Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fimmtudagur 13. febrúar 1986 30. tölublað Trúlofunarhringar afgrelddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Tjörnes: Merkja- blys fannst í gær fann Aðalgeir Egilsson á Mánárbakka merkjablys rekið á fjöru. Hann lét Landhelgis- gæsluna vita af fundi sínum og verður blysið sótt við fyrsta tækifæri. Þessum blysum, „Marker“ svo- kölluðum, þarf að eyða því í þeim er fosfór er gæti brennt illa. Einnig geta þau sprungið í hönd- um fólks ef fiktað er við þau. Blysið er tæpur hálfur metri að lengd. f>ess má geta að Aðalgeir fann sams konar blys á sama stað í fyrra. IM.-Húsavík Þórshöfn: Bræðslan kemur Um helgina kemur til Þórs- hafnar skip það sem flytur tæki í hina nýju loðnubræðslu, sem keypt hefur verið til staðarins. Er það Hraðfrystistöð Þórs- hafnar sem fest hefur kaup á not- aðri verksmiðju frá Noregi og mun hún verða sett upp í húsi gömlu síldarbræðslunnar. Búið er að rífa vélar þar niður og bíður húsið eftir nýju tækjunum. Uppskipun á tækjunum mun taka 3-4 daga, en uppsetning verksmiðjunnar sjálfrar tekur nokkra mánuði. Er stefnt að því að hún verði tilbúin fyrir næstu loðnuvertíð. eei- Kartöfluverksmiðjan Svalbarðseyri: Ráðherrar vilja leysa vandann „Ég hef haft samband við bæði forsætisráðherra og landbún- aðarráðherra vegna vanda kartöfluverksmiðjunnar á Svalbarðseyri. Báðir lýstu yfir vilja til þess að reyna að leysa málin og þau eru í athugun, en ekki er vitað hvað kemur út úr því,“ sagði Hafþór Helgason, fulltrúi hjá KEA sem hefur eftirlit með rekstri kaupfélags- ins á Svalbarðseyri eftir að KEA tók reksturinn yfir. Þórður Stefánsson hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með daglegum rckstri. Nú eru 46 af fyrrverandi starfs- mönnum Kaupfélags Svalbarðs- eyrar komnir í vinnu við rekstur- inn. Má raunar segja að allir starfsmenn KSP hafi byrjað störf á ný nema 8 skrifstofumenn og 2 bílstjórar. Skrifstofuhald, þar með bókhald og tölvukeyrsla, hefur verið fært til skrifstofu KEA á Akureyri. HS „Við erum sko engir bófar!“ Og lögregluþjóninum virðist ekki líka illa félagsskapur þessara vígalegu drengja með alvæpni og hatt. Það er nú öskudagur! Mynd: KGA. löngardar á Akureyri - „Útungunarstöð“ fyrir fyrirtæki Hugmyndir eru uppi í At- vinnumálanefnd Akureyrar um að Akureyrarbær festi kaup á húsnæði sem nýst gæti sem iðngarðar fyrir fyrir- tæki sem eru að hefja atvinnu- rekstur. Húsnæðið sem stend- ur til boða er við Fjölnisgötu 4b og er í eigu Aðalgeirs og Viðars h/f. Er það um 350 ferm. að gólffleti. Jón Sigurðarson formaður At- vinnumálanefndar Akureyrar sagði að þessar hugmyndir væru í beinu framhaldi af því sem hefur verið unnið í atvinnumálum á Akureyri. Þar hefur verið auglýst eftir nýjurn hugmyndum varð- andi iðnað og fleira. Þær hug- myndir hafa verið skoðaðar með það fyrir augum hvort þær væru arðbærar og mönnum gerð grein fyrir því hvort hugmyndirnar væru vænlegar til hagnaðar eða ekki. Síðan hefur atvinnumála- nefnd leiðbeint þeim aðilum sem þess þurfa með í gegnum banka- kerfi, lánastofnanir og veitt þann stuðning sem nauðsynlegur er. Hugmyndin um iðngarða kemur svo í framhaldi af þessum athug- unum. Oft hefur verið talað um að auðvelt væri að fá iðnaðarhús- næði til leigu á Akureyri. Þegar þeir hlutir voru athugaðir kom í Ijós að svo er ekki. Þess vegna hefur mönnum sem áhuga hafa á að stofna til nýiðnaðar í bænum gengið erfiðlega að fá húsnæði og lagt allt sitt fé í húsakaup. þannig að fyrirtækið hefur ekki getað vaxið sem skyldi. Það sem vakir fyrir atvinnnu- málanefnd er að bærinn eigi húsnæðið og leigi það síðan aðil- um í iðnaði til 3-5 ára. Eftir þann tíma verði þeir sjálfir að koma Rækjuvinnslan Skagaströnd: Selur rækju til Marks og Spencer Samningaviöræður standa nú yfír á milli Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd og hins þekkta fyrirtækis Marks & Spencer í Énglandi um aö Rækjuvinnsl- an selji fyrirtækinu 75-100 tonn af rækju á ári. Verðið fyrir rækjuna yrði 10% hærra en markaðsverð, enda ger- ir enska fyrirtækið mjög miklar kröfur varðandi vinnslu og gæði rækjunnar. Þegar er byrjað að vinna að ýmsum breytingum hjá Rækjuvinnslunni til að fullnægja kröfum enska fyrirtækisins, svo fullvíst má telja að stutt sé í undirritun samninga. Rækjuvinnslan á Skagaströnd mun vera langstærsti aðili á sölu á rækju á innanlandsmarkaði og er ekki gert ráð fyrir neinum samdrætti hvað það snertir þó að þessi samningur við Marks & Spencer verði gerður. Um síðustu áramót tók nýr framkvæmdastjóri við hjá Rækjuvinnslunni. Hann heitir Heintir Fjeldsted. Hjá fyrirtæk- inu starfa nú rúmlega 20 manns, og eru unnin um 220 tonn af pill- aðri rækju á ári. G.Kr. sér í annað húsnæði. ..Það má kalla þetta útungunarstöð fyrir fyrirtæki. Það er mín tillaga að það verði í höndum atvinnumála- nefndar að úthluta húsnæðinu og að nefndin aðstoði aðila sem vilja taka húsnæði á leigu. Vinni með þeirn og kanni rekstrargrundvöll hvers fyrirtækis. Einnig að menn fái ekki inni í iðngörðunum fyrr en sá þáttur er á hreinu. í stuttu tnáli að hjálpa mönnum til sjálfs- bjargar." sagði Jón Sigurðar- son. Hrifnir af leður- fatnaðinum Innbrot var framið í fyrrinótt í Vélsmiðju Steindórs að Frostagötu 6 á Akureyri. Fyrirtækið hefur umboð fyrir ýmsar vörur og meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott með sér voru öryggishjálniar, tveir leð- urjakkar, þrenn pör af leður- hönskum og ýmislegt annað smádót. Einnig komust þeir yfir peningakassa sem innihélt 2.000 krónur og höfðu hann á brott nteð sér. Fengurinn bendir til þess að hér hafi ungir piltar verið að vcrki og reyndar tók það rann- sóknarlögregluna á Akureyri ekki mjög langan tíma að upp- lýsa þetta mál. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.