Dagur - 24.02.1986, Síða 8
8 - DAGUR - 24. febrúar 1986
myndlisL.
Guðmundur Ámiann
í Gamla Lundi
- Guðmundur Ármann sýnir dúkristur í Gamla Lundi
hér skal fjalla um dúkristur þær
sem hann sýnir nú í Gamla
Lundi. Peir munu ekki margir
listamennirnir hérlendis sem
hafa meiri reynslu á sviði dúk-
ristunnar en Guðmundur
Ármann. Hann hefur haldið
tryggð við þessa listgrein allt frá
námsárum sínum, enda leynir
sér ekki, að hann kann til
verka. Meirihluti þeirra mynda
sem Guðmundur sýnir að þessu
sinni er þrykktur í fleiri en ein-
um lit, en það er vandaverk og
ekki á færi annarra en þeirra
sem kunna. Guðmundur Ár-
mann er einn þeirra.
Nokkuð ber á fuglum í þeim
myndum sem Guðmundur sýnir
að þessu sinni. Segja má að það
form sé ekki frumlegt, svo
margir listamenn hafa notað
það í gegnum tíðina. Sjálfur
hefur Guðmundur sagt í viðtali
að hann sé ekki að gera mynd af
ákveðnum fugli, en noti þetta
sígilda form sem tákn frelsis.
Petta má til sanns vegar færa.
Það er óneitanlega frjálsræði
ríkjandi í þessum myndum þó
allrar hófsemi sé gætt. Myndirn-
ar taka sig vel út á veggjunum í
Gamla Lundi og ekki sakar að
hlerar hafa verið teknir frá
gluggunum innanverðum og
njóta því sýningargestir þessa
fallega húss, ekki síður en
myndanna á veggjunum.
Guðmundur Ármann lætur
nú skammt stórra högga milli.
Um sama leyti og sýning hans
var opnuð í Gamla Lundi, var
einnig opnuð sýning á verkum
hans í Svíþjóð. Auk myndanna
tuttugu og tveggja sem sýndar
eru í Gamla Lundi, eru þar
einnig til sýnis og sölu kynning-
armöppur á listamanninum og
verkum hans og hefur hver
mappa að geyma 8 myndir, auk
texta á íslensku og fleiri tungu-
málum.
R.Lár.
Undirritaður hefur verið spurð-
ur hvernig standi á því að hann
hafi ekki skrifað uni þær lista-
kynningar sem undanfarið hafa
staðið yfir í fyrirtækjum hér í
bætium. Því er til að svara, að
hann hefur tekið þá ákvörðun
að gagnrýna ekki þær sýningar
sem hengdar eru upp á slíkum
stöðum, þar sem oftast er óhægt
um vik að skoða myndirnar og
„lesa“ þær með gagnrýni í huga.
Hins vegar fagnar undirritaður
þessum listkynningum fyrir-
tækjanna og hvetur sem flest
fvrirtæki að standa að þeim.
Guðmundur Ármann sýnir
nú 22 dúkristur í Gamla Lundi.
það er sannast sagna aðdáunar-
vert hverju listamaðurinn fær
áorkað á sviði listsköpunar.
Hann færist í aukana með
hverju árinu sem Iíður og
sköpunargleðin ríkir. Þegar
tekið er tillit til þess að Guð-
mundur rekur fyrirtæki í bæn-
um og kennir við Myndlista-
skólann á Akureyri að auki, þá
vekur það furðu hver afköst
hann sýnir á sviði listsköpunar-
innar.
Nú gæti einhver álitið að ann-
ríkið bitnaði á gæðunum, en
það er öðru nær. Guðmundur
Ármann skilar ekki frá sér
Ragnar
Lár
skrifar
nema vel unnum og ígrunduð-
um verkum. Myndhugsun hans
hefur breyst mjög á síðustu
tveim til þrem árum. Léttleiki
línunnar hefur tekið við af
nokkuð stífum uppbyggingum
fyrri mynda. enda voru þær
gjarna tengdar frásögn skoðana
listamannsins, á meðan hinar
nýrri myndir eru meira í ætt við
skáldskapinn og frjálsan tján-
ingarmáta. Þetta á ekki einung-
is við um línuna sjálfa, eða
mótívið, heldur kemur þetta
ekki síður fram í litameðferð-
inni, sem öll er glaðbeittari.
Raunar á þetta síðasttalda
einkum við um þau olíumálverk
sem Guðmundur Ármann hefur
unnið á síðastliðnum árum, en
-Jesendahornið.
TH 'lÓVE' ALL THÍNC'S 'ARE POSSIBLE
L.'his paper has been send to you for good luck. The orglnal copy Is In Néw
Irngland. It has been around the **orld nlne tlmes and the luck has now.been sent. ..
Kto you. You vrill rcceive good luck four days after recelving thls letter',’ prpvl’ding
fyou in turn send it on. This is'not a joke! You will reseive it In the'mail.' Send no j
Pmoneý, as fate has no price. Do not keep this letter. It must leve your hands in
j 96 hours.
