Dagur - 24.02.1986, Page 6

Dagur - 24.02.1986, Page 6
6 - DAGUR - 24. febrúar 1986 24. febrúar 1986 - DAGUR - 7 Haukur Eiríksson. íslandsgangan: Haukur var bestur Fyrsti hluti íslandsgöngunnar á skíðum var haldinn á Egilsstöðum um helgina. Keppt var í tveimur flokkum og urðu úrslit sem hér segir: I flokki 34 ára og yngri sigraði Haukur Eiríksson Akureyri á 1,17,00 mín. en gengn- ir voru 25 km. í öðru sæti varð Ingþór bróðir hans á 1,19,56 mín. og þriðji varð Haukur Sigurðsson Ólafsflrði á 1,21,06 mín. I eldri flokknum sigraði Sigurður Aðal- steinsson Akureyri sem gekk 25 km á 1,20,28 mín, annar varð Björn Þór Ólafsson Ólafs- flrði á 1,23,04 mín, og þriðji Konráð Eggertsson Ólafsflrði á 1,32,44 mín. Þetta var fyrsta keppnin af fimm í vetur í íslandsgöngunni, sú næsta verður háð á Glerárdal við Akureyri. Minningarmót: Ólafsfirð- ingar voni sigursælir Minningarmótið um bræðurna Nyvarð og Frímann Konráðssyni var haldið á Ólafsfirði I gærmorgun. Keppt var í mörgum flokkum í skíðagöngu og urðu sigurvegarar þessir: Í flokki pilta, 10 ára og yngri sigraði Albert Arason Ó á 10,38 mín. en genjgnir voru 2 km. Thelma Matthíasdóttir O sigraði í stelpnaflokknum á 9,33 mín. Kári Jóhannesson A og Kristján Hauks- son Ó háðu harða keppni í flokki 11-12 ára. Kári fékk timann 10,49 en Kristján 10,50 mín. en gengnir voru 2,5 km. Grétar Björns- son Ó sigraði í flokki 13-14 ára pilta á 17,15 mín. en gengnir voru 5 km. Magnea Guð- björnsd. Ó sigraöi í flokki 13-15 ára stúlkna- flokki á 14,59 mín. en þar voru gengnir 3,5 km. í flokki 17-19 ára sigraði Sigurgeir Svavarsson Ó á 32,26 mín. cn gengnir voru 10 km. Karlar gengu sömu yegalengd og þar sigraði Haukur Sigurðsson Ó á 31,41, Ingþór Eiríksson A annar á 32,14 mín. og Sigurður Aðalsteinsson A þriðji á 33,43 mín. Jþróttiii Umsjón: Kristján Kristjánsson Stórgóður leikur tryggði Þórsigur - gegn Skagamönnum í 3. deildinni í handbolta „Ég er mjög bjartsýnn á fram- haldið, ekki síst eftir svona leik eins og við sýndum gegn Akra- nesi,“ sagði Gunnar M. Gunnarsson þjálfari Þórs í handbolta eftir að Þór hafði unnið Akranes 22:18 í góðum leik á laugardag. Þetta var leikur tveggja liða sem berjast um sæti í 2. deild að ári og lengi vel leit ekki vel út hjá Þórsurum. Liðið sótti sig þó mjög eftir því sem á leikinn leið og í síðari hálfleik lék liðið sérlega góðan varnarleik og snéri leikn- um sér í hag. Þessi sigur liðsins var afar þýðingarmikill og eykur möguleika liðsins á sæti í 2. deild að ári. Skagamenn byrjuðu með mikl- um látum og komust í 10:4 í fyrri hálfleik. Þá sögðu Þórsarar hins vegar hingað og ekki lengra og tóku öll völd í sínar hendur. Þeir- skoruðu hvert markið af öðru og í hálfleik var forskot Akraness 12:8. En Þórsarar áttu enn eftir að bæta við sig, sérstaklega í vörn- inni, og Skagamönnum tókst aðeins að skora 6 mörk í síðari hálfleik. Þórsarar náðu því yfir- höndinni og unnu verðskuldað 22:18 sem fyrr sagði. Mörk Þórs í þessum leik skor- uðu Ingólfur Samúelsson 8, Sigurpáll Aðalsteinsson 4, Ólafur Hilmarsson og Kristinn Hreins- son 3 hvor, Gunnar M. Gunnars- son 2 og Gunnar Gunnarsson og Jóhann Samúelsson 1 hvor. Hjá Skagamönnum var Pétur Ingólfs- son markahæstur með 5 mörk. Þórsarar eru þó ekki á grænni grein þrátt fyrir þennan sigur. Liðið á eftir þrjá erfiða útileiki, gegn TÝ, UMFN og Fylki en lið- ið hefur þó sýnt að það getur bit- ið hressilega frá sér á góðum degi og er til alls líklegt. Stórt tap Völsungs - gegn Skagamönnum að Laugum Akureyrarmót í Hlíðarfjalli: Ömggt hjá Guðrúnu og Guðmundi „Þetta var Ijótt. Það var almennt áhugaleysi og deyfð í mannskapnum og þá fer þetta svona. En það er greinilegt að markvarslan