Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 9
20. febrúar 1986 - DAGUR - 9 -Jþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Körfubolti: Tindastóll stendur vel - í 2. deildinni Lið Þórs sem sigraði í Bautamótinu, ásamt þjálfurum, formanni knattspyrnudeiidar og framkvæmdastjóra deildarinnar. Bautamótið í innanhússknattspyrnu: Þórsarar sigruðu í mót- inu fjórða árið í Þórsarar héldu uppteknum hætti á Bautamótinu í innan- hússknattspyrnu sem fram fór á dögunum. Þeir sigruðu í mótinu og er það í fjórða skipt- ið sem þeir gera það eða frá upphafi. I fyrra unnu þeir glæsilegan bikar til eignar og eru þeir strax farnir að reyna við þann nýja. Alls tóku 20 lið þátt í mótinu, öll héðan að norðan nema eitt, Grótta frá Seltjarnarnesi. Liðunum var skipt í fimm riðla og komust tvö lið úr hverjum riðli áfram í milliriðil. Liðin sem komust áfram voru, úr a riðli Þór a og HSÞ-b, úr b riðli Völsungur a og KA b, úr c riðli KA a og Laugaskóli a, úr d riðli Grótta og Völsungur b og úr e riðli Þór b og lögreglan. Liðum þessum var skipt í þrjá milliriðla og voru þrjú lið í tveimur riðlum og úr hvorum komst eitt lið áfram og í þriðja milliriðlinum voru fjögur lið og úr honum komust tvö lið áfram í úrslitakeppnina. Þegar leikjum var lokið í milliriðlunum stóðu fjögur lið eftir og áttu þau að heyja úrslitakeppni þar sem allir Mjög jöfn keppni var í pilta- llokki á KA-mótinu í stórsvigi í Hlíðarfjalli. í stúlknadokki var sigurinn hjá Asu Þrastardóttur öruggari. Keppt var í flokki 13-14 ára og • í piltaflokki börðust tveir KA- menn um sigurinn, þeir Jóhann Baldursson og Vilhelm Þorsteins- son. Vilhelm stóð betur að vígi eftir fyrri ferð en í síðari ferðinni kepptu við alla. Liðin sem kom- ust í úrslit voru, KA a, Grótta, Völsungur b og Þór a. Fyrsti leikurinn í úrslitunum var á milli KA a og Völsungs b og sigraði KA 3:2. Annar leikurinn var á milli Gróttu og Þórs a og sigraði Þór 4:2. Þar næst léku KA a og Grótta og sigraði Grótta 3:1. Síðan léku Þór a og Völsungur b og sigraði Þór 3:0. Næstsíðasti leikurinn var á milli Gróttu og Völsungs b og sigraði Grótta í þeim leik 3:1. Þá var komiö að leiknuin sem Það var hart barist þegar fram fór í Grindavík næstsíðasta „túrneringin“ í 3. flokki í körfubolta. Tvö lið að norðan léku í b riðli Þór og Tindastóll ásamt UMFN og Haukurn og kepptu þau um að komast upp náði Jóhann betri tíma og dugði það honum til sigurs en naumlega þó. Jóhann var á 75,31 samanlagt en Vilhelm á 75,43. í þriöja sæti varð Sverrir Ragnarsson Þór á 79,85. í stúlknaflokki sigraði Ása Þrastardóttir Þór örugglega á 84,25, önnur varö Kristrún Birgisdóttir KA á 86,31 og þriðja Erna Káradóttir KA á 86,57. allir biðu eftir, á milli a liða KA og Þórs og voru fjölmargir áhorf- endur rnættir í Höllina þegar úr- slitaleikirnir fóru fram. KA- menn byrjuðu af krafti og áður en Þórsarar náðu að átta sig var staðan orðin 2:0 fyrir KA. Þórs- arar náðu svo tökum á leiknum og sigruðu 4:2 og þar með á mót- inu. Grótta varð í öðru sæti, KA í þriðja sæti og Völsungur í því fjórða. Mót þetta fór mjög vel og skipulega frarn og gekk vel í alla í a riðil. En þegar ein „túrner- ing“ er eftir geta aðeins þau lið sem eru í a riðli unnið íslands- meistaratitilinn. í fyrsta leiknum léku Þór og UMFN og sigraði Þór naumlega 85:82. í öðrum leiknum léku Haukar og Tindastóll og sigruðu Sauðkrækingar örugglega 85:61. Því næst léku Þór og Haukar og í þeim leik voru Haukamenn sterkari á endasprettinum og sigruðu 79:77. Þar næst léku UMFN og Tindastóll og aftur sigruðu Sauðkrækingar nokkuð