:■ An R A F officer received $70.000. 3oe Elliese reseived $ 40.000 and lost It,
| because he broke the chain. Whlle in the Phillipinet, Dohn Welch lost his wive six
days after receiving the letter. He failed to cirkulate it. However, befor her
• death he reseived $ 7.775.000. Please send 20 copies of this letter and seewhat
happens in four days.
; The chaln conjes from Venezuella and was.written by Saul Anthony De Ceop, a‘. j .
• missionary from South Americá. $irice the copy has made tour.of the worid.'-'you;^'
L --Mes and sénd them to friends and associates. After a.few daýs,
'^^Ás^true, even if you are not superst♦ ‘
Keðjubréfaplágan:
Hendið hótunarbréfum
Hvað kostar skepnan?
Beríð í það minnsta
sand á öll svellin
- G.N. í Lundahverfi vekur athygli
á börnum á hálum ís
Enn virðist keðjubréfaplágan
hafa lagst á íslendinga og nú eru
nokkrar mismunandi keðjur í
gangi. Keðjubréf eru hvimleið þó
að það sé í sjálfu sér ekkert við
það að athuga þó mönnum sé
boðið að taka við keðjubréfum
þegar útskýrðar hafa verið þær
kvaðir sem því fylgja. En verra er
þegar maður fær þetta óumbeðið
í pósti frá allsendis ókunnugu
fólki. Slíkum bréfum er ég vanur
að henda og sé enga ástæðu til að
láta skipa mér fyrir í bréfi að
senda svo og svo mörg bréf með
tilheyrandi útlátum upp á von og
óvon um umbun.
Ennþá verra er þegar fólk fær
bréf með hótunum um óljósa
hefnd, ef það viðheldur ekki
keðjunni. Eitt slíkt barst inn á
heimili mitt fyrir skömmu. í fyrir-
sögn bréfsins segir: „Með ást er
allt hægt.“ (With love all things
are possible.) í bréfinu, sem er
skrifað á ensku, er mönnum heit-
ið gæfu ef þeir taka 20 afrit af
bréfinu og senda áfram til jafn-
margra einstaklinga innan 96
stunda. Ef ekki mega þeir eiga
von á óhappi. Síðan eru nefnd
dæmi um fólk sém fékk stöðu-
hækkun, vinninga í happdrætti
o.s.frv. eftir að hafa sent 20 ein-
tök af þessu rugli. Einnig eru
nefnd dæmi um fólk sem sleit
keðjuna og varð fyrir einhverju
óláni, t.d. missti vinnuna, missti
ástvin eða dó. Engar kvaðir eru
lagðar á menn aðrar en þær sem
að framan eru nefndar.
Upphafsmaður þessarar plágu
er sagður vera Soul Anthony de
Ceop, suður-amerískur trúboði
sem sendi fyrstu 20 bréfin. Það
hlýtur að hafa verið sérkennileg
trú sem þessi maður hefur boðað,
hafi hann þá verið til, ef það á að
færa mönnum gæfu að senda
tuttugu sakleysingjum hótunar-
bréf þar sem fólki er jafnvel hót-
að dauða ef það viðheldur ekki
keðjunni. Ég ætla að henda mínu
bréfi og vona að aðrir sem fá slík
bréf í hendur geri það líka, frek-
ar en að útbreiða pláguna.
Yngvi Kjartansson.
Bóndi í Eyjafirði hringdi og hafði
eftirfarandi fyrirspurn fram að
færa:
Ég var að lesa það í KEA-
fregnum, sem ég hafði nú raunar
fregnað áður, að fyrirhugað sé að
setja upp stóra kú ásamt mjalta-
konu á lóðinni fyrir framan
mjólkurstöðina. Skepnan mun
meira að segja vera mætt á
staðinn, en verður eðlilega höfð á
húsi í vetur. Síðan verður henni
væntanlega hleypt út á gróandan-
um, eins og öðrum skepnum.
Þetta er svo sem gott og blessað,
en það sem mig langar að vita er
þetta: Hvað kostar skepnan og
hver borgar?
Svar:
Samkvæmt upplýsingum Þórarins
E. Sveinssonar, mjólkusamlags-
stjóra, er Auðhumla gjöf til
mjólkurframleiðenda frá Kaup-
félagi Eyfirðinga greidd af aðal-
reikningi KEA. Hann vissi hins
vegar ekki hvað hún kostaði.
G.N. í Lundahverfi hríngdi og
vildi vekja athygli á miklum svell-
um í námunda við Lundarskóla.
Sagðist hún margoft hafa séð til
barna á leið í skólann sem átt
hefðu í erfiðleikum með að kom-
ast leiðar sinnar. Vildi G.N.
varpa þeirri hugmynd fram
hvort ekki væri hægt að setja upp
grindverk eftir helstu leiðum svo
börnin hefðu eitthvað að styðjast
við. „Eða í það minnsta að bera
sand á helstu leiðirnar,“ eins og
G.N. orðaði það.