Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 20.02.1986, Blaðsíða 3
20. febrúar 1986 - DAGUR - 3 Lærði hjá Loftleiðum envann aldrei hjá þeim Skarphcðinn Magnússon flug- virki var að bogra yfír púströri sem fest var á stórt járnstykki. Þetta var á viðgerðarverkstæði Flugfélags Norðurlands á Ak- ureyrarflugvelli. „Ég er að sjóða púströr af Astec,“ sagði Skarphéðinn. En Astec, það er ein af flugvélum F.N. - Var það illa farið? „Nei nei, þetta er venjulegt viðhald." - Skarphéðinn brosti þegar hann var spurður um það hversu lengi hann hafi unnið við flug- virkjun. „Þá áttar maður sig á því hversu gamall maður er,“ sagði Skarphéðinn. „Það eru ein 20 ár sent ég hef verið í þessu. Ég fór á Ekkert vegum Loftleiða til Bandaríkj- anna 1966 að læra flugvirkjun. Að vísu vann ég ekkert hjá Loft- leiðum nema um það bil einn mánuð sem ég var lánaður til Noregs til að gera við DC-6 vélar sem Loftleiðir og fleiri áttu þá. Það var svo skrýtið að þeir hættu að nota þessar vélar fljótlega eftir að ég fór að vinna við þær. Svo kom ég til Akureyrar og vann hjá Tryggva Helgasyni flugmanni um tíma. Þaðan fór ég til Reykjavík- ur og var þar í 2 ár hjá Flugfélagi íslands. Norður aftur og vann í Slippstöðinni um tíma og svo til Tryggva aftur. Þá hét flugfélagið Norðurflug, sem síðan breyttist í Flugfélag Norðurlands er Sigurð- ur Aðalsteinsson, Jón Karlsson, Torfi Gunnlaugsson, Jóhannes Fossdal, Nils Gíslason og ég keyptum félagið ásamt Flugleið- um.“ - Hvernig gengur reksturinn, eða má ekki spyrja? „Það er óhætt að spyrja. Reksturinn gengur vel.“ - Eru uppi hugmyndir um flugvélakaup? „Ekki á næstunni. Við höfum nægan flugvélakost eins og er.“ - Nú stendur glæsileg Mits- ubishi skrúfuþota lítið notuð í flugskýli. Því er henni ekki flogið í áætlunarflugi? „Víst er hún glæsileg blessun- in,“ sagði Skarphéðinn. „Þetta er góð vél. en hentar okkur ekki á áætlunarleiðum F.N. þess vegna ætlum við að selja hana. Hins vegar er hún góð á lengri leiðum. hefur m.a. verið notuð í leigu- flugi tii Grænlands.“ - Hvernig er framtíðin fyrir F.N.? Skarphéðinn glotti, „vonandi björt". gej- sjónvarp í Svartárdal Nú þegar rætt er um að nýjar sjónvarps- og útvarpsstöðvar taki jafnvel til starfa á árinu fyrir Reykjavíkursvæðið fínnst mörgum það andsk . . . hart að ekki skuli vera hægt að horfa á þessa einu ríkisreknu sjónvarpsstöð sums staðar á landinu. í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu sést ekki sjónvarp á nokkrum bæjum og harl.a lítið á öðrum og er ekki vitað til þess að breyting verði þar á á næstunni þrátt fyrir að kvartað hafi verið við þá aðila sem með þessi mál fara. Þykir ýmsum sem hér hafi verið slælega að verki staðið þar sem sjónvarpið er nú komið af léttasta skeiðinu og ætti því að vera orðið það vel þroskað að það næði til allra landsmanna að minnsta kosti ef borið er saman við Rás tvö hjá útvarpinu sem náð hefur hreint ótrúlegri út- breiðslu á sínum fáu lífdögum. Það er því von þeirra Svartdæl- inga að einhver fari nú að ýta við einhverju svo að úr þessu sjón- varpsleysi þeirra verði bætt hið allra fyrsta. G.Kr. Sjallamálið: Yfiriýsingar frá stjóm og endurskoðanda Vegna blaðaskrifa og þráláts orðróms um misferli í rekstri veit- ingahússins Sjalians á Akureyri, hafa blaðinu borist eftirfar- andi yfirlýsingar, frá stjórn Akurs hf. og Þorsteini Kjartanssyni hjá Endurskoðun Akureyri hf., sem annast hefur bókhald Sjallans. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að rekstur veitingahússins Sjall- ans í nafni Akurs hf. hefur verið nteð eðliiegum hætti, þótt svo hann hafi verið þungur á stundum. Bókhald hefur verið fært af löggiltum endurskoðendum. Aðalfundir hafa verið haldnir með reglulegum hætti og á þeini fundum hafa ekki komið fram athugasemdir. I stjórn Akurs hf. Þórður Gunnarsson, Jón Kr. Sólnes, Aöalgeir Finnsson. Að gefnu tilefni skal staðfest, að bókhald Akurs ht'. hefur verið fært hjá Endurskoðun Akureyri hf. ýmist af starfsmönnum okkar eða starfsmönnum Akurs hf. Ársuppgjör liafa verið unnin af Endurskoðun Akureyri hf. og er ársuppgjör ársins 1985 á lokastigi. Akureyri 18. febrúar 1986 Þorsteinn Kjartansson. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ Kviksandur Höfundur: Michael V. Gazzo. Þýðing: Ásgeir Hjartarson. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Sýningar í Freyvangi fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24936. Miðasala við innganginn. UMF Árroðinn býður öldruðum á Akureyri á sýningu á leikritinu KVIKSANDUR í Freyvangi á mánudagskvöldið 24. febrúar kl. 20.30. Ferð verður frá Húsi aldraðra kl. 19.45. Miðaverð og akstur kr. 350,- Pantanir eru teknar hjá Helgu Frímannsdóttur í Húsi aldraöra, sími 23595 eða heima í síma 22468. jóðmyn Er eitthvað um að vera? Viltu eiga það á myndbandi? T.d. brúðkaup, afmæli, hátíðir og margt fleira. Gerum einnig stutta skemmtiþætti, fræðslumyndir og kynningarmyndir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Fjölföldum og vinnum úr efni sent þú hefur tekið. Opið virka daga frá kl. 17-19, sími 26508. Skrifstofan opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13.30-19. - Sími 26508. SHARP örbylgjuofhar Örbylgjuofnar í úrvali. Verð frá kr. 14.000.- Sýnikennsla verður á SHARP örbylgjuofnum fyrir eigendur SHARP ofna fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.00 í Hafnarstræti 91,4. hæð. Þátttakendur vin- samlegast láti skrá sig í Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.