örugglega, nú 81:61. Síðan léku norðanliðin Þór og Tindastóll og enn sigraði Tindastóll örugglega, í þetta skiptið 72:52. Síðasti leikurinn var svo á milli UMFN og Hauka og í þeim leik sigruðu Njarðvíkingar naumlega 74:73. Tindastólsmenn voru greini- lega með sterkasta liðið og unnu sér sæti í a riðli í síðustu urnferð- inni. Hin liðin voru aftur á móti mjög jöfn að getu og unnu þau öll einn leik hvert. En það kom í hlut Njarðvíkinga að falla í c riðil þar scm þeir höfðu óhagstæðasta stigahlutfallið þó ekki hafi mun- að miklu. Bjarni Össurarson leikmaður Þórs lék á alls oddi í leikjunum í röð staði. Margir skemmtilegir leikir sáust og var þetta kærkomin æf- ing fyrir liðin sem eru að fara suður um helgina að taka þátt í íslandsmótinu innanhúss. Þór, KA og KS leika öll í fyrstu deild en Völsungur, Vaskur, Tinda- stóll og Efling leika í þeirri 4. í kvennaflokki leika KÁ, Þór og KS og fengu stúlkurnar úr KA og Þór einnig góða æfingu á Laugum á dögunum er þar fór fram keppni í innanhússknattspyrnu eins og fram kemur annars staðar á síðunni. úrslit Grindavík og skoraði fjöldann all- an af stigum. Gegn UMFN skor- aði Bjarni 41 stig, gegn Haukum 38 stig en gegn UMFT skoraði Bjarni „aðeins" 18 stig. Sannar- lega vel gert hjá Bjarna en hann er þegar farinn að leika með meistaraflokki þó ungur sé. Lið Tindastóls er geysisterkt og á vonandi eftir að blanda sér alvarlega í baráttuna um íslands- meistaratitilinn þegar síðasta „túrneringin" fer fram í Haga- skóla 4., 5. og 6. apríl næstkom- andi. Liö Tindastóls er orðið nær öruggt með sæti í fjögurra liöa keppni efstu liða í 2. deild um sæti í þeirri 1. að ári. Liðið sigraði KFÍ örugg- lega um helgina í nýja íþróttahúsinu á Sauðárkróki með 90 stigum gegn 64. Húnvetningar léku tvo leiki gegn KFÍ og unnu þeir fyrri leikinn með 69 stigum gegn 54 en töpuöu þeim seinni 50:59. KFÍ liðið félist á að spila heima- leik sinn á Húnavöllum. Sigur Húnvetninga gegn KFÍ er fyrsti sigur félagsins í 2. deildinni á þessu keppnistímabili. Liðið á aðeins eftir að leika einn leik í 2. deildinni en það er gegn Tindastóli og fer sá leikur fram á Króknum 1. mars næst- komandi. Lið Tindastóls á þrjá leiki eftir, liðið á eftir að spila erfiða leiki gegn Borgnesingum og Skagamönnum á Vesturlandinu um næstu helgi og svo leikinn gegn USAH heima 1. mars. Kári Marísson, þjálfari Tinda- stóls. Mjög gott skíðafæri á Dalvík Mjög gott skíðafæri er í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og eru lyftur þar opnar seinni part dags í miðri viku og um aliar helgar. Mjög gott veður hefur \erið í vetur og hafa þeir á Dálvík að- eins þurft að hafa svæðið lokað einn og hálfan dag frá áramótum. í fjallinu er ný Ivfta og hefur til- koma hennar breytt aðstöðunni til mikilla muna. Vilja Dalvíkingar hvetja skíða- fólk á Norðurlandi til þess að korna og prófa þá aðstöðu sem þeir hafa upp á að bjóða. Laugamótið í innanhússknattspyrnu: KA-stelpumar unnu Þór í úrslitaleik Á laugardaginn fór fram Laugamótið í innanhúss- knattspyrnu kvenna á Laug- um í Reykjadal. Alls tóku 8 liö þátt í mótinu tvö frá Þór, Nú frá KA, Laugskóli IMA og Efling. Fóru leikar þannig að a lið KA sigraði í mótinu eftir að hafa sigrað a lið Þórs í úrslitaleik með 5 mörkum gegn 4. A lið Þórs hafnaði því í öðru sæti, Laugaskóli í því þriðja og KA-b í fjórða sæti. ÍMA varð í 5. sæti, KA-c í því sjötta, Þór-b því í sjöunda og Efling í áttunda sæti. Hnífjafnt í piltaflokki - í KA-mótinu í stórsvigi „Túrnering“ í 3 flokki í körfubolta: Tindastóll í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.