hjá okkur er aðal- höfuðverkurinn,“ sagði Arnar Guðlaugsson leikmaður Yölsungs í handbolta eftir stór- tap Völsunga gegn IA á heima- velli þeirra að Laugum í Reykjadal á föstudagskvöld. Skagamenn hófu leikinn af krafti og börðust vel í vörninni og létu vel í sér heyra. Þeir náðu strax forystu og höfðu 2 mörk yfir um miðjan fyrri hálfleik en voru búnir að auka forskotið í 5 mörk í hálfleik 17:12. í síðari hálfleik héldu Skaga- menn áfram baráttu sinni enda skipti þessi leikur miklu fyrir þá. Um miðjan síðari hálfleikinn var enn 5 marka munur 22:17. A næstu mín. skoruðu Skagamenn 7 mörk í röð og breyttu stöðunni í 29:17. Völsungar skoruðu svo 4 mörk í lokin gegn 3 mörkum Skagamanna og úrslit leiksins öruggur Skagasigur 32:21. Leikmenn Völsungs komust aldrei í gang í þessum leik og kannski ekki von þar sem upphit- un þeirra fyrir leikinn var lítil sem engin. Það voru aðeins þeir Arnar Guðlaugsson og Birgir Skúlason sem eitthvað sýndu. í liði Skagamanna voru þeir Pétur íngólfsson, Kristinn Reim- arsson og Hákon Svavarsson markvörður, sem varði ein 15 skot í leiknum, áberandi bestir. Mörk Völsungs: Pálmi 6 (3), Arnar Guðlaugsson 5, Birgir Skúlason 4, Gunnar Jóhannsson 3 og þeir Sveinn Freysson, Magn- ús Hreiðarsson og Gunnar Bóas- son 1 mark hver. Flest mörk Skagamanna gerðu þeir Kristinn Reimarsson 11 og Pétur Ingólfsson 9. Þrátt fyrír góða tilburði töpuðu Völsungar fyrir ÍA. Mynd: KK. Stórleikur Amars og Völsungur vann Það var öðru fremur stórleikur gömlu kempunnar Arnars Guðlaugssonar sem færði Völsungi sigur gegn UMFS í 3. deildinni í handbolta um helg- ina. Arnar lék sinn besta leik með Völsungi og skoraði 8 mörk í leiknum sem Völsungur vann 24:19. UMFS var yfir framan af fyrri hálfleik, ekki síst vegna góðrar markvörslu markvarðar liðsins sem lokaði markinu vel. Það var ekki fyrr en Völsungi tókst að jafna 7:7 að sýnt var að liðið myndi hafa leikinn í hendi sér. Staðan í hálfleik var 11:9 fyrir Völsung og þótt munurinn yrði aldrei stór var sigurinn aldrei í neinni hættu. Arnar skoraði 8 mörk fyrir Völsung sem fyrr sagði, Pálmi Pálmason, Skapti ívarsson og Gunnar Jóhannesson 3 hvor, Birgir Skúlason 2, og þeir Sveinn Freysson og Magnús Hreiðarsson sitt markið hvor. Hjá UMFS var Andrés Gunnlaugsson marka- hæstur með 9 mörk. Völsungur á nú eftir einn heimaleik, gegn Selfossi, og hafa menn á Húsavík áhyggjur af því að Selfyssingar hyggist gefa þann leik sem þýðir tekjutap fyrir Völsung. Guðrún Kristjánsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson urðu öruggir sigurvegarar um helgina er keppt var í svigi Ak- ureyrarmótsins í Hlíðarfjalli. Keppendur voru færri en undanfarin ár, enda hefur þeim fækkað sem æfa í elstu flokkunum og liggja sennilega ýmsar ástæður þar að baki. Guðrún vann öruggan sigur í kvennaflokknum og var vel á undan Grétu Björnsdóttur. Guð- mundur hafði enn meiri yfirburði í karlaflokki. Þá var einnig keppt í stórsvigi í flokki 15-16 ára en úrslitin í flokkunum urðu sem hér segir: Svig kvenna: 1. Guðrún Kristjánsdóttir KA 103,40 2. Gréta Björnsdóttir Þór 106,77 3. Anna M. Malmquist Þór 111,82 STAÐAN 3. deild Staðan í 3. deild íslandsmóts- ins í handknattleik eftir leiki helgarinnar: IBK 21 18 0 3 554:392 36 Týr 20 17 0 3 536:381 34 Akranes 21 13 3 5 535:439 29 Þór 21 13 3 5 485:412 29 Reynir ' 22 12 5 5 525:481 29 Fylkir 19 11 1 7 425:375 23 Selfoss 20 8 4 '8 421:417 20 Völsungur 21 8 1 12 505:519 17 Hveragerði 20 8 1 11 478:538 17 UMFN 21 7 3 11 514:516 17 ÍH 19 5 0 14 433:521 10 Skallagr. 