Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. febrúar 1986 á IjósvakanurrL Rás 1 kl. 21.15 „í hamrinum eitt- hvað heyra menn Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Ijóð hans. Gunnar Stefánsson tekur saman þátt í aldarminningu Jóns Á Rás 1 verður í kvöld kl. 21.15 þáttur um Jón Sigurösson frá Kaldaðarnesi og Ijóð hans. Gunnar Stefánsson tekur saman þátt- inn í tilefni aldarafmælis Jóns sem er 18. febrúar. Lesari meö Gunnari er Andrés Björnsson. Jón Sigurðsson gegndi um langt árabil starfi skrifstofustjóra Alþingis. Hann er þó enn kunnari fyrir bókmenntastörf sín. Þekkt- ust þeirra eru þýðingar hans á nokkrum sög- um Hamsuns, Viktoríu, Pan, Sulti og Að haustnóttum. Síðasta þýðing Jóns á sögu eftir hinn norska meistara var Benóní sem hann lauk ekki, en Andrés Björnsson leiddi þá þýðingu til lykta. Jón frá Kaldaðarnesi var gott Ijóðskáld en lagði litla rækt við Ijóðagerð á fullorðinsaldri. Frá æskuárum hans eru nokkur afbragðskvæði sem verða lesin í þættinum. Þá er varðveittur í safni útvarps- ins flutningur hans á nokkrum kvæðum Jón- asar Hallgrímssonar og fá hlustendur að heyra rödd hans í þættinum. lútvarpM FIMMTUDAGUR 20. febrúar 11.10 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Um kirkju og trú. Umsjón: Gylfi Jónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Svaðilför á Grænlands- jökul 1888" eftir Fridþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi. Áslaug Ragnars les (9). 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suðurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson. 15.40 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fróttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist tveggja kyn- sloða. Sigurður Einarsson sér um þáttfnn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 20.00 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabiói - Fyrri hluti. 21.15 „í hamrinum eitthvað heyra menn." Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi og ljóð hans. Gunnar Stefánsson tekur saman þátt í aldarminn- ingu Jóns. Lesari með Gunnari: Andrés Björnsson. 21.40 Einsöngur í útvarps- sal. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur lög eftir Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórð- arson. Jónas Ingimundarson leik- ur á píanó. 22.00 Fréttir • Frá Reykja- víkurskákmótinu Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (22). 22.30 Fimmtudagsumræð- an - List og fjölmiðlar. Stjórnandi: Stefán Jökuls- son. 23.30 Kammertónleikar. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 21. febrúar 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um" eftir Bjarne Reuter. Olafur Haukur Símonarson les þýðingu sína (9). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfróttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurð- ur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn." Umsjón: Haraldur I. Har- aldsson. (Frá Akureyri) Irás 21 FIMMTUDAGUR 20. febrúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson og Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00-16.00 Spjall og spil. Stjórnandi: Ásta R. Jó- hannesdóttir. 16.00-17.00 í gegnum tíð- ina. Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.0d-18.00 Einu sinni áður var. Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. Hlé. 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- 21.00-22.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdótt- ur. 22.00-23.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00-00.00 Poppgátan - úrslit. Spurningaþáttur um tón- list í umsjá Jónatans Garð- arssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. RIKISUTVARPID AAKUREYRI 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Platon er einn af fáum öpum í veröldinni sem hefur haft gam- an af aö renna sér á sleöa. Emmanuel og Platon 3ja og 4ra ára. Þá þegar var Platon orðinn heil- mikill kraftakarl sem vakti yfir hverju skref! „bróðuru síns og verndaði hann fyrir ágangi ókunnugra. í þetta sinn flettum við upp í myndaalbúm- um franskrar læknisfjölskyldu og skoðum myndir frá æsku Emmanuels, sem nú er 12 ára, og górillunnar Platons, sem er 13 ára. í fyrstu var erfitt fyrir Emmanuel að sætta sig við það að eftirleiðis gæti hann aðeins hitt vin sinn og „fósturbróður“ í dýragarðinum. En svona verður þetta víst að vera vegna þess að stóri bróðir er orðinn 250 kíló - og er gór- illa. Minningarnar lifa þó og myndaalbúm fjöl- skyldunnar segja söguna um þá reynslu að einn fjölskyldumeðlima var górilla. Þetta hófst fyrir 13 árum í Gabon í Vestur- Afríku, þar sem franski læknirinn Jacques Judes og kona hans Genevieve störfuðu. # Stórkostleg uppgötvun Þeir eru víst ekki mjög margir sem lesa Alþýðu- blaðið að staðaldri. Það má vissulega muna sinn fifil fegri því eitt sinn var það dagblað, lesið af al- þýðu manna og stóð þá undir nafni. Sá er þetta ritar gluggar oft í Alþýðublaðið þegar tóm gefst til. Það getur verið hressandi að láta kratískan andvara leika um sálina endrum og eins - í hófi þó að sjálfsögðu. í Alþýðublaðinu í gær var flennistór fyrirsögn á bak- síðu, enda var blaða- manni mikið niðri fyrir. Hann hafði gert mikla uppgötvun. Fyrirsögnin var svona: KARLMENN HAFA AND- LIT - KONUR HAFA KROPP! Hér með er þessari merku staðreynd komið á fram- færi við þá lesendur Dags sem ekki vissu þettafyrir. # Veiðisaga Fyrst verið er að taia um Alþýðublaðið er ekki úr vegi að láta eina veiði- sögu, tengda blaðinu, fylgja með. Sumum kann þó ef til vill að finnast hún fáránleg. Þetta er eiglnlega nokkurs konar gáta: Veistu hvern- ig þú átt að fara að því að veiða krókódíl? Farðu til Afríku og hafðu með þér eftirfarandi búnað: Vaðstígvél, sjón- auka, Alþýðublaðíð flísatöng og eldspýtu- stokk. Síðan er ekkert eft- ir annað en að finna eitt- hvert vatn þar sem krókó- díll er til staðar. Þú veður út í vatnið f vaðstfgvélun- um og buslar sem mest þú mátt. Með því vekur þú athygli krókódílsins. Síð- an leggstu fyrir á bakkan- um og ferð að lesa Al- þýðublaðið. Krókódfliinn kemur náttúrlega til þín og fer að athuga hvað það sé sem þú ert að lesa. Og af því að það er Alþýðu- blaðið, sofnar krókódíll- inn svo til um leið. Þá grípur þú sjónaukann og beinir honum að krókó- dílnum. Gættu þess vei að sjónaukinn snúi öfugt. Krókódíllinn virðist agn- arsmár. Þú tekur hann upp með flisatönginni og setur hann f eldspýtu- stokkínn. Þrautín er leyst....

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.