Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. febrúar 1986 málefni aldraðra. a) Sambýlishús með þjónustu í þessum þjónustukjarna væri unnt aö veita öryggi eins og veitt er á dvalarheimilum. Húsnæöiö gæti veriö í eign íbú- anna, háð ákveðinni vernd gegn hraski. Með byggingum sem þessum myndi valt'relsi aldraðra aukast, það .myndi draga úr þörf fyrir dvalarheimili, jöfnuöur milli bæjarhluta hvað aldur- sdreifingu varðar mvndi aukast, þjónustustofnanir nýtast betur sem og íbúðarhúsnæði. Verulegt hagræði væri af þessu bæði fyrir Akureyrarbæ og hina öldruðu. Akureyrarbær gæti átt frumkvæði í þessu efni eða stutt áforrn sem uppi hafa vcrið um byggingu af þessu tagi hjá Félagi aldraðra. Fram kem- ur í könnuninni að stuðningur bæjaryfirvalda gæti t.a.m. verið í því fólginn að iáta í té lóð á góðum stað, fella niður lóða- gjöld, taka þátt í byggingar- kostnaði, t.d. þjónustukjarn ans, útvega framkvæmdalán. gerast eigandi hluta íbúðanna og að annast vernd gegn braski með forkaupum. Eins og fram hefur komið í þáttum um málefni aldraðra hér í blaðinu er bygging sem þessi þegar komin á nokkurn rekspöl, þ.e. teikningar liggja fyrir og einnig hefur staður ver- ið valinn undir byggingarnar við Víðilund. s b) Ihlauparými Það er algengt að aldraðir búa við aðstæður sem allajafna eru fullnægjandi, en duga ekki til á vissum tímum. Margt getur þar komið til, einbúi sem fer á sjúkrahús en þarfnast hvíldar eftir heimkomuna, einstakling- ur sem býr hjá aðstandendum og er þeim háður þannig að þeir komast ekki í sumarleyfi vegna umsjárskyldu sinnar. Þetta eru með öðrum orðum tímabundnir örðugleikar, sem krefjast vist- unar um skamma hríð. Eins og ástandið var á þeim tíma sem könnunin var gerö, var ekki möguleiki á íhlauparýmum og tímabundnir umsjárörðugleikar urðu oft til þess að til varanlegr- ar vistunar kom, þar sem skemmri vistun á dvalarheimili var nánast ófáanleg. Hvað íhlauparými varðar hefur staðan ekki breyst mikið, en þó þokast í áttina. Á Krist- nesspítala er ætlunin að veita hjúkrunarsjúklingum skamm- tímadvöl í þeirri von að létti á heimilum þeirra og þeim veitt einhver úrlausn. c) Dagvist Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar virtist sem rekstrar- grundvöllur væri fyrir dagvist til handa öldruðum. Með dagvist er átt, að hinir öldruðu koma á stofnun að morgni og dveljast þar mestan hluta dagsins. Þeir fá alla sömu þjónustu og þeir sem á stofnuninni dvelja. Dag- vist er það stig þjónustu sem gengur næst dvalarheimilisvist- un og það stig tekur við er heimilisþjónusta megnar ekki að sinna þörfum hins aldraða heima fyrir. í ráði er að dagvist verði viö Dvalarheimilið Hlíð, í þjón- ustubyggingu þeirri sem þar er í byggingu. Einnig hefur eitt pláss á Systraseli verið nýtt sem dagvist. Með því að koma upp dagvistum fyrir aldraða myndi það stuðla að því að aðstand- endum þætti fýsilegra að annast aldraða í heimahúsum. d) Endurhæfing Með markvissri og alhliða endurhæfingu má oft breyta for- sendum aldraðra til eigin um- sjár verulega. Með endurhæf- ingu er átt við líkamlega, and- lega og félagslega endurhæf- ingu. I því sambandi kemur margt til greina. Öldruðum