Dagur - 10.03.1986, Page 1

Dagur - 10.03.1986, Page 1
„Bogdan er harðjaxl" - segir Þorbjörn Jensson sem er hættur að leika handboita 69. árgangur Akureyri, mánudagur 10. mars 1986 47. tölublað íslenska landsliðið í hand- knattleik kom til landsins í fyrrinótt eftir glæsilega keppnisferð til Sviss þar sem liðið hafnaði í 3. sæti heims- meistarakeppninnar. Á íþróttasíðum í dag eru við- töl við forráðamenn íslenska liðsins og leikmenn. Þar kemur fram að Islandi hefur verið boð- ið á fjölmörg handknattleiks- mót fram að Olympíuleikunum í Seoul 1988 og gæti liðið komið til með að leika 80-100 lands- leiki á næstu tveimur árum. Þá er fjallað um það hvort hinn pólski Bogdan verði áfram þjálfari íslenska landsliðsins. Jón Hjaltalín Magnússon for- maður HSÍ lýsir þeirri skoðun sinni að stefna beri að því en Þorbjörn Jenssen segir Bogdan vera hörkutól hið mesta og hvað eftir annað hafi það hvarflað að leikmönnum íslands að hætta þegar hann var að brjóta menn niður, til þess að geta byggt þá upp aftur eins og hann vildi hafa þá. Sjá íþróttir á bls. 6, 7 og 8. Þorbjöm Jensson. - Ásgeir Arngrímsson í þriðja sætinu Sigurður Jóhannesson og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, bæjar- fulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri, hlutu örugga kosn- ingu í fyrsta og annað sætið á lista framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor, en valið var á framboðslistann á kjörfundi á laugardag. Sigurður hlaut yfir 80% atkvæða í fyrsta sætið og Úlfhildur um 75% í annað sætið, en kosið var í hvert sæti fyrir sig eftir röð þeirra. I þriðja sætinu lenti Ásgeir Arn- grímsson, 31 árs gamall útgerðartæknir hjá ÚA. Hlutur kvenna er mjög góður á framboðslistanum, en konur eru í 2., 4. og 6. sæti af átta efstu sæt- unum. Eins og áður sagði er Úlf- hildur í 2. sætinu, í fjórða sætinu varð Kolbrún Þormóðsdóttir, 34 ára húsmóðir og kennari, og í sjötta sæti Unnur Pétursdóttir, 26 ára iðnverkakona. Þá er ógetið um 5. sætið en þar er Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri, 33 ára. í sjöunda sætinu varð svo Sigfús Karlsson, 20 ára gamall bankastarfsmaður, og í áttunda sæti Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma, 57 ára. Það má því segja að í fyrstu átta sætum á framboðslista Fram- sóknarflokksins til bæjarstjórnar- kosninganna á Akureyri sé góð blanda af fólki með mikla reynslu í bæjarmálum og ungu fólki með nýjar og ferskar hugmyndir, auk þess sem hlutur kvenna er ekki fyrir borð borinn. Kosningarnar gengu fljótt og vel fyrir sig og þeim lauk á rösk- lega tveimur tímum. Þóttu þær takast með ágætum, en þeir sem tóku þátt í þeim sáu framboðs- listann mótast og gátu hagað kosningum í aftari sæti eftir því hvernig raðaðist í þau fremri. Kom það glöggt fram í kosning- unum að fundarmenn vildu hlut kvenna sem jafnastan hlut karla á framboðslistanum. - HS Magnús efstur á Sauðárkróki Prófkjör Framsóknarflokksins á Sauðárkróki fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor fór fram í lok síðustu viku. Nokk- ur spenna ríkti í kring um þetta prófkjör og var búist við óvæntum úrslitum. Þannig héldu margir að Sæmundur Hermannsson, sem gaf kost á sér að nýju eftir nokkra fjar- veru frá bæjarpólitík, mundi eiga gott „comeback“ og lenda í einhverju af efstu sætunum. En annað kom á daginn. Þegar úrslitin lágu fyrir á að- faranótt sunnudags, var ljóst að um geysilega