Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 20. febrúar 1986 35. tölublað Trúlofunarhringar afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR ' SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Lögreglurannsókn á rekstri Sjallans Á þriðjudaginn hófst umfangs- mikil rannsókn á rekstri Sjall- ans á vegum rannsóknarlög- reglunnar á Akureyri. Unnið hefur verið að rannsókninni nær slcitulaust síðan og seint í gærkvöld voru rannsóknarlög- reglumenn enn að störfum. Rannsóknin mun hafa hafist vegna ábendinga og uppsafnaðra upplýsinga rannsóknarlögregl- unnar. Margir hafa verið kallaðir til yfirheyrslu, en enginn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald vegna málsins, samkvæmt upplýsingum rannsóknarlög- reglumanns í gærkvöld. Að öðru leyti var engar fréttir að hafa af gangi málsins, hvorki hjá rann- sóknarlögreglunni né bæjar- fógetaembættinu. - GS. Smygl eða ekkí smygl? - Yfirlýsingar stangast á Fréttir Dags í gær um hugsan- legt misferli í Sjallanum á Ak- ureyri hafa vakið mikil við- brögð hjá fólki og hafa ýmsar viðbótarupplýsingar bæst við. Meðal þeirra upplýsinga sem um er að ræða eru ákveðnar fullyrðingar um sölu á smygl- uðu kjöti og viðbótarupplýs- ingar sölu smyglaðs áfengis og misferli í miðasölu. Jafnframt hafa blaðinu borist yfírlýsingar frá endurskoðanda og stjórn Akurs hf. sem birtast á blað- síðu 3 í blaðinu í dag. Einn aðili til viðbótar sagði í samtali við Dag í gær að hann hefði í höndum sannanir fyrir því að það hefði tíðkast lengi í Sjall- anum áður en hann brann, að tvíselja aðgöngumiða og svíkja þannig stórar fjárfúlgur undan skatti. -yk. Skiptir Sjallinn Hafa aðgöngumiðar að Sjallanum verið tvíseldir? Mynd: KGA. eigendur? Eins og fram kemur í blaðinu í dag er rekstur Sjallans á Akureyri undir smásjánni, eftir þrálátar sögusagnir um misferli í rekstrin- um. Skuldir hússins eru miklar, ábyggilegar heimildir segja 85-90 m. kr. Stærstu lánardrottnar eru Iðnaðarbankinn og opinberir sjóðir. Auk þess skuldar Sjallinn verulegar upphæðir til ríkissjóðs, Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfé- lags Svalbarðseyrar og fleiri við- skiptaaðila. Stofnkostnaður við endurbyggingu Sjallans var mikill og reksturinn hef- ur ekki gengið sem skyldi. M.a. af þessum ástæðum hefur skemmtistað- urinn verið falur. Ýmsir aðilar hafa komið til greina sem kaupendur. Aö undanförnu hafa Rúnar Gunnarsson og Baldur Ellertsson. eigendur H-100, verið ..heitastir". Samningur um kaup þeirra á meirihluta hluta- bréfa í Akri hf. hefur verið í burðar- liðinum. m.a. vegna þrýstings frá Iðnaðarbankanum. En hvað gera þeir í Ijósi þeirrar rannsóknar sem nú fer fram? „Það byggist á því hvað þarna er að gerast, en það er ljóst að það verður ekki úr kaupurn af okkar hálfu. fyrr en hægt er að ganga að hreinu borði." sagði Rúnar Gunnars- son. - GS. Utgerðarfélag Akureyringa Aðili sem unnið hefur í Sjall- anum fullyrti í samtali við Dag að þar hefði verið selt smyglað kjöt og nefndi sem dæmi að þann 26. október síðastliðinn, sem var fyrsti vetrardagur, hafi verið matreiddar og bornar á borð fyrir matargesti smyglaðar nauta- lundir. Á þessum tíma hafi verið nánast útilokað að fá íslenskar nautalundir og heimildamaður blaðsins kvaðst