Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 13.02.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. febrúar 1986 Vorhugur í „bæjarkörlum": Sandur og drasl í niðurföllunum Peir voru aö vinna vorverk „bæjarkarlarnir" sem við hitt- um fyrir utan Súlnaberg í blíð- unni fyrir skömmu. Þar voru Randver Gunnarsson og Þórður Kárason með „götusópara" bæjarins. Ekki var verið að sópa þarna, heldur voru þeir með kraftmikla sugu sem þeir settu ofan í niðurföll. „Jú, það er kominn hálfgerð- ur vorhugur í mann þegar veðr- ið er svona gott,“ sagði Þórður. „Þrátt fyrir það þarf að hreinsa niðurföll á veturna eins og á vorin.“ Þeir félagar taka fyrir eina og eina götu og hreinsa niðurföll hennar. „Það er sand- ur eftir veturinn og alls konar drasl sem safnast í niðurföllin. Þó sérstaklega þegar miklar hlákur hafa verið," sagði Randver. Mikill kraftur er í sugu þeirra félaga, því þegar blaðamaður prófaði kraft hennar og lét aðra höndina fyrir opið skall hún á rörið og ætlaði að fara inn í það. Þá hlógu Randver og Þórður og sögðu að margir hefðu prófað þetta og farið eins. En þá var það bara næsta niðurfall og svo næsta og næsta. gej- ! Akureyringar - nærsveitamenn -getraun Vegleg verðlaun Verðum með kynningu á Damíxa blöndunar- tækjum föstudaginn 14. febrúar. Einnig kynnum við Damixa „baðvörur“ svo sem handklæðahengi, rúlluhaldara og fleira. Sérstakur kynningarafsláttur. Verið velkomin. Byggingavörudeiid Glerárgötu 36. Ályktun kennara í sveitarskólum Mánudaginn 10. febrúar var haldinn fundur kennara úr eftir- töldum skólum að Hrafnagils- skóla í Eyjafirði: Grenivíkur- skóla Grunnskóla Svalbarðs- strandarhrepps, Laugalands- skóla, Grunnskóla Saurbæjar- hrepps, Grunnskóla Hrafnagils- hrepps, Hrafnagilsskóla og Þela- merkurskóla. Fundurinn gerði eftirfarandi samþykkt um réttindamál kennara og lögverndun starfsins. Starfsfundur kennara haldinn að Hrafnagilsskóla 10. febrúar 1986, beinir þeirri eindregnu á- skorun til menntamálaráðherra Sverris Hermannssonar, að hann leggi nú þegar fram á Alþingi frumvarp um lögverndun starfs- heitis kennara og kennarastarfs- ins. í því sambandi vill fundurinn árétta að lögverndun kennara- starfsins er einsf meginforsenda þess að kennarar fái réttlát laun fyrir störf sín. Með því móti einu verður komið í veg fyrir það ófremdar- ástand sem er að skapast, að fjöldi kennara sækir í önnur bet- ur launuð störf, þannig að til þurrðar horfir í stéttinni. Fundurinn gerði eftirfarandi samþykkt sem send var í skeyti til fjármálaráðherra sama dag. Fundur kennara úr Grenivík- urskóla, Grunnskóla Svalbarðs- strandarhrepps, Laugalands- skóla, Grunnskóla Saurbæjar- hrepps, Grunnskóla Hrafnagils- hrepps, Hrafnagilsskóla og Þela- merkurskóla haldinn að Hrafna- gilsskóla mánudaginn 10. febrúar 1986, krefst þess að fjármálaráð- herra jafni nú þegar þann launa- mun sem er milli kennara í HÍK og KÍ. Ennfremur skorar fundurinn á fjármálaráðherra að veita kenn- urum strax fullan samnings- og verkfallsrétt. Það hlýtur að flokk- ast undir sjálfsögð mannréttindi að 3000 manna samtök launþega hafi rétt til að semja um kaup sitt og kjör. Ljóst er að ef ekkert verður gert í samningsréttar- og launa- málum kennara á næstunni neyð- ast kennarar til að segja upp störfum sínum og leita í betur launuð störf. Ekki getur slíkt orðið til framdráttar menntamál- um í landinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.