jafnt kjör var að ræða. Niðurröðunin í efstu sætin varð þessi: í 1. sæti, Magnús Sig- urjónsson, í 2. sæti, Pétur Péturs- son, í 3. sæti Sighvatur Torfason, í 4. sæti Magnús Sigfússon og í 5. sæti Björn Mikaelsson. Sem dæmi um hversu mjótt var á munum á milli sæta má nefna að Magnús fékk einu atkvæði fleira en Pétur í 1. sætið. Niður- röðunin er mjög svipuð og var á listanum síðast, nema hvað að Pétur fer upp fyrir Sighvat og Magnús Sigfússon fer ofar á listann. Góð þátttaka var í prófkjörinu en niðurstaðan er ekki bindandi og er nokkur óánægja framsókn- arfólks á Sauðárkróki með það fyrirkomulag. -þá. Húsavík: Piltur lærbrotnaði Þessi átta skipa fyrstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri í vor. T.f.v. eru Sigurður Jóhannesson, Ársæll Magnússon, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Ásgeir Arngrímsson, Kolbrún Þormóðsdóttir, Sigfús Karlsson, Unnur Pétursdóttir og Þórarinn E. Sveinsson . Mynd: HS. Oddeyri hf. - nýtt útgerðafyrirtæki á Akureyri Nýtt útgerðarfélag, Oddeyri h.f., var stofnað á Akureyri á föstudaginn. K. Jónsson og co. h.f. og Akureyrarbær eru stærstu hluhafarnir í félaginu. Blaðinu hefur ekki tekist að fá staðfest hvaða aðilar aðrir standa að stofnun þessa hlutafélags. Forráðamenn Oddeyrar h.f. hafa í hyggju að kaupa annað raðsmíðaskipið sem nú er í smíð- um hjá Slippstöðinni h.f. á Akur- eyri en K. Jónsson ásamt fleirum gerði tilboð í skipin á sínum tíma og átti eitt af sex hæstu tilboðun- um. BB. Listi sem getur náð góðu gengi í vor - segir Sigurður Jóhannesson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Akureyri Umferðarslys varð á Húsavík á laugardagskvöld. I miðbænum missti ökumaður stjórn á bif- reið sinni er hanit var að aka fram úr öðrum bíl. Bíllinn hafnaði með vinstri hliðina á ljósastaur. Farþegi í framsæti lærbrotnaði og var flutt- ur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaðurinn var einnig fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim að lokinni rannsókn. Bíllinn er talinn ónýt- ur. Mikil hálka var á götum Húsa- víkur á laugardagskvöldið og er hún talin orsök slyssins. IM. „Ég vil lýsa yfir ánægju minni og þakka þann mikla stuðning sem ég fékk í þessu prófkjöri,“ sagði Sigurður Jóhannesson j sem hlaut yfirburðakosningu í fyrsta sæti framboðslista Fram- sóknarflokksins til bæjar- stjórnarkosninga á Akureyri. „Það var fyrirsjáanlegt að mik- il breyting mundi verða á efri sæt- um listans frá síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Margt nýtt fólk kemur til með að starfa að bæjarmálum í Framsóknar- flokknum á næsta kjörtímabili ásamt mörgu því ágæta fólki sem verið hefur þar að störfum að undanförnu. Þetta fólk hefur fjölbreytt áhugamál og kemur með fjöl- þætta reynslu úr ýmsum atvinnu- greinum. Við getum því fastlega vænst þess að listi framsóknar- manna geti náð góðu gengi í bæjarstjórnarkosningunum í vor,“ sagði Sigurður. „Ég vil þakka óvæntan en mjög svo ánægjulegan stuðning í prófkjörinu. Ég hlakka til að starfa með því ágæta fólki sem er með mér á lista og vona að störf okkar verði bæjarfélaginu og Framsóknarflokknum til fram- dráttar," sagði Ásgeir Arngríms- son, sem varð í þriðja sæti í próf- kjörinu. BB. Landsbyggðin: Fasteignir ekki veðhæfar nema að 35% Sjá bls. 3 Prófkjör framsóknarmanna á Akureyri: _ Sigurður og Ulf- hildur urðu efet

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.