ég nokkuð ánægður með að fá Gunnar Gunnarsson til liðs við okkur á nýjan leik. Það er alveg klárt að við ætlum okkur ekkert annað en 4 stig úr þessari ferð og ef það tekst erum við með mjög sterka stöðu fyrir lokaátökin,“ sagði Gunnar að lokum. Já við skulum bara vona að Völsungar ætli sér það sama því það kæmi sér einnig vel fyrir Þór ef Völsungar vinna annan eða báða leikina. Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Þórs segir að það komi ekkert annað en sigur til greina í leikjum Þórs um helgina. Mynd: KGA Lokaundirbúningur fyrir HM í Sviss: Tveir leikir við Norðmenn Mikið að gerast hjá skíðafólki - mót á Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði og Akureyri um helgina Skíðafólk verður á fleygiferð um helgina. Hér fyrir norðan verða bikarmót í svigi, stór- svigi, göngu og stökki og fara Kvennaknattspyrna: Lauga- mótið - á laugardag Laugamótið í innanhússknatt- spyrnu kvenna verður haldið á laugardaginn kemur á Laug- um í Reykjadal. Alls taka átta lið þátt í mótinu, Þór a og b, KA a og b, ÍMA, KS, Lauga- skóli og Efling. Keppnin hefst í kringum há- degi og verður mótið klárað á laugardaginn. Það er Lauga- skóli sem heldur mótið. Liðið sem sigraði í fyrra á þessu móti var a-lið Þórs. þau fram víðs vegar á Norður- landi. Þar má nefna Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Ak- ureyri. Á Dalvík verður keppt í karla- og kvennaflokki í svigi og stór- svigi á laugardag og sunnudag og einnig verður bikarmót á morgun föstudag en það er mót sem varð Þorvaldur Jónsson frá Ólafsfirði ís- landsmeistari í skíöastökki. að fresta í Reykjavík um daginn. Á morgun hefst keppni kl. 14 en kl. 11 á laugardag og sunnudag. Á Siglufirði verða bikarmót í svigi og stórsvigi í flokki 15-16 ára unglinga á laugardag og sunnudag og er reiknað með að þau byrji kl. 11 báða dagana. Samt sem áður gæti það komið upp að ekki yrði hægt að halda mótið á Siglufirði vegna þess hversu veðurfar hefur verið óhagstætt undanfarna daga. Ef það kæmi upp á er Akureyri vara- keppnisstaður og færi mótið þá fram á Akureyri á sama tíma. Á Ólafsfirði verður mikið að gerast um helgina. Á laugardag verður bikarmót í skíðagöngu í karla- og kvennaflokki, í flokki pilta 17-19 ára og í flokki stúlkna 16-18 ára. Á sunnudag verður bikarmót f skíðastökki og einnig verður punktamót í göngu í sömu flokkum og á laugardaginn. Á Akureyri verður KA-mót í stórsvigi á laugardag í flokki 13-14 ára og hefst keppnin kl. 11. Islenska handknattleikslands- liöið leikur um helgina tvo leiki við Norðmenn í Reykja- vík. Annað kvöld í Laugar- dalshöll og á laugardag í Selja- skóla. Eru þetta síðustu leikirnir sem íslenska liðið leikur fyrir sjálfa úrslitakeppn- ina í Sviss sem hefst 25. febrú- ar. Landsliðinu hefur oftast geng- ið vel með Norðmenn og á liðið að vinna báða leikina án mikillar fyrirhafnar. Einhver meiðsli eru í íslenska liðinu um þessar mundir en vonandi kemur það ekki að sök þegar til Sviss kemur. Þorgils Óttar leikur með spelku um hnéð og virðist það ganga sæmilega upp. Það væri það versta sem fyr- ir liðið gæti koinið ef Þorgils yrði óvígur í Sviss en við vonum það besta. Þorgils Óttar Mathiesen. Getraunakeppni i fjölmiðla I Derby-Sheffield Wed. 2 2 2 2 2 1 2 Luton-Arsenal X 1 1 1 i X 1 Peterboro Brighton 2 1 2 X 2 2 X Southampton-Millwall 1 1 i 1 1 i 1 Tottenham-Everton 2 X X 2 X X X York-Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 Blackburn-Crystal Palace i 1 1 1 1 2 1 Fulhain-Charlton. 2 X 2 1 2 2 2 Hull-Shrewsbury 1 1 1 1 1 1 X Leeds-Barnsley 1 1 1 1 1 X 1 Middlesbro-Grimsby 2 X 1 2 X 1 2 Wiinbledon-Stoke 1 1 X 1 I 1 X

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.