Dagur - 20.02.1986, Síða 6

Dagur - 20.02.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 20. febrúar 1986 Bessi Skírnisson. ALLT spyr? - Ferð þú nógu oft til tannlæknis? Við ákváðum að kynna lesendum hlut- verk og skyldur tannlæknanna sem við þurfum jú öll einhvern tíma að leita til. Allt spyr því Bessa Skírnisson tannlækn- ir út í þessi mál. - Hefur þú starfað lengi sem tann- læknir? „Ég byrjaði sl. vor, útskrifaðist núna ’85.“ - Er þetta ekki mjög erfitt nám? „Þetta er bara hörku vinna. Fyrsta árið er úrtökuár og samkvæmt reglum deild- arinnar halda aðeins þeir átta efstu áfram þó þrjátíu nái. Þannig að þeir sem eru heppnir og gengur betur, þeír komast áfram.“ - Hvað er tannlæknanámið langt eftir stúdentspróf? „Það eru sex ár.“ - Er þetta ekki vanþakklátt starf að vera tannlæknir? „Nei alls ekki. Ég held að hræðsla fólks við tannlækna byggist á misskilningi, - það er bara gömul grýla.“ - Hvað kosta núna að gera við eina skemmda tönn? „Það er mjög misjafnt, fer allt eftir því hve skemmdin er mikil og hvort þarf að deyfa eða taka röntgenmyndir. Ódýrasta viðgerðin er á 500 kr. en þær geta farið allt upp í 1.500 kr. - Finnst þér tannskemmdir hafa minnkað eða aukist undanfarið? „Nú hef ég náttúrlega ekki reynslu til að meta það. En eftir því sem mér er sagt frá tannlæknunum hér á Akureyri þá hef- ur þetta farið batnandi.11 - Hefur þú einhvern tíma lent f vand- ræðum með að hemja sjúklinga? „Þetta er misjafnt - það eru smábörnin, þeim finnst stórmál þegar verið er að gera við tennurnar í þeim.“ - Hvaða aldurshópur er það sem þarf mest á tannviðgerðum að halda? „Ég hugsa að það séu krakkar á svona 8-10 ára aldri sem hafa ekki enn misst barnatennurnar. Þá eru barnajaxlarnir oft orðnir skemmdir og fyllingarnar lélegar. - Síðan aftur þegar komið er yfir ungl- ingaaldurinn ef tennurnar eru ekki hirtar nægilega.” - Er algengt að fólk dragi það of lengi að koma til tannlæknis? „Það er allt of algengt. Málið er náttúr- lega að þetta verður mikið meiri, dýrari og leiðinlegri vinna fyrir báða aðila ef þetta er trassað lengi. Komi sjúklingurinn einu sinni til tvisvar á ári þá er þetta yfir- leitt smotterí, - bara svona rabb. En ef komið er eftir 5 ár - þá er þetta kannski allt komið í hund og kött.“ - Þarft þú sjálfur að fara oft til tann- læknls? „Það er sussum kíkt á mann svona stundum, en maður þykist nú þrífa tenn- urnar ágætlega, þannig að skemmdar- tíðni er mjög lág.“ - Eitthvað að lokum? „Ég vll brýna fyrir fólki að halda tönnunum hreinum, með tannbursta, - stönglum og -þræði. Einnig er mataræð- ið mikilvægt og þá helst að sneiða hjá sykurneyslu, (karamellunum og prins- pólóinu) og þessum millibitamáltíöum." Texti: Helga Kristjánsdóttir og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir Myndir: Gísli Tryggvason um spennandi og stundum skemmtilegar." - Ertu búinn að læra að lesa? „Já, ég les mikið svona stuttar bækur, en spennandi sögur eru skemmtilegastar." - Áttu mikið af bókum? „Já, ég á mikið af alls konar bókum.“ Gauti Hauksson: - Hvað ertu gamall? „Ég er þrettán." - Stundar þú þetta bókasafn? „Ja, ég kem svona dálítið oft.“ - í hvaða tilgangi kemurðu þá? bara með þær heim, það er betra.