Dagur - 24.02.1986, Page 12

Dagur - 24.02.1986, Page 12
Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Prófkjör hjá krötum: Freyr ferí framboð Opið prófkjör hjá Alþýðu- flokknum á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor verður að líkindum aðra helgina í mars. Freyr Ófeigsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, hefur staðfest það í samtali við blaðið, að hann gefi þar kost á sér. Jórunn Sæmundsdóttir, varamaður Freys, gefur hins vegar ekki kost á sér til endur- kjörs. Meðal annarra prófkjörs- kandidata sem nefndir hafa ver- ið eru Hulda Eggertsdóttir, Helga Árnadóttir, Herdís Ingvadóttir og Gísli Bragi Hjartarson. Einnig hefur verið lagt að Sigbirni Gunnarssyni að gefa kost á sér í prófkjörinu. - GS Raðsmíðaskípin: 62 tilboð í 4 skip - Blöndósingar, Skagstrendingar, Akureyringar, Siglfirðingar meðal bjóðenda Alls bárust 62 tilboð í rað- smíðaskipin fjögur, sem verið er að smíða hjá Slippstöðinni, Stálvík og Þorgeiri og Eilert hf. á Akranesi, en tilboðin voru opnuð á föstudaginn. Mörg tilboð bárust frá aðilum á Norðurlandi; m.a. frá Blönduósi, Skagaströnd, Siglufírði, Arskógsströnd, Ak- ureyri og Svalbarðsströnd, að ógleymdu Úgerðarfélagi Þing- eyinga. Alls eru það um 30 aðilar, sem standa að baki þessum tilboðum, því margir buðu í fleiri en eitt skip. 13 tilboð bárust í skipið hjá Stálvík, 17 í skipið hjá Þorgeiri og Ellert og 32 tilboð bárust í skipin tvö hjá Slippstöðinni. Að sögn Gunnars Ragnars, fram- kvæmdastjóra Slippstöðvarinnar, liggur næst fyrir að fara yfir þessi tilboð og meta þau, því þau eru öll byggð á mjög mismunandi forsendum. Síðan verður tilboð- unum raðað niður eftir því hversu hagstæð þau eru og niður- staðan lögð fyrir stjórnvöld, jafn- framt því sem skipasmíðastöðv- arnar munu gera tillögur um, við hvaða bjóðendur þær telja eðli- legast að hefja viðræður fyrst. Það er ríkisábyrgðarsjóður, sem kemur til með að standa að lánveitingum til kaupa á skipun- um, þar sem ríkisábyrgð var veitt til að ráðast í raðsmíðaverkefnið. Það er því ljóst að stjórnvöld koma til með að hafa veruleg áhrif á hver fær þessi eftirsóttu skip, en ríkisábyrgðarsjóður mun heyra beint undir Þorstein Pálsson, fjármálaráðherra. Rækjuskipin verða gerð til rækjuveiða með búnaði til fryst- ingar um borð. Þar að auki fá þau um 200 tonna þorskkvóta hvert. Skipin eru um 40 m að lengd. - GS „Greiðsla upp í endanlegt verð“ - segir Guðmundur Þórisson um kartöfluverð til bænda „Bændum veitir auðvitað ekki af að fá fullt verð fyrir kartöflurnar sínar eins og mál- um er háttað. Ég vil hins vegar ekki að óreyndu tala um verð- lækkun. Ég lít þannig á að þetta sé greiðsla upp í það verð sem við fáum endanlega.“ Petta sagði Guðmundur Þóris- son formaður Félags kartöflu- bænda við Eyjafjörð er hann var spurður hvernig honum litist á þá lækkun sem orðið hefur á verð- inu sem bændur fá greitt fyrir kartöflur þær sem fara til kartöfluverksmiðjunnar á Sval- barðseyri. Hann sagðist vona að ríkis- valdið tæki þátt í að leysa vanda kartöfluverksmiðjanna með niðurgreiðslum eða einhverjum öðrum ráðum þannig að bændur fengju á endanum meira fyrir kartöflurnar. „Það er vilji fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að styrkja rekstur