Dagur - 24.02.1986, Side 11
24. febrúar 1986 - DAGUR - 11
Frá ársþingi Ungmennasambands Austur-Húnavatnssýslu, sem haldið var á Húnavöllum.
Ársþing U.S.A.H.
Nýlega var ársþing Ung-
mennasambands Austur-Hún-
vetninga haldið að Húnavalla-
skóla, en þetta mun hafa verið
69. ársþing sambandsins. Mik-
ill áhugi virðist vera á starfi
sambandsins og var 100%
mæting þingfulltrúa til merkis
um það, enda virðist vera tals-
verður uppgangur í hinum
ýmsu greinum íþrótta sem
stundaðar eru innan aðildarfé-
laga sambandsins svo og í öðru
starfi.
Samþykkt var að ganga til sam-
starfs við Vestur-Húnvetninga og
Strandamenn um starfrækslu
sumarbúða sem yrðu á Reykja-
skóla í Hrútafirði og var auðsær
mikill áhugi fyrir að af þessu sam-
starfi gæti orðið sem fyrst. Menn
voru að vonum mjög ánægðir
með frábæran árangur frjáls-
íþróttafólksins á síðasta ári en þá
tók U.S.A.H. að vinna sér sæti í
annarri deild frjálsra íþrótta auk
þess sem sett voru 11 Islandsmet
í yngri flokkunum, og mun nú
undirbúningur vegna landsmóts-
ins ’87 verða hafinn af fullum
krafti.
Tvö ný aðildarfélög bættust í
U.S.A.H. en það voru Golf-
klúbburinn Ós sem stofnaður var
á Blönduósi á síðastliðnu ári og
Skákfélag Blönduóss og nágrenn-
is. Að lokum má geta þess að
Ungmennafélagið Vorboðinn átti
70 ára afmæli á síðasta ári og í
stað þess að halda veislu með til- -
heyrandi kökuáti og kaffidrykkju
réðust Vorboðafélagar í gerð
íþróttavallar og gáfu sjálfum sér
þar með stórskuldir í afmælisgjöf
en um leið bjartari framtíð fyrir
komandi afreksmenn innan fé-
lagsins. G.Kr.
Vilja byggja upp
skíðasvæði í Skarðinu
„Ég held að það sé framtíðar-
áætlun að flytja skíðasvæðið í
Skarðið,“ sagði Jón Pálmi
Pálsson bæjarritari á Siglu-
fírði. Aðalskíðasvæði Siglfírð-
inga var flutt að íþróttamið-
stöðinni við Hól sunnan bæjar-
ins fyrir nokkrum árum.
Nú eru uppi hugmyndir um að
flytja að minnsta kosti aðstöðu
fyrir norrænar greinar á gamla
staðinn í Siglufjarðarskarði.
Svokölluð Skarðsnefnd sendi
bæjarráði Siglufjarðar bréf þess
efnis að kanna möguleika upp-
byggingar skíðasvæðis í Skarð-
inu. „Að hálfu bæjarins hefur
engin ákvörðun verið tekin í
þessu máli,“ sagði Jón Pálmi.
„Pað er mikill áhugi meðal
skíðamanna að þetta verði gcrt
og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu
í þessu sambandi," sagði Kristján
Möller íþróttafulltrúi á Siglufirði.
Hann sagði að mikið snjóleysi
undanfarin ár hafi gefið þessari
hugmynd aukið gildi. Ekki eru
menn sammála um það hvort eigi
að flytja skíðalyftuna úr Hóls-
hyrnu við íþróttamiðstöðina í
Skarðið, eða festa kaup á nýrri
lyftu. Eins hafi verið gerðar
snjómælingar undanfarin ár í
Skarðinu, en allir þeir vetur hafa
verið mjög snjóléttir, þannig að
snjómælingar vantar á snjóþung-
um vetri, svo menn eru ekki al-
veg sammála um að fara í breyt-
ingar án þess að hafa nákvæmari
mælingar. Einnig eru skipt-
ar skoðanir um það hvort eigi að
fara út í fjárfrekar framkvæmdir
við skíðasvæðið, þegar í gangi
eru 2 stór verkefni í íþróttamál-
um bæjarins, en það eru fram-
kvæmdir við nýtt íþróttahús og
gerð grasvallar. „Eitt er víst,"
sagði Kristján, „að Skíðasvæðið í
Skarðinu er paradís skíðamanna,
um það eru allir sammála hér á
Siglufirði." gej-
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 61., 67. og 70. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Strandgata 23, (skúrbygging), Akureyri, þingles-
inni eign Þorsteins Gunnarssonar o.fl. fer fram eftir kröfu
Björgvins Þorsteinssonar hdl., innheimtumanns ríkissjóðs og
bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 28.
febrúar 1986, kl. 17.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 52., 65. og 68 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Norðurgata 28, efri hæð, Akureyri. þinglesinni
eign Vilhjálms Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Páls-
sonar hdl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri
föstudaginn 28. febrúar 1986, kl. 16.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982
á fasteigninni Hólabraut 15, 2. hæð, Akureyri, þinglesinni eign
Magnúsar Tryggvasonar og Höllu Guðlaugsdóttur, fer fram
eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., veðdeildar Landsbanka
íslands, innheimtumanns ríkissjóðs og bæjargjaldkerans á
Akureyri, á eigninni sjálfri föstudaginn 28. febrúar 1986, kl.
15.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985
á fasteigninni Norðurgata 32, Akureyri, þinglesinni eign
Jakobs Tryggvasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Agnars Gústafs-
sonar hrl. og Ragnars Steinbergssonar hrl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 28. febrúar 1986, kl. 14.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1110. tbl. 1984 og 11. og 15. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1985 á fasteigninni E-hluta I Kauþangi v/Mýrarveg,
Akureyri, þinglesinni eign Matthíasar Þorbergssonar o.fl. fer
fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Iðnaðarbanka
íslands hf. á eigninni sjálfri föstudaginn 28. febrúar 1986, kl.
13.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 79., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984
á fasteigninni A-hluta Kaupangi v/Mýrarveg, þinglesinni eign
Tryggva Pálssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, Gústafs
Þórs Tryggvasonar hdl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á
eigninni sjálfri föstudaginn 28. febrúar 1986, kl. 14.15.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Lerkilundi 31, Akureyri, talin eign Sigurðar
S. Magnússonar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar
hdl., Landsbanka íslands og bæjargjaldkerans á Akureyri á
eigninni sjálfri föstudaginn 28. febrúar 1986, kl. 16.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Tungusíðu 12, Akureyri, þinglesin eign
Magnúsar R. Jónssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans
og Sigríðar Thorlacíus hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 28.
febrúar 1986, kl. 14.45.
Bæjarfógetinn á Akureyri.