“ - Ertu mikill bókasafnari? „Ég á svona slatta og er að safna ákveðnum bókaflokkum." Eydís Valgarðsdóttir nemandi í M.A. á stærðfræðibraut - Kemur þú oft á bókasafnið? „Já, aðallega um helgar og svo annað slagið í miðri viku.“ - Hvað gerir þú þá helst? „Ég reyni að læra eitthvað, en ég fæ ekki lánaðar margar bækur, alla vegana ekki að vetri til.“ Hólmfríður Jónsdóttir. Gauti Hauksson. Arnljótur Bjarki Bergsson. Amtsbóksafnið á Akureyri. Hvaða Norðlendingur kannast ekki við Amtsbókasafnið á Akureyri? Oft getur verið gott fyrir unglinga sem aðra að leita þangað til námslestrar á lestrarsal og til heimilda- öflunar, - tala nú ekki um ef maður vill fá lánaða góða bók til þess að lesa í svartasta skammdeginu. Þarna eru einnig sögustundir á laugardögum fyrir yngstu kynslóðina. Bókasafnið var stofnað sem Amtsbókasafn 1827 og þjónaði í byrjun bæði norður■ og austuramti. Árið 1904 var amtsskipulagið lagt niður, þá tók bærinn við rekstrinum og hefur annast hann síðan. Bókasafnið flutti í núverandi húsnæði haustið 1968 og hefur starfsemin verið nær óbreytt síðan. Amtsbókasafnið iánar út fjöldann allan af alls konar bókum daglega. Nú eru um 37.000 bindi í útlánsdeildinni einni sér og keyptar u.þ.b. 1500-1800 nýjar bækur ár- lega. Ekki hefur enn tekist að skrá safnið i heild, en það stendur til bóta því senn er von á nýrri tölvu. Safnið er mjög mikið nýtt af nemendum framhaldsskólanna í bænum og reyndar hálfgert skólasafn þeirra. Kæmust við af án bókasafns? Við lögðum leið okkar á safnið einn laugardagsmorguninn og spjölluðum við starfsmann og safngesti. Blaðalestur á bókasafni. Hólmfríður Jónsdóttir - í hverju er starf þitt aðallega fólgið? „Ég vinn hér í útlánadeildinni svo starf mitt er fólgið í því að lána fólki bækur og leiðbeina því við að velja sér bækur eftir þörfum. Eins leita nemendur oft til okkar vegna heimilda, þó að það sé nú aðallega uppi á efri hæðinni." - Þurfið þið sem starfið hér við bókasafnið ekki að vera mjög fróð um bækur? „Jú, það er náttúrlega mikið betra, það kemur með æfing- unni, ég er búin að vinna hér í tæp 15 ár.“ - Hvenær koma flestir hingað? „Það er nú mjög misjafnt. Á föstudögum er flest hérna. En á mánudögum koma líka margir, þá er fólkið búið að lesa yfir helg- ina og þarf að skipta um bækur. Signý Valdimarsdóttir. Lestrarsalurinn. Þegar frí er í skólunum koma líka mjög mörg börn.“ - Á hvaða aldri eru safngest- ir? „Þeir eru nú alveg frá því að vera innan við eins árs og upp úr. Fólk kemur með börnin sín, en þau fá nú ekki skírteini sjálf fyrr en þau eru orðin 4-5 ára.“ - Hvernig bækur lesa ungling- ar helst í dag? „Þau lesa mikið ástar- og spennusögur. Mér finnst þau lesa Ijóð jafn mikið og fullorðna fólkið, einnig nýju íslensku bækurnar. Þau fylgjast mjög vel með því sem er að gerast, ekki síður en þeir sem eldri eru.“ - Er algengt að skilafresturinn renni út á bókunum sem eru í út- láni? „Já, það er allt of algengt. Við eyðum mjög miklum tíma í það að innheimta bækur og gengur misjafnlega.1' - Að lokum, átt þú sjálf mikið af bókum? „Ég á þó nokkuð mikið af bókum, en ég held að ég hafi Eydís Valgarðsdóttir. ósjálfrátt keypt minna af þeim eft- ir aö ég byrjaði aö vinna hérna." Arnljótur Bjarki Bergsson: - Hvað ertu gamall? „Ég er átta ára.