hættir til að einangrast, sam- ferðafólkið fellur frá og for- sendur þeirra til að bera sig eftir félagsskap minnka. Alhliða endurhæfingar er sérlega oft þörf eftir ýmiss konar áföll, sjúkrahúsvist og fráfall maka. e) Dvalarheimilin Könnunin leiddi í Ijós að dval- arheimilin njóta verulegra vin- sælda og stór hópur fólks kýs þau öðru fremur til að leysa um- sjárvanda sinn í ellinni. Vís- bcndingar eru um að vistmenn kjósi þó sjálfstæðar íbúðir inn- an heimilanna. Niðurstöður könnunarinnar virtust leiða í Ijós að aldraðir höfðu fremur neikvæða afstöðu til Skjaldar- víkurheimilisins. Til þeirrar staðreyndar þarf að taka tillit með athöfnum, segir í niður- stöðunum. Skjaldarvík virtist eins konar neyðarúrræði aldr- Margrét Þ. Þórsdóttir skrifar Um könnun á högum aldraðra á Akureyri Þriðii hluti: aðra. Ekki komu fram skýrar ábendingar um hvers vegna, en einhverju gæti ráðið hve úrleið- is það er. Umsækjendur óttuð- ust að þeir einangruðust enn meir þar en á Hlíð. í könnun- inni eru nefnd dæmi um það að einmitt Skjaldarvík gæti boðið upp á ýmsa kosti vegna legu sinnar, svo sem möguleika vistmanna að annast skepnur, fara í róðra og stunda sveita- störf. Með því að byggja upp aðstöðu til þess fengi staðurinn sjálfsagt aðdráttarafl í augum margra umsækjenda. f) Heimaþjónusta Ein eindregnasta vísbendingin sem könnunin gaf um óskir til þjónustu var varðandi heimilis- þjónustu og þá í víðum skiln- ingi. aldraðir kjósa að fá aðstoð heima við húsverk, aðdrætti, sendiferðir o.s.frv. Það eru ein- mitt þessi verk sem í fljótu bragði láta ekki mikið yfir sér, en samsöfnuð einn daginn verða til þess að hinum aldraða finnst sér ekki lengur fært að búa einn utan stofnunar. Heimahjúkrun er einn þáttur heimilisþjónustu og virtist sem efla þyrfti þá þjónustu verulega. Nú er rekin öflug heimilisþjón- usta og hefur fjölbreytnin aukist mjög. í tengslum við heimilis- þjónustuna er nú maður í fullu starfi við að heimsækja aldrað fólk og aðstoða það með eitt og annað sem upp kann að koma og er það stórt skref í áttina að öflugri heimilisþjónustu. g) Skipulag í greinargerð um skipulag öldr- unarmála kemur fram að skipu- lag öldrunarþjónustu hafi verið á margra höndum á Akureyri og jafnvel gætt samkeppni á milli aðila sem að henni standa um takmarkað fjármagn, svo nýting þess hafi á stundum ekki orðið sem skyldi. Sömuleiðis hafi samræmingu aðgerða verið ábótavant. Bent er á brýna nauðsyn þess að yfirstjórn þjón- ustunnar verði samræmd og færð á eina hendi. Gert er að til- lögu að settar verði nýjar reglur um inntöku á dvalarheimilin, leitast við að auka samræmingu heimilisþjónustu og heima- hjúkrunar, félagsstarf á vegum Félagsmálastofnunar og Félags aldraðra nái betur til vistmanna dvalarheimilanna og dvalar- heimilisstjórn og félagsmálaráð vinni í sameiningu að fram- kvæmd sumra verkefna, eink- um dagvistun, íhlauparýmum og endurhæfingu. Með tilkomu nýrra laga um málefni aldraðra var þjónustu- hópur aldraðra settur á laggirn- ar, en markmið hans er að fylgj- ast með heilsufarslegri og fé- lagslegri velferð aldraðra, að meta vistunarþörf aldraðra og að sjá til þess