21 3 1 17 413:547 7 Ögri 22 0 0 22 324:621 0 KA vann HK - í 1. deild karla í blaki - UBK vann kvennalið KA tvívegis Jóhann Samúelsson skorar fyrir Þór í leiknum við Skallagrím. Mynd: KGA. KA tókst að vinna öruggan sig- ur á HK er liðin mættust í 1. deiid karla í blaki um helgina. Stórsigur Þórs gegn fá- mennu liöi Skallagríms „Það er nú ekki mikið hægt að segja um þennan leik, mót- spyrnan var ekki það mikil að hægt sé að taka mark á þessum úrslitum. Vörnin hjá okkur var léleg en í sókninni gengu hlut- irnir ágætlega. Engu að síður eru stigin kærkomin í barátt- unni,“ sagði Gunnar Gunnars- son þjálfari og leikmaður Þórs í handbolta eftir stórsigur á Skallagrími í Höllinni á föstu- dagskvöld, 30:17. Skallagrímsmenn voru yfir í byrjun og leiddu 3:2 eftir nokkrar mín. Síðan tóku Þórsarar leikinn í sínar hendur og voru komnir með 6 marka forystu í hálfleik 14:8. í síðari hálfleik dró enn í sund- ur með liðunum og „ sprungu“ leikmenn Skallagríms í leiknum, en þeir mættu norður með aðeins einn skiptimann. Þegar flautað var til leiksloka höfðu Þórsarar gert 30 mörk gegn aðeins 17 mörkum Skallagrímsmanna. Um getu einstakra leikmanna Þórs er lítið hægt að segja eftir þennan leik því mótstaðan var svo óskaplega lítil. í liði Skallagríms bar mest á Andrési Gunnlaugssyni og var hann einnig markahæstur í liðinu með 8 mörk, Kristmar Óiafsson kom næstur með 3 mörk. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðal- steinsson 8, Ingólfur Samúelsson 6, Jóhann Samúelsson 5, Kristinn Hreinsson 4, Ólafur Hilmarsson 3 og þeir Aðalbjörn Svanlaugs- son og Sverrir Júlíusson 2 mörk hvor. Leikinn dæmdu þeir Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson og gerðu það vel. Úrslitin 3:0 fyrir KA og kom sá sigur nokkuð á óvart. Það verður að segjast eins og er að lið HK virkaði slakara en menn áttu von á. Það breytir þó ekki því að KA-liðið átti í heild góðan dag að þessu sinni og liðið vann því verðskuldað. KA vann fyrstu hrinuna 18:16 en síðan tvær þær síðari með 15:5 og 15:7 þannig að 3:0 sigur var öruggur. Kvennalið KA og Breiðabliks léku tvo leiki í 1. deild kvenna. Breiðablik vann þann fyrri með 3:0,15:13,15:8 og 15:6 en í síðari leiknum gekk meira á. Þá vann KA fyrstu hrinuna 15:13 en Breiðablik tvær næstu, báðar 15:12. KA tókst að hafa sigur í 4. hrinu 16:14 eftir að hafa verið undir 4:13 og 8:14. Þá var komið að úrslitahrinunni og þá hafði Breiðabiik betur og vann 15:5 og leikinn þar með 3:2. Þær Anna Einarsdóttir og Halla Halldórs- dóttir voru bestar í liði KA. Svig karla: 1. Guðmundur Sigurjónss. KA 101,75 2. Brynjar Bragason. KA 110,45 3. Rúnar I. Kristjánss. KA 160,95 Stórsvig stúlkna: 1. Kristín Jóhannsdóttir Þór 112,30 2. Sólveig Gísladóttir Þór 120,76 Fleiri luku ekki keppni. Stórsvig pilta: 1. Jón Ingvi Árnason Þór ' 102,25 2. Jón Harðarson KA 103,26 3. Bjarni Freysteinsson KA 104,15 % Strákarnir í blakliði KA unnu HK blakinu Mynd: KGA. '4ÍÍV' Guðrún H. Kristjánsdóttir. Vetrar- hörkur í Englandi Enn var lítið hægt að leika í ensku knattspyrnunni um helg- ina vegna veðurs og varð að fresta flestum leikjum í 1. og 2. deild. Getraunaúrslitin eru því eflaust sérkennileg í augunt ntargra því kastað var upp ten- ing til að fá fram úrslitaröð. Arsenal-Chelsea fr. A. Villa-Ipswich fr. 2 Coventry-Southampton 3:2 1 Leicester-Birmingham fr. v Liverpool-Birmingham 0:2 2 Man. Utd.-WBA 3:0 Oxford-Newcastle fr. 1 OPR-Luton 1:1 x Sheff-Wed.-Tottenham 1:2 2 Watford-Nott. Forest fr. 2 West Hant-Man. City fr. 2 Carlicle-Hull fr. Fulham-Blackburn fr. 1 Grimsby-Barnsley fr. 1 Leeds-Bradford fr. Middlesb.-Sheff. Utd. fr. Millwall-C. Palace fr. Nonvich-Huddersfield fr. Portsmouth-Oldham 1:2. Stoke-Charlton 0:0 x Sunderland-Shrewsburv fr. Wimbledon-Brightron 0:0

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.