“ - Kemur þú oft hingað á bóka- safnið? „Já, ég kem alltaf á laugardög- um þegar það eru lesnar sögur í sögustundinni, - þær eru stund- „Eg kem venjulega til þess að fá mér bækur." - Hvernig bækur verða þá helst fyrir valinu? „Þaö er ýmislegt, - aðallega eitthvað spennandi, en stundum fræðslubækur.“ - Ertu oft hér í heimildaöflun? „Já, stundum fyrir skólann, venjulega í sögu, landafræði eða eitthvað svoleiðis." - Lestu þá heimildabækurnar hérna á lestrarsalnum? „Nei, ég geri það ekk', - fer - Lest þú mikið af bókum? „Nei, en ef ég les eitthvað þá eru það helst spennusögur. Ann- ars les ég bara námsbækurnar, það þýðir ekkert annað.“ - Finnst þér gott að læra hérna á bókasafninu? „Já svona stundum, ég er samt ekki alltaf í skapi til þess að vera hérna. Stundum þoli ég ekki þetta þvingaða andrúmsloft, þeg- ar allir þegja og enginn má segja neitt. En oftast finnst mér gott að einbeita mér hérna.“ - Hvað með fólkið sem kemur hingað? „Ja, það er alltaf þröngur hóp- ur sem kemur hingað til þess að læra eftir skólann, - og á laugar- dögum.“ Signý Valdimarsdóttir - Hvað ert þú gömul? „Ég er 7 ára.“ - Kannt þú að lesa? „Já, aðeins." * - Hvernig bækur finnst þéi skemmtilegastar? „Mér finnst Litla gula hænan skemmtilegust." - Átt þú margar bækur? „Já, ég á nokkrar." - Er kannski einhver sem les stundum fyrir þig? „Já pabbi og mamma lesa stundum fyrir mig á kvöldin, aöal- lega pabbi. Stundum les ég bara sjálf." 20. febrúar 1986 - DAGUR - 7 spurning vikunnac. Grétar Karlsson: Maður hefur náttúrlega aldrei nógu hátt kaup. Launin þurfa að hækka og ég er alveg tilbúinn að fara í verkfall ef það er nauð- synlegt. Birna Runólfsdóttir: Ég er nú ekki sérlega vel inni í því hvernig staðan er í samn- ingamálunum en ég væri til í að fara í verkfall ef það er nauð- synlegt til að fá hærri laun. Ég veit ekki nákvæmlega hvað mikið launin þurfa að hækka en það þarf bara að vera nógu mikið til að hægt sé að lifa af þeim. Agúst Steinsson: Ég er bara gamall maður á eftir- launum þannig að ég fer ekki í verkfall. En mér finnst að ríkis- stjórnin ætti að greiða niður landbúnaðarvörur til að liðka fyrir því að samningar náist. Annað hvort verða launin að hækka verulega eða verð á vör- um og þjónustu að lækka. SL Gylfi Einarsson: Það sjá allir venjulegir daglauna- menn að það getur enginn lifað af þeim tekjum sem þeir hafa þegar þingmenn segjast ekki geta lifað af sínum launum. Ætli það komi ekki af sjálfu sér ef fólk nær ekki endum saman með þeim tekjum sem það hef- ur að það fari í verkfall ef það er nauðsynlegt til að ná fram kjarabótum. ■ Hvernig líst þér á stöðuna í kjaramálaumræðunni í dag? Ertu tilbúin(n) að fara í verkfall til að knýja fram hærri laun? Sveinberg Laxdal: Þar sem ég er bóndi snerta þessi mál mig aðeins óbeint, en ; að sjálfsögðu hefur afkoma launafólks áhrif á stöðu bænoa því við finnum fyrir því ef fólk hefur ekki efni á að kaupa mjólk og aðrar landbúnaðarvörur og við það erum við bændur alls ekki sáttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.