að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast. h) Félagsstarf í könnuninni kom fram mikill áhugi á félagsstarfi aldraðra. Nefnt er að félagsstarfið hafi goldið aðstöðuleysis, en með tilkomu húss Félags aldraðra hafi þar orðið breyting á. Nú fer fram í húsinu fjölbreytileg starf- semi bæði á vegum Félagsmála- stofnunar sem og Félags aldr- aðra og er aðsókn mjög góð. i) Dreifibréf Áhugi kom fram í könnuninni á einhvers konar undirbúningi undir efri árin t.d. með nám- skeiði. Ýmsir viðburðir á efri árum framkalla kreppur og krefjast nýrrar aðlögunar, sem undirbúa mætti með t.d. nám- skeiðum. Þá er mikilvægt að öldruðum sé vel ljóst, hvaða þjónusta stendur þeim til boða og hvernig eigi að nálgast hana. í niðurstöðum er gerð tillaga um bæklinga eða dreifibréf sem send yrðu til eldra fólks jafnótt og það kæmist á tiltekið aldurs- ár þar sem gerð yrði grein fyrir þjónustu við aldraða á Akureyri og leiðum til að nálgast hana. i) Skattaívilnanir Á það hefur verið bent, að skattaívilnanir til þeirra sem hafa aldraða á heimilum sínum, kynni að hafa þau áhrif að fleiri kysu að annast aldraða foreldra eða frændfólk í heimahúsum, enda yrði það fjárhagslega auð- veldara. Hér er um verkefni löggjafans að ræða, en í niður- stöðukafla er því varpað fram hvort ekki væri ráðlegt að vísa erindi þessu að lútandi til þingmanna kjördæmisins. k) Hverfismiðstöð Við göturnar, Ægisgötu, Hrís- eyjargötu, Eyrarveg, Sólvelli og Víðivelli er tiltölulega mikið af húsum sem henta öldruðum vel. Við þessar götur bjuggu er könnunin fór fram 132 íbúar af 319, sem voru 62ja ára eða eldri. Fram kemur sú hugmynd að halda þessum götum fyrir eldra fólk, með beinum eða óbeinum aðferðum. Bæjaryfirvöld eða fé- lagasamtök gætu hlutast til um að aldraðir hafi forkaupsrétt á íbúðum á viðkomandi svæði. Einnig er bent á að með því að koma upp þjónustu fyrir aldr- aða á svæðinu hafi það að- dráttarafl fyrir þá sem eru að búa sig undir efri árin. Lokaorð Að lokum er gerð grein fyrir því að allmargir aldraðir sem þátt tóku í könnuninni, óskuðu eftir aðstoð varðandi atvinnu. Ýmist við útvegun léttrar vinnu, t.d. hluta dagsins eða við tilfærslu úr erfiðri vinnu sem farin er að of- bjóða viðkomandi í léttara starf. Þá er einnig fjallað lítil- lega um þann skort á hjúkrun- ar- og langlegurýmum sem er á Akureyri. En á því sviði er sár- asti vandinn á sviði öldrunar- þjónustu á Akureyri. Það er Ijóst að á dvalarheimilunum sem og í heimahúsum dvelja aldraðir sem í rauninni ættu að vistast á hjúkrunardeild. Sam- kvæmt athugun sem gerð var á þörf fyrir langlegurými á Eyja- fjarðarsvæðinu vantar á milli 40 og 50 langlegurými nú þegar til að fullnægja þörfinni nokkurn veginn. Samkvæmt sænskum staðli sem sannreyndur hefur verið hér á landi hefur komið í ljós að þörf á hjúkrunarrými sé 70 rúm á hverja 1000 íbúa 70 ára og eldri. Þá blasir við okkur að um aldamótin næstu, eða eft- ir aðeins 14 ár vanti 127 pláss fyrir hjúkrunarsjúklinga á þjón- ustusvæði FSA. Er ekki mál til komið að hugleiða það aðeins nánar? Ekki bara aö hugsa um það, heldur staðfesta hugsanir sínar í athöfnum. Gera eitt- hvað. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.