kartöfluverksmiðjanna en hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um á hvern hátt það verði gert. Það er Alþingis að ákveða hvernig útvega á fjár- magn til þeirra aðgerða." Guðmundur sagði að ekki virt- ist vera vilji fyrir því að stöðva innflutning á frönskum kartöfl- um, a.m.k. hefði ekki verið látið á það reyna. Franskar kartöflur væru auðvitað ekkert annað en hrein landbúnaðarafurð og þess vegna ætti að banna innflutning á þeim eins og öðrum landbúnað- arafurðum. Hins vegar væri mun erfiðara að koma á innflutnings- banni í dag heldur en ef það hefði verið gert áður en innflutningur hófst. BB. Skemmdir á gangbrautaiijósum „Þaö er meö ólíkindum hvað fólki getur dottið í hug þcgar skemmdarfýsnin er annars vegar,“ sagði Ingólfur Ing- ólfsson rafvirki, en hann er starfsmaður Rafveitu Akur- eyrar og sér m.a. um viöhald gangbrautarljósa á Akureyri. Við hittum hann við gangbrautarljós á Skútnahæð í Glerárhverfí. Þar var hann að skoða skemmdir sem unn- ar voru á gangbrautarljósun- um. Reyndar voru það ekki gang- brautarljósin sjálf sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgunum að þessu sinni heldur tengikassinn sem stjórnar þeim. Ingólfur sagði að þetta væru einu gangbrautar- ljósin sem skemmd væru stöðugt. Hann tók sem dæmi að á stýrikassann við sjálf ljósin hafi hann gefist upp á að láta gler sem gæfi til kynna hvort mætti ganga yfir götuna. „Þessi gler voru brotin linnulaust, svo ég greip til þess ráðs að setja tréplötu í staðinn." Af ummerkjum að dæma voru engin börn að verki við skemmdir á tengikassanum, því átökum hefur þurft að beita til að opna kassann. Jafnvel hefur verið beitt sterkum verkfærum við skemmdirnar. Það þarf varla að taka fram hversu alvar- legt það er að skemma gang- brautarljós á svo fjölfarinni götu sem Hlíðarbraut er við Skúta. Þar er gangbraut sem mikið er notuð af skólabörnum og hefur þessi staður verið mikil slysagildra. Einnig er umferð hraðari á þessum stað en mörg- um öðrum innanbæjar. Þegar Ingólfur var spurður hvað væri til ráða, svaraði hann: „Það hafa verið svo miklar skemmdir á þessum ljósum að það er ekki um annað að ræða en taka þau niður, ef ekki verður breyting til batnaðar." gej- Ingólfur Ingólfsson við stýríkassa Ijósanna á Skútuhæð. Mynd: KGA. Húsavík: Trillukarlar vilja friðun á Skjálfanda Félag smábátaeigenda á Húsavík hefur farið þess á leit við bæjarstjórnina að hún hlut- ist til um það við sjávarútvegs- ráðherra að hann beiti sér fyrir því að friðaður verði innri hluti Skjálfandaflóa fyrir dragnóta- veiðum, þannig að veiðar verði með sama hætti og var þegar svæðið var opnað árið 1965. „Nú er dragnótabátum hleypt upp í fjöru og þetta samræmist ekki neinum friðunaraðgerðum. Þetta er ef til vill liður í því að reyna að leggja smábátaútgerð niður,“ sagði Þórður Ásgeirsson formaður Félags smábátaeigenda á Húsavík. Hann sagði að minni bátar yrðu að fara út fyrir veiði- svæði stærri báta sem næði upp í harða fjöru. „Veiðarfæri smábáta eiga ekki samleið með veiðarfærum stóru bátanna. Smábátaeigendur eru ekki í skuld við Fiskveiðasjóð, svo það er óþarfi að stoppa þá. En þeir koma daglega að landi með ferskan og góðan fisk,“ sagði Þórður. IM/gej-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.