hafa séð kjötið tekið upp úr pakkningum með erlendum merkingum, þannig að það hafi ekkert farið á milli mála að þarna væri urn smyglað kjöt að ræða. Santi heimildamaður fullyrðir einnig að í Sjallanum hafi verið selt smyglað áfengi og bendir sér- staklega á að auðvelt hefði verið að koma smygluðu áfengi í sölu með því að blanda því í svonefnt bjórlíki. Dana Jóhannsdóttir, barþjónn og trúnaðarmaður framreiðslu- fólks í Sjallanum, hafði hins veg- ar eftirfarandi að segja um meinta sölu smygiaðs áfengis í Sjallanum: „Ég fullyrði að það er útilokað að þessi saga um sölu á smygluðu áfengi í þetta skipti sem nefnt er sérstaklega í grein Dags 19. febrúar, sé sönn né heldur önnur skipti, þessi ár sem ég hef unnið í húsinu.“ sækir um 350 m. kr. lán - Milljónirnar eru hugsaðar til kaupa á nýju skipi og til að breyta Sléttbak í frystiskip Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur sótt um 350 m. kr. lán til Fiskveiðasjóðs, til að kaupa nýjan togara og til að láta breyta Sléttbak í frysti- togara. Úmsóknarfrestur um lán úr sjóðnum rann út sl. mánudag. „Við viljum halda öllum dyr- um opnum, til að stækka og endurbæta okkar skipastól. Þess vegna sóttum við um þetta lán, áður en umsóknarfrestur rann út,“ sagði Sverrir Leósson, stjórnarformaður Útgerðarfé- lagsins, í samtali við Dag. Hann sagði jafnframt, að viðræður hefðu staðið yfir við Slippstöð- ina, um fyrirhugaðar breytingar á Sléttbak, jafnframt því sem beð- ið væri eftir tilboði frá Slippstöð- inni um smíði á nýju skipi. „Við verðum að vera tilbúnir til að taka fast á árunum, því ég er sannfærður um að vaxtar- broddurinn í atvinnulífi bæjarins er í sjávarútveginum. Við teljum okkur eiga inni loforð frá stjórn- I völdum um nýtt skip og kvóta, í I um láta reyna á það loforð. Við I okkur er lofað." sagði Sverrir | staðinn fyrir Sólbak. Og við vilj- | viljum að staðið sé við það sem | Leósson. - GS. Lögbirtingablaðið í gær: 43 uppboðsauglýsingar af Eyjafjarðarsvæðinu 43 fasteignir á Akureyri, Dalvík, Hjalteyri, Hrísey og Saurbæjarhreppi voru aug- lýstar í Lögbirtingablaðinu í gær. Þessar eignir verða boðnar upp þann 14. mars n.k. ef eigendur gera ekki skil á skuidum sínum fyrír þann tíma. Af þessum 43 eignum eru 34 á Akureyri, 5 á Dalvík, 2 á Hjalteyri og ein í Hrísey og Saurbæjarhreppi. Lang oftast er um íbúðarhúsnæði að ræða en fyrirtæki eiga hlut að máli í 7 til- fellum. „Það eru erfiðleikar alls staðar, því miður. En ég held að ástandið hér sé ekkert verra en annars staðar,“ sagði Elías I. Elíasson bæjarfógeti á Akureyri er hann var spurður hvort aug- lýsingarnar væru óvenju margar að þessu sinni. Bæjarfógeti sagðist reyna að vera ekki of oft með þessar aug- lýsingar og freistaðist því kannski til að safna þeim svolft- ið saman. Hins vegar segði fjöldi uppboðsauglýsinga ekki alla söguna. Talsvert margir kipptu sínum málum í liðinn og dyttu þvf út áður en til uppboðs kæmi. „Mér sýnist í fljótu bragði að 11 aðilar af þessum 43 hafi nú þegar „gengið út“ og þeim á ef- laust eftir að fjölga. En ég held að uppboðsauglýsingar á þessu svæði séu ekkert algengari en annars staðar á landinu, þótt ég hafi ekki kannað það sérstak- lega,